Tíminn - 18.04.1984, Page 4
4______
fréttir
MIÐVIKUDAGUR 1S. APRÍI. 1984
Styrmir fróði skrifaði Harðar sögu 1243-44
) SAMHMAHEMU) UM
STURLU SKHVATSSON
Þórhallur Vilmundarson sýnir fram á hvar?
hvenær og hvernig íslendingasaga varð til
■ Þórhallur Vlilmundarson, prófessor
■ Styrmir fróði ábóti í Viðey skrifaði Harðar sögu Grímkelssonar og Holmverja a
árunum 1243-1244. í raun fjallar sagan um samtímaatburði þegar hún er rituð og er
„lykil-róman“ ef nota má það orðalag, því það var ekki fundið upp fyrr en nokkrum
öldum síðar suður í álfu. Söguhetjan er Sturla Sighvatsson og koma atburðir í
Harðarsögu heim og saman við frásagnir af umsvifum Sturlu eins og sagt er frá þeim
í Sturlungu og lýsingar á mönnum þessum eru nánast samhljóða svo og mörgum
öðrum persónum sem þeim eru nákomnar áeinnhátt eða annan.Samkvæmt þessu
liefur Styrmir fróði skrifað um tiltekna
Þórðarsyni.
Þetta kom fram í fyrirlestri sem Þórhall-
ur Vilmundarson prófessor flutti í Há-
skólanum sl. mánudagskvöld. Hann
færði rök að því að Styrmir fróði hafi
ritað söguna um Hörð og á hvaða árabili
hún er rituð. Hefur ritunartími fornra
sagna aldrei áður verið eins nákvæmlega
ákvarðaður áður.
Fræðimenn hafa áður leitt getum að
því að frásögn Sturlungu um vígi það
sem Sturla Sighvatsson lét gera í Geir-
hólma í Hvalfirði og skálinn sem hann
lét reisa þar hafi verið nokkurs konar
arfsögn tckin úr Harðar sögu. Sam-
kvæmt kenningu Þórhalls er þessu öfugt
farið. Harðar saga lýsir einmitt tilþrifum
Sturluog hernaðarumsvifum.
Styrmir og Sturla voru samtíðarmenn
og var hinn fyrrnefndi undir verndar-
væng Snorra Sturlusonar og stóð nærri
þeim ógnaratburðum er leikurinn var
hvað æstastur á Sturlungaöld. Hann bjó
í nágrcnni Hvalfjarðar þegar Sturla lét
gera vígið í Geirhólma og sendi þangað
flokk undir forystu garpsins Svarthöfða
Dufgusonar til að halda uppi njósn og
landvörn.
Fyrirlesari skaut því inn í framhjá-
hlaupi að hin fyrsta herstöð í Hvalfirði
hafi verið skrifuð á íslenskan reikning. -
Þórhallur Vilmundarson taldi til 12
atriði úr Harðar sögu og frásögnum af
Sturlu Sighvatssyni sem sagt er frá á svo
nauðalíkan hátt að ekki getur verið unt
tilviljun að ræða.
Lýsingar á Herði Grímkelssyni og
Sturlu Sighvatssyni eru nær samhljóða.
Báðir áttu þeir hina vænstu kvenkosti af
göfugum ættum og nauðalíkar hafa þær
verið, Helgar Haraldsdóttir og Solveig
Sæmundsdóttir í sjón og raun, og búnar
sömu eðliskostunum. Viðbrögð þeirra
við dauða bænda sinna eru hin sömu og
eins eftirmálin.
Frásagnir af dauða Harðar og Sturlu
cru nær eins. Báðir vörðust þeir fræki-
lega en áttu við ofurefli liða að eiga,
sluppu úr hcrkví, annar í Hvalfirði hinn
í Orlygsstöðum, er fjölmenni sótti að
þeim er þeir voru sloppnir úr kvínni og
unnið var á þeim á sama hátt, höggnir í
hnakkann. Þorsteinn gullhnappur vó
Hörð en Gissur Þorvaldsson, Sturlu og
er lýsing á báðum vígunum hin saman,
svo og á vegendum og eftirmálum.
atburði Sturlungualdar í undan Sturlu
Margar fleiri sannanir dró Þórhallur
fram í dagsljósið og sýndi fram á að
Styrmir ábóti var að lýsa herförum og
afrekum Sturlu Sighvatssonar er hann
reit Harðar sögu, og þar með er sannað
að Hörður Grímkelsson hefur aldrei
verið til nema sem skáldaleyfi til að fela
hið raunsanna frásagnarefni.
Tók fyrirlesarinn dæmi úr nútímanum
og sýndi fram á nákvæmlega sömu
vinnubrögð þegar Halldór Laxness skrif-
aði Atómstöðina tveim árum eftir her-
verndarsamninginn 1946. Þar þekkja
allir að á bak við nafnið Óli fígúra leynist
Ólafur Thors. í Harðar sögu á Kolgrím-
ur gamli sér samsvörun í Kolbeini unga
sem vel er kunnugur úr Sturlungu.
Sturla Sighvatsson er einn mestur
hermaður á Islandi fyrr og síðar. I
Noregi var hann handgenginn konungi
og fylgdist þar með virkjagerð og tiltók
fyrirlesari dæmi þar um og sérstaklega
dvaldi hann við er Sturla gekk með
konungi í hamrinum í Túnsbergi þar
sem virkisgerð stóð þá yfir. Þegar hann
gekk suður til Róms hefur ekki hjá því
farið að hinum herskáa höfðingja hefur
orðið starsýnt á virki þau sem á leið hans
urðu.
Fleiri háttu tók Sturla eftir norskum
konungum svo sem að lemstra mótstöðu-
menn sína, eins og frásögnin af blindun
og geldingu Órækju sýnir.
Það er því engin tilviljun að Sturla lét
gera virki í Geirhólma, eins og hólminn
sem síðar var kenndur við Hörð, nefnist
í elstu heimildum. Hann átti í útistöðum
við höfðingja víða um land og var
Hvalfjörður á mörkum yfirráðasvæðis
hans og hólminn kjörinn staður til að
hafa lið og halda uppi njósn og landvörn
að hætti erlendra konunga.
Þau voðaverk sem unnin voru á
dögum Styrmis fróða, þ.e. á einhverjum
mesta róstutíma Sturlungaaldar, hafa að
vonum sótt á hug hans og vera óvinveittr-
ar liðssveitar í virki úti í Hvalfirði, í
nágrenni Viðeyjar, en Snorri Sturluson,
sem hélt verndarhendi yfir 'Styrmi sat í
þann tíð að Bessastöðum. Hefur þeim í
Viðeyjarklaustri því staðið ógn af virk-
inu. Þetta er kveikjan að því að hann
skrifar Harðarsögu og Hólmverja og
klæðir frásögnina af Sturlu Sighvatssyni
Athugasemd:
Vegna fréttar
um hrossarækt
■ Vegna fréttar í Tímanum í gær þar
sem segir að Landbúnaðarráðuneytið
hafi lagt til með nýútkominni skýrslu að
hrossum verði fækkað og afnám hrossa-
beitar á afréttarlöndum skal eftirfarandi
tekið fram : Umrædd skýrsla er unnin af
framleiðsluráði landbúnaðarins og
Landbúnaðarráðuneyti og í henni koma
fram hugmyndir að umræðugrundvelli
um framtíð hrossastofnsins. Það er því
ekki rétt að kalla þetta tillögur ráðuneyt-
is heldur umræðugrundvöll sem lagður
er fram af Framleiðsluráði og ráðuneyti.
Annars er frétt Tímans í fullu samræmi
við efnisinnihald skýrslunnar og um-
ræður á fundi hagsmunaaðila um hrossa-
rækt á mánudag.
Blaðamaður Tímans biðst velvirðing-
ár á pessari ónákvæmni.
-b
í búning skáldsögunnar, eins og dæmi
eru um fyrr og síðar.
í Harðar sögu er ekki rakin ævisaga
Sturlu Sighvatssonar, enda margt ólíkt
með lífshlaupi sögupersónunnar og
Sturlu. En tilteknir þættir í lífi þeirra og
lýsingar á atgjörvi þeirra og ber svo
nákvæmlega saman að þar ræður enginn
tilviljun.
Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að
Harðar saga er uppspuni að því marki að
hún er hugarfóstur Styrmis fróða en
sannleiksgildi hennar liggur í því að hún
er að nokkru leyti sga Sturlu Sighvats-
sonar.
Rómantíkerar verða því að una því að
Helga hin fagra synti aldrei úr hólmanum
með börn sín og Hörður Grímkelsson og
Hólmverjar hans hafa aldrei verið til. En
sagan er ekki verri fyrir það og hið
hárómantíska kvæði Davíðs Stefánsson-
ar um hetjusögnina er jafnljúf lesning
þeim sem slíkt kunna að meta.
Rannsókn Þórhallar Vilmundarsonar
á Harðar sögu mun vera upphaf náttúru-
nafnakenningar hans. Þar kemur fram
sú árátta að nefna örnefni eftir manna-
nöfnum eins og svo miklu víðar. En
upprunaleg örnefni voru nefnd upp, oft
á ttðum eftir fólki sem sannanlega hefur
aldrei verið til, og hafa slík örnefni síðar
verið notuð til að staðfesta sannleiksgildi
íslendingasagna og fleiri frásagna.
En undirritaður hefur það fyrir satt að
fyrirlesari hafi ekki komið auga á hið
nána samband milli lýsinga á Herði
Grímkelssyni og Sturlu Sighvatssyni fyrr
en í næstliðnum mánuði og við nánari
athugun hafi hvert sönnunaratriðið rekið
annað. En honum verður varla láð að
hafa ekki komið auga á þetta fyrr, því
enginn hefur gert það á undan honum.
Ekki er að efa að þessi rannsókn og
þær niðurstöður sem Þórhallur Vilmund-
arson prófessor hefur komist að muni
vekja mikinn áhuga fræðimanna og allra
þeirra sem láta sig varða söguritun og
rannsókn á íslenskum bókmenntum og
um þær fjallað á verðugan hátt.
O.Ó
Ath: Þessi umsögn er skrifuö af leik-
manni eftir minni og sé um rangfærslur
eða misskilning að ræða hlýtur það að
skrifast á reikning hans en ekki fyrirles-
ara.
Glæsifleytan Gustur sjósett:
„FRÍSTUNDA- OG FISKIBÁTIIR"
— segir eigandinn Daði Hinriksson á ísafirði
■ „Það mætti bæði fara í langt og gott
sumarfrí á þessum bát og einnig nota
hann sem fiskibát þar sem hann getur
hentað ágætlega m.a. til línu- og færa-
veiða og þannig hef ég kannski í huga að
nota hann i frístundunum þútt ekkert
hafi verið ákveðið um það ennþá", sagði
Daði Hinriksson á ísafirði sem nýbúinn
er að sjósetja sína glænýju glæsifleytu
Gust. En frístundir hans hafa síðasta
hálft annað árið eða svo ilestar farið í
smíð bátsins.
Daði, sem sjóralláhugamenn muna
sjálfsagt eftir úr sjóralli kringum landið
1980 og Djúpralli fyrir tveim árum,
kvaðst hafa keypt bátsskelina af Flug-
fiski hf. í ágúst 1982. Báturinn er
steyptur úr trefjaplasti í tveim hlutum,
þ.e. yfirbyggingin og bolurinn, sem síð-
an eru boltuð saman. Þá sagði Daði þó
eiginlega mesta verkið eftir, þ.e. að
ganga frá gluggunum, vél, raflögn og
öllum innréttingum. í bátnum sagði
hann svefnaðstöðu fyrir 6 manns, sjósal-
erni, ágætis eldunaraðstöðu og borðkrók
og gott stýrishús með sætum fyrir 3, en
alls séu sæti fyrir 12 manns.
■ Daði Hinriksson sestur við stýrið en með honum er tengdasonur hans HaUdór
Jónatansson, rafvirki sem gekk frá raflögninni í farkostinn.
Sjóralláhugann sagði Daði enn til
staðar, en enginn hafi haldið slíkt síðan
Sportbátafélagið í isafirði gekkst fyrir
Djúprallinu fyrir tveim árum. Þótt það
Myndir Finnbogi.
hafi í sjálfu sér tekist vel hafi það hins
vegar ekki komið vel út peningalega
fyrir Sportbátafélagið, sem því hafi ekki
lagt í annað rall enn a.m.k. -HEI
H Mest af vinnunni við bátinn vann Daði heima við bílskúrinn sinn og þar sem hann býr niður við flæðarmálið þurfti
aðeins að fá krana til að hífa bátinn yfir götuna og út á sjó.