Tíminn - 04.03.1984, Page 7

Tíminn - 04.03.1984, Page 7
SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 erlend hringekja Hernaðarástand í Karlskróna ■ Fréttir frá Svfþjóð hcrma að nú ríki mínast licrnaðarásttnHl við hatinn Karlskróna áSkáni. Ba'ði hcrog lögregla leita nú bæði á sjó og landi að einhverju sem gæti komið þeim á sporið í lcitinni að „óþekktum óvini". Bílar sem aka bæði til og frá bænum eru skoðaðir og fólk sem í þeim er verður aðsýnaskilríki sín. Úti í skerjagarðinum fér fram áköf leit í öllum þeim mikla fjölda sumarbústaða sem þar er að finna. Allar þessar aðgerðir hafa þó enn sem komið er engan árangur borið að sögn yfirvalda. Fvrir skömmu varð vart við eittbvað sem verið gæti dvergkafbátur við eina mikilvægustu flotastöð Svía í Karlskrona og í þetta skiptið skal hinn óþekkti óvinur ekki sleppa. Grunur leikur á að „óvinurinn” njóti aðstoðarmanna í landi en yfirvöld hafa þó ekki fengist til að staðfesta það. íbúar bæjarins vita varla hvaðan á sig stendur veðrið og líkja ástandinu við það sem var í seinni heimstyrjöldinni. Lögreglan hefur ekki látið sitt eftir liggja og til að aðstoða herinn hefur nú verið dregið úr almennri löggæslu og liðsaflinn settur í að aðstoða við leitina. Enaðhverjueða hverjumerveriðað leita? Jan Ake Berg upplýsingafulltrúi hersins segir að í rauninni sé ekki vitað nákvæmlega Itvað um sé að ræða en eitthvað sé það og því muni leitinni haldið áfram. ■ Ertu með kafbát eða njósnara í farangursgeymslunni? Sænskur hermaður að störfum skammt frá Karlskrona. Samviskuf angar í finnskum fangelsum? ■ Finnland hefur nú verið sett á lista Amnesty International ásamt þeim löndum sem hafa f haldi hina svo kölluðu „samviskufanga". Þessi ákvörðun Amnesty kemur í kjölfar ákvörðunar finnsku dómstólanna að dæma menn í fangelsi sem neita að gegna herþjónustu. Reyndar er það svo að þessir menn hafa farið fram á það að mega starfa í almannaþágu í stað þess að gegna herþjónustu. Fvrir rúmum mátiuöi var ungur háskólanemi frá Hclsinki dæmdur í fangelsi af þessum sökurn og eftir að hafa fjallað um mál hans komst Amnesty að þeirri niðurstöðu að hér væri um samviskufanga að ræða og lýsti um leið Finnland í hópi þeirra ríkja sem héldu slíka fanga. Hjá samtökunum eru nú til athugunar mál 30 finnskra ungmenna sem neitað hafa að bera vopn en vilja þess í stað fá að taka út herþjónustuskyldu sína á öðrum vettvangi. í síðustu viku skoruðu 166 námsmenn, háskólakennarar og listamenn á þá sem herþjónustu hafa neitað í Finnlandi að halda fast við ákvörðun sína og berjast á þennan hátt fyrir friði. Jukka Viitnen, ritari samtaka þeirra sem vilja ekki taka út herþjónustu sína með vopnaburði, sagði nú nýverið að réttarhöldin yfir þessum mönnum minntu um margt á rannsóknarréttinn og galdraofsóknir á miðöldum. Hann taldi að þó svo að dómar þessir væru miidaðir hefði þaðekki í för meðsér að fjöldi þeirra sem neituðu að gcgna herþjónustu ntundi aukast cn undanfarin ár munu um tvö prósent þeirra sem herkvaddir hafa verið neitað að bera vopn. Jukka Viitnen benti á að í löndum eins og í Danmörku og Frakklandi væri yfirleitt undantekningalaust tekið tillit til óska af þessu tagi. (Úr Politiken) BEINT FLUG I SOLINA ,FERDA AÆTLUN 1984 FERÐAMIOSTÖÐIN kynnirferöa- áætlun 1984 til BENIDORM, Costa Blanca strandarinnar á Suöausturströnd Spánar. Eins og áöur er aðeins flogiö leiguflug í góöa veðriö. GISTING í ÍBUÐUM EÐA HÓTELUM Gististaöir eru allir fyrsta flokks: íbúöir meö 1-2 svefnherbergjum, Studíó-íbúðir eða hótel meö fæöi. BENIDORM feröirnar eru 2ja-3ja vikna og brottfarardagar eru: 18. apríl (2ja vikna páskaferö), 2. maí, 23. maí, 20. júní, 11. júlí, 1. ágúst, 22. ágúst, 12. sept. og 3. október. Dæmi: Hjón meö 2 börn, 2ja til 11 ára í páskaferð, samtals kr. 61.100, - eða kr. 15.400,- pr. farþega. Verðfyrir hjón í stúdíógistingu kr. 20.300,-pr. mann. FM-FERÐALÁNIN Staöfestingargjald viö pöntun kr. 2.500. Síðan mánaöarlegar greiöslur allt frá kr. 1.000 í 3-6 mánuöi fyrir brottför og lánar þá Ferðamiðstööin allt að sömu upphæö í jafn langan tíma, sem greiöist meö mánaðar legum afborgunum eftir heimkomu. Veröhækkanir sem veröa á sparnaðartímanum af völdum gegnisbreytinga ná ekki til þess hluta heildarverðsins sem greitt hefir veriö. Dæmi: 4 mánaðarlegar greiöslur fyrir brottför kr. 2.000, — samtals kr. 8.000, -, lánar þá Feröamiöstööin þér allt aö sömu fjárhæö kr. 8.000, -, er greiðast til baka meö jöfnum mánaðarlegum greiðslum, eftir heim- komu á jafnlöngum tíma. FM greiöslukjör Staöfestingargjald kr. 2.500, - viö pöntun u.þ.b. helmingur af heildarverði greiöist 30 dögum fyrir brottför og eftirstöðvar meö jöfnum afborgunum á 3 mánuðum eftir heimkomu. 50% afsl. á innanlandsflugi. Staögr. afsl. 5%. Þeir, sem hafa dvaliö á BENIDORM ströndinni hrósa veörinu, verðlaginu, matnum, skemmtistööunum, skoöunarferöunum og traustri þjónustu FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR. Verölisti fyrirliggjandi BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN lis! FERÐA.. IeIU MIÐSTOÐIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.