Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1984, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 23. MARS 1984 BLAÐAUKI HAFNARFJORPUR ,, Haf narfjördur er enginn svefnbær” — segir Einar Ingi Halldórsson bæjarstjóri ■ „Hafnarfjöröur er enginn svefnbær“, segir bæjarstjórinn Einar Ingi Halldórsson í viðtali við Hafnarfjarðarblað Tímans. Og það eru orð að sönnu, í atvinnumálum Hafnfirðinga er margt að gerast, Hafnarfjörður er vaxandi bær þar sem atvinnutækifærum fer fjölgandi og allar ytri aðstæður til atvinnurekstrar eru góðar. Af öðru sem drepið er á í þessu viðtali má nefna hundabann í Hafnarfirði, gjöld ÍSALS til bæjarins og vegamál í Hafnarfirði en þar stendur til að færa Reykjanesbrautina úr stað um. „Það nýjasta í atvinnumálum bæjarins er að við erum að skipuleggja nýtt iðnaðar og jjjónustusvæði sunnan Hval- eyrarholts, sem verður þá framtíðar- svæði á því sviði. Iðnaðar- og þjónustu- svæðið sem byrjað var að úthluta 1979 í svokölluðum Kaplakrika er nú næstum fullbyggt, en það var upphaflega ætlað að myndi duga framundir næstu alda- mót. Nú, við höfnina hafa verið miklar framkvæmdir að undanförnu. Suður- höfnin er í uppbyggingu og þar höfum við nýlega úthlutað lóðum til tveggja skipafélaga, Eimskipafélagsins og skipa- félagsins Víkur. Bryggjugerð er nú ný- lokið á þessu svæði og unnið er að uppfyllingu á stóru svæði upp af hafnar- bakkanum. Stefnt er að því að vöurflutn- ingar fari að mestu fram um suðurhöfn- ina. Á undanförnum árum hefur orðið talsverð aukning á atvinnutækifærum og það styttist nú óðum í það mark að hér séu boðin jafnmörg störf og þarf fyrir , En við byrjum á atvinnumálun- þær vinnufúsu hendur sem hér eru. Annars er höfuðborgin nánast ein at- vinnuheild þannig að það vinna margir Hafnfirðingar utan bæjarins og margir utanbæjarmenn sækja vinnu hingað. Það er stefnt að ví að ná ákveðnum jöfnuði þarna og styttist nú óðum í að honum verði náð.“ Hafnarfjörður á semsagt ekki að vera neinn svefnbær? „Nei Hafnarfjörður hefur aldrei verið það og verður það ekki. Bærinn býr að því að þetta er gamalt og rótgróið bæjarfélag sem hefur haft nokkra sér- stöðu og haldíð sínu sjálfstæði. íbúum hefur fjölgað hér að undanförnu og fjölgunin á síðasta ári var talsvert yfir landsmeðaltali og Hafnfirðingar eru nú nær 13.000 talsins." í hvaða atvinnugreinum hefur gróskan verið hvað mest á síðustu árum? „Það sem helst hefur byggst upp að undanförnu er í sambandi við iðnað og byggingarfyrirtæki og hlutfallslega flestir vinna nú við þau störf. Stefna bæjarfé- Tímamynd GE. ■ Einar Ingi Halldórsson, lagsins hefur verið að skapa fyrst og fremst góðar ytri aðstæður fyrir atvinnu- lífið með auknum hafnarframkvæmdum og nægu framboði af lóðum og þá er ekki síður mikilvægt að hér er og vinnufúst fólk. Bein afskipti bæjarfélagsins af at- vinnulífinu eru helst í tengslum við útgerð en bærinn rekur elstubæjarút- gerð á landinu, rúmlega hálfrar aldar gamalt fyrirtæki. Hún er líka annað stærsta atvinnufyrirtæki í bænum. Rekstur Bæjarútgerðarinnar hefur nátt- úrlega gengið misjafnlega eins og ann- arra útgerðarfyrirtækja. Undanfarin ár hefur hann gengið illa og í ár nemur aðstoð bæjarsjóðs við BÚH 11 milljón- um. Auk bæjarútgerðarinnar reka tvö önnur fyrirtæki frystihús í bænum og fjölmargir aðilar tengjast útgerðinni." Byggja Hafnfirðingar stórt? „Tölur frá 1982 gefa til kynna að íbúðastærð hér sé heldur í efri mörkun- um. Ef gerð væri samskonar könnun fyrir 1983 liti dæmið öðruvísi út. 1982 voru í byggingu mörg einbýlis og raðhús í Hvammahverfinu en bygging fjölbýlis- ■húsa á sama svæði skammt á veg komið. Nú er byggingu fjölbýlishúsa á þessu svæði senn lokið og þetta svæði fullbyggt." En hvað er að öðruTéyti að frétta af uppbyggingu íbúðarbyggðar og skipu- lagsmálum bæjarins? 'Jkíxín$y..M>r>ðtú« vío-1*»4»•>;( iw rrtx} $-smi<vU'!f< k'H'í'i tr «» rrtí 19ii op hk-.r> ■ Aðalskipulag Hafnarfjarðar 1980 til 2000. Inn á þennan uppdrátt eru merktir þeir staðir sem nefndir eru í viðtalinu við bæjarstjóra. 1 Suðurhöfnin, 2 Hvaleyri (golfvöllur), 3 miðbær, 4 nýja iðnaðar og þjónustusvæðið, 5 hvammar, 6 Straumsvik, 7 Setbeg, 8 Kaplakriki. Örvarnar efst til hægri benda á {Reykjanesbraut framtíðarinnar' A82-01 HAFNARFJÖRÐUR AÐALSKIPULAG 19Ö0-2000 SKYRiNCv\R: 1 MÆ-LIKVAROi EZLZEl 1 •• 10000 í*T>r>ctt,r per,;: vur dktifá&A ut ii tA/K&noáv*, U St>KfÍ«tt<«vþ(K 8JQRN STErAN HALLSSOfN, AR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.