Tíminn - 19.02.1984, Síða 6

Tíminn - 19.02.1984, Síða 6
■ Reshevsky 1922 ■ Reshevsky 1984 ■ Það gerðist í pólska smábænum Ozerkov. Fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst og Þjóðverjar höfðu setulið í Ozerkov og héraðinu umhverfis. Nýr yfirmaður setuliðsins hafði verið skipað- ur, hershöfðingi að tign, og það spurðist út að hann hefði áhuga á skák. Frá sínum sjónarhóli frétti hershöfðinginn að í Ozerkov byggi svolítill strákhnokki, á að giska sex ára gamall, sem væri sannkallað undrabarn í skáklistinni. Það fylgdi sögunni að hann hefði nokkru áður teflt fjöltefli við marga reynda skákmenn úr nágrenninu og enginn þeirra staðist honum snúning. Hershöfð- inginn fylltist forvitni. Hann lét kalla drenginn fyrir sig og bauð honum að tefla. Drengurinn var óhræddur við einkennisbúning Þjóðverjans og féllst á boðið. Innan skamms rauk hcrshöfðing- inn á fætur og reytti hár sitt og skegg í ofboði. Hann hafði verið mátaður í fáeinum leikjum og taldi sig þó engan græningja við manntaflið. Stráksi lét uppnám hershöfðingjans ekkert á sig fá, leit einungis kotroskinn á hann og sagði: „Sie spielen Krieg. Ich spiele Schach.“ Þessi drengur var Samuel Reshevsky. Reshevsky er nú orðinn tæplega sjötíu og þriggja ára en ennþá tcflir hann skák og lætur aðra um hinn raunverulega stríðsleik. Hann á að baki einhvern lengsta og glæsilegasta skákferil sögunn- ar og er nú mættur til leiks á ellefta Reykjavíkurskákmótið. í fyrstu umferð- unum hefur hann og sýnt að hann er enn stórhættulegur við skákborðið. Eins og að framan var getið, þá var Reshevsky undrabarn í skák, sennilega hið mesta sem skáksagan kann frá að greina. Hann lærði mannganginn þriggja eða fjögurra ára gamall og var ekki nema fimm ára þegar hann hélt fjöltefli það í heimabyggð sinni sem þýski hers- höfðinginn frétti af með fyrrgreindum afleiðingum. Um það bil sem heimsstyrj- öldinni lauk hóf hann að fara í leiðangra hingað og þangað um Evrópu, að sjálf- sögðu undir eftirliti fullorðinna, og tefldi fjöltefli við allsterka skákmeistara. Þó ekki væri Sammy hár í loftinu rúllaði hann andstæðingum sínum upp. Átta ára að aldri var hann aukin heldur farinn að tefla blindskákir. Eins og að líkum lætur vöktu afrek stráks mikla athygli og spurðust langt út fyrir hinn tiltölulega þrönga hóp skák- áhugamanna. Vísindamenn komu á vett- vang með tól sín og mælitæki og vildu finna út hvaða hæfileikar væru að verki í stráknum, en varð lítið ágengt. Sammy Reshevsky reyndist hafa stærðfræðigáfu dálítið yfir meðallagi en það var þó ekkert til þess að gera veður út af. Að öðru leyti fannst ekkert sem greindi hann frá öðrum strákum innan við tíu ára aldur. Vissulega var hann bæði skýr og sjálfsöruggur en þáð eru fleiri en undrabörn í skák. Rétt eins og andstæð- ingar Sammys yfir skákborðinu urðu sérfræðingarnir að játa sig sigraða. Skákgáfan virtist eiga sér mjög ein- angraðan bústað í heilanum og fannst ekki, þrátt fyrir mikla leit. Árið 1920 fluttist Reshevsky búferlum til Bandaríkjanna ásamt foreldrum sínum. Hann hætti þá skákkiðkunum að mestu í heilan áratug og einbeitti sér að skólanámi, rétt eins og önnur börn. Þó er rétt og skylt að segja frá skákmóti sem hann tók þátt í árið 1922 en aðrir þátttakendur voru fimm öflugir skák- meistarar, allt fullþroska menn. Sammy Reshevsky var þá ellefu ára gamall en hann stóð rækilega upp í hárinu á hinum fullorðnu og vel það. Að lokum hafnaði hann um mitt mót, hlaut 2.5 vinning af fimm mögulegum og varð á eftir Edward Lasker og Charles Jaffe en á undan bæði Janowski og Bigelow. Sammy sigraði Janowski sem þá var að vísu tekinn að eldast en hélt enn miklum styrkleika í skáklistinni. Þýðingarlaust er að velta fyrir sér hvort Reshevsky hefði náð ennþá lengra en raun varð á ef hann hefði ekki gert þetta hlé á skákferli sínum, einmitt þegar flestir aðrir skákmeistarar taka út mestan þroska. Það verður að kallast líklegt en á hinn bóginn má bcnda á að mjög fáum undrabörnum hefur tekist að halda yfirburðum sínum yfir jafnaldrana er þau eldast. Það kom hins vegar í ljós er Reshevsky hóf að tefla á ný að slíkt gilti ekki um hann. Hann skipaði sér undireins í hóp sterkustu skákmeistara Bandaríkjanna og þar með heimsins alls. Fjórði áratugurinn var mikill upp- gangstími fyrir skáklistina í Bandaríkj- unum. Gamla Ijónið, Frank J. Marshall, var vissulega tekinn að lýjast nokkuð en hann gat þó enn bitið duglega frá sér þegar svo bar undir og yngri mönnum gekk illa að tryggja sér óumdeildan sess sem sterkasti skákmaður Bandaríkj- anna. Framan af fjórða áratugnum var Kashdan þó sá öflugasti og hann tefldi á efsta borði Bandaríkjanna á fjórum ólympíuskákmótum, fyrir ofan Marshall. Um miðjan áratuginn kom svo fram geysilega sterkur skákmaður, Reuben Fine að nafni (fæddur 1914), og lét ófriðlega. Hann skaust áður en varði fram úr bæði Marshall og Kashdan en fékk ekki að njóta sigurvímunnar lengi. Um svipað leyti fór Reshevsky nefnilega á skrið á nýjan leik. Reshevsky lauk háskólaprófi í endur- skoðun árið 1932 og tefldi mikið næstu árin. Hann gengdi hins vegar oftast nær föstu starfi viðvíkjandi sfnu fagi og gat því aldrei talist raunverulegur atvinnu- maður í skák. Eftir að hann kvæntist og stofnaði fjölskyldu 1944 varð brauðstrit- ið enn meira aðkallandi og langar glopp- ur eru á skákferli Reshevskys af þeim sökum. Hann naut því aldrei sambæri- legra kjara og til dæmis sovésku skák- meistararnir sem hann atti kappi við síðar meir, en þeir gátu allir helgað sig skáklisitinni einvörðungu. Síðari hluta fjórða áratugarins ríkti mikil spenna um það hver yrði eftirmað- ur Alekhines á heimsmeistarastóli. Euwe vann að vísu heimsmeistaratitilinn í tvö ár en tapaði honum síðan aftur og sýnt var að nýjan mann þurfti til að hrifsa frá Alekhine krúnuna. Það skorti heldur ekki áskorendur. Enn var stöku sinnum rætt um að efna til nýs einvígis Alekhines og Capablanca, en athyglin beindist þó aðallega að yngri mönnum: Flohr frá Tékkóslóvakíu, Kéres frá Eistlandi, Bótvinnik frá Sovétríkjunum, og Fine og Reshevsky frá Bandaríkjun- um. Á fyrsta alþjóðlega skákmóti sínu utan Bandaríkjanna sannaði Reshevsky að hann átti erindi í þennan hóp. Það mót var haldið í Margate á Englandi 1935 og Reshevsky varð í efsta sæti, með 7.5 vinninga af níu mögulegum. Hálfum vinningi neðar kom José Paul Capa- blanca og sigraði Reshevsky Kúbumann- inn í stórglæsilegri skák sem því miður er ekki pláss til að birta hér. Næstu árin einbeitti Reshevsky sér að tvennu. Annars vegar að verða óum- deildar leiðtogi bandarískra skákmanna, en hins vegar að nálgast heimsmeistara- titilinn. Fyrra markmiðinu náði hann andspyrnulítið. Fram til ársins 1936 höfðu jafnan farið fram einvígi um titilinn skákmeistari Bandaríkjanna og Marshall haldið titlinum áratugum sam- an án þess að verja hann. Hann gaf titil sinn svo frjálsan 1936 og var þá ákveðið að efna til mótafyrirkomulags eins og tíðkaðist í öðrum löndum. Reshevsky gerði sér lítið fyrir og vann sigur á fyrstu fjórum skákþingum Bandaríkjanna, en þau voru haldin á árunum 1936-42. Á fimmta skákþinginu tefldi hann ekki (Denker vann!), en 1946 varð hann svo í fimmta sinn skákmeistari Bandaríkj- anna. Á þessum vettvangi hafði Reuben Fine ekki roð við honum. Á alþjóðaskákmótum var mjórra á munum. Reshevsky vann nokkur sterk skákmót, svo sem Kemeri 1937 og Hastings 1937-38 (á undan Alexandér og Kéres), og hann tók að sjálfsögðu þátt í þremur öflugustu skákmótunum sem haldin voru fyrir stríð. í Nottingham 1936 unnu Bótvinnik og Capablanca sigur en hálfum vinningi á eftir þeim voru Reshevsky, Euwe og Fine. Á mótinu í Semmering og Baden ári seinna vann Kéres sigur, fékk níu vinninga af 14, Fine kom vinningi neðar en Reshev- sky og Capablanca hálfum vinningi á eftir honum. Á AVRO-mótinu í Hol- landi 1938 unnusvo Kéres og Fine sigur, hlutu báðir 8.5 vinning af 14, Bótvinnik var í þriðja sæti með 7.5 en Reshevsky fékk sjö vinninga ásamt Euwe og Alek- hine. Þá ber einnig að geta þess að Reshevsky tefldi á efsta borði fyrir hina geysisterku bandarísku skáksveit á ól- ympíuskákmótinu í Stokkhólmi 1937. Sú sveit - Reshevsky, Fine, Kashdan, Marshall og varamaðurinn Horowitz - vann auðveldan sigur. Þráteflið um arftaka Alekhines féll svo vitanlega í skuggann af síðari heims- styrjöldinni - hershöfðingjarnir léku stríðsleiki í Evrópu meðan Reshevsky tefldi skák heima í Bandaríkjunum. 1946 lést Alekhine, saddur lífdaga, og eftir miklar vangaveltur ákvað FIDE að efna til sérstaks móts til að skera úr um heimsmeistarann. Reshevsky var að sjálfsögðu boðið til leiks en aðrir kepp- endur voru Euwe, Kéres, Smyslov og Bótvinnik - Fine hætti við þátttöku. Mót þetta var haldið í Haag og Moskvu árið 1948 og vísindaskákmaðurinn Bótvinnik íigraði örugglega og varð heimsmeistari. Smyslov lenti í öðru sæti (hann er enn að), en Reshevsky og Kéres deildu þriðja sætinu, Euwe varð langneðstur. Næstu árin tefldi Reshevsky ekki sér- lega mikið en hélt þó styrkleika sínum. v 1950 var haldið áskorendamót í Búda- pest og þar átti Reshevsky þátttökurétt og var til alls líklegur. Þá stóð kalda stríðið hins vegar sem hæst og banda- ríska utanríkisráðuneytið neitaði honum um vegabréfsáritun til Ungverjalands. (Fine fékk einnig synjun, en hann hætti reyndar að tefla um þær mundir.) Res- hevsky varð því að bíða með að etja kappi við sovésku stórmeistarana, og einbeitti sér því að berja niður hættuleg- an andstæðing sem komið hafði fram í Ameríku. Miguel Najdorf var reyndar ekki Argentínumaður, fremur en Res- hevsky var Kani. Þeir voru báðir pólskir Gyðingar og næstum jafnaldrar, Najdorf var þó aðeins eldri - fæddur 15. apríl 1910 en Reshevsky 26. nóvember 1911 - en hafði sest að í Argentínu eftir að síðari heimsstyrjöldin braust út. Najdorf vann fræga sigra eftir stríðið og bar hæst sigur hans á mjög sterku móti í Amster- dam 1950, en næstir á eftir komu Res- hevsky og Svíinn Stahlberg. Til þess að ganga í eitt skipti fyrir öll úr skugga um hver væri sterkari skákmaður heims utan Sovétríkjanna var efnt til einvígis þessara tveggja pólsku útlaga 1952. Res- hevsky vann mjög sannfærandi sigur, 9.5 gegn 5.5, og í öðru einvígi þeirra ári seinna reyndist hann aftur sterkari - vann þá 9.5-8.5. Reshevsky hafði þá tryggt sig í sessi á Vesturlöndum og beið þess nú í ofvæni að reyna sig við heimsmeistaratitilinn. Næsta áskorendamót var haldið í Sviss 1953 og Reshevsky fékk sérstakt boð, þurfti ekki að tefla á millisvæða- móti. Þetta var geysilega langt og erfitt mót, fimmtán keppendur tefldu tvöfalda umferð og Reshevsky barðist eins og hetja. Hann átti þó við ofurefli að etja. í bandarískum blöðum var bent á það að Reshevsky hefði mætt til leiks með konu sína og tvö börn en engan aðstoðar- mann, en sovésku keppendurnir níu höfðu hins vegar sautján aðstoðarmenn og báru níu þeirra stórmeistaratign. Með tilliti til þessa var frammistaða Reshevsky frábær, en hann lenti í 2.-4. sæti ásamt Bronstæn og Kéres. Þeir hlutu allir 16 vinninga, en Smyslov varð efstur með 18. Gremja Reshevskys vegna þess hversu honum fannst sér mismunað gagnvart sovésku skákvélinni var svo mikil að hann hætti þátttöku í heimsmeistarakeppninni næsta áratug- inn, og tók ekki til við hana að nýju fyrr en hann var farinn að dala nokkuð. Huggun harmi gegn var það að þegar haldin var skákkeppni Bandaríkjanna og Sovétríkjanna 1955 tókst Reshevsky að sigra Bótvinnik heimsmeistara í innbyrðis einvígi þeirra, fékk 2.5 vinning gegn 1.5. Reshevsky stóð einnig í ströngu heima fyrir. Ný og kraftmikil kynslóð banda- rískra skákmeistara kom fram á sjónar- sviðið á sjötta áratugnum, en Reshevsky átti þó ekki í teljandi vandræðum með að sanna yfirburði sína. Hann sigraði Lombardy, Bisguier og Donald Byrne í einvígjum, sem og Benkö (aðfluttan Ungverja). Á þessum árum var hins vegar afar sjaldan keppt um bandaríska

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.