Tíminn - 18.04.1984, Side 3

Tíminn - 18.04.1984, Side 3
MIÐVIKUÐAGUR IX. APRIL 19X4 Þjónar Byggingarfélag verkamanna ekki hlutverki sínu? r MDAD VID GERDAR FRAMKVfllDP segir Pétur Jónsson, einn forsvarsmanna undirskriftasöfnunar íbúðaeigenda sem vilja leggja félagið niður. y MS KSSAR IBUDHr — segir Sigurður Kristinsson, framkvæmdastjóri Byggingarfélags verkamanna ■ „Þess eru dæmi að mánaðarleg útgjöld einstakra íbúða Byggingar- félags verkamanna í Reykjavík séu nálægt 1300 krónum og um 1100 krónur fyrir blokkaríbúðir. Þetta er meira en nokkur einbýlishúsaeigandi greiðir nokkurn tíma í utanhúsvið- hald, en allt innanhússviðhald sjá íbúarnir um sjálfir. Það væri gaman að vita í hvað þessir peningar fara og hvað maður þyrfti eiginlega stórt hús til að ná svona brjálæðislegri upphæð í viðhald. Reikningarnir hjá þessum mönnum líta svo sem vel út en ef bornar eru saman framkvæmdir sem gerðar eru og síðan þær sem gefnar eru upp að hafi verið kostnaður þá stenst þetta bara alls ekki“ sagði Pétur Jónsson í samtali við Tímann, en Pétur er einn forsvarsmanna undir- skriftarsöfnunar eigenda íbúða Bygg- ingafélagsins þar sem farið er fram á að Byggingarfélagið verði lagt niður og leyfð verði frjáls sala á íbúðum 30 ára og eldri. Alþingi hefur þegar borist undir- skriftir tæplega 300 eigenda íbúða í Byggingarfélaginu, en söfnun stendur enn yfir. í greinargerð með undir- skriftunum segir m.a. að félagið þjóni ekki lengur þeim tilgangi sem stofnað var til, viðhaldi sé illa sinnt, kvartanir hunsaðar og viðhaldskostnaður sé allt of hár. íbúðir byggingarfélagsins eru 525 talsins en alls eru undirskriftir orðnar á fjórða hundrað. Pétur sagði að Byggingarfélagið stæði mjög slaklega að öllu viðhaldi, sem dæmi um það hefði hann sjálfur þurft að einangra glugga sinnar íbúð- ar, 7 árum eftir að þeir voru dæmdir ónýtir. Og þó svo að almennir félags- menn vildu taka viðhaldið yfir á eigin hendur er það ekki hægt nema með lagabreytingum sem fælu í sér að félagið væri lagt niður. Það er því von þeirra sem standa að undirskrifta- söfnuninni að á frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi um húsnæðisstofn- un ríkisins verði gerðar breytingar í samræmi við óskir íbúanna. Vegna umræðna um lögin var undirskriftun- um skilað inn fyrir skemmstu án þess að söfnuninni væri að fullu lokið. -b. ■ „Þetta fólk vill leggja niður félagið og fá að koma íbúðunum í frjálsa sölu til þess að geta farið að braska með þær. Það er einmitt okkar hlutverk að koma í veg fyrir brask á þessum íbúðum sem eru byggðar á félagslegum grundvelli og að nokkru leyti fyrir opinbert fé. Það er líka athyglisvert að það eru ekki ellilífeyrisþegamir sem eiga hvað erfiðast með að greiða sín gjöld til félagsins sem standa fyrir þessu heldur er það yngra fólk“, sagði Sigurður Kristinsson framkvæmda- stjóri Byggingarfélags verkamanna þegar Tíminn bar undir hann undir- skriftarsöfnun ibúa í íbúðum félagsins sem sett er til höfuðs félaginu. „Við erum þeirsem fáum síðastir að vita um þetta. Það hefur hringt í okkur gamalt fók sem býr í þessum íbúðum og kvartað undan aðgangshörku þeirra sem að þessarri söfnun standa og það var það fyrsta sem við fréttum af þessu," sagði Sigurður. „Félagið cr ckkert annað en fólkið sjálft og ef það er eitthvað að í rekstri þess þá á það að koma fram á aðalfundum. Rcikningar félagsins eru lagðir fram á aðalfundi, endurskoðaðir af endurskoðendum félagsins en annar þeirra er löggiltur og ég hef ekki nokkra trú á að þeir nienn færu að skrifa upp á reikninga sem ekki stæðust á einn eða annan hátt". Aðspurður um óhóflegan viðhalds- kostnað íbúðanna benti Kristinn á að þær tölur scm forsvarsmenn undir- skriftasöfnunarinnar hefðu hampað hvaö mest væru lægri en eitt prósent af fasteignarverði en eðlilegt áfskriftarfé væri, 1,5 til 2,0% . Knattspyrnuskólar í Englandi verða í Birmingham 11.-25. apríl, 1.-15. júlí, 15. • 29. júlí, 5.-19. ágúst, 19. ágúst - 2. sept. Flogið er með Flugleiðum Keflavík - London - Keflavík. Nemendum verður ekið til og frá Birmingham. Gist verður í heimahúsum í Great Barr hverfinu skammt frá leikvöllum Aston Villa. 1 - 3 nemendur gista á hverju heimili, fullt fæði og þjónusta innifalin. Æfingar daglega, fyrir og eftir há- degi, einstaklings- og hópþjálfun. Sérstakir þjálfarar frá enska knattspyrnusambandinu ásamt þekktum leik- mönnum úr liðum Aston Villa, West Bromwich Albion. Tony Godden, markmaður Luton, þjálfar markverði. Leiknir æfingaleikir við heimalið, sýndar kennslukvik- myndir, farið á leiki, skoðunarferðir um nágrennið, alls konar aðstaða til leikja og íþrótta, sundlaug o.s.frv. Fjöldi unglinga á aldrinum 12-25 ára frá helstu knattspyrnu- löndum Evrópu og víðar sækir þessi námskeið, þannig gefst íslensku þátttakendunum tækifæri til að leika með jafnöldrum sínum og reyna getu sína. Skólar þessir eru opnir piltum sem stúlkum, einstaklingum sem hópum. Verð kr. 18.370 í 14 daga, hver aukavika kr. 4.830. Feróaskritstota KIARTANS HELGASONAR Gnoóavog 44 - 104 Fteykjavlk sími 86255. Einkaumbod á íslandi. Aukagreiðsla fyrir enskunám, 1 tíma á hverjum virkum degi: kr. 1.930 fyrir 14 daga en kr. 970 fyrir hverja aukaviku. Auk knattspyrnunámskeiðanna í Birm- ingham verða knattspyrnunámskeið í Exmouth 24. júní - 8. júlí, 8. - 22. júlí, 22. júlí - 5. ágúst, 5. -19. ágúst, 19. ágúst - 2. sept. Auk knattspyrnu er hægt að stunda ein- göngu nám í tennis og útreiðum í Birm- ingham og Exmouth og eingongu „windsurfing“ og köfun í Exmouth að viðbættu enskunámi. Sérstakir bæklingar á ensku, einnig videóspólur um knattspyrnu. Kynnið ykkur skóla okkar Sandfield International. IANDFIELD INTERNATIONAL BIRMINGH>4/M

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.