Tíminn - 04.03.1984, Page 5

Tíminn - 04.03.1984, Page 5
SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 5 ■ Tíbetskir munkar safnast saman við Bodh Gaya, en þar er tréð sem Búddha sat undir, þegar hann fékk fyrstu uppljómun sína. kynsloð utlegðarmnar hans. Eftirlíkingar af öllum þessum munum voru einnig lagðar á borðið. Heilagar ábendingar Þegar barnið var beðið um að velja annað af svörtu talnaböndunum, þá tók það hið rétta, án þess að hika og setti það um háls sér. Eins fór um gulu talnaböndin rétt á eftir. Nú var göngu- stafurinn borinn fram. Fyrst fitlaði barn- ið við rangan staf, en sleppti honum svo og tók þann rétta. Þetta þótti sérlega merkilegt, því gamli Dalai Lama hafði notað „ranga" stafinn í stuttan tíma, en gaf hann þá vini sínum. Síðast var það trumban. Sú ranga var fagurlega skreytt og útflúruð, en hin rétta var óbrotin að allri gerð. Enn valdi drengurinn rétt. Þá fór fram líkamsskoðun, en á drengnum áttu að finnast átta einkenni, sem hinn gamli Dalai Lama hafði haft og greindu hann frá öllum mönnum öðrum. Það voru stór eyru, löng augu, augna- brúnir sem sveigðust upp í endann, rákir líkt og á tígrisfeldi fótunum og munstur sem á eftir skel á öðru handarbakinu. Var barnið nú afklætt af mestu gætni og fundust öll þau merki sem um var rætt. Einn munkurinn sagði: „Við vorum utan við okkur af hamingju og gleði og tár hrundu niður vanga okkar". Munkurinn sagði enn: „Við gátum varla haldist við á mottum okkar eða komið upp nokkru orði. „Nú var ekki lengur neinn vafi. Þessi drengur, sem var á þriðja ári, var óumdeilanlega sá rétti Dalai Lama. Nú var drengurinn fluttur til Potala, hallarinnar sem gnæfði yfir Lasha, en þaðan skyldi hann stjórna öllu Tíbet. En í október 1950 réðust kínversku kommúnistarnir inn í landið. Vegna tengsla landsins við gamla keisaraveldið kröfðust þeir nú að það sameinaðist alþýðulýðveldinu Kína. Dalai Lama hlaut takmörkuð völd þegar hann var oröinn 15 ára, en stuttu síðar varð hann að flýja her Kínverja og settist að í borginni Yatung á landamærum Ind- lands og Tíbet. Með fóru meira en þúsund burðardýr og bar hvert þeirra um 60 kíló af ýmsum fjársjóðum. Farið var með þetta til grannríkisins Sikkim. Var þetta til þess gert að eiga til einhvers að grípa ef dvöl Dalai Lama erlendis yrðí mjög löng. Fjörutíu múídýr báru gull, en sex hundruð báru silfur. Hin báru eldgamla mynt. Fjársjóðurinn í ein tíu ár var þessi tiltölulega litli hluti af auðæfum Dalai Lama falinn á góðum stað og hans gætti vörður, sem ekki vissi um hvað það var er hann gætti. Felustaðurinn var gamalt hesthús undir konungshöllinni í Gangtok, höfuðborg Sikkim. Það var ekki fyrr en fjársjóður þessi hafði verið færður í bankahólf í Calcutta að upp komst um leyndarmálið. Spunnust þá miklar furðusögur um þennan ævintýralega auð, sem menn hugðu vera. Um það bil einnar milljónar dollara virði var varið til að stofna sjóð til hjálpar nauðstöddum og kom það sér vel þegar landflótta Tíbetar voru að koma undir sig fótunum. Þótt auðnum hefði verið komið úr landi, þá sneri Dalai Lama eigi að síður aftur til Tíbet. Þar reyndi hann að komast að samkomulagi við hin nýju kínversku yfirvöld, en með litlum ár- angri. Loks var gerð uppreisn í landinu gegn Kínverjum og breiddist hún til Lasha. Þar sem Dalai Lama mátti eiga von á að gripið yrði til hefndaraðgerða gegn honum vegna ófriðarins, þá tók hann nú þann kostinn að flýja land. Meðan 10 þúsund manns voru drepnir í Lasha einni, ferðaðist Dalai Lama næstu daga í fylgd tíbetskra uppreisn- armanna til Indlands, þar sem hann vonaðist eftir að fá landvistarleyfi. Nærri landamærunum fékk hann lungnabólgu í leku tjaldi er hann hafðist við í og lá hann milli heims og helju. Þá bárust Iroð um að Kínverjar sæktu fram og þrátt fyrir veikindi sín lagði Dalai Lama enn upp, borinn á börum. Var hann þá í móki af hita og þreytu „og óhamingju- samari en ég fæ með orðum lýst“, eins og hann Síðar sagði. Að kvöldi hins 31. mars 1959 var komið inn í stórt rjóður. Þar hafði vérið reist stórt hátíðarhlið úr bambusviði og sveit Gurkáhermanna í breskum stígvél- um og með lina hatta bauð flóttamann- inn velkominn t'il Indlands. Á næstu mánuðum heppnaðist 100 þúsund Tíbet- um að sleppa frá Tíbet og fylgja leiðtoga sínum. „Um skeið hefur drfcgið fyrir sól og mána í Tíbet“, sagði hafm við fylgis- menn stna. „En það mun birta á ný og við munum aftur endurheimta land okkar. Nú ríður mest á að vernda trúarbrögð okkar og menningu". Útlagaríkið Nú var næsta verkefnið að stofna útlagaríkið en það eignaðist samastað þar sem Bretar höfðu áður verið með herstöð í Dharmsala. Fyrsta þrepið var að mynda nýja ríkisstjórn og deildu ráðherrar þeir er komið höfðu frá Tíbet nú með sér verkum. Sett var á laggirnar mennta og trúmálaráðuneyti, innanrík- isráðuneyti, utanríkisráðuneyti, fjár- mála og öryggismálaráðuneyti. Þá var komið upp skrifstofu í Nýju Delhi, sem annast skyldi öll samskipti við indversku stjórnina og ýmsar alþjóðlegar stofnanir, sem hjálpa vildu flóttamönnunum. Sam- einuðu þjóðirnar samþykktu þrívegis að fordæma yfirgang Kínverja í Tíbet og stuðningur kom hvaðanæva að. Dalai Lama og ýmsir ráðgefandi lögfræðingar tóku til við að semja fyrstu lýðræðislegu stjórnarskrána fyrir landið. Nýskipanin var mikilvægasta viðfangs- efnið. „í byrjun“, sagði Dalai Lama,“ voru tvö sjónarmið er hæst bar. Hið annað var það að Tíbetar skyldu allir búa í Norður-Indlandi, en hitt það að ekki skipti máli hvar við settumst að, svo fremi að við gætum varðveitt tíbetska trú og menningu. Ég var fylgjandi hinu síðara sjónarmiði". Það varð á endanum ofan á. Þrátt fyrri að Norður-Indland hefði þann kost að það var nærri heima- högunum í Tíbet, þá var þar ekki mikið af ónotuðu landi. Bauð Nehru forsætis- ráðherra Indverja nú fram strjálbýlt svæði í suðurhluta Indlands. Var það í héraðinu Karnataka, skógi vaxið og heimkynni fjölda af fílum. Um óbyggðir þessar lá aðeins einn vegur og meðfram honum nokkur þorp. Hvað Tíbetar gátu gert sér úr þessu landi varð að vera þeirra höfuðverkur. Ný heimkynni Það var hópur 666 manna sem fyrstur fór frá búðunum í norðri og suður á bóginn. Á eftir komu flokkar fimm hundruð manna með sex mánaða milli- 'öili. En þótt jarðvegurinn væri frjó- samur, þá var akuryrkjan ekki auðveld viðfangs. Sáð var og gróðursett fyrir tóbaki og baðmull í 28 ekrur og uppsker- an varð harla rýr. Fólkið var vant skilyrðunum í hálendinu og kunni lítt til verka. Hungursneyð skall á og hundruð manna dóu. Líkt og Dalai Lama hafði veikst á leið í útlegðina, eins veiktust fylgismenn hans nú. Þá vantaði og mótstöðuafl gegn mörgum þeirra sjúk- dóma sem voru í nýju heimakynnunum og voru óþekktir í hálendinu. En smátt og smátt fóru menn að afreka það að framkvæma dálítið efna- hagsundur. Svissneskir landbúnaðar- ráðunautar léðu hjálp við að skapa það. Þeir gerðu jarðvegsprófanir og ákváðu að sá fyrir maís og þeir komu með áburð og útveguðu traktora í staðinn fyrir uxaplóginn. Gekk maísræktin svo vel að árið 1966 var nýlendan orðin sjálfbjarga. Þremur árum síðar var plantað 77 þús- und ávaxtatrjám, mjólkurbú stofnuð og kjúklingarækt hafin. Leið ekki á löngu þar til drjúgur tekjuafgangur fór að skila sér. Þá voru komnar til sögu 38 nýlendur Tíbeta, þar sem um 60 þúsund manns bjuggu og voru þær í Indlandi, Nepal og Buthan. Höfðu allir byrjað á óræktuðu og allslausu landi, sem heimamönnum var sama um. Sums staðar gekk akur- yrkjan það illa að menn urðu að hafa ofan af fyrir sér með ýmsum tíbetskum heimilisiðnaði, svo sem með því að vefa teppi. Þúsundir flóttamanna reyndu að pranga út gulum, rauðum og grænum peysum, sem framleiddar höfðu verið í verksmiðjum í Punjab. Á hverjum vetri mátti sjá þetta fólk á mörkuðum víðs vegar um Indland með vöru sína. En heppnin var með þeim og er nálgaðist árið 1970 mátti segja að „tíbetska peys- an“ væri komin í tísku um land allt. Eftir 1970 voru nýlendur Tíbeta orðn- ar 44 og tengdust þær böndum stjórn- málalega og trúarlega og litu á Dharm- sala sem höfuðborg sína. Þær höfðu komið undir sig fótunum með margvís- legri alþjóðlegri aðstoð og dugnaði' landsmanna. Haldið heim? Þegar efnahagslegt öryggi var fengið, mátti segja að traustum stoðum væri skotið undir menningararfinn. Dalai Lama hafði enda hlúð að honum frá því fyrsta. „Við skiptum menningararfleifð okkar í tvo meginþætti", segir hann. „Fyrst er að telja það sem nægði að geyma á bókum og heyrði sögu okkar og fortíð til. En hinn þátturinn tók til þess sem við þurftum til þess að geta mætt kröfum dagsins á hverjum tíma. Við völdum það úr sem skyldi lifa. Ýmsum gömlum venjum og siðum vörpuðum við fyrir róða. Ég ákvað að þetta skyldi grafið og gleymt. En hinni gömlu handíð okkar, bókmenntum, vísindum og trú og þeirri kunnáttu sem þurfti til þess að afla daglegs brauðs héldum við á lofti og oft kostaði það mikla baráttu. Við geymdum með okkur málaralist okkar, málmsmíðalist, byggingarlist, útskurð og vefnaðarlist. Við hikuðum ekki við að taka upp nýjar framleiðsluaðferðir, þótt það kostaði gjarna mikla fyrirhöfn. Trúarbrögðin eru uppspretta tíbet- skrar menningar og þau voru númer eitt á lista Dalai Lama yfir það sem varðveita skyldi með öllum ráðum. Búddisminn dreifðist um Indíalönd fyrir mörgum öldum, en aðeins Tíbetar hlutu síði hans og bókmenntir ómengaðar í arf. Þar var öllum hinum fornu dýrkunarvenjum við haldið. Búddismanum var að mestu leyti útrýmt í Indlandi, þegar Múhameðstrú- armenn gerðu innrás í landið á 11. öld. Árið 1959 er talið að það hafi verið 600 þúsund Buddha-munkar í Tíbet og 4000 lamar. Aðeins um 7000 munkar og um 200 lamar sluppu út úr Tíbet, þegar Kínverjar réðust inn í landið og sluppu undan þeirri hreinsunarherferð sem komumenn stóðu fyrir. Þeir sem eftir urðu voru sviptir „kjóli og kalli", ef svo má taka til orða. Ekki er gott að vita til hvaða árangurs þær viðræður sem staðið hafa við Kín- verja leiða. Fari svo að Dalai Lama verði boðið heim að nýju. er það miklum vafa undirorpið hver leiðtogastaða hans yrði og þá varla nema sem trúarlegs leiðtoga sem nærri má geta. Hverjir mundu fylgja honum heim úr nýlendunum 44 sem settár hafa verið á stofn utanlatids er líka óráðin gáta. En hitt er víst að trúin á það að einn daginn rnuni hin helgu vé heima endurheimtasf. lifir meðal útlaganna og leiðtogans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.