Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 2
2.Tíminn Föstudagur 10. janúar 1986 ■ Forráðamenn Fiat-umhoðsins á íslandi. Bjarni Olafsson annar frá vinstri. Mynd: Sverrir Fiat á útsölu ■ Fiat-umboðið á íslandi mun á næstunni selja t'jölda Fiat-bíla af 1985 árgerð á verulega lækkuðu veröi og með hagstæðum greiðslu- kjörunt. Fessi útsala fylgir í kjölfar þess að Sveinn Egilsson hf. yfirtók Fiat-umboðið hérlendis. Laugardaginn 11. janúar nk. opn- ar umboðið sýningarsal í Skeifunni 8. Varahlutaverslun og verkstæði fyrir Fiat verður í Skeifunni 17. Auk þess er verið að semja við ýmsa aðiia utan Reykjavíkur um sölu og þjón- ustu fyrir Fiat. Sölustjóri umboðsins á íslandi hefur verið ráðinn Bjarni Ólafsson. Bjarni hefur starfað í bílgreininni í meir en áratug og hefur því mikla reynslu í bílaviðskiptum. SS Fyrrverandi eigandi verslunarinnar Hof Dæmdur í fang- elsi og sektir -fyrir söluskattsvik og bókhaldsbrot ■ Sakadómur Reykjavíkur heíur dæmt Halldór Ben Halldórsson fyrr- verandi framkvæmdastjóra og eig- anda verslunarinnar Hof í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og 100 þúsund króna sekt fyrir sölu- skattsvik og brot á bókhaldslögum. Auk þess var fyrirtækið dæmt til að greiða hálfa milljón króna auk þess sem ákæruvaldið gerði kröfu til þess að eigandinn yrði sviptur versl- unarleyfi en sú krafa náði ekki fram að ganga. Akæra á hendur framkvæmda- stjóranum og stjórnarmönnum var gefin út fyrir rúmu ári síðan og þeir sakaðir um bókhaldsvanrækslu og söluskattsvikáárunum 1979 til 1983. Alls var vangreiddur söluskattur áætlaður vera rúm hálf milljón króna en fyrrgreindum aðilum var gefið að sök að hafa vanrækt bókhald á árun- um 1980 til 1983 og ekki greitt sölu- skatt á árunum 1979 til 1983. Síðan þetta var hafa tveir aðilar átt verslunina Hof, en núverandi eig- endur eru þau Árni Unnsteinsson, Ingigerður Hjaltadóttir, Jóhanna Helgadóttir og Hjalti Einarsson. BLAÐBERA VANTAR í eftirtalin hverfi: Selás, Langholtsveg, Eikjuvog, Ægisíðu, Kaplaskjólsveg og Skerjafjörð. EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á BIÐLISTA ( ÖLL HVERFI Nemar í Þýskalandi þola mesta skerðingu - samkvæmt útreikningum SINE á afleiðingum reglugerðar menntamálaráðherra ■ Línuritin tvö eru afar ólík. Línurit a) birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag og sýn'r kaupmátt launa og námslána frá byrjun árs 1982 til ársloka 1985. Launin eru miðuð við launavísitölu. Línurit SÍNE-manna b) sýnir hins vegar þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna og námslána á árunum 1976-1986. ■ „Ráðherra vék Sigurjóni Valdi- marssyni frá störfum á afar „heppi- legum" tíma því með því máli hefur þyrlast upp pólitískt moldviðri sem reglugerðarmálið fellur í skuggann af,“ sagði Björn Rúnar Guðmunds- son formaður SlNE í samtali við fréttamenn í vikunni. En reglugerð sú sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra setti 3. janúar sl. og kveður á um frystingu náms- lána gagnvart gengi íslensku krón- unnar og talið er að muni valda 30- 35% skerðingu á lánurn, mun koma illa við námsmenn, sérstaklcga fyrir námsmenn erlendis, vegna gengis- breytinga. Samkvæmt útreikningum þeirra hjá SÍNE kcmur þessi breyting mjög misjafnlega niður á námsmönnum eftir löndum, verst í löndum með mjög sterkan gjaldmiðil eins og t.d. í Þýskalandi og á Norðurlöndum. Út- reikningar SÍNE miða við gengissig krónunnar á aðeins tveimur mánuð- um og samkvæmt því þurfa náms- menn í Þýskalandi að þola 7,1% skerðingu á lánunum og námsmenn í Danmörku 6,6% skerðingu. Þarsem ekki er tekið tillit til verðhækkana í útreikningunum er ljóst að skerðing- in verður ennþá meiri og að auki benda spár um gengisþróun íslensku krónunnar til áframhaldandi sigs hennar og jafnvel gengisfellingar á vormánuðunum. SINE hefur líka gert línurit yfir samanburð á kaupmætti námslána og kaupmætti ráðstöfunartekna á árun- urn 1976-1986 og það lítur allt öðru- vísi út en línurit það sem birtist í sjónvarpinu og Morgunblaðinu á dögunum. Upplýsingar SINE- manna eru fengnar frá Lánsjóðnum, framfærslugrunnur Lánasjóðsins miðast við vísitölu framfærslukostn- aðar og lánin komust ekki upp í 100% af framfærslu fyrr en árið 1985. Línurit sjónvarpsins og Morg- unblaðsins voru hins vegar miðuð við launataxta og þá ekki tekin með í dæntið yfirvinna eða fríðindi sem yfirleitt eru stór hluti tekna Iauna- fólks. Mrún Menntamálaráðuneytið: Dreifir Mogganum til skólabókasafna - Fróölegt aö fá á þessu skýringar, segir Albert Ómar Geirsson skólastjóri ■ Ýmsir skólastjórar og bóka- safnsfræðingar við skólabókasöfnin hafa látið í ljós undrun sína yfir því að Menntamálaráðuneytið lét ný- lega senda rúmlega 500 eintök af Morgunblaðinu til skólabókasafna í landinu til fróðleiks fyrir þá sem sjá um uppfræðslu ungntenna. Þessari sérkennilegu sendingu fylgdu upplýsingar og dreifibréf frá bókafulltrúa ríkisins til bókasafns- fræðinga. Aukaútgáfa Morgunblaðsins hef- ur að geyma bókaskrá yfir bækur sem gefnar voru út á íslandi á síðast- liðnu ári auk þess sem í blaðinu er meðal annars rætt við Sverri Athugasemd ■ I frétt um „undraeyrnalokk" á baksíðu Tímans 8. janúar s.I. sagði að honum væri stungið í hlustina. Það er ekki rétt, og gæti raunar verið skaðlegt ef reynt væri. Hermannsson og Davíð Scheving Thorsteinsson um ástúð þeirra á bókum og bókaútgáfu. „Menn eru hissa á því að opinber aðili eins og Menntamálaráðuneytið sé að dreifa einu dagblaði frekar en öðrum til allra skóla í landinu og væri fróðlegt að fá skýringar á því hvað að baki liggur og hver kosti slíka út- gáfu" sagði Albert Ómar Geirsson skólastjóri barna- og gagnfræða- skóla Seyðisfjarðar þegar Tíminn hafði samband við hann um við- brögð skólamanna við þessari send- ingu. Aukaútgáfa Morgunblaðsins, sem hér um ræðir, er kostuð af Félagi ís- lenskra bókaútgefenda og blaðinu sjálfu og sagði Björn Gíslason fram- kvæmdastjóri félags bókaútgefenda að hér væri um að ræða samning á milli félagsins og blaðsins og hefði þessi leið verið valin þar sem hún væri mun kostnaðarminni fyrir bóka- útgefendur en ef þeir gæfu út slíka skrá sjálfir. Það að fleiri nytu góðs af þessari auglýsingu en bókaútgefendur sjálfir væri eingöngu eðlilegt og sanngjarnt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.