Tíminn - 19.02.1984, Qupperneq 18
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984
■ Hljómsveitin Dúkku-
lísurnar hefur vakið mikla
athygli undanfarnar vikur,
eða síðan þær komust á
blað hér í Reykjavík með
því að sigra í Músíktilraun-
um SATT og Tónabæjar.
Tónlist þeirra er létt og
frískt millirokk og hafa þær
fengið þá umsögn hjá
Bubba Morthens að þær
séu eins og Grýlurnar
hefðu getað orðið, hvorki
meira né minna.
Hljómsveitina skipa
fímmk kvenmenn, þær
Guðbjörg Pálsdóttir, Hild-
ur Viggósdóttir, Erla Ingva-
dóttir, Gréta Sigurjóns-
dóttir og Erla Ragnars-
dóttir en allar koma þær
frá Egilsstöðum eða sveit-
inni þar í kring.
Þær hafa allar flutt í
bæinn þar sem þær stunda
nú nám í menntaskólum
eða vinna og þeim hefur
boðist samningur hjá Skíf-
unni um útgáfu þriggja
platna, raunar er vinna
þegar hafín við eina þeirra,
sex laga 12 tommu plötu.
Sem stendur eru þær með
æfíngaaðstöðu í kjallara
Tónabæjar er eru að svip-
ast um eftir hentugum
„bflskúr“.
Nútíminn brá sér í heimsókn í æfinga-
aðstöðu þeirra í vikunni, svona til að
athuga fyrirbærið Dúkkulísurnar og fyrst
forvitnuðumst við um hvort blómlegt
tónlistarlíf væri á Egilsstöðum.
„Já, ætli það séu ekki einar 7 hljóm-
sveitir starfandi þar núna auk nokkurra
gömlu dansa hljómsveita. Hljómsveitir
frá Egilsstöðum fara út um alla friði og
spila þar á böllum en nýlega er svo farið
að halda sérstaka tónleika á stöðunum
með balli á eftir“ segja Dúkkulísurnar
En hvað veldur þessum áhuga?
„Það er hresst fólk sem býr þarna.
Menntaskólinn hefur sennilega töluverð
áhrif á þetta en svo er jú líka mikið til af
bílskúrum á Egilsstöðum og ekkert mál
að redda einum slíkum".
Hvað olli því að þið fóruð út í þetta?
„Þetta var draumur. Að vísu má segja
að sumar okkar hafi byrjað svona upp úr
10 ára aldri við að berja á pottlok og
þessháttar. Tvær okkar voru að vísu
búnar að vera í hljómsveitum á Egils-
stöðum áður en Dúkkulísurnar sem
slíkar byrjuðu er við vorum allar saman
í Egilsstaðaskóla. Þar vorum við á kafi i'
flestum skemmtunum, við að leika og
syngja, og höfðum gaman af.
Hljómsveitin byrjaði þannig að Guð-
björg keypti sér trommusett og Hildur
og Erla (Ingvad.) fóru að læra gítarleik
og hljómborðsleik" segja þær.
Fljótlega upp úr þessu fóru þær að
koma fram á böllum á og við Egilsstaði
og síðan tóku þær þátt í hljómsveita:
keppninni í Atlavík í fyrra og urðu þar
í öðru sæti. Árið áður hafði nafnið
komið á hljómsveitina en þaðvarðþannig
til að æfingarhúsnæðið sem þær höfðu til
umráða 1982 var fremur sóðalegt og
mikið ryk í því. Þær voru oft að kvarta
undan þessu, enda að eigin sögn mjög
pjattaðar, og einhver sagði þeim að þær
væru bara alveg eins og dúkkulísur.
Þetta nafn festist svo við þær.
En hver er munurinn á því að vera í
bænum og sveitinni?
„Það eru skiptar skoðanir á þessum
innan hljómsveitarinnar. Það er náttur-
lega mun meira að gerast hérna í
tónlistinni en hinsvegar finnst okkur gott
að vera heima og við förum sennilega
allar austur í sumar.“
30 lög á prógrammi
Dúkkulísurnar eiga nú í fórum sínum
30 lög á prógrammi og er um þriðjungur
■ Dúkkulísurnar, f.v. Guðbjörg Pálsdóttir, trommur,
dóttir söngur.
Hildur Viggósdóttir hljómborð, Erla Ingvadóttir, bassa, Gréta Sigurjónsdóttir, gítar, og Erla Ragnars-
Nú-Tímamynd Árni Sæberg
DÚKKULÍSURN-
ad CKVFTTA
ítll JAVEilIA
ÚR KLAUFUNUM
þessfrumsaminn.þær semja sjálfar lögin
en hafa fengið hjálp frá vinum og
vandamönnum við textagerðina og fjalla
textar þeirra, að eigin sögn, um allt og
ekkert.
Þær spila ekki sérstaklega inn á það að
þær eru allar stelpur í hljómsveitinni og
þær eiga ekki, að eigin sögn, við nein.
grúpíuvandamál að stríða..“ það eru
alltaf svona 2-3 strákar fyrir framan
Nýtt ís-
landsmet
í mara-
þonleik
■ Nýtt íslandsmet í maraþonleik var
sett í vikunni en það var hljómsveitin
„Felan“ sem það gerði og spiluðu þeir
samfellt í 30 klukkustundir og 5 mínútur,
hvorki meira né minna.
Hljómsveitina skipa nemendur í
Menntaskólanum við Sund, þar sem
metið var slegið, og heita þeir Jón
Eyþórsson, á gítar, Alfreð Alfreðsson á
trommur og Jón Harry Óskarsson á
bassa. Á myndinni er Alfreð raunar að
plokka á gítarinn en myndin var tekin
við upphaf leiksins. Trommuleikarinn
datt út úr myndinni er nokkuð var liðið
á íslandsmetstilraunina.
Nútímamynd Árni Sæberg.
sviðið“...
Sjálfar telja þær sig hafa víðan tónlist-
arsmekk, hlusta á allt og ekkert en
mestur tími fer þó í að hlusta á rokk, á
svipuðum bylgjulengdum og hjá Pret-
enders og Kinks.
Á næstunni munu þær væntanlega
koma fram í Tónabæ, Klúbbnum og
Safari en svo er ætlunin að koma fram á
Egilsstöðum 3. mars n.k. -FRI
■ Peter Kowald, einn fremsti bassa-
Icikari Evrópu, var hér á ferð fyrir
fjórurn árum og hélt hcr þá
tvenna tónleika sem seint munu gleym-
ast þeim er heyrðu. Hann mun endur-
nýja kynni sín af íslenskum áheyrend-
um með því að haida tónleika í
Norræna húsinu föstudagskvöldið 24.
febrúar kl. 21.00. Þeir sem voru svo
lánsamir að heyra í Kowald síðast geta
borið vitni um það að hér er á ferðinni
feikilega fjölhæfur og kraftmikill
hljóðfæraleikari. Enda þótt íslending-
ar hafi á liðnum árum heyrt í fjölmörg-
um af fremstu bassaleikurum okkar
tíma er óhætt að segja að Kowald skipi
sérstakan sess í þeim hópi. Hann er
■ Peter Kowald
Peter Kowald í
Norræna húsinu
Vestur-Þjóðverji og hefur leikið með
fjölda heimsþekktra tónlistarmanna í
gegnum árin. Má þar nefna Evan
Parker, Albert Mangelsdorff, Carla
Bley, John McLaughlin, Leo Smith og
John Cage. Síðustu 2 árin hefur Kow-
ald mikið leikið með hljómsveitinni
Jazz Doctors en hana skipa auk hans
Frank Lowe. Billy Bang og Rashied
Ali. Þá eru orðnar margar hljómplöturn
ar sem hann hefur leikið inn á, bæði
undir eigin nafni og með öðrum.
Á 20 ára ferli sínum sem hljóðfæra-
leikari hefur Kowald jafnt og þétt
áunnið sér mikla virðingu sem
tónlistarmaður sem býr yfir mikilli
hugmyndaauðgi og hefur rutt nýjar
brautir í notkun hljóðfæris síns.
Það er hljómplötuútgáfan Gramm,
sem stendur að þessum tónleikum.