Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 23. MARS 1984 BÍLA- OG BATASALAN SÍMI 53233 Lækjargötu 46, Hafnarfirði. Trillubátar, hraðbátar og hraðfiski- bátar í miklu úrvali. Bílar af flestum gerðum og við allra hæfi. Leitið upplýsinga. SMURSTÖÐ feso, Reykjavíkurvegi 54 Hafnarfirði Sími 50330 Höfum fyrirliggjandi loft- og olíusíur í flestar gerðir bifreiða Vilt þu spara 3-4 þusund á íbúð? yrj STJÖRNU IVIt I MÁLNING Fullnægir fyllstu kröfum sem gerðar eru til góðrar plastmálningar. ÞEKUR OG HOLUFYLLIR SÉRSTAKLEGA VEL Við framleiðum nú einnig: Stjörnu hraunmálningu úti-met acrylbundna útimálningu, sem hefur frábæra viðloðun og veðrunareiginleika. Verslið þar sem varan er góð og verðið er hagstætt ÖLL OKKAR MÁLNING Á HEILDSÖLUVERÐI STJÖRNU * LITIR Málningarverksmiðja Sigurður Jónsson forstjóri Hjallahrauni 13. - Sími 54922 Heimasími 51794 Helluhraun 12 222 Hafnarfirði BLAÐAUMI HAFNARFJÖRÐUR 8 —„ Magnús Ólafsson Tímamynd Róbert „Hef fengið ofanígjöf en— Flestir Hafnfirðing- ar taka þessu nú vel" — segir Magnús Ólaf sson ábyrgðar- maður Hafnarfjarðarbrandaranna ¦ Hafnarfjarðarbrandararnir eru löngu orðnir landsfrægir og líklega eru Hafnfirðingar einna þekktastir af þeim sökum. Við töluðum við Magnús Ólafs- son og báðum hann að segja okkur frá tilurð þeirra. Hann sagði okkur líka einn nýjan Hafnarfjarðarbrandara. - Hvernig urðu Hafnarfjarðarbrand- ararnir til upphaflega? „Þeir urðu upphaflega til á gamla Vísi. Óly Tynes blaðamaður ákvað að fara að skjóta á Akureyringa í von um að fá einhver viðbrögð, en það varð ekkert annað en einhver leiðindi í kring um það. Akureyringum þótti þetta ekk- ert fyndið, þannig að við vorum að velta vöngum yfir því hvort eitthvert annað bæjarfélag kæmi til greina. Og þar sem ég sjálfur bjó í Hafnarfirði var ég gerður að fulltrúa Hafnfirðinga, og við Óli settum saman í sameiningu skot á Hafnfirðinga og síðan áttu Hafnfirðingar að hringja í mig og svara þessu. Þeir tóku þessu ágætlega og svona þróaðist þetta fram. Þetta byrjaði sem sé í Sandkorni fyrir svona 6-7 árum." - Petta hefur haldið áfram síðan. „Já, síðah hefur þetta aukist og farið kannski út fyrir mörkin. Hafnfirðingar eru að verða eins og Molbúar, en sem betur fer taka nú flestir Hafnfirðingar þessu vel. Þó hefur maður verið stoppað- ur niður í bæ í Hafnarfirði og fengið ofanígjöf fyrir þetta, vegna þess að ég hef alltaf haldið þessu í mínu skemmti- prógrammi, og alltaf verið að búa til nýja og nýja Hafnarfjarðarbrandara." -Þetta hefur sem sagt verið frumsamið í upphafi? . „Já. Svo fóru menn að nota brandara úr blöðum frá Norðurlöndunum, Danir, Svíar og Norðmenn hafa alltaf verið með eitthvað svona sín á milli og jafnvel innbyrðis milli smábæjar. Nú, við ætluð- umst til að þetta yrði bara í smátíma þetta um Hafnarfjörð en núna er þetta orðin hálfgerð þjóðsaga." - Kanntu einhvern nýjan? „Við getum sagt þennan með Hafn- firðinginn, mjög virtan borgara í Hafnar- firði, það var kallað á lögregluna vegna þess að hann sást ofan í bæ um hánótt með byssu, alveg snaróður. Lögreglan mætti og náði nú kauða og þegar hún nær honum þá segir hún. - Hvað er að þér Guðmundur minn, hvað hefur nú komið fyrir. Ertu orðinn alveg snargeggjaður? -Geggjaður? Nei, konan mín var að eignast tvíbura. -Tvíbura? Nú, þú ættir nú að vera ánægður með það. - Ánægður? Nei, ég er sko ekkert ánægður, ég er að leita að hinum mann- inum." ÁDJ Sptrmdur i kormndi inim. ROCKWOOL steinull einangrun gegn hita, eldi, kulda og hljóöi, einnig plasteinangrun. Algengustu stæróir avallt fyrirliggjandi. amamrent Nótuð Plasteinangrun í öllum þykktum ogeftirmáli Greiðslukjör við allra hæfi - Líttu við eða hringdu Það borgar sig SENDUM UM LANDALLT Lækjargötu 34, Hafnarfirði sími 50975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.