Tíminn - 14.03.1984, Qupperneq 1
Islendingaþættir fylgja blaðinu í dag
FJðLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miðvikudagur 14. mars 1984
63. tölublað - 68. árgangur
Sidumúla 15-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjorn86300-Augtysingar 18300- Afgreidsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Dagsbrúnar:
HUOÐAR AUS UPP A
UM 50% LAUNAHÆKKUN
■ Menn eiga bágt með
að átta sig á því hvert
stefnir nú í kjaradeilu
Dagsbrúnar og Vinnuveit-
endasambandsins, þar
sem sérkröfugerð Dags-
brúnar mun, samkvæmt
því sem Tíminn kemst
næst hljóða alls upp á um
50% launahækkun, að
flokkatilfærslum og öðru
meðtöldu, en Dagsbrún
mun gera kröfu um flokka-
tilfærslur til samræmis við
verslunarmenn. Kröfu-
gerðin mun vera nálægt
því 30 síður, og hafa marg-
ir dregið í efa að þeim
Dagsbrúnarmönnum væri
full alvara með kröfum
þessum, enda hafa fulltrú-
ar Vinnuveitenda-
sambandsins sagt að ef
gengið yrði að þó ekki
væri nema broti af þessum
kröfum, þá yrði heildar-
samkomulag ASÍ-VSÍ að
takast upp.
„f>að kemur náttúrlega
ekki til nokkurra mála að
samið verði á þá leið við
Dagsbrún að heildarsam-
komulagi ASÍ-VSÍ sé
stefnt í voða,“ sagði
Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra er
Tíminn spurði hann álits á
kröfugerð Dagsbrúnar í
gær. Forsætisráðherra
sagði jafnframt: „Ég fyrir
hönd ríkisstjórnarinnar
legg áherslu á að heildar-
samningar í landinu við
þessi félög verði þeir
sömu, eða sem allra næst
samkomulagi því sem
ASÍ gerði. Éf það verður
ekki, þá heldur ekki þessi
markaði rammi.“
-AB
Ránstilraun
við Regnbogann:
RÉÐIST Á MIDA-
SÖLUSTÚLKU OG
HEIMTAÐIPENINGA
■ Á sjöunda tímanum í
gær var gerð tilraun til
þess að ræna afgreiðslu-
stúlku í kvikmyndahúsinu
Regnboganum í Reykja-
vík. Ungur maður sem
kom að miðasölunni seild-
ist inn fyrir og náði í
handlegg afgreiðslustúlk-
unnar, sneri upp á hann og
heimtaði að hún afhenti
sér peninga.
Stúlkan brást við með
því að æpa sem mest hún
mátti og missti árásarmað-
urinn þá kjarkinn og hljóp
í burtu, þótt engir væru á
ferli við miðasöluna þá
stundina. Stúlkan fór á
slysavarðstofuna, þar sem
kannað var hvort um
meiðsl hefði verið að ræða
en von var á henni aftur til
vinnu í gærkvöldi. Árás-
armaðurinn var ófundinn,
þegar síðast fréttist. -JGK
Skrifstofustjóri Kaupfélags
ísfirðinga:
Úrskurðaður í
gæsluvarðhald
— vegna meints f járdráttar og
skjalafals
■ Skrifstofustjóri hjá Kaupfé-
lagi ísfirðinga var í gær úrskurð-
aður í þriggja daga gæsluvarð-
hald hjá bæjarfógetanum á ísa-
firði vegna meints fjárdráttar og
skjalafals. Játningar mannsins
liggja fyrir í einhverjum atriðum
málsins, en að sögn bæjarfóget-
ans var afráðið að gripa til gæslu-
varðhaldsúrskurðar, meðan ver-
ið væri að komast að umfangi
málsins.
Maðurinn var ráðinn skrif-
stofustjóri hjá Kaupfélagi ísfirð-
inga fyrir u.þ.b. einu og hálfu
ári. Að sögn bæjarfógetans er.
ekki ljóst hvort rannsóknin bein-
ist að öllu starfstímabili hans.
-JGK.
„Snuffid” komið
á markað aftur
■ „Okkur bárust skriflegar
beiðnir frá fólki um að þetta
tóbak yrði sett á markað. Menn
bentu á að það væri fáanlegt í
öllum nálægum löndum og að
ekkert væri við því amast þótt
fólk flytti það með sér heim. Við
ákváðum að láta undan þessum
þrýstingi og hefja söluna að
nýju,“ sagði Jón Kjartansson,
forstjóri Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins, þegar hann
var spurður hvers vegna „ment-
hol-neftóbak“ væri komið í
verslanir aftur, en sem kunnugt
er var það tekið af markaði fyrir
nokkrum árum.
Jón sagði að þessi vara hefði
aldrei verið bönnuð í sjálfu sér.
Heldur hefði ÁTVR ákveðið að
hætta að flytja hana inn vegna
þess að kvartanir bárust frá
skólastjórum og fleiri aðilum um
að börn notuðu tóbakið, og að í
einstaka skólum hefði gripið um
: sig einhvers konar æði.
Vélskófla valt
í vatnsf arveg
■ Vélskófla hvolfdi niður í
vatnsfarveg við Hraun í Olfusi í
gær. Ökumaðurslapp ómeiddur,
en ekki mátti tæpara standa, því
að hann lokaðist inni í tækinu og
komst ekki út fyrr en því var lýft
ofan af honum.
Vatn komst inn í hús vélskófl-
unnar en nægilega lítið til þess
að ökumanni tókst að draga
andann. Einhverjar skemmdir
urðu á vélskóflunni.
-JGK.
ELDUR LAUS í
BARNAHEIMIU
■ Talsvert tjón varð þegar
eldur varð laus í einu herbergi
í bamaheimilinu Holtaborg, á
mótum Suðurhóla og Austur-
hóla í Breiðhohi, í gær. Slökkvi-
liðið í Rcykjavík var kvatt á
staðinn laust fyrin klukkan 20
og þegar það kom á vettvang
stóðu eldtungur út um glugga
á austurhlið hússins, sem þá
þegar var orðið fullt af reyk.
Að sögn slökkviliðsins gekk
vel að ráða niðurlögum cldsins
þrátt fyrir að eldurinn hafði
náð að festa sig í einangrun í
lofti herbergisins og nauðsyn-
legt hefði verið að gera á loftið
stórt gat.
Síðast var vitað til ntanna-
ferða í húsinu um hálfum
þriðja fima áður en eldsins
varð1 vart. Eldsupptök eru
ókunn.
-Sjó.
■
■ Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist
út fyrir herbergið sem hann kom upp í. Tímamynd Sverrir.
Yfirvofandi yfirvinnubann í Eyjum:
Heldur þokast í |
samkomulagsátt
Frá Guðmundi Hermanns-
syni, fréttamanni Tímans í Vest-
mannaeyjum.
■ Heldur virðist þokast í átt að
samkomulagi í deilu verkalýðs-
félaganna í Vestsmannaeyjum
og vinnuveitenda þar. Sáttafund-
ur stóð með hléum frá klukkan
10:30 til klukkan 19 í gær og
hefur annar fundur verið ákveð-
inn í dag klukkan 10.30.
Yfirvinnubann hefur verið
boðað af hálfu verkalýðsfélag-
anna í Eyjum og tekur það gildi
á miðnætti 15. mars næst kom-
andi hafi ekki fundist lausn á
deilunni áður. „Ég er hvorki
svartsýnn né bjartsýnn en það er
þó heldur hreyfing á málunum,“
sagði Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélags Vestmanna-
eyja, í samtali við Tímann í
gærkvöldi. Arnar Sigmundsson,
hjá Samfrost og einn fulltrúa
vinnuveitenda, sagði að ágrein-
ingsefnum hefði fækkað í gær.
-Sjó.
i