Tíminn - 19.02.1984, Side 22

Tíminn - 19.02.1984, Side 22
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 erlend hringekja Sjö manns látnir og sextíu og tveir særðir. Nokkrum dögum síðar tilkynntu samtökin „Heilagt stríð íslams" að þau bæru alla ábyrgð á tilræðunum. Það kemur ekki á óvart að það eru einmitt þessi samtök, sem hafa Iýst ábyrgð á hendur sér vegna svipaðra tilræða í Líbanon 18. apríl gegn liði Bandaríkjamanna, 63 fórust; gegn sameinuðu liði Bandaríkjamanna, Frakka og ítala 23. okt. 298 fórust; og gegn ísraelsmönnum í borginni Tyrus hálfum mánuði áður en þá fórust 39 manns. Hvað ællast Khomdny fyrir? ■ Hvað ætlast klerkastjórnin i íran fyrir, spyrja menn ekki síst nú eftir að „slátrarinn frá Teheran", Gholam Ali Oveissi, fyrrum hershöfðingi íranskeisara var veginn á götu í París í vikunniásamt bróður sínum, Gholan Hosein. Þeir gegndu báðir lykilhlutverki i stjórnmálum í íran undir keisarastjórninni, en Gholarn Ali Oveissi er talinn hafa verið einn valdamesti maður í íran meðan Reza Pahlavi, íranskeisari var við völd. Fullyrða má, að utan íran hafi Oveissi verið einn hataðasti andstæðingur Khomeinys, svo undarlega sem þau orð hljóma, en hann átti stóran þátt í fjöldamorðum, sem skipulögð voru í íran skömmu áður en Reza Pahlavi var hrakinn frá völdum. Er jafnvel talið að hann hafi gengið skrefi lengra en keisarinn taldi æskilegt til að þagga niður í andófsmönnum. Oveissi fékk eftir þá atburði viðurnef nið „slátrarinn frá T eheran“ og er talið að margir hópar utlaga hafi sóst eftir lífi hans. Það er því ekki loku fyrir það skotið, að útsendarar Khomeinys hafi orðið Oveissi að bana, enda benda sumir fréttaskýrendur á, að handbrögðin við morð á flóttamönnum frá Íran séu ótrúlega lik um allan heim. Yfirleitt er vegið úr launsátri, morðingjarnir komast undan og takist að grafast fyrir um uppruna þeirra, kemur oft i Ijós, að þeir eru einhver grein á stórum meiði íranskrar heitttrúarvakningar. Ekki bætir úr skák fyrir væntanleg fórnarlömb öfgahópanna, að heittrúarmenn í Teheran hafa nú síðustu mánuði að því er virðist tengst hreinum glæpamönnum og hryðjuverkasamtökum eins og sjakalanum Carlosi, sem þekktur er af viðbjóðslegum sprengjutilræðum um allan heim. Ef skoðuð er röð tilræða, sem útsendarar íransstjórnarinnar eru taldir , hafa staðið að beint eða óbeint á síðustu mánuðum, er ekki laust við að hrollur fari um menn. Svo virðist sem ráðamenn í Iran með Khomeiny erkiklerk í fararbroddi hafi tekið þá ákvörðun að grafa undan ríkisstjórnum í Mið- Austurlöndum og á Vesturlöndum með öllum tiltækum ráðum. íslamskir byltingamenn eru orðið jafnstórt vandamál í Frakklandi og í Kúwaitrþar Er það tilviljun, að íslamskir hryðju- verkamenn eiga hlut að hverju til ræðinu á fætur öðru á Vesturlönd- um? Hafa öfgasinn- ar klerkastjórnar- innar ákveðið að grafa undan trausti ríkisstjórna í V-Evrópu? sem íslamar lögðu til atlögu 12. desember síðastliðinn. Það varekki nein tilviljun að Kúwait varð fyrir valinu og það er ekki tilviljun, að síðan hefur íslamska hryðjuverkamenn borið niður í Frakklandi, Þýskalandi og vitað er, að margháttuð skemmdastarfsemi er skipulögð í sendiráðum þeirra um allan heim. Spurningin hlýtur að vera, hve lengi vestræn ríki geta látið menn með full diplomatísk réttindi skipuleggja hvert ógnarverkið á fætur öðru, en ásakanir í þessu efni hafa hvað eftir annað komið fram á hendur sendiráða lrans um allan heim. Sagt er að þaðan séu tilræði við framámenn og aðra „óvini íslams" skipulögð. Sumir fréttaskýrendur hafa komist svo að orði, að árás hryðjuverkamanna írans á Kúwait á sínum tíma í lok síðasta árs, megi næstum því flokka undir tilefni til stórstyrjaldar. Það er alls ekki tilviljun að Kuwait varð fyrir valinu eins og áður sagði. Scgja má, að Kúwait fljóti á olíubirgðum Vesturlanda. Þar í jörðu og á hafsvæði undir stjórn Kúwaita, eru hvorki meira né minna en 13% af olíubirgðum heimsins og eru þá ekki með taldar gasbirgðirnar. í ríkinu er mikil velmegun og árslaun að meðaltali um 17.000 dalir á mann. Slíkur auður í tiltölulega fámennu landi (1.5 millj.) gerir landið að auðveldu skotmarki, ekki síst fyrir þá sök, að meðal íbúa er hálf milljón Palestínumanna. Þar við bætist, að í landinu er sterk trúarhreyfing sjíta, stjórnkerfið í Kúwait sé með því frjálslyndara meðal einvelda heims, er auðvelt að róa á mið ýmissa óánægjuafla eins og þessi frásögn ber með sér. Kúwait var því akurinn, seni Khomeiny ákvað að byrja að sá í. Það gerðist í desember á síðasta ári, þegar sem tekur auðveldlega við boðskapnum frá erkiklerknum í Teheran. Og þó að ráðist var að sendiráðum Frakka og Bandaríkjamanna, bílar sprungu í sendiráðsgörðunum með alkunnum afleiðingum. Fjögurönnurtilræði urðu í Kuwait þennan sama dag. Afleiðingin: Nafn: María Das Dores — Staða: Móðir þriggja barna Lögheimili: DALUR DAUÐANS ■ Ætli við höfum ekki öll lesið á æskudögum hinar hræðilegu sögur um Dauðadalinn, þar sem ótal ófreskjur leyndust, eiturjurtir uxu í lautum eða að villtur þjóðflokkur bjó þar og lagði sér mannakjöt til munns. Cubatao í Brasilíu er þvílíkur dalur þó með öðrum hætti sé. í honum eru ekki mannætur eða skrímsli. En eiturgufur nútímans hafa svo mjög sett svip sinn á dalinn, að - mannlífi öllu er þar mikil hætta búin. Þetta fékk María Das Dores, ung móðir í Cubatao, að reyna á síðasta ári, þegar hún átti von á fjórða barni sínu. Hún hafði átt þrjú áður og allt hafði gengið vel fram að því. Hún bjóst líka við að fæða heilbrigt barn. Hún hafði eins og aðrar mæður á svæðinu heyrt og fundið, að Cubatao er mjög mengaður staður, reyndar svo mjög, að Alþjóða Heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur lýst því yfir, að Cubatao sé óheilnæmasti staðurinn á jörðinni hvað loftmengun varðar. En hvað kom fyrir Maríu Das Dores? Hcnni leið mjög illa á fyrri hluta meðgöngutímans. Hana logsveið í móðurlífið og leitaði til læknis, en henni ■ Maria fæddi barn, sem var van- skapað og án heila. Barnið dó eftir tuttugu tíma. Þar sem María býr í Brasiliu eru slik tilvik 25 sinnum algengari en annars staðar í Suður- Ameríku. Þess vegna er dalurinn hennar Maríu kallaður Dauðadalur- inn... var þá sagt, að þetta væri allt í lagi. Það myndi lagast. En það lagaðist ekki. Það versnaði og þegar á fjórða mánuði varð María að fara á sjúkrahús. Hún hafði ekki matarlyst, gat ekki einu sinni drukkið vatn. Hún var magnþrota jafnvel strax á morgnana. Hún var í fimm vikur á sjúkrahúsinu. Doði var í fótum og kviðurinn var útblásinn. Þá varð hún að fara heim, því hún hafði ekki efni á að dvelja lengur á sjúkrahúsinu. Ekki bætti úr skák að koma heim; í nágrenni heimilis hennar eru 33 verksmiður, sem skila eitt þúsund tonnum af mismunandi eitruðum úrgangsefnum út í loftið. Á sjöunda mánuði var hún flutt á sjúkrahúsið á nýjan leik. Þar fæddi hún barn, sem lifði aðeins í 20 klukkustundir. Algjörþögn ríkti umþettabarn. Það var ekki fyrr en María var komin af sjúkrahúsinu mörgum vikum síðar og búin að ná sér þokkalega eftir áfaliið, að hún fékk að vita sannleikann. Hún hafði ekki fætt neitt venjulegt barn. Það var án heila og tók fæðuna gegnum nefið þær fáu stundir, sem það lifði. í Suður Ameríku rekja menn þennan sjúkdóm beint til mengunarinnar. I álfunni er tíðni sjúkdómsins um einn á móti fimm þúsund. En í Cubatao er hann tuttugu og fimm sinnum algengari. Á árinu 1982 fæddu 17 konur mjög vansköpuð börn í Cubatao, sem er bær rétt á stærð við Akureyri. Hvergi í veröldinni var unnt að greina svo margar afbrigðileg'ar fæðingar. Þegar þessar tölur komu á borð Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar, varð af þessu alþjóðlegt hneyksli.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.