Tíminn - 24.02.1984, Page 11
11
10
iþróttir
FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1984
FOSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1984
uiílsjón: Samuel Örn Eriingsson
■ Kylfingar „púlta“ í frekar óvenjulegu um-
hverfi.
Golfhátíð
á Broadway
■ Kylfingar úr Golfklúbbi Ness, munu halda
uppá 20 ára afmæli klúbbsins á sunnudaginn
kemur. Vcrður það gert á Veitingahúsinu
Broadway, cn sérstök golthátíð verður þar á
sunnudaginn. S'mislegt verður gert til skemmt-
unar þar á meðal verður kcppt í mini-golf ú þar
til gerðum brautum og eru góð verðlaun í boði,
þ.á.m. utanlandsferð. Þá verða sýndar nýlegar
golfmyndir og einnig verður kynning á golf-
vörum í gangi í húsinu. Keppendum í pútt-mót-
inu er bent á að hafa sínar eigin kylfur
meðferðis þó citthvað muni vera hægt að fá
leigt af slíkum verkfærum á staðnum.
Golfhátíðin hefst kl. 15. -BL
Þór vann Hauka
■ Tveir leikir voru um helgina í 2. deild
kvenna í handknattieik. bór Ak. vann Hauka
10-13 cftir að staðan í hálflcik var 9-4 fyrir
Hauka. I’á lck ÍBV við Þrótt og sigraði ÍBV
17-15.
-BL
Fimm lið
berjast
■ Fimm lið berjast nú á toppi 3. deildar í
handknattleik. hcssi lið eru Týr Ve„ Ármann,
Afturelding, l’ór Ak., og Akrancs.
Þrír leikir voru leiknir um helgina og urðu
úrslit þeirra sem hér segir:
ÍA-Afturelding...................17-14
Keflavík-Ármann .................22-30
Skallagrímur Selfoss..............14-16
Staðan í 3. deildinni er nú þessi:
Týr Ve........... 14 10 2 2 338-232 22
Ármann 14 11 0 3 395-309 22
Aftureld......... 14 10 0 4 333-241 20
Þór Ak.......... 13 9 1 3 339-229 19
Akranes......... 13 9 1 3 330-239 19
Keflavik......... 13 6 0 7 324-287 12
Selfoss.......... 14 3 0 11 240-294 6
Skallagr......... 13 1 0 12 191-342 2
Ögri............. 14 0 0 14 195-512 0
-BL
Fyrirtækja og
hópakeppni KR
■ Önnur firma og félagshópakeppni KR í
innanhúsknattspyrnu, hefst mánudaginn 5.
mars. Úrslitakeppnin verður síðan 19. mars.
Keppni lýkur í flestum riðlum samdægurs.
Þátttökutilkynningar skulu berast eigi síðar en
mánudaginn 27. febrúar. Þátttökugjaldið er
2.500 krónur og skal greiða það áður en dregið
verður í riðla. Það verður síðan gert þriðjudag-
inn 28. og mun tímásetning liggja fyrir fimmtu-
daginn 1. tnars.
Allar nánari upplýsingar veitir Steinþór Guð-
bjartsson á skrifstofu KR í KR-heimilinu milli
kl. 5 og 7. Síminn cr 27181. -BL
Fram að
ná titlinum
■ Fram-stúlkurnar í handknattleik fóru ævintýra-
ferð uppá Akrancs í íyrrakvold, cn þar átlu þær að
lcika við (A kl. 20.00 í 1. deildarkcppninni. Lcikur-
inn hófst ckki fyrr cn kl. 21.15 vcgna þcss að
Fram-stúlkurnar hrcpptu mjög slæmt veður á leiðinni *
og urðu að ganga á undan bíl sínum langa lcið vcgna
snjókomu. Þær komust þó að lokum alla lcið óg fóru
meðtvöstigmeðsér heim. Lciknumlauk 18-14, cftir
að staðan í hálflcik var 8-7 fyrir Fram. Mörk Fram:
Guðríöur 9, Sigrún .3 Arna 2, Oddný 2, Margrcl I
og Hanna 1. Mörk ÍA: Laufey 5, Hrefna 3, Karitas
2. Ragnhildur 2, Þórgunnur I og Ragnheiður 1.
-BL
A-LAN DSLIÐIÐ
VAR STERKARA
sigraði B-landsliðið f gærkvöld
35-27
■ í gærkvöld léku A og B lið íslands í
handknattleik innbyrðis í Laugardalshöll
og lauk leiknum, sem var hálfgerð
markadella, með sigri A-liðsins 35-27,
en í hálfleik var staðan 18-10, fyrir
A-liðið.
Það var aldrei spurning hvort liðið
myndi sigra og eina spurningin var hvað
einstakir leikmenn næðu að skora mörg
mörk. Varnarleikur var af mjög
skornum skammti eins og tölurnar bera
með sér. En þeir fáu áhorfendur sem
lögðu leið sína í Laugardalshöll í
gærkvöld, fengu aftur á móti að sjá
meira en mark á mínútu. Sennilega væri
handknattleiksmönnum nær að leggja
meira upp úr varnarleiknum, því ekki er
víst að þeir geti treyst því að skora um
og yfir 30 mörk þegar þeir fara að leika
gegn sterkum erlendum landsliðum.
Mörk A-liðsins: Atli Hilmarsson 7, Páll
Ólafsson 6, Jakob Sigurðsson 6, Kristján
Arason 5, Sigurður Gunnarsson 4, Þorbjörn
Jensson 3, Steinar Birgisson 2, Guðmundur
Guðmundsson 1 og Guðmundur Albertsson
1.
Mörk B-liðsins: Gunnar Gíslason 8, Hans
Guðmundsson 5, Viggó Sigurðsson 4, Pálmi
Jónsson 3, Sveinn Bragason 2, Hilmar Sig-
urgíslason 2 og Valdimar Grímsson 1.
-BL
Gróttan fyrst
til að leggja
Þórarana!
vann toppliðið á Nesinu í gær
■ Þórarar frá Vestmannaeyjum töp-
uðu sinum fyrsta leik í 2. deildinni í
handknattleik í gærkvöld, er þeir biðu
lægri hlut fyrir Gróttu á Seltjarnarnesi
22-21.
Þórarar voru sterkari framan af. Þeir
komust yfir 8-3 og skömmu síðar í 10-8.
í hálfleik höfðu Þórarar fjögurra marka
forskot 15-11. Gróttumenn jöfnuðu
fljótlega í síðari hálfleiknum 16-16 og
síðan var jafnt, 17-17, í heilar 10 mínút-
ur. Þórarar skoruðu 18-17, en Grótta
skoraði næstu þrjú mörk og breytti
stöðunni í 20-18. Þetta forskot náðu
Þórarar ekki að vinna upp þrátt fyrir að
mikill darraðadans væri stiginn í lok leiks-
ins, er knötturinn gekk mótherja á milli.
Stadan
■ Lokastaðan í 2. deild varð þessi,
eftir leik Gróttu og Þórs í gærkvöld.
I.okastaöan:
Bestu menn leiksins voru markverðir
liðanna, þeir Sigmar Þröstur í marki
Þórara og Ragnar Halldórsson í marki
Gróttu. Gróttumenn beittu þeirri leikað-
ferð að taka Þorberg Aðalsteinsson úr
umferð allan leikinn og gafst það vel.
Mörk Gróttu: Sverrir 7/2, Jóhannes 5,
Gunnar 3, Hjörtur 2, Svavar 2/1, Jóhann 2
og Axel 1. Mörk Þórs: Gylfi 6, Ragnar 4,
Þorbergur 4/4, Karl 2, Þór 2, Páll 2 og Óskar
1.
-BL
Kvennalands-
liðið til
Færeyja
■ Islenska kvennalandsliðið í blaki er
nú á förum til Færeyja, en þar mun liðið
dvcljast dagana 29. febróar til 5. mars og
leika 2-3 leiki við Færeyinga. Þjálfari
íslenska liðsins er Benedikt Höskulds-
son.
-BL.
Leik Þórs og
Fram frestað
í 1. deildinni í körfu
■ Leik Þórs og Fram í 1. deild karla í
körfuknattleik, sem vera átti á Akureyri
í gærkvöld, var frestað, vegna þess að
ekki var flogið til Akureyrar fyrr eftir
kvöldmat.
-BL
UMFN-Haukar
í Njarðvík
í kvöid
Norðurlandamót unglinga íbadminton:
Þór Ve .
Breiðabl
Fram ..
Grótta .
HK ....
ÍR......
Fylkir ..
Reynir S
14 13
14 11
14 9
14
14
14
14
14
1 321-244 26
3 301-255 22
4 298-279 19
5 306-276 17
9 250-276 9
10 241-288 8
9 240-285 6
11 299-356 5
■ Eitt af 62 mörkum sem skoruð voru
í leik A og B landsliðsins, er hér í
uppsiglingu. Leiknum lauk með sigri
A-liðsins 35-27.
Tímamynd Róbert
— Færeyingar í fyrsta sinn með
VALSMENNIBASLI
MEÐ SKALLAGRÍM
í Bikarkeppni KKÍ 89-63
■ Dagana2.-4. mars n.k. verður hald-
ið hér á landi Norðurlandamót unglinga
í badminton.
Er þetta í fyrsta skipti sem mótið fer
Úrslit mjólkurbikarkeppninnar á Englandi:
EVERTON - UVERPOOL
leika á Wembley 25. mars
■ Everton tryggði sér í fyrrakvöld
farscðilinn í úrslitalcik mjólkurbikar-
keppninnar, á Wembley þann 25. mars.
I síðari leik Everton og Aston Villa í
undanúrslitum keppninnar í fyrrakvöid
sigraði Aston Villa 1-0, en það var ekki
nóg því Everton vann fyrri leikinn 2-0 og
kemst þar með í úrslit.
Um 42.000 manns voru á Villa Park,
heimavelli Aston Villa í fyrrakvöld, þar
af 14.000 Everton aðdáendur. Everton
sem var betri aðilinn í leiknum áttu
tvívegis í fyrri hálfleiknum skot í þverslá
Villa marksins. Fyrst Adrean Heath á 9.
mínútu og síðan skallaði Graeme Sharp
í slána á 19. mínútu, eftir sendingu frá
Kevin Sheedy. En knötturinn vildi ékki
í markið og staðan í hálfleik var því 0-0.
A 60. mínútu skoraði Paul Rideout eina
mark leiksins, en hann var þá nýkominn
inná í stað Mark Walters. Markvörður
Villa, Nigel Spink átti langt útspark og
Andy King í vörn Everton mistókst að
bægja knettinum frá. Rideout notfærði
sér það og skoraði með föstu skoti.
Skömmu síðar varði Spink í marki Villa
vel frá Alan Irvine. En fleiri urðu
mörkin ekki og það nægði Everton í
úrslit mjólkurbikarsins á Wembley 25.
mars, þar sem þeir mæta nágrönnum
sínum Liverpool. Það má því reikna
með því að Liverpoolborg verði eins og
yfirgefinn gullgrafarabær þann 25. þegar
stórliðin tvö mætast í Lundúnum.
Leikmenn Everton munu vafalaust:
selja sig dýrt í leiknum því nú eru liðin
14 ár síðan Everton vann síðast meiri-
háttar keppni. Það var 1970 er Everton
varð enskur meistari. Liverpool liðið
hefur aftur á móti unnið til flestra þeirra
verðlauna. á síðustu árum, sem eitt lið
getur unnið. Það verður því gaman að
fylgjast með framvindu mála í leiknum,
en eins og flestir vita þá verður leikurinn
sýndur í beinni útsendingu í íslenska
sjónvarpinu. Þá munu íslenskir sjón-
varpsáhorfendur einnig sjá þessi sömu
lið í beinni útsendingu þann 3. mars, en
þá mætast liðin í 1. deildarkeppninni.
-BL
fram hér á landi. Þátttakendur eru 45 frá
Danmörku, Sviþjóð, Noregi, Finnlandi,
íslandi og Færeyjum. Er þetta í fyrsta
skipti sem Færeyingar taka þátt í mótinu
og er það sérstaklega ánægjulegt að þeir
skuli hafa bæst í hópinn.
Mótið, sem háð verður í Laugardals-
höll, mun standa yfir í 3 daga og hefst
það með landsleikjum allra þjóðanna kl.
9 f.h., föstudaginn 2. mars.
Laugardaginn 3. mars hefst síðan
einstaklingskeppnin og sunnudaginn 4.
mars fyrir hádegi verður leikið í undan-
úrslitum. Kl. 2 e.h. verður síðan úrslita-
keppnin.
Landsliðsþjálfari Badmintonsam-
bandsins, Hrólfur Jónsson, hefur valið
íslensku keppendurna, sem taka munu
þátt í mótinu og eru það eftirtaldir.
Stúlkur: Þórdís Edwald TBR, Elísabet
Þórðardóttir TBR, og Guðrún Júlíus-
dóttir TBR. Piltar: Þórhallur Ingason
ÍA, Árni Þór Hallgrímsson ÍA, Snorri
Ingvarsson TBR, og Haukur P. Finnsson
Val.
Mótsstjóri á mótinu verður Magnús
Elíasson.
-BL
■ Leikmenn Skallagríms úr Borgarnesi
komu verulega á óvart í gærkvöldi er
þeir léku við íslands og bikarmeistara
Vals í bikarkeppni KKÍ. Skallagríms-
menn voru yfir í hálfleik 33-31, en
Valsmenn tóku sig á í síðari hálfleiknum
og sigruðu 89-63.
Valsmenn hafa líklega haldið að þeir
þyrftu ekkert að hafa fyrir sigrinum, þar
sem lið Skallagríms er neðst í 1. deild-
inni, án stiga. Sem dæmi um hve öruggir
Valsmenn voru, léku tveir þeirra bestu
manna ekki með að þessu sinni. Þjálfar-
inn, Torfi Magnússon tók sér frí og
Tómas Holton lék heldur ekki með.
Aftur á móti dustaði gamli jaxlinn,
Hafsteinn Hafsteinsson, liðsstjóri
Valsmanna, rykið af körfuboltaskónum
og lék með í leiknum. En Valsmenn
fengu heldur betur mótspyrnu, því
Skallagrímsmenn mættu ákveðnir til
leiks, staðráðnir í að gefa hlut sinn
hvergi. Þegar blásið var til leikhlés
höfðu Borgnesingarnir tveggja stiga
forskot 33-31. í síðari hálfleik hristu
Valsmenn af sér slenið og sigu fram úr.
Skallagrímsmenn náðu ekki að fylgja
góðum fyrri hálfleik eftir og bikarmeist-
arar Vals komust áfram í bikarkeppninni
með 89-63 sigri, en Skallagrímsmenn
eru úr leik.
Stig Vals: Jón Steingrímsson 16, Jó-
■ Torfi Magnússon lék ekki með í gær.
hannes Magnússon 16, Kristján Ágústs-
son 12, Páll Arnar 12, Einar Ólafsson 8,
Valdemar Guðlaugsson 8, Leifur Gúst-
afsson 7, Björn Zoéga 4, Helgi Gústafs-
son 4 og Hafsteinn Hafsteinsson 4.
Stig Skallagríms: Guðmundur Kr.
Guðmundsson 23, þar af 16 í fyrri
hálfleik, Haísteinn Þórisson 13, Hans
Egilsson 7, Björn Axelsson 5, Björn
Jónsson 5, Þór Dan 4, og Stefán Dan 4.
-BL
■ Einn leikur verður í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik í kvöld, Njarðvík og
Haukar leika í íþróttahúsinu í Njarðvík
og hefst leikurinn kl. 20.
Þessi leikur er mjög mikilyægur fyrir
Hauka því þeir eru ekki enn búnir að
tryggja sér rétt til að lcika í úrslitakeppni
úrvalsdeildarinnar. Með sigri í þessum
leik eru þeir aftur á móti öruggir í
úrslitin.
Njarðvíkingar leika ekki undir neinni
pressu í kvöld þar sem þeir hafa fyrir
löngu tryggt sér sæti í úrslitunum og hafa
nú 8 stiga forystu á toppi úrvalsdeildar-
innar.
- BL
Almennur fundur um fíkniefnamál laugardag-
inn 25.2.1984 kl. 13:30, í Norræna húsinu.
Dagskrá
Matthías Bjarnason, heilbrigöisráöherra.
Sigmundur Sigfússon, læknir.
Ásgeir Friöjónsson, dómari.
Þórarinn Tyrfingsson, læknir.
Halldór Gunnarsson, ráögjafi.
Siguröur Gunnsteinsson, dagskrárstjóri.
Kristín Waage, ráögjafi.
Sigtryggur Jónsson, sálfræöingur.
Árni Einarsson, fulltrúi.
Ragnar Aöalsteinsson, lögmaöur.
Kaffihlé
Almennar umræöur. Stjórn: Magnús Bjarnfreösson.
Þróun og horfur (yfirlit), Skúli Johnsen, borgarlæknir.
Fundarstjóri: Guöjón Magnússon, aöstoöarlandlæknir.
SÁÁ í samvinnu viö Landlæknisembætti
og Áfengisvarnadeild Reykjavíkurborgar.
Ávarp,
Fíkniefnin og áhrif þeirra,
Fíkniefnamarkaöurinn,
Hverjir neyta fíkniefna?
Heimur neytandans,
Meðferö og endurhæfing,
Fjölskyldan,
Unglingarnir,
Fræösla og forvarnir,
Löggjöfin,