Tíminn - 24.02.1984, Page 3

Tíminn - 24.02.1984, Page 3
FOSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 — en slíkir samningar kæmust aðeins innan ramma fjárlaga með því að skera niður útgjöld og fresta framkvæmdum ■ „Þetta var stuttur fundur hjá samn- inganefnd BSRB í morgun, og þeir bíða eftir að heyra frá mér, en ég hef ekki haft tíma til þess að kanna hvort hægt er að bjóða BSRB hliðstæða samninga og ASÍ samningana," sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann var spurður um gang viðræðna í BSRB samningunum, en eins og kunnugt er lýsti fjármálaráð- herra því yfir hér í Tímanum í gær, að hann hefði ekki svigrúm til þess að bjóða BSRB upp á hliðstæðan samning og ASÍ samninginn, hann sagðist ekki einu sinni vita hvort svigrúm væri til þess að bjóða þeim 4% kauphækkun. Fjármálaráð- herra sagði jafnframt: „Eg sé ekki að það verði komist hjá því að bjóða BSRB upp á hliðstæð kjör og ASI hefur náð fram með sínum samningum, eins og forsætisráðherra hefur reyndar sagt, því þarna er búið að marka ákveðna stefnu, og það væri ósanngjarnt að ganga framhjá BSRB í því efni." Fjármálaráðherra sagði að samningar við BSRB yrðu að takast mjög fljótt, því BSRB biði þess að sjálfsögðu að heyra frá honum, og því væri hann nú að kanna með hvaða hætti hægt væri að koma til móts við BSRB og því yrðu ráðherrar nú að leggja fram tillögur sínar um niðurskurð á útgjöldum eða frestun á framkvæmdum, til þess að hægt yrði að koma þessum samningum við innan ramma fjárlaganna. „Ég tel eðliiegt að ASÍ samningurinn hafi áhrif á kjarasamninga opinberra starfsmanna, en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta mál að svo stöddu, því ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til þess,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann vat spurður hvaða stefnu ætti að hans mati að taka í kjarasamning- um við BSRB. Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra var einnig spurður hvort afsögn hans sem ráðherra væri ekki úr sögunni, ef samningar yrðu með því móti sem hann talaði um: „Ég segi ekki af mér fyrr en rammi fjárlaganna springur og ef hann springur. Ramminn erekki sprung- inn núna, en ef ríkisstjórninni tekst ekki að skera niður kostnað sem hækkun launa fylgir, þá er hætt við því að hann springi." -AB ■ Bayernhljómsveitin, sem hingað er komin á vegum þýska ferðamálaráðsins og Flugleiða, tróð upp á Gauk á Stöng nú fyrir og um helgina við góðar undirtektir gesta staðarins en reynt var að skapa þýska kráarstemmningu á staðnum og þótti vel til takast. Forráðamenn Gauks á Stöng hafa hugsað sér að hafa lifandi tónlist þrjú kvöld vikunnar í framtíðinni og verður reynt að hafa dagskrá hverrar viku sem fjölbrey ttasta. Tímamynd Róbert Stærsti skjálfti sem komið hefur undir Skjaldbreið ■ „Þetta svæði er það sem almennt hefur verið kallað útdautt en það þarf ekki að þýða það að jarðskjálftar geti ekki komið fyrir á því" sagði Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Tímann er við spurðum hann um orsakir jarðskjálftans sem átti upptök sín undir Skjaldbreið á miðvikudag og mældist tæp 4 stig á Richter kvarða en honum fylgdu svo margir smáskjálftar. Engin virkni var hinsvegar á svæðinu í gær. „Jarðskjálftar sem tengjast gömlum eldfjöllum eru ekki óalgengir, að vísu höfum við ekki fengið mikið af jarð- skjálftum við Skjaldbreið fyrr en á síðustu árum. Þá hafa verið þarna pínu- litlar hræringar en við erum vanari að skjálftarnir séu undir sunnanverðum Langjökli" sagði Ragnar. Ragnar sagði að skjálftinn nú væri sá stærsti sem komið hefði undir Skjald- breið, en ekki væri hægt að líta á hann sem fyrirboða neins annars. -FRI I dag opnar Alþýðubankinn útibú á Akureyri í QJæjarins AÐ RÁÐHÚSTORGI 5 Viðskiptavinir athugið að afgreiðslutími okkar er, kl. 9.15-16.00 auk þess er opið á fimmtudögum milli kl. 17.00 og 18.00 Lokað milli 13.00 og 14.00 ATH! OPIÐ í HÁDEGINU fréttir Albert Guðmundsson, fjármálarádherra: „EKKI KOMIST HJÁ ftÐ BJÓÐA BSRB HUÐ- STÆÐ KJOR OG ASÍ” Þríhliða viðræður íslendinga, EBE og Norðmanna um loðnuveiði: Engin niðurstaða á Reykjavíkurfundinum — næsti fundur í Bergen í maí ■ „Það var rætt ítarlega um hugsan- lega heildarskiptingu loðnuaflans á því hafsvæði sem hér um ræðir. Efnahags- bandalagið hefur að vísu ekki sett fram neinar kröfur um fast hlutfall eða fastan kvóta sem hægt er að tala um. En það kom greinilega fram, sem ekki kom á óvart, að málið er mjög erfitt úrlausnar," sagði Olafur Egilsson, formaður íslensku nefndarinnar sem fjallar um hugsanlega Norræna húsið: Kowald í kvöld ■ Tónleikar hins þekkta bassaleikara Peter Kowald eru í Norræna húsinu í kvöld og hefjast þeir kl. 21. Kowald er einn fremsti bassaleikari í Evrópu og okkur að góðu kunnur því hann hélt hér tónleika fyrir fjórum árum og þóttu þeir frábærir. skiptingu loðnuaflans við ísland, Græn- land og Jan Mayen í viðræðum við Efnahagsbandalag Evrópu og Norðmenn, sem lauk í Reykjavík í gær án þess að niðurstaða fengist. - Nú hljóta EBE ríkin að þurfa verulegan hlut í veiðunum til að það borgi sig fyrir þau að gera út á þær? „Það er erfitt að segja um. Þetta hlýtur náttúrulega að velta mikið á því hver heildarkvótinn er hverju sinni. Nú er til dæmis talað um 645 þúsund lestir en bráðabirgðakvótinn fyrir næsta tímabil, sem verður frá næsta hausti og fram yfir næstu vetrarvertíð, er áætlaður 300 þúsund tonn samkvæmt því sem kemur fram í skýrslu vísindamanna. Þess vegna sveiflast allar hlutfallstölur mjög mikið til frá ári til árs og að þeir vilji fá eitthvað lágmarks magn til að veiðar þeirra geti staðið undir sér,“ sagði Ólafur. Næsti fundur í þessum þríhliða við- ræðum hefur verið ákveðinn í Bergen í Noregi í byrjun maí næst komandi. -Sjó

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.