Tíminn - 04.04.1984, Qupperneq 3

Tíminn - 04.04.1984, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 4. APRII. 19M fréttir ■ Eldur kom upp í Sanddæluskipinu Pcrlunni kl. 14.30 í gær, þar sem verið var að vinna við skipið í Slippnum í Reykjavík. Starfsmenn Stálsmiðjunnar voru að vinna með logsuðutæki niðri í skipinu og komst eldur í olíubrák á botninum. Talsverður reykur kom af eldinum og var Slökkvilið Reykjavíkur kvatt á staðinn. Tveir rcykkafarar fóru niður í skipið og slökktu cldinn njótlega. Engar skemmdir munu hafa orðið af eldinum. Tímamynd Árni Sæberg efnavörur til framleiðslu, byggingar- vörur eða fjárfestingarvöruratvinnuveg- anna. Þá er einnig gert ráð fyrir að tekin verði upp tollkrít. Þetta kom fram í ræðu sem Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra flutti á félagsfundi Verslunarráðs- ins í gær. í ræðu fjármálaráðherra kom fram að frumvarpið miðar að einföldun á toll- kerfinu og samræmingu á fjáröflunartoll- um. Nú eru a.m.k. 16 gjöld lögð á við innflutning á vörum sem eru ýmist fjáröflunartollar eða vörugjald sem lögð eru á innlenda og erlenda framleiðslu. Sunt þessara gjalda sagði fjármálaráð- herra að skiluðu ríkissjóði litlum sem engum tekjum en sköpuðu hinsvegar vinnu við framkvæmd sem svarar engan veginn kostnaði. Því er óhjákvæmilegt að leggja ýmsa þessa tekjustofna af, endurmeta þörf fyrir tekjur af öðrum og koma þeim fyrir með öðrum hætti ef þörf gerist, ef einfalda á tollkerfið. Fjármálaráðherra sagði að á þessu stigi væri ekki hægt að segja hversu hátt þetta sérstaka vörugjald þarf að vera til að mæta tekjutapi sem óhjákvæmilega hlýst af fyrirhuguðum tollskrárbreyting- um en unnið er að útreikningum á því. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi í þessum mánuði. -GSH Stóri vinningurinn dreginn í gær ■ í gær var dreginn út stærsti vinningur ársins hjá happdrætti DAS. Vinningur- inn er húseign að eigin vali að verðmæti einnar og hálfrar milljón króna. Vinn- ingurinn lenti að þessu sinni hjá Bolung- arvíkurumboðinu, en þangað var síma- sambandslaust og því ekki unnt að fá nánari upplýsingar né tala við vinnings- hafa. ■ Starfsmenn Kísiliðjunnar við Mývatn felldu nýgerðan kjarasamning við starfsfólk ríkisverksmiðjanna á fundi sínum í gær með töluverðum meirihluta, að sögn Ágústar Hilmarssonar, aðaltrúnaðarmanns í verksmiðjunni. Samninginn sagði hann hafa verið mjög svipaðan og Dagsbrúnarsamning- inn. „En það eru þarna ákveðin mál, sem sérstaklega snerta okkur hér, sem við sættum okkur ekki við að fá ekki úrlausn á. Þessum aðilum var gert það ljóst áður en gengið var til atkvæða hér í gær og þeim gefinn kostur á að laga þetta, sem þeir vildu ekki og þess vegna fór þetta eins og það fór“, sagði Ágúst. Hvað nú taki við sagðist hann ekki getað svarað að svo komnu máli. „Það er óráðin gáta." I Seméntsverksmiðjunni á Akranesi var samningurinn samþykktur með 42 atkvæðum gegn 34, en 6 sátu hjá. Félög verslunarmanna, verkamanna og raf- virkja samþykktu, en félög trésmiða og málmiðnaðarmanna felldu samninginn og hafa því áfram lausa samninga. Frumvarp til nýrra tollalaga í undirbúningi: TOLLKRÍT 0G EFTT VORUGIALD A ALLAR INNFLUTTAR VÖRUR? Samningurinn var einnig samþykktur í afgreiðslu Sementsverksmiðjunnar í Reykjavík. I Áburðarverksmiðjunni varsamning- urinn felldur af meirihlutanum. Þau félög sem felldu voru: Dagsbrún. járn- iðnaðarmenn og rafiðnaðarmenn. Tré- smiðir, málarar, verslunarmenn og fé- lagar í Framsókn samþykktu hins vegar, en félagar þeirra eru í minnihluta hvað heildarfjölda varðar. „Staðan er óneitanlega mjög ein- kennileg þegar svona staða kemur upp, þ.e. að meirihluti er fylgjandi samningi, en einstök félög fella hann, eða á hinn veginn. En þessum málum er þannig háttað núna samkvæmt vinnulöggjöfinni að hvert félag hefur í sínu valdi að samþykkja samning eða fella hann og við því er ekkert að gera“, sagði Ás- mundur Vilhjálmsson, form. vinnumála- deildar ríkisins, spurður hvernig tekið sé á málum þegar samningur er bæði felldur og samþykktur innan sömu verk- smiðju. Ásmundur sagði menn enn ekki hafa ákveðið hvert framhaldið yrði, en hann gerði ráð fyrir að málin yrðu skoðuð nánar fram yfir helgina. - HEI ■ Frumvarp til nýrra tollalaga er nú í undirbúningi hjá fjármálaráðuneytinu. Þar er gert ráð fyrir að tollkerfinu verði komið fyrir í tveim lagabálkum, þar sem tollar verði eins og hingað til í tollskrá, en öðrum innflutningsgjöldum og gjöld- urn sem leggjast bæði á innfluttar og innlendar vörur verði komið fyrir í einu vörugjaldi. Það gjald leggst þó eingöngu á tilbúnar neysluvörur en ekki á hráefni, ■ Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra. ■ Drátturinn fór fram í tölvu Háskólans í Raunvísindahúsi hans. Kísiliðjan við Mývatn: STARFSMENN FELLDU NY- GERÐA KIARASAMNINGA — fylgdu fordæmi starfsmanna í Áburðarverksmiðjunni HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM NYR BILL FRA OPEL Opel Corsa hefur hlotiö mikið lof fyrir frábæra aksturseiginleika, lipurö, kraft og hagkvæmni. # BIFREIDADEILD SAMBANDSINS GM

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.