Tíminn - 04.04.1984, Blaðsíða 20
Opió virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
5AMVINNU
TRYGGINGAR
& ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
abriel
w
HÖGGDEYFAR
(JJvarahlutir
rtamarshöfða 1
Sími 36510.
Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306
MRSKKVOHNN ENDUR-
SKDÐADUR FYRB PÁSKA
Midvikudagur 4. apríl 1984
Fjármálaráðherra:
! 5TIJR RF
UTTEKTA
Aflinn verðmætari en áður
■ Enginn ákvörðun verður tekin um breytingu á þorskkvótanum fyrr en að afloknum rannsóknum
fiskifræðinga og úttekt á aflanum fyrstu þrjá mánuði ársins. Seint í næstu viku mun liggja fyrir álit um
ástand stofnsins og þá verður tekin ákvörðun um hvort þorskveiðikvótinn verður rýmkaður eða ekki. Bjarni
Sæmundsson er nú við rannsóknir við sunnanvert landið og verður þeim hraöaö eftir því sem tök eru á og
niðurstöður fiskifræðinga dregnar saman og síðan ákveðið hvort óhætt verður að leyfa meiri þorskveiði en
nú er gert ráð fyrir.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra tilkynnti þessa
ákvörðun á Alþingi í gær. Hann
taldi það út í hött að taka
ákvörðun um rýmkun kvótans
fyrr en nauðsynlegar upplýsingar
liggja fyrir og þótt að góðar
aflahrotur hefðu verið á tak-
mörkuðum svæðum undanfarið
verður enginn ákvörðun tekin •
um viðbótarkvóta fyrr en nauð-
synlegar upplýsingar liggja fyrir.
Fiskifræðingar eru varkárir og
rannsóknarleiðangri Bjarna
Sæmundssonar hefur seinkað
þar sem úrtökur hafa verið vegna
ótíðar en rannsóknunum er
hraðað eins og kostur er á.
Karvel Pálmason hóf utandag-
skrárumræðu um þorskkvótann
í gær og fann honum flest til
foráttu og skoraði á ríkisstjórn-
ina að aflétta kvótakerfinu.
Benti hann á mokveiði fyrir
Vesturlandi og að tugir báta
væru búnir með þorskkvóta sinn
og væru bundnir við bryggju þótt
mikill fiskur væri ísjónum. Hann
varaði við atvinnuleysi í sjávar-
plássum þegar kæmi fram á
sumar ef allir bátar væru búnir
með kvóta sinn.
Stcingrímur Hermannsson
forsætisráðherra svaraði í fjar-
veru sjávarútvegsráðherra, og
sagði að þótt sumir hefðu efa-
semdir um kvótakerfið væri vart
önnur leið fær. Hann kvað ríkis-
stjórnina gera sér fulla grein
fyrir vandamálunum og fylgjast
vel með þróun mála og mætti
vænta endurskoðunar á kvóta-
kerfinu áður en haldið væri til
veiða eftir páska, en alls ekki
fyrr en tillögur fiskifræðinga
lægju fyrir.
Skúli Alexandersson hafði
þung orð um kvótakerfið og
sagði að sú mikla aflahrota sem
verið hefur hjá bátum frá Snæ-
fellsnesi sýndi að það væri bein-
línis hættuiegt. Krafðist hann
þess að það yrði þegar í stað lagt
niður.
Nú var Halldór Ásgrímsson
mættur til leiks og sagði það
þjóna litlum tilgangi að fara að
endurtaka deilurnar um
kvótann, en það hafi ávallt legið
Ijóst fyrir að því fylgdu gallar og
annmarkar.sem hægt væri að
smða af þegar reynsla hefur
fcngist.
Halkldr sagði að sannleikur-
inn væri sá að aldrei hafi verð-
mætari afli borist á land og nú á
vertíðinni. Hráefnið og meðferð
fiskjarins væri mun betri en í
fyrra og kvaðst hann fullyrða að
þjóðartekjurnar eru allmiklu
meiri vegna fiskveiðistjórnarinn-
ar sem tekin hefur verið upp en
ella hefði orðið. Tölulegar upp-
lýsingar liggja ekki fyrir en þetta
væri fullvissa þeirra sem gerst
fylgjast með málum.
Hann kvað aðalatriðið vera
hvort verið væri að tala um sókn
í ótakmarkaða auðlind eða ekki,
en allir eru sammála um að
umgangast verði þorskstofninn
af varúð. Rétt sé að aflahrota
hefur verið á takmörkuðu svæði
og vonandi vissi það á gott, en
þess yrði líka að gæta að víðast
hvar hefur afli verið tregur. En
kvótakerfið verður tekið til
endurskoðunar, sagði sjávarút-
vegsráðherra, eins og alltaf hefur
staðið til og ef niðurstöður rann-
sókna gefa tilefni til, mun þorsk-
kvótinn aukinn en annars ekki.
Þegar utandagskrárumræðan
hafði staðið í tvo tíma var henni
frestað en þá voru enn átta
þingmenn á mælendaskrá,- OÓ
■ Albcrt Guðmundsson
fjármálaráðherra hefur ákveð-
ið að láta^cra sérstakar úttekt-
ir á starfsemi og þjónustuhlut-
vcrki fjögurra. rtkisstofnapa
sem heyra undir fjármálaráðu1
neydið. Er þar um að ræða
embætti tollstjóra, Innkaupa-
stofnun ríkisins, Fasteignamat
ríkisint; og ÁTVR. Þetta kom
fram í ræðu sem fjármálaráð-
herra flutti á félagsfundi hjá
Verslunarráði Islands t gær.
Til að gera þessar úttektir
verða fcngnir menn með scr-
þekkingu á viðkomandi sviði
og munu þeir vinna verkið í
náinni samvinnu við fjármála-
ráðuneytið og viðkomandi
stofnanir. Hópur sent' fjallar
um toilstjóraembætti' hefur
þegar haftö störf og stýrir Árni
Árnason framkvæmdastjóri
Verslunarráðs verki hans.
-GSH
FERÐAMANNA-
GJALDEYRIR
HÆKKARUM11%
■ Reglur um yfirfærslu eigin fjár þeirra er fiytja búferlum til útlanda
eða hafa þegar flutt þangað, hafa nú mjög verið rýmkaöar, samkvæmt
ákvörðun samstarfsnefndar um gjaldey risinál og eftir tillögu viðskipta-
ráðherra. Þá hcfur ferðamannagjaldeyrir verið hækkaður í jafnvirði
1.500 bandaríkjadollara (43.725 kr.) fyrir hvern fullorðinn í hverri
ferð og hclming þeirrar upphæðar fyrir börn.
Við framvísun flutningsvott-
orðs við brottför úr landinu getur
fólk hér eftir fengið yfirfært af
eignum sínum fjárhæð sem nem-
ur 250 þús., króna fyrir hvern
einstakling og 125 þús. kr. fyrir
hvert barn innan 16 ára aldurs.
Eftir framvísun erlends búsetu-
vottorðs og annarra nauðsyn-
legra gagna getur fólk nú yfirfært
allar eignir sínar á einu ári, nemi
þær ekki hærri upphæð en einni
ntilljón króna á hvern einstakl-
ing. Séu eignirnar hins vegar
meiri en 1 milljón króna, er
yfirfærslu þeirra skipt á tvö ár.
Þeir sem nú þegar hafa flutt
búferlum til útlanda geta nú
gegn framvísun fullnægjandi
gagna yfirfært helming þeirra
fjármuna sem þeir enn eiga hér
á landi á þessu ári, en eftirstöðv-
ar þeirra á næsta ári.
Með þessari breytingu rýmk-
ast heimildir til yfirfærslu eigna
mjög verulega, þar sem til þessa
hefur einungis verið miðað við
yfirfærslu sem nemur 145 þús.
krónum fyrir hvern einstakling á
ári, eða að eignir fáist yfirfærðar
á 5 árum, samkvæmt upplýsing-
um viðskiptaráðuneytisins.
-HEI
■ Lítill baráttuandi var á félagsfundi í Sókn þar sem kjarasamningarnir voru samþykktir í nær óbreyttri mynd frá því sem var fyrir þrem
vikum þegar þeir voru felldir. Tímamynd Róbert
SAMNINGAR SAMÞYKKTIR í SÓKN
— enginn ávinningur af þriggja vikna þref
■ I gærkvöldi samþykkti fél-
agsfundur í Verkakvenna-
félaginu Sókn kjarasamninga
sem Iagðir voru fram af samn-
inganefnd félagsins með 210
atkvæðum gegn 32. Samning-
urinn felur í sér ASÍ VSÍ
samkomulagið frá fyrri mánuði
að viðbættum þeim kjara-
bótum sem náðust fram í kjöl-
far samninga Dagsbrúnar og
fela í sér afnám unglinga-
taxstans og launahækkun eftir
15 ára starfsaldur. Eins og
kunnugt er felldi Sókn ASÍ
samninginn fyrir þremur vik-
um og var þá kjörin ný samn-
inganefnd sem nú hefur lokið
störfum. í máli Óttars Magna
Jóhannssonar sem talaði fyrir
samninganefndinni kom fram
að nefndin taldi sig ekki geta
náð neinu af baráttumálum
sínum fram og því ákveðið að
skrifa undir í stað þess að tefja
tímann. Lítill baráttuandi var
á fundinum.
dropar
Verðlaunapening-
ar Seðlabankans
■ Söfnunarárátta forsvars-
manna Seðlahankans teknr á
sig hinar ýmsu myndir.
Mönnum cr enn í fersku minni
hið veglega hökasalii sem
bankinn hefur koinið sér upp í
gegnum árin, þar sem finna
má allar bókmenntaperlur
þjóöarinnar í gcgnum árin auk
„Jóhannes Nordal samlcde
verke“. En áráttan mer til
fleiri sviöa, sem best sést af því
að borgarráö Reykjavíkur
heimilaði í gær Iðnskólanum í
Reykjavík að selja Seðlabank-
anum tvo verðlaunapeninga
sem Guömundur Gamalías-
son, bóksali og bókbindari,
átti fyrir litlar 20 þúsund krón-
ur hvorn. Hafa Dropar heyrt
að Seðlabankinn stefni að því
að koma höndum yfir alla slíka
verðlaunapeninga sem fyrir-
llnnast meðal þjóðarinnar, þó
borga þurfi vcl fyrir. Hins veg-
ar má auðvitað búast við því að
verðlauuapeningasafnið veröi
vel faliö eins og bókasafnið, og
á sem fæstra vitorði. Hvers
vegna?
Bjór í f jár-
lagagatið?
■ Hið svonefnda „gat“ í fjár-
lögunum hefur valdið ráðherr-
um ríkisstjórnarinnar ómæld-
um áhyggjum. Vill enginn af
þeim fórna fjármunum úr sín-
um málafiokkuin til niður-
skurðar upp í gatið góða.
Hækkun skatta og álaga hefur
hcldur ekki átt upp á pallborö-
ið. Hins vegar hefur lítið verið
rætt um nýja skattheimtu i
kjölfar nýrra viðskipta. Þó
þjóöin telji sig almennt skatt-
pínda þá er ákveðinn hluti
hennar, og það stór, sem tilbú-
inn er að axla nýjar byrðar,
svo fremi sem látið verði undan
duttlungum þeirra.
Hér eiga í hlut aðdáendur
sterka ölsins, eða bjórsins, sem
eygja möguleika á leyfum til
innflutnings hins veika mjaðar
til björgunar á fjárhag ríkis-
sjóðs. Hafa þeir giskað á að
„ríkiö" myndi vilja taka svo
sem 50 krónur í gjöld til sín af
hverri hjórflösku, og cf hálf
þjóðin tæki að sér að drekka
einn bjór á dag fram að ára-
mótum, nægði það til að fylla
upp í margumrætt „gat“. Er
þetta ekki vel boðið Albert?
Krummi . . .
... telur aö Albert eigi verð-
launapcning frá Seðlahankan-
um skilinn ef honum tekst að
rétta við fjárhaginn með
bjórnum.