Tíminn - 19.02.1984, Page 23

Tíminn - 19.02.1984, Page 23
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 fflmthm. 23 Börn jafnvel send í dauðann En hvað er vitað um þennan ógnarhóp m heittrúarmanna, „Heilagt stríð fslams"? Sáralítið er vitað um þaá nnað en það, að þeir fá skipanir sínar frá Teheran og þeireru reiðubúnir til aðganga í rauðan dauðann fyrir trúanna á íslam og Khomeiny. Minna aðferðir þeirra mjög á sjálfsmorðssveitir Japana í seinni heimstyrjöldinni, þegar flugvélar þeirra renndu sér niður að herskipum bandamanna og fórust flugmennirnir sjálfir um leið og þeir grönduðu eða stórskemmdu skipin. Ógerningur er að segja til um það, hve margir þeir eru, sjálfboðaliðarnir frá Teheran, t.d. telja stjórnvöld í Bandaríkjunum að þeir skipti þúsundum. Flestir eru að þeirra sögn í Líbanon, reiðubúnir til átaka hvenær sem er. Bandaríkjamenn óttast einmittmjög aðslíkirhryðjuverkamenn ráðist að herskipum þeirra úti fyrir botni Miðjarðarhafs og hafa gefið út um það yfirlýsingar, að þeir muni skjóta niður allar flugvélar, sem nálgist herskipin án tilskilinna leyfa. Herskipaslóðin úti fyrir Líbanon er einmitt tilvalinn vígvöllur fyrir sjálfsmorðsveitir. Par voru í janúar hvorki meira né minna en 54 skip, þar af 27 úr liði Bandaríkjamanna, átta frönsk og nokkur ítölsk og bresk skip auk þriggja sovéskra „togara", sem allir vita hvaða hlutverki gegna á þessum slóðum. Stjórnvöld í Hvíta Húsinu, Elysée höll og Lundúnum draga ekki dul á, að óttalegir atburðir fara af stað í þessum heimshluta ef ráðist verður á þessi skip. Allar öryggisráðstafanir hafa verið hertar mjög á síðustu vikum einmitt vegna þessa ótta. En á meðan hafa útsendarar Khomeinys athafnað sig annars staðar, þó ekki sé það allt fréttaefni. Um áramótin var komið í veg fyrir tvö tilræði í höfuðborg Jórdaníu. í Barcelona á Spáni fékk frettastofa þá tilkynningu frá „Heilögu stríði íslams", að hópur á vegum samtakanna hygðist leggja upp með áætlun um ógnarverk um alla Evrópu. Sama dag tókst að aftengja sprengju í Lundúnum, áður en höggið reið af. Flestir muna eftir hinum hræðilegu tilræðum í Frakklandi umáramótin, þegar gríðarlega aflmiklar sprengjur sprungu í Marseille og fjöldi fólks lét lífið. Hryðjuverkamaðurinn Carlos er sagður hafa staðið fyrir þessum tilræðum, en hann er einmitt á síðari árum tengdur mjög við Khomeiny erkiklerk og Khadafy Líbíuforseta. Ýmsum þykir harla ólíklegt, að öllu Neysla heróíns gerð lögleg? þessu sé stjórnað meira eða minna af áttræðum öldungi í Teheran, sem meira að segja hefur gert börn að „byltingarvörðum" og þannig ekki skirrst við að senda þau út í rauðan dauðan, ef svo ber undir. En hefur Khomeiny öll völd á sinni hendi? Að grafa undan ríkisstjórnum á Vesturlöndum Fáir geta í dag gert sér grein fyrir raunverulegum völdum Rouhollah Khomeiny, sem ekki ber annan titil en „Þjónn lmam", en er þó enn talinn halda í alla megintauma í stjórn landsins, enda þótt íslamska byltingin hafi þróast langt út fyrir hans valdsvið á síðustu þremur árum. Khomeiny sjálfur hefði aldrei geta ímyndað sér það í Frakklandi árið 1978, að eftir nokkur misseri yrði andlit hans skeggjað og biturt þekkt um allan heim og ímynd hinnar íslömsku byltingar. Hann lýsti því yfir við valdatökuna 1979, að íransstjórn myndi beita sér gegn „djöfulæði Vesturlanda". Þar yrði engum hlíft. Hann byrjaði á því að taka fylgismenn sína til bæna og leggja þeim reglurnar varðandi boðun Islams. Byltingin átti að þrengja sér inn hvarvetna, jafnvel börnin skyldu gerð að byltingarvörðum eða „stuðningsmönnum Guðs", því unnt væri að nota þau síðar meir, þegar búið væri að byggja þau upp siðferðilega til að þjóna Islam til síðasta blóðdropa. Engum kom á óvart, þegár í kjölfarið fylgdu ofsóknir heima fyrir gegn öllum þeim sem ekki lýstu óblöndnum stuðningi við Khomeiny, svo sem Bahajum, er drepnir voru hundruðum saman um allt land. Fjöldaaftökur urðu daglegt brauð og þlran er nú einangraðra í heimsmálum en nokkru sinni fyrr. En framámenn og fréttaskýrendur á Vesturlöndum hafa margir í seinni tíð séð hvert Khomeinystjórnin stefnir. Augljóst þykir nú, að ætlunin sé að grafa undan ríkisstjórnum í Arabaheiminum, sem ekki eru hliðhollar íran og setja af stað slíka moldvörpustarfsemi í nokkrum Vestrænum ríkjum einnig til að veikja stjórnarfar þeirra. Ef spilin eru lögð á borðið er Ijóst, að fylgismenn Khomeinys eða menn tengdir klerkastjórninni hafa átt aðild að tilræðum og samsærum um allan Arabaheiminn á undanförnum árum og nú á síðasta ári hefur spjótunum síðan verið beint að nokkrum vestrænum ríkjum, sem ekki hafa verið Khomeiny nógu leiðitöm. I nokkrum arabaríkjum hefur tekist að koma í veg fyrir byltingar í anda ' Teheranklerksins. í Bahrein var reynt að steypa stjórninni fyrir nokkrum misserum og sama gerðist í smáríkinu Oatar og í Mekka komst einnig upp um samsæri. Enginn efi er talinn á, að með tilræðunum í Kúwait var reynt að æsa uppóánægjuöfl í landinu,sem þó virðist hafa bórið takmarkaðan árangur. Líbanon — paradís hryðjuverkamanna En þó að útsendarar hins heilara stríðs Islams telji sig væntanlega hafa náð ntiklum árangri með fólskuverkum sínum í Evrópu, má gera ráð fyrir því, að Líbanon sé hrein paradís fyrir öfgaöfl Khomeinys um þessar mundir. Ber þar fyrst að nefna, að samfélög sjíta, sem öflug hafa verið í Líbanon unt áratugaskeið, hafa ekki verið ráðandi í stjórnmálum landsins. í Líbanon berjast nú á banaspjótum hvorki meira né minna en 100 þúsund hermenn í að minnsta kosti sautján mismunandi einkennisbúningum þannig að í slíku upplausnarástandi má sannarlega gera ráð fyrir miklum áhrifum öfgahópa á borð við „Heilagt stríð Islams". Hér tekur íran sérstöðu við hlið Sýrlendinga, sem er eins og kunnugt er merkisberi Sovétríkjanna í Mið-Austurlöndum. Jafn hatrammlega er vegið að Yasser Arafat, sem leyft hefur sér þá ósvinnu að reyna að sætta öfl í Arabaheiminum og hefur tekið upp samvinnu við Egypta í því augnamiði. En svo furðulegt sem það virðist, þá hefur komið upp úr dúrnum, að bæði þessi stríðandi öfl hafa orðið sér úti um vopn frá Khomeinystjórninni í íran. Það vekur ekki síður áhyggjur manna, að síðustu daga hefur komið í Ijós, að stjórnin í Líbanon er orðin allt að því valdalaus og koma afsagnir ráðherra í stjórninni því ekki á óvart. Það er ekki síst vegna nærveru fylgismanna Khomeinys og Sýrlendinga, sem stjórnir á Vesturlöndum fylgjast nú mjög með framvindu í Líbanon. Því vitað er, að „Heilagt stríð Islams" bíður eftir næsta lagi. Og það kann að verða skemmra í stóra atburði en séð verður í dag. Þ.H. ■ Olöglegur innflutningur og neysla á heróíni í Hollandi fer stöðugt vaxandi. Fyrir skömmu höfðu yfirvöld hendur í hári manna, sem reynt höfðu að smygla efninu í Búddalíkneskjum. ■ Fáar eða engar borgir í Evrópu búa við jafn umfangsmikið eiturlyfjavandamál og Amsterdam. Heróinneysla í borginni veldur mönnum þungum áhyggjum en á því sviði slær Amsterdam öðrum borgum álfunnar við. Stöðugt streyma inn sendingar af þessu hættulega efni, með skipum, járnbrautarlestum og með flugvélum. Heróin í smásölu á götum úti er tiltölulega ódýrt eða um 1600 krónur íslenskar grammið. Lögreglan á í miklum erfiðleikum með að koma í veg fyrir sölu efnisins og ræður reyndar lítið við þetta vandamál, sem virðist stöðugt færast í aukana. Nú hefur borgarstjóri Amsterdamborgar, Ed van Thijn, lagt til að neysla heróíns verði gerð lögleg. Hugmynd hans er sú að borgaryfirvöld útvegi um 300eiturlyfjaneytendum efnið ókeypis um eins árs bil, til reynslu. Að undanförnu hefur eiturlyfjaneytendum í borginni verið gefinn kostur á að fá ókeypis methadone. Hafa heilsuverndarstöðvar séð um dreifingu efnisins til þeirra, sem þurft hafa þess með. Það var von manna að methadone gæti komið í stað heróíns en það mun vera skaðminna og ekki eins vanabindandi. Þetta hefur þó ekki reynst nægilega vel og heróínneytendum hefur gengið illa að „svissa yfir“. Borgarstjórinn hefur bent á að fái neytendur heróínið ókeypis, þurfi þeir ekki að hafa fyrir því að ræna peningum upp í kaupin. Þannig mundi hinum alvarlegu afbrotum, sem eru fylgifiskur heróínneyslunnar, fara fækkandi. Hugmyndir þessar hafa mætt harðri andstöðu í hollensku ríkisstjórninni. Dómsmálaráðherra landsins hefur m.a. bent á að þetta mundi brjóta í bága við ýmsa alþjóðlega samninga, um samvinnu gegn sölu og dreifingu fíkniefna, sem Holland er aðili að. Samt sem áður getur rí kisstjórnin ekki bannað borgarstjórninni að gefa neyslu efnisins frjálsa. Hún getur að vísu hótað að þrengja að henni með ýmsu móti s.s með því að draga til baka styrkveitingar til félagsmála o.s.frv. Opinberir embættismenn í öðrum löndum hafa einnig lýst sig andvíga þessum hugmyndum og benda á að verði neysla heróíns gerð lögleg í Amsterdam muni það leiða til þess að ólöglegur innflutningur efnisins til annarra landa muni fara vaxandi. Hugmyndin um að gefa neyslu heróíns, að einhverju leyti, frjálsa er ekki ný af nálinni. I Bretlandi ogSvíþjóð hefur slíkt verið reynt en árangur ekki orðið sem skyldi. I báðum löndunum leiddu slíkar aðgerðir til þess að notkunin jókst. Eiturlyfjaneytendur fengu lækna til að skrifa upp á meira af efninu en þeir þurftu sjálfir á að halda, til að geta dregið fram lífið. Það sem afgangs varð notuðu þeir til að selja á götum úti og þannig jókst neysla efnisins til muna. (skv. Newsweek) /“ * Psoriasis- og exemsjúklingar er að stofna til 2ja hópferða fyrir psoriasis og exemsjúklinga til eyjarinnar Lanzarote 23. apríl og 16. ágúst. Ágústferðin verður auglýst aftur síðar. Dvalið verður á heilsustöðinni Panorama. Fyrirkomulag verður með svipuðum hætti og í fyrri ferðum. Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum ferðum, vinsamlega fáið vottorð hjá húðsjúkdómalækni um þörf á slíkri ferð og sendið það merktu nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til: T ryggingayf irlæknis, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 15. mars. Tryggingastofnun ríkisins Ákveðið Garðyrkjumaður Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu garðyrkju- manns. í starfinu felst verkstjórn vinnuflokks, umsjón með ræktunarframkvæmdum vinnuskóla og ráðgjöf við stofnanir bæjarins, ennfremur undirbúningur framkvæmda og hönnun smærri verka bæjarins, sem unnið verður á skrifstofum bæjarverkfræð- ings. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna- félags Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræðingur. Umsóknum skal skila til hans eigi síðar en 5. mars 1984. Bæjarverkfræðingur Verslunarstjóri óskast Verslunarstjóri óskast í bóka- og búsáhaldadeild. Starfssvið: Umsjón með daglegum rekstri inn- kaupum og sölu. Við óskum eftir traustum starfs- manni, stjórnanda með söluhæfileika og reynslu í verslunarstörfum. Upplýsingar veita yfirverslunarstjóri og kaupfé- lagsstjóri. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn Hornafirði sími 97-8200 SNJÖMOKSTLJR Tökum aö okkur allan snjómokstur. Bjóðum fullkomnar traktorsgröfur og hjólaskóflu. Upplýsmgar í sima

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.