Tíminn - 04.04.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.04.1984, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1984 á vettvangi dagsins Snorri Stefánsson, loðdýratæknir: Sannleikurinn er sár — en sagna bestur ■ Skrif Jónasar Jónssonar, búnaðar- málastjóra í Tímanum fimmtudaginn 15. mars 1984, „Falin er í illspá hverri, ósk um hrakför sínu verri". er tileinkuð viðtali við mig þann 8. mars 1984 í sama blaði og langar mig því að koma á framfæri nokkrum athugasemdum. Jónas finnur fyrst að orðum mínum um dreifingu loðdýrabænda hingað og þangað um landið og að síðan hafi bændur verið að kollkeyrast vegna þess að ýmist nái þeir ekki í fóður eða þá að verðið sé allt of hátt og mikið fyrirtæki að nálgast það. Jónas ségir: „Þetta er mjög villandi. Að sjálfsögðu hefur verið hugsað um það í fullri alvöru að koma upp fóður- stöðvum á öllum loðdýraræktarsvæðum þar sem þær voru þá ekki fyrir þegar refaræktin hófst. Þetta hefur verið eitt aðalviðfangsefnið". Og hann segir jafnframt: „En til að víkja beint að fóðurstöðvamálum þá skipaði landbún- aðarráðherra Pálmi Jónsson hinn 28. júlí 1982 svonefnda „fóðurstöðvanefnd" er falið var „að gera tillögur að skipulagi og uppbyggingu fóðurstöðva fyrir loð- dýrabú.“ Ég vil í framhaldi af þessu minnast orða Jóns R. Björnssonar, framkvæmda- stjóra Sambands ísl. loðdýrabænda í Tímanum fimmtud. 23. des. 1982, í frétt undir fyrirsögninni: „Vcrið ákaflega bjartsýnn og bláeygur í mörgum tilfell- um". en þar segir: „Það verður að viðurkenna að sá áróður sem rekinn hefur verið fyrir refaræktinni hér hefur verið ákaflega bjartsýnn og bláeygur í mörgum tilvik- um“, er Tíminn spurði hann hvort ekki væri hætta á að menn fari heldur geyst í þá fjölgun refabúa sem nú á sér stað og sem enn fleiri vilja þó stofna. Pótt góður aðgangur að fóðri sé t.d. talinn afar mikilvægur berast samt fréttir af refabú- um óravegu frá öllum sjávarplássum. „Menn hafa verið of gjarnir á að halda að málið sé fyrst og fremst það að ná sér í nokkra refi og svó megi henda í þá nánast hverju því sem fyrir hendi er. Byrji kannski með litla hakkavél og steypuhrærivél og svo sé bara að bíða eftir peningunum. En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Þetta er alvörubú- grein, og sé hún ekki rekin af fyllstu hagkvæmni, þá stendur hún einfaldlega ekki undir sér. Það er einfalt mál.“ Að dómi Jóns hefur fóðurmálum því ekki verið nægur gaumur gefinn í upp- hafi, þó svo fóðrið hafi verið álitinn grundvöllurinn fyrir samkeppni okkar við hin norðurlöndin, þ.e. mikið og gott hráefni til staðar sem var ódýrt. Jónas segir: „Nú er í undirbúningi að koma upp fullkomnum fóðurstöðvum í sameign bænda, einni á Dalvík fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið og annarri á Selfossi fyrir Suðurland. En það mun vera á Suðurlandssvæðinu sem „fjaðrirnar féllu" er urðu að heilu hænsnabúi í fréttaviðtalinu. Þar var rekin fóðurstöð af einstaklingi í Þorlákshöfn er bændur skiptu við. Þeir urðu því höndum seinni að koma á félagsrekstri og uggðu ekki að sér fyrr en sá sem Þorlákshafnarstöðina rak hætti því á s.l. hausti." Hérna þykir mér Jónas ráðast all harkalega að þessum einstaklingi í Þor- lákshöfn, því ekki veit ég betur en að forsvarsmaður Búnaðarfélags íslands í loðdýrarækt hafi gengið í broddi fylking- ar við að hætta viðskiptum sínum við þetta fyrirtæki og setti hann á fót sína eigin fóðurstöð. Spurningin er hvort forsvarsmenn Búnaðarfélags íslands hafi staðið nægilega vel að því að leysa úr þeim hnút sem myndaðist á Suðurlandi í sumar? Hversu margir hafa farið til náms í loðdýrarækt sem styrktir hafa verið af B.I.? Hefur tekist að virkja einhvern jreirra til fræðslu? Nú er verið að mennta ráðunauta sem sinna eiga leiðbeiningum í loðdýrarækt. því ekki veitir af mönnum til leiðbeiningarstarfa og ekki er hægt að ætlast til að einn maður geti komist yfir að sinna rúmlega 100 loðdýrabændum svo einhver mynd sé á. En þegar þessir aðilar segjast (eins og kom fram á fundi á Flúðum 16.-17. febr. s.l.) mega fara og kynna sér loðdýrarækt, en eiga þó að sinna því sem hálfs dags vinnu eða minna, þá vakna efasemdir. Ég held að B.Í. spari ekki með því að draga úr leiðbeiningum til bænda. Það er ekki nóg að byrjandi fái aðeins heimsókn einu sinni á ári. Best er að kenna rétt handbrögð í upphafi í stað þess að þurfa líka að leiðrétta röng vinnubrögð. Þú ættir að vita að þessi atvinnugrein er á mjög viðkvæmu stigi og við þurfum að taka Norðurlandaþjóðirnarokkur meira til fyrirmyndar. I grein sinni segir Jónas: „Það er að sjálfsögðu hægt að gagn- rýna alla hluti og leyfisveitingar til loðdýraræktar eru þar alls ekki undan- skildar. En það er fráleitt að halda því fram að bændum hafi verið att út í hluti eins og loðdýraræktina og að þeim hafi aðeins verið kynntar björtu hliðarnar en „láðst“ hafi að kynna þeim þær dekkri, hvað þá að reynt hafi verið að vinna að loðdýraræktinni með „blekkingum“. Það er einnig misskilningur að leið- beiningaþjónustan hafi ekki lagt áherslu á mikilvægi þess að framleiða góð skinn. Á það hefur alltaf verið bent að arðurinn af loðdýraræktinni fer ekki hvað síst eftir því hve eðlisgóð, velverkuð og velmeðfarin skinnin eru." Ég vil spyrja Jónas hvort það hafi verið samþykkt að flokka dýr til lífs sem voru dekkri en „medium"? Ég veit ekki betur en að loðdýrabændur hafi fengið bréf þess efnis að ekki þyrfti að bera í flokkunarmenn dekkri dýr en „medium" vegna þess að markaðurinn var hagstæð- ari í Ijósari litum. Ef hins vegar er litið á söluskýrslur síðasta árs er greinilegt að hérna þarf að taka hlutina föstum tökum því okkar refaskinn eru mjög dökk. Ef þetta hefur verið gert í haust, var það þá til að mæta eftirspurn eftir lífdýrum þó vitað væri að lakara verð fengist fyrir skinn af dökkum refum? Ég vil setja út á flokkunarkerfi B.í. sem er hluti af því að við getum ekki náð þeim árangri sem mögulegt væri að ná. því það tekur upp undir mánuð að flokka öll dýrin í landinu. Norskur bóndi sem kom hingað til lands síðustu viku októbermánaðar 1983 sagði þá að ekki mætti felda dýrin öllu seinna, vegna þess að feldurinn væri að verða ofvaxinn, þ.e.a.s. vindhárin fá ekki lengur stuðn- ing af þelinu. Sagði hann það aðeins vera dagspursmál hvenær refirnir væru í „réttum feldi" - hver dagur eftir það er því rýrnun á afkomunni vegna aukins fóðurkostnaðar og lakari afurða. Hér finnst mér liggja í augum uppi að leggja hefði átt áherslu á að byrjendum væri kennd undirstaða þess að velja og felda dýrin á réttum tíma. Hefur það verið gert? Kannski er enginn tími til þess þegar flokkað er? Ég vil benda á auglýsingu í Tímanum 14/11 1983, sem ég álít að tali mínu máli um flokkunar- reglur B.í. Refabændur ath. Úrvals refahögnar til sölu. Meðalvigt á flokkuðum högnum 9,7 kg. Einnig fáeinar refalæður' Meðalvigt á flokkuðum læðum 8,5 kg. Hvort tveggja shadow eða blárefur. Vera má að kíló séu mælikvarði fyrir þá bændur sem hafa frnmleitt kjöt. en þetta er mjög villandi i*sambandi við refarækt þarsem þungi segirekki allt um stærð dýranna og leiðbeinendur vita að feit dýr skapa vandamál í ræktuninni (við got og feldskipti). Erum við að rækta kjöt eða skinn í loðdýraræktinni? í haust rakst ég á marga bændur sem tóku refina óhikað upp með ryðguðum töngum í flokkuninni, hvert einasta dýr. Hérna álít ég að leiðbeiningaþátturinn hafi svikið, þar sem leiðbeinendur ættu að vita að ryð er óhrcinindi sem aldrei nást úr skinnum og leiða til verðlækkun- ar á skinnunum. Jónas segir ennfremur: „Enn skal það undirstrikað að loð- dýrarækt er vandasöm atvinnugrein eins og öll búfjárrækt - hún verður hvorki kennd eða lærð í einu vetfangi - þar verður reynsluskólinn að kenna ótelj- andi atriði. Því getum við ekki vænst besta árangurs í upphafi. Við höfum nú aðeins stigið fyrstu skrefin. Þau hafa ekki verið áfallalaus með öllu, enda þess ekki að vænta. En um hitt er meira vert hve margt lofar góðu. Menn ættu því að spara sér hrakspárnar en leggjast á eitt með að styðja að framgangi þessarar nýju búgreinar bæði með orðum og athöfnum." Það er fjarri mér að vera með neinar hrakspár um framfið loðdýraræktar á íslandi. Égvil taka undirorðJónasarum að loðdýrarækt sé vandasöm atvinnu- grein, að hún verði ekki kennd eða lærð í einu vetfangi og að menn ættu að leggjast á eitt með að styðja að fram- gangi þessarar nýju búgreinar bæði með orðum og gerðum. Oft finnst mér þó bera á orðum en ekki á gerðum, því ekki vcit ég betur en að B.í. hafi skrúfaðfyrjrallafjárveitingu til SÍL sem og alla samvinnu á sviði leiðbeiningarmála. Allir gcrum við mistök.. og þau cru til að leiðrétta. En fyrst er auðvitað að viðurkenna mistökin áður en framfarir geta hafist. Sannlcikurinn er sár, en sagna bestur. Snorri Stefánsson loðdýralæknir byggt og búid f gamla daga 390 Korn Indíána ■ Þegar Spánverjar komu til heitra landa Vesturheims árið 1492, og fóru víða um þar vestra næstu áratugina, hittu þeir fyrir sér marga þjóðflokka Indíána, sem sumir stóru á háu menn- ingarstigi í ýmsum greinum. Nægir að nefna Azteka í Mexíkó, Maya í Mið- Ameríku og Inka í Perú. Spánverjar sáu mörg mannvirki: Stórar, vandaðar byggingar, jafnvel pýradída, (að nokkru í stíl við hina egypsku), miklar áveitur og áveitustalla í hlíðum, leir- kerasmíði, myndverk og vefnað með listfengu handbragði. Jarðrækt var mikil. Indíánar höfðu frá fornu fari (líklega í þúsundir ára) ræktað ýmsar plöntur til margvíslegra nota, þar á meðal nokkrar, sem Evrópumönnum var ókunnugt um, en eru nú alkunnar víða um neim. Má nefna kartöflur, tómata, tóbak, ananas, kakótré og kínatré (sem er suðuramerískt þrátt fyrir nafnið) og kortegundina maís. Allt þetta sáu Evrópumenn nú í fyrsta sinn, og hagnýttu síðar reynslu Indíána óg juku smám saman við. Maís er eina upprunalega korntegund Ameríku, kölluð þar einfaldlega korn. Villimaís hefur ekki fundist, og vita menn því ekki af hvaða stofni ræktað- ur maís er runninn. En af honum eru, bæði frá fornum tíma og vorum dögum, til fjölmörg afbrigði og „hrein- ar línur“. Indíánar höfðu ræktað maís óra lengi, gert áveitur hans vegna og reist stórar kornhlöður. Maísjurtin er langstórvaxnasta korn- tegundin 2-4 m. á hæð, oft 2-3 m. Stráið er ekki holt eins og á flestum grösum, heldur mergfyllt. Blöð stór og sverðlaga. Rótin er öflug mjög, og stundum vaxa eins konar skástífur í jörð frá neðsta hluta stöngulsins. Er því maísjurtin rammlega tjóðruð niður. Ef þú kemur að maísakri virðist hann rísa sem grænn múr, eða þétt kjarr, sem maður hverfur alveg í ef gengið er inn á akurinn. Blóm maís- jurta eru einkynja og karlblóm og kvenblóm aðskilin. Karlöxin eru í toppnum, löng og mjó, en kvenöxin stór og gildvaxin, sem kólfur með hulsturblöðum, vaxa út úr miðjum stöngli. í þeim myndast vitanlega kornið. Uppskorið er á ýmsum tímum. Á norðurhveli jarðar blómgast maís frá júlí og fram á haust, en í desember til mars á suðurhveli t.d. í Argentínu. Indíánar áttu sér komræktargyðju (sbr Ceres hjá Rómverjum) og eru til fornar myndir af henni með maískólfa á báðum öxlum. Maískólfar finnast oft í gömlum Indíánagröfum, lagðir með hinum framliðna til heilla og nota á síðustu vegferðinni. Maís kom til Evrópu í byrjun 16. aldar og var fyrst aðeins ræktaður í görðum. Frá Evrópu barst hann til Asíu og Afríku. í Evrópu er maísrækt aðallega á Pósiéttunni og í löndum við neðanverða Dóná. En hann er ræktað- ur sem grænfóður miklu lengra norður, jafnvel á sunnanverðum Norður- löndum. f Afríku varð maísrrækt smám saman mjög mikilsverð jarð- yrkjugrein og efldi akuryrkjuna; leysti sums staðar veiðimennsku og hirsirækt af hólmi. En langmest er maísræktin í Ameríku; hún er þar aðalkorntegund ásamt hveiti. Maís þarf góð vaxtarkjör Ef sagt er að maís þrífist vel einhvers staðar, er áreiðanlegt að þar er heitt, sólríkt og hæfilegur raki. Maís þarf gott sumarveður í 5 mánuði til að ná góðum þroska. Ekki má vera stöðug væta, en helliskúrir öðru hvoru hag- kvæmir. Kynbætur hafa gert það að verkum, að hægt er nú að rækta maís við breytilegri kjör og þar með á miklu stærri svæðum en áður. Maís gefur mesta uppskeru allra komtegunda og hefur því lagt undir sig lendur sumra hinna. Framleiðsla á nýjum hentugum „hreinum !ínum“ í maísræktinni er heil vísindagrein. í Mið- og Suður-Ameríku lifa margir einkum á maís, og fjöldi fátæks fólks, kannski mest þeldökkra, einnig í Bandaríkjunum. Enda er maís oft kallaður „korn fátæka mannsins". Maís er næringarríkúr, mikil feiti í honum, einkum kíminu, en einnig eggjahvítuefni og mjölvi o.fl. Ekki þykir þó hollt að lifa að mestu leyti á maís, það er of einhæf fæða og getur leitt til sjúkdómsins pellagra (húð- sjúkdómur) vegna vöntunar á B, fjör- efni. Lengi neyttu hvítir menn vestanhafs mikils af maís og átu með góðri lyst maísgrautinn sinn. Maísbelti N.-Ameríku er nú afar Hrísgrjónajurt, maískólfur og hávaxinn maís. stórt og nær norður í Kanada, en Bandaríkin eru aðallandið. Maís- lendur, samfelldar að kalla, ná sunnan frá Mexíkó og norður eftir Bandaríkj- unum, endalaus frjósöm slétta, og óendanlegt maíshaf! Milli Missouri og Missisippi er einhver mesta maísrækt í heimi. Maísuppskeran í Bandaríkjun- um hefur stundum verið meiri en allra hinna korntegundanna, og mest notuð í landinu sjálfu. Önnur maíslönd flytja tiltölulega meira út, t.d. Argentína. Evrópa kaupir mikið, ekki síst sem fóður handa svínum o.fl. gripum. Ma- ísgrautur og maísbrauð er oft blandað' öðrum korntegundum o.fl. Sagt er í gamni og alvöru að í Evrópu borði menn enn maís, hvítir menn í Ameríku séu hættir því, en Afríkumenn að komast á bragðið! „Rauðskinnar gáfu oss gula mjölið, við gáfum þeim eldvatn og sjúk- dómsbölið." Maís var lítið þekktur á íslandi, sem mannamatur fyrr en í ófriðnum mikla 1914-1918. Þá var skortur á rúgi, en flutt inn hveiti og maísmjöl frá Amer- íku. Ég man vel eftir fíngerða gula maísmjölinu, en var heldur lítið um það gefið. Etinn var maisgrautur með skyri og bakað maísbrauð. En maís- brauðið molnaði og harðnaði auk þess mjög fljótt. Var reynt að blanda mjöl- leifum o.fl. í maísdeigið, helst hveiti því að það var til. Nú eta börn og unglingar mikið poppkorn, gert úr maís, eins og kornflögur, sem allmikið er etið af út í mjólk og skyr. En aðallega er maís fluttur inn til gripa- og alifuglafóðurs. í ræktarlöndum er maís matreiddur á marga vegu og blandaður ýmsu. Kólfarnir oft etnir hráir, eða ristaðir nýuppteknir. Hér hefur eitt afbrigði, sykurmaís lítillega verið ræktað í gróðurhúsum og getur vel þrifist, en varla mun borga sig að rækta hann. Hægt er að nota strá og hulsturblöð til pappírsgerðar. Myndin sýnir korntegundir gula og 'rauða mannsins. Hrísgrjónajurt yst t.v., maískólfur í miðju og maísjurt með karlblómum efst og ungum kvenkólfum á miðju strái. Ingólfur Davíðsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.