Tíminn - 19.02.1984, Qupperneq 13
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
ið. Um daginn var ég úti í sjoppu og þar
var hópur unglinga. Þau fóru að tala á
mjög ófeiminn hátt um mig, hvernig ég
væri klædd og að ég væri meö þennan
sjónvarpsþátt, hvernig hár ég væri með
. o.s.frv. Ég býst við að ég hefði varla lent
í svona meðferð ef þau hefðu ekki
kannast við andlitið. Svo rekst ég líka
stundum á það að fólk kannast við
andlitið en veit ekki alveg hvaðan, það
heilsar mér líka en ég veit að ég þekki
það alls ekki neitt. í slíkum tilvikum
heilsa ég bara á móti. Annars tek égekki
mikið eftir þessu núorðið, eins og ég
sagði áðan. Ég er heldur alls ekkert
fræg, langt því frá þó að andlitið sé
kannski orðið þekkt. Litlir krakkar
bregðast stundum skemmtilega við, þeg-
ar þeir hitta mig. Um daginn var ég t.d.
spurð af lítilli stelpu hvort ég væri
eitthvað skyld konunni í Skonrokki“, ég
væri nefnilega svolítið lík henni.
Flosi Ólafsson:
„Ég er að
eðlisfari frekar
feiminn”
Þegar Flosi Ólafsson var spurður um
sætindi frægðarinnar svaraði hann á
Flosískan hátt með annarri spurningu:
„Á þetta að vera í löngu máli eða stuttu?
Sko, það eru margir, sem halda að
frægðin sé bæði ljúf og eftirsóknarverð,
en það er þó ekki alveg hægt að ganga
út frá því sem vísu. Það getur verið
ósköp þreytandi að vera frægur eða
nafntogaður. Ég veit satt að segja ekki
hvort það er erfiðara að vera frægur að
endemum eða frægur af afrekum sínum.
Maður má t.d. ekki vera jafn ókurteis og
Jónína
Benediksdótfir:
„Vil heldur láta
eitthvað gott af
mér leiða”
„Ég tek nú sem betur fer voðalega
lítið eftir því svona dags daglega, að ég
sé þekkt andlit," segir Jónína Benedikts-
dóttir, þegar við berum spurninguna
undir hana. „Ætli röddin sé ekki þekkt-
ari en andlitið í gegnum útvarpið. Svo er
ég heldur ekkert að sækjast eftir því að
vera neitt endilega þekkt. Ég vil heldur
reyna að láta eitthvað gott af mér leiða.
Það var nú eiginlega bara tilviljun að ég
er í þeim hópi að teljast þekkt andlit og
þá vinnu minnar vegna. Ég verð að
viðurkenna að mér finnst það miklu
þægilegra að fólk komi og ræði við mig
í stað þess að vera að glápa á mig, ég
kann betur að meta svoleiðis og ég lifi
mig ekkert inn í það hlutverk að vera
fræg. Það er líka voðalega auðvelt að
verða það á Islandi. Fyrir okkur, sem
stöðugt erum að tala um heilsufar og
líkamsrækt þá getur það stundum verið
dálítið erfitt að þekkjast þegar maður er
að svindla á því og stelast út í sjoppu
eftir einhverju, sem ekki telst heilsusam-
legt. Annars finn ég ekki mikið fyrir
þessu. Ég hef alla tíð verið frekar opin
og átt auðvelt með að vera innan um
fólk. Ef svo væri ekki hefði ég e.t.v.
orðið meira vör við þetta en þá hefði ég
kannski heldur aldrei lent í því að teljast
þekkt andlit," segir Jónína ofurlítið
heilsusamlega.
Magdalena Schram:
„Maður er jú
alltaf að rífa
kjaft”
Hermann
Gnnnarsson:
„Gerði mig
stundum
einmana”
„Það kitlaði náttúrulega hégóma-
girndina að ná árangri og verða þekktur
en síðan var dapurlegt að átta sig á því,
að þessu fylgdi mikill kjaftagangur og
það í landi kjaftasögunnar. Það var erfitt
fyrir lítinn strák að taka við þessu slúðri,
ég tók það oft býsna nærri mér og þetta
gerði mig stundum einmana". Það er
Hermann Gunnarsson, sem svo einlæg-
lega segir frá, þegar við spurðum hann
hvernig reynsla það hefði verið fyrir
hann að verða þekktur.
„Við erum með stöðugan samanburð,
og ef einhver fer fram úr okkur getum
við e.t.v. togað eitthvað í hann með því
að slúðra um hann. Þetta er kannski
bara mannlegt. í dag tek ég þessu allt
öðru vísi, bara eins og ég held að eigi að
taka því. Það eru jú margir, sem taka
eftir manni, ég vinn þannig vinnu. Ég
man eftir því, að þegar ég fór út á meðal
fólks eða á skemmtistaði þá vildi það oft
brenna við að maður rækist á fólk, sem
var að ætlast til þess að ég væri einhver
allt annar en ég í rauninni er. Þetta er
þó öðru vísi núorðið eða þá að ég er
hættur að gera mér grillu út af því. Ég
var alltaf að reyna að þóknast fólki
einfaldlega vegna þess að til þess var
ætlast af mér. Þetta truflaði verulega líf
mitt. Ég vissi í rauninni ekkert hver ég
var og sveiflaðist á milli persóna enda-
laust. Þetta truflar mig ekki eins mikið
núorðið ég hef sjálfan mig meira á
hreinu og ég á auðveldara með að koma
til dyranna eins og ég er klæddur. Að
vísu er oft verið að ætlast til þess, að ég
sé stöðugt að segja einhverja fimmaura-
brandara til að fíflast eins og í íþrótta-
þáttunum.
Já, vel á minnst geturðu kannski sagt
okkur einn léttan svona í lokin?
„Hann var góður þessi“, segir Her-
mann og skellihlær.
Steinunn
Sigurðardóttir:
„Ó fyrirgefðu, ég
þekkti þig ekki
með þessa nýju
hárgreiðslu”
„Ertu viss um að ég sé þekkt andlit“,
spurði Steinunn Sigurðardóttir, þegar
Þegar við spurðum Magdalenu
Schram að því hvernig henni fyndist það
að vera þekkt andlit þá taldi hún sig ekki
vera svo ýkja-þekkta. Það að vera þekkt-
ur hefði þó örugglega bæði kosti og
ókosti í för með sér. Ég hef t.d. kynnst
fólki, sem ég hefði ekki gert annars,
fólki sem þekkti mig í gegnum sjónvarp
við hringdum í hana og bárum upp
erindi okkar. Ég er t.d. ekki alltaf viss
um það, þegar fólk er að horfa á mig úti
á götu, að það sé að horfa á mig vegna
þess að ég sé svo voðalega þekkt eða
fræg persóna. Það er kannski öllu frekar
eins konar þjóðarósiður, það að glápa“,
segir Steinunn og hlær. „Jú, jú, það
kítlar eflaust svolítið hégómagirndina ef
maður heldur að fólk taki eftir manni,
en það hefur líka sínar neikvæðu hliðar
að því leytinu að maður verður svolítið
meðvitaður, ég fer að spekúlera í því
hvort ekki sé kusk á kápunni, eða hvort
stígvélin séu nógu vel burstuð", segir
Steinunn og hlær ennþá hærra. „Annars
getur það líka komið sér vel að vera
svolítið þekkt þegar maður þarf á
einhvers konar fyrirgreiðslu að halda.
Einu sinni bað gjaldkeri í banka mig um
passa en sagði svo þegar ég rétti fram
skilríki mín „ó fyrrrgefðu ég þekkti þig
ekki með þessa nýju hárgreiðslu". Það
er líka visst aðhald að vera þekkt. Ég hef
voðalega gaman af því að fíflast en þori
stundum ekki að láta illa nema ég sé klár
á því að enginn þekki mig, eða eins og
stendur í vísunni... Þar sem enginn
þekkir mann...
Varstu virkilega að athuga hvort það
væri svitalykt af þér í sjónvarpsauglýs-
ingunni, sem sýnd var fyrir jólin?
„Sumir halda því nú fram að ég hafi
verið að leita að saumsprettu á skyrtunni
minni“, segir Steinunn og hlær. „Nei,
þetta var nú af djöfulsskap. Mér finnst
vera komin svona mynd af mér sem
penni konu, það er svo sorglegt að vera
svona frúarleg og það er nauðsynlegt að
vega upp á móti því. Heyrðu þú lofar
mér nú að líta yfir þetta þegar þú ert
búinn að hripa þetta niður. Ég er farin
að passa svo upp á „immeidsið" í seinni
tíð... Ha, þversögn... jú, jú það getur
þar sem engir Islendingar voru. Mér
fannst að fólk gengi að mér algjörlega
fordómalaust og það veitti mér meira
svigrúm en mér finnst stundum ég hafa
haft seinna í lífinu. Það kemur t.d. fyrir
að ég hugsa mcð mér að nú sé best að ég
þcgi, maður er jú alltaf að rífa kjaft.
Þannig getur það, að vera ofurlítið
þekkt, dregið úr manni. Fordómar cru
kannski ekki rétta orðið en ég hef
stundum á tilfjnningunni að horft sé á
mann í gegnum ákveðin gleraugu.
Stundum fer maður að efast um sjált'a
sig, hver maður sé o.s.frv. þegar ég
kannast ckki við þá persónu, sem aðrir
sjá í mér. Fólk heldur jafhvel að ég sé
karlahatari og ofboðslega ómyndarleg
__en því fer víðs fjarri",
segir Magdalena
og hlær.
eða dagblöð. A hinn bóginn verð ég líka
vör við það að fólk gefur sér það
fyrirfram hvernig ég er og hefur hug-
myndir um mig, sem hljóta að vera
rangar, ég kannast a.m.k. oft ckkert við
þá manneskju, sem fólki finnst ég vera.
Það heldur alltaf að maður sé miklu
merkilegri persóna en maður er í raun
og veru", bætir Magdalena við. „Jú, það
er kannski eitt af því góða við að vcra
ofurlítið þekkt, maður áttar sig á því að
þekkt fólk er ekkert merkilegra en
annað fólk. Það eru e.t.v. svolítið sér-
stakar aðstæður, sem ég bý við þar sem
skyldfólk mitt hefur verið töluvert í
sviðsljósinu. Fólk reiknar því með að ég
sé svona og svona, hafi ákveðnar pólit-
ískar skoðanir og búi við svo og svo mikil
efni. Ég minnist þess þegar ég var í
skóla í litlu þorpi í Englandi
eftir stúdentspróf,
vel verið. Blessaður góði
heldurðu að ég sé ekki fyrir
löngu búin að gefast upp á
því að vera sjálfri mér
samkvæm".
maður jafnvel vildi vera einfaldlega
vegna þess að maður er orðinn þekktur
eða alræmdur, eftir því hvernig þú vilt
hafa það. Mér finnst líka á stundum fólk
vera full-almennilegt við mig og ég fæ oft
á tilfinninguna að ég njóti meiri fyrir-
greiðslu, en aðrir út á andlitið á mér,
varla er það út á vaxtarlagið. Annars
finnst mér afskaplega notalegt að vera
svolítinn tíma þar sem enginn þekkir
mig, ekki kannski bara til að fremja
einhvers konaródæði eða illvirki, heldur
bara til að hvíla mig og slappa af. Ég er
að eðlisfari svona frekar feiminn, þó
enginn trúi því, en þetta kemur upp í
vana eins og hvað annað. Það kemur
stundum fyrir að krakkar æpa á eftir
manni, heldur góðlátlega þó. Svo er
maður náttúrlega búinn áð vera milli
tannanna á landslýð, svona dálítið mikið
eins og eðlilegt er“, segir Flosi í alvarlega
gamansömum tón.
Edda Andrésdóttir:
„Svolítið lík
konunni í
Skonrokki”
„Heyrðu bíddu aðeins, ég ætla að ná
mér í öskubakka." Þannig brást Edda
Andrésdóttir við þegar við bárum sp.urn-
inguna undir hana.
„Ha, hvernig mér finnst að vera þekkt
andlit, þú segir nokkuð, sko ég mundi
kannski segja að venjulega þá verði ég
ekki svo mikið vör við það en þó rek ég
mig á það. Stundum er það til góðs en
stundum líka svona frekar bagalegt”,
segir Edda og hlær. Það kemur fyrir að
maður sleppur billega ef maður þarf t.d.
að sýna einhver skilríki og hefur gleymt
þeim heima. Það gerði mér líka auðveld-
ara fyrir þegar ég var að byrja að vinna
með unglingum að margir þeirra könn-
uðust við mig í gegnum Skonrokkið í
sjónvarpinu. Annars held ég að engum
finnist neitt þægilegt að láta mikið vera
að horfa á sig, en ég er ekki viss um að
það sé verið að horfa á mig vegna þess
að ég sé svo fræg. Reykjavík er jú ekki
stór og hér horfa allir á alla. Nú svo
lendir maður í ýmsu, trúlega vegna þess
að ég er orðinn þekkt í gegnum sjónvarp-
Hvernig er
að vera þekkt andlit?
Bubói Mortens:
„Oft kynnt mig
sem Ásbjörn
Kristinssson”
„Er það ekki Bubbi Mortens sjálfur".
„Ha, hvernig reynsla það sé að vera
þekktur, sko hún getur verið „negatíf"
og hún getur verið „pósitíf". Það fer eftir
því með hvaða hugarfari hluturinn er
tekinn en stundum getur þetta verið
meiri baggi en gleðin, sem það veitir.
Frægð er jú æðislega afstæð hugmynd.
Það eru fleiri þúsund manns, sem allir
hafa sína eigin hugmynd um það hvernig
þú ert. Það skiptir mig engu máli þó að
hver einasti kjaftur snúi sér við til að
glápa á mann eða að fólk pískri um mig.
Erfiðleikarnir eru kannski í því fólgnir
að það getur verið erfitt að standa undir
þeirri ímynd, sem fólk hefur af þér. En
á heildina litið skiptir þetta litlu máli.
Það er ekki meiri baggi en að vera með
víxil á bakinu eða eitthvað í þá áttina.
Ég meina það að vera þekktur er ekki
hlutur sem liggur á sálinni á mér. Svona
spurningu er auðvitað ekki hægt að
svara ncma gagnvart sjálfum sér. Til að
byrja með kítlar þetta mann en svo lærir
maður að taka það ekki of hátíðlega og
fyrir rest hættir það að skipta máli.
Erlendis hef ég oft kynnt mig sem
Ásbjörn Kristinsson, það getur verið
mjög notalegt að vera þar sem enginn
þekkir til manns. Oft á tíðum er nafnið
Bubbi Mortens bara irriterandi", segir
Bubbi og glottir í gegnum símann.
Hrafn
Gunnlaugsson:
„Lítillátur, en
f er dult með það
Þegar Hrafn Gunnlaugsson kom fljúg-
andi í símann var hann móður. „Jú,
stundum finnst mér að það geti liðkað
fyrir samskiptum að ég er þekktur",
sagði hann og blés. „Það er þó helst ef
fólki hefur líkað við verk mín. Svo hef
ég t'undið fyrir því líka að andrúmsloftið
hefur kólnað all-snögglega þegar sá, sem
cg á í viðskiptum við, hefur uppgötvað
hver ég er. Það er þó frekar sjaldgæft í
seinni tíð. Ég varð meira var við slíkt í
gamla daga. Að öðru leyti finnst mér
það frekar hjálpa mér að ég er orðinn
svolítið þekktur. Einu vandræðin, sem
ég lendi í, hvað þetta snertir, er þegarég
fer út að skemmta mér. Þá hafa stundum
komið menn sem vilja frelsa mig, segja
mér allt um sjálfan mig og anda ofaní
hálsmálið hjá mér. En þetta er bara eins
og hver og einn verður fyrir, held ég. Ég
er yfirleitt það frakkur, sem einstakling-
ur, að það skiptir voðalega litlu máli en
auðveldar e.t.v. stundum viss samskipti.
Mín sálgerð er þannig að ég á yfirleitt
auðvelt með að umgangast fólk. Éinhver
vinur minn sagði einu sinni að ég væri
lítillátur en færi dult með það. Ég held
að það hafi verið annar hvor bræðra
minna úr Matthildi. Það að vera þekkt
andlit hefur hjálpað mér mest í sam-
skiptum við fólk úti á landi en þar hefur
fólk kunnað að meta kvikmyndina „Óðal
feðranna" miklu meira en ég gerði mér
sjálfur grein fyrir. Þegar fólk hefur
komist að því að ég væri höfundur
myndarinnar, hefur mér oft verið tekið
með mikilli elsku. Jafnvel miklu betur
en ég hef talið mig eiga inni. Það var
náttúrulega út af myndum eins og „Blóð-
rautt sólarlag", sem ég varð var við
mikinn kulda á eftir.
■ Það að öðlast f rægð hef ur löngum þótt eftirsóknarvert og virðist, sem
að sú löngun hafi fylgt manninum frá ómunatíð. Sérstaklega hefur það
auðvitað þótt eftirsóknarvert að verða þekktur af afrekum sínum eða
góðum gjörðum. Aðrir hafa orðið frægir að endemum.
Forfeður okkar álitu, að með góðum orðstír mætti jafnvel sigrast á
dauðanum eins og sjá má af hinni þekktu stöku i Hávamálum, sem sögð
er geyma kjarna heiðinnar heimspeki, en þar segir m.a. „... orðstírr deyr
aldrigi...“
En hvernig er þá að búa við f rægð? Hvernig er að vera þekktur? A þessari
síðu og hinni næstu munum við sjá hvað ýmsir kunnir íslendingar hafa um
málið að segja. Við hringdum í nokkra þeirra, sem segja mætti að
væru „þekkt andlit“ eins og það er stundum orðað og spurðum
einfaldlega: Hvernig er að vera þekkt andlit?