Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 23. MARS 1984 r;- j i Þakpappl Islensk framleiðsla - sími 54633 j *V- > t>ahpappav érhswniðjan hf. Drangahrauni 5, Hafnarfirði Látið þægindi gömlu húsgagn- anna njóta sín í nýjum áklæð- um KENTUCKY FRIED CHICKEN með frönskum - sósum - hrásalati ásamt ýmsu öðru góðmeti Kentucky Fried Chicken Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. Sími 53371 Opið til kl. 23.30 BLAÐAUKI H AFN ARFJORÐU R ■ Geir Hallsteinsson. Tímamynd Ámi Sæberg. „FH HEFUR ALDREI SÆTT SIG m ANNAÐ SÆTH)” — segir Geir Hallsteinsson þjálfari ■ Geir Hallsteinsson er einn af þekkt- ustu íþróttamönnum landsins, er löngu orðinn landsfrægur fyrir framlag sitt til handknattleiksíþróttarinnar. Hann var fenginn til að spjalla örlítið um feril sinn og um handknattleik í Hafnarfirði, en líklega er Hafnarfjörður þekktastur fyrir handboltaiðkun bæjarbúa. - Ertu ennþá að keppa? „Nei, ég hætti fyrir (tremur árum, en þjálfa núna meistaraflokk FH og hef gert það í fimm ár.“ - Hvenær byrjaðir þú í handbolta? „Ég byrjaði sjö ára, svo að það eru komin 30 ár síðan.“ - Varstu með frá byrjun handknatt- leiks í Hafnarfirði? „Þetta byrjaði töluvert fyrr. Þegar ég var að byrja þá voru þessir elstu karlar eins og Birgir Björnsson og Ragnar Jónsson á síðasta snúningi.“ - Hafa alltaf verið tvö lið í Hafnar- firði? „Já, frá því byrjað var að iðka hand- bolta. Þá var þeta svolítið hverfisbundið í hvaða lið menn fóru, en það er það ekki lengur, og rígurinn sem var milli félaga hér áður fyrr er hjaðnaður. Það er líklega ekki langt í að þriðja félagið verði stofnað. Það eru svó margir sem vilja komast að og allir vilja taka þátt í keppni. Það er spuming um örfá ár að nýtt lið verði stofnað." „Ég var með í yngri flokkunum og uppúr, byrjaði í meistaraflokki 1966. FH hafði þá unnið marga titla, og maður tók svo þátt í því áfram. Eins og gengur og gerist heltast gömlu mennirnir úr lestinni og fyrir fimm árum kom að því að byggja þurfti upp nýtt lið. Það starf hefur tekist vel og eins og almenningur veit þá hefur á þessum fimm árum verið byggt upp topplið". „Við höfum lagt mikla áherslu á yngri flokkana og að ala sjálfir upp okkar lið. Kjarninn í meistaraflokknum er líka frá okkur sjálfum. Þetta er heillavænleg stefna." - Hvað eru margir í handbolta hjá FH? „Það eru í kring um 400-500 manns“. - Og annað eins hjá Haukum. Snýst lífið í Hafnarfirði kannski meira og minna kring um handbolta? „Þetta hefur frá upphafi verið vagga handboltans, eins og Akranes hefur verið vígi fótboltans. Meistaraflokkar Hafnfirðinga hafa náð góðum árangri og það smitar út frá sér til yngri flokka. Það verður að hafa goðan topp. Eftir höfðinu dansa limirnir." - Hafiði misst fólk út? „Ég fór út 1972, og var fyrsti hand- boltamaðurinn sem fór út í atvinnu- mennsku. Við Ásgeir Sigurvinsson fór- um út um sama leyti, ég fór til Þýska- lands og hann til Belgíu. Ég kom svo tiltölulega fljótt heim vegna þess að ég var með ofnæmi fyrir einhverju og gat illa stundað æfingar.“ „Því miður er stefnan sú í dag að það aukist geysilega mikið að menn fari til útlanda í atvinnumennsku. Það lítur út fyrir að FH missi 2-4 í atvinnumennsku á næstunni. Að minnsta kosti þeir Kristj- án Arason og Atli Hilmarsson fara, það liggja allir í þeim með tilboð, Spánverj- ar, Þjóðverjar og fleiri. Þetta eru svim- andi upphæðir sem eru boðnar, upphæð- ir sem menn munar um.“ - Hvað er hægt að gera við þessari þróun? „Við getum aldrei spornað við þessu. Hér verða aldrei peningar í umferð í neinni íþróttagrein, vegna fámennis. Á hitt er svo að líta að atvinnumennirnir koma um síðir heim með mikla reynslu." Stefnan ætti að vera sú í sambandi við þjálfun að menn hafi gaman að þessu. Það er farið að ganga út í öfgar hvað liðin æfa mikið. Við höfum hvorki peninga né breidd til að halda í við ■ Hafnfirskir trillukarlar á góðri stund. Tímamynd Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.