Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 11
10 Tíminn Föstudagur 10. janúar 1986 Föstudagur 10. janúar 1986 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Vandamál Brasilíumanna fyrir HM í Mexíkó: Enginn landsliðsþjálfari - Vita þeir sem spá Brasilíumönnum sigri hverju þeir eru að spá? - Brasilía ekki sigrað síðan 1970 - Rétt sluppu til Mexíkó - Bestu leikmennirnir erlendis eða meiddir ■ Þegar dregið var í riðla heims- meistarakeppninnar í knattspyrnu skömmu fyrir áramót var brasilíska knattspyrnugoðið Pele, sem nú er orðinn 45 ára gamall, staddur í Mex- íkóborg til að fyigjast með drættin- um. Brasilíumenn lentu með Norð- ur-írum, Spánverjum og Alsírbúum í riðli og töldu flestir að þau lið yrðu Suður-Ameríkubúunum lítil hindr- un í vegi. Pele varaði þó við of mikilli bjart- sýni: „Fólk í öðrum löndum á kannski erfitt með að trúa því, en eins og er höfum við engan landsliðs- þjálfara," sagði Pele við fréttamenn í Mexíkóborg og benti á að Bras- ilíumenn kæmu til Mext'kó næsta sumar einna verst undirbúnir allra liða. Ekki tóku þó allir mark á orðum knattspyrnusnilliingsins og hjá veðmöngurum í Lundúnum voru Brasilíumenn strax settir í fyrsta sæt- ið yfir sigurstranglegasta lið keppn- innar þegar ljóst var í hvaða riðlum liðin lentu. Þar voru þeir á undan Argentínumönnum sem vermdu íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Nýjar reglur - Skora má fyrir innan miðju - Keppnin hefst 18. janúar - 68 lið í karlaf lokki -17 í kvennaf lokki ■ Dregið hefur verið í riðla fyrir ís- landsmótið í innanhússknattspyrnu. Eins og fyrr er leikið í fjórum deild- um ogeinni deild kvenna. Pátttöku- liðin í karlaflokki eru nú alls 68 en sennilega 16 í kvennaflokki. Keppn- in í 3.og4.deild karla ferfram 18.-19. janúar en keppnin í 1. og 2. deild verður seinnipartinn í febrúar og verður þá einnig spilað í kvenna- flokki. Nú eru nýjar reglur í gildi í innan- hússknattspyrnunni sem heimila mönnum að skora mörk allsstaðar á vallarhelmingi andstæðinganna. Áður mátti aðeins skora fyrir innan punktalínu og mun þetta brcyta leiknum nokkuð. Lítum þá á riðl- ana: 1. deUd: A-ridill: Fram, Grótta, ÍBK, ÍA B-riðill: Haukar, Valur, FH, KA C-riðill: UBK, KR, Þróttur R, Selfoss D-ridill: Skallagrímur, Fylkir, KS, Þór AK. 2. deild: A-riðill: Austri, HV, Léttir, Víkingur R B-riðill: ÍBV, Leiftur, HSÞ b, Neisti C-riðill: Reynir S, Grindavík, Víðir, ÍR D-riðill: Armann, ÍBÍ, Þróttur N, ÍK 3. deild: A-riðill: Hafnir, Víkingur ÓL, UMFN, Ár- vakur B-riðill: Víkverji, Árroðinn, Stjarnan, Valur Rf C-riðill: Stokkseyri, Reynir Á, Leiknir F, Bolungarvík D-riðill: Afturelding, Einherji, Leiknir R, Vorboðinn 4. deild: A-riðill: Súlan, Þórsmörk, Skotfél.Rvík, Geislinn, Vaskur B-riðill: Tindastóll, Grundarfj, Trausti, Hrafnkell, Hveragerði C-riðill: Augnablik, Reynir Hn, Völsungur, : Eyfellingur, Sindri D-riðill: HSS, Baldur, Huginn, Höttur, Efling Hjá konunum er spilað í fjórum riðlum í einni dcild. Riðlarnir líta svona út: A-riðill: UBK, Stokkseyri, Fram, Skalla- grímur B-riðill: Afturelding, Valur, Þór Ak, KS C-riðill: Víkingur R, Stjarnan, ÍA, Grindavík D-riðill: ÍBÍ.KA, KR, ?? Óvíst er hvaða lið bætast í D-riðil- inn hjá konunum. Núverandi ís- landsmeistarar kvenna er UBK. Hjá körlunum cru Fylkismcnn nú- verandi fslandsmeistarar. Pað verð- ur þó eflaust hart sótt að þeim. Er skemmst að minnast sigurs KR á stórmóti íþróttafréttamanna á Akra- nesi þar sem KR-ingar sýndu rnjög góða leiki. ■ Þessi trimmhópur er af Seltjarnamesinu. Hann kemur reglulega saman til skokks - gott hjá þeim. Amerískur prófessor í heimsókn: w Iþróttir fyrir alla ■ Hér á landi er nú staddur Kent Finanger prófessor í líkamsfræðum við Luther College í Iowafylki í Bandaríkjunum. Hann er hér ásamt konu sinni og eru þau íslendingum að góðu kunn frá fyrri heimsóknum sínum og einnig hafa margir íþrótta- kennarar sótt námskeið hjá honum í því sem kallast-íþróttir fyrir alla. í tilefni af komu prófessorsins mun trimmnefnd ÍSÍ gangast fyrir stuttu námskeiði í þessu efni og verð- ur það haldið laugardaginn n.k. í hinum nýju húsakynnum ÍSÍ í Laug- ardal í Reykjavík kl. 13.15-18.00. Námsefnið er bæði fræðilegir fyrirlestrar og verklegt inni og úti, eftir veðri þennan dag. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að hafa með sér íþróttaföt og góða skó til göngu og skokks. Þátttökugjald er kr. 200 og innritun fer fram á skrifstofu ÍSÍ kl. 9.00-17.00 í síma 83377. annað sæti, Úruguaymönnum og gestgjöfunum Mexíkóbúum. Hins vegar ber þess að geta að þessi niður- röðun byggist mest á sögulegri hefð en lítið á bláköldum staðreyndum. Sannleikurinn er nefnilega þessi: Á síðustu tveimur árum hafa heilir fjórir landsliðsþjálfarar stjórnað brasilíska liðinu. Þeir eru Carlos Al- berto Parreira, Edu (bróðir Zicos), Evaristo de Macedo og Tele Sant- ana, sem stjórnaði liðinu á Spáni og tók við því nú á síðasta ári og kom því í úrslitakeppnina í Mexíkó. í undankeppninni náði Brasilía aðeins að gera jafntefli við Paraguay og Bólivíu og það á heimavelli. Brasiiíumenn hafa ekki leikið einn einasta landsleik síðan þeir gerðu 1-1 jafntefli við Bólivíu í lokaleik undankeppninnar - og það var í júní á síðasta ári. Landslið Brasilíu- manna hefur ekki sigrað neitt af viti síðan þeir urðu heimsmeistarar árið 1970 í Mexíkó. Þeir urðu fjórðu í V- Þýskaiandi 1974, þriðju í Árgentínu 1978 og komust ekki í toppsæti á Spáni 1980. í Suður-Ameríkukeppn- inni töpuðu þeir úrslitaleik gegn Úr- uguay 1983 og voru slegnir út í undanúrslitum af Paraguay árið 1979 og Perú árið 1975. Bestu leikmenn Brasilíumanna eru annaðhvort meiddir ellegar leika erlendis. Hverjar eru svo ástæðurnar fyrir slöku gengi brasilíska knattspyrnu- landsliðsins? Vafaiaust margar en nefna má mikla baráttu um völd og titla á æðstu stöðum í brasilískum knattspyrnuheimi. Sú metorðabar- átta hefur t.d. mikið að segja í ráðn- ingu á landsliðsþjálfara, en einmitt í þessum mánuði fer fram kosning á nýjum formanni brasilíska knatt- spyrnusambandsins og strax að henni aflokinni ætti að skýrast hver taki við stjórn landsliðsins. Önnur ástæða er aukið ofbeldi á leikvellinum og minnkandi almenn- ur áhugi á knattspyrnu. Þetta má vel sjá í íþróttaritinu fræga Placar, sem kemur út vikulega í Sao Paulo. Þar hefur allt efni um knattspyrnu, sem áður tók nærri allt blaðið, verið minnkað verulega. Það er því varla nema von að Pele sé áhyggjufuilur maður þessa dagana en hlutirnir eru fljótir að gerast hjá Brössunum og margir hallast nú á að maðurinn til að taka að sér stjórn landsliðsins sé Mario Jorge Zagalo sem leiddi Brasilíumenn til sigurs í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó 1970. Zagalo, sem lék með Pele í heimsmeistaraliðinu 1958, er nú 54 ára gamall og hefur verið atvinnu- laus síðan hann hætti störfum hjá Flamengo í júlí síðastliðnum. Hann hefur hingað til neitað að taka við starfinu vegna fjölskylduástæðna en virðist núna vera reiðubúinn að stjórna liðinu í Mexíkó verði hann til þess valinn. Næstu mánuðir geta því átt eftir að reynast afdrifaríkir í brasilískum knattspyrnuheimi því eitt er víst að lið sem ekki æfir og spilar ekki æf- ingaleiki vinnur ekki heimsmeistara- keppnina í Mexíkó á næsta sumri. Handknattleikur í 1. deild: KA lagði Þrótt létt 400 áhorfendur í Höllinni á Akureyri Frá Gylfa Kristjánssyni á Akureyri: ■ KA sigraði Þrótt örugglega í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í fyrrakvöld. Leikurinn endaði með 12 marka sigri KA 26-14 eins og við var að búast. Þróttarar mættu til leiks mjög seint þar eð seinkun varð á flugi til Akureyrar. Þá voru þeir að- eins átta og án Konráðs og Guðmund- ar markvarðar. Staðan í leikhléi var 14-5 ogreynd- ar aldrei spurt að því á meðal 400 áhorfenda í Höllinni á Akureyri hvort liðið myndi sigra. Tókuð þið eftir að það voru 400 áhorfendur að leiknum. Aðsóknin á Akureyri hefur verið sú mesta í vctur og KA-menn Handknattleikur 3. deild: fengið góða hvatningu í öllum sínum leikjum á heimavelli. Logi og Jón Kristjánsson gerðu 5 mörk hvor fyrir KA en Gísli Oskars- son skoraði 4 fyrir Þrótt. NBA-karfan: ■ Nokkrir lcikir voru í NBA-körfunni í fyrrinótt. Ekkert vcrulega óvænt: Bost- on vann Cavaliers 126-95 Kings unnu Pacers 88-87, Nets unnu á Bucks 106-99, 76ers rétt niörðu Clippers 116-114, Suns sigruðu Bullets 109-97 og Lakers unnu Port- land 125-121. Hörkuleikur á Selfossi er erkif jendurnir mættust í 3. deild ■ Skagamenn og Reynir skildu jöfn í 3. deild í handknattleik í fyrradag. Liðin léku á Skaganum og jöfnuðu Reynis-menn 17-17 undir lok leiksins. Þá spiluðu erkifjend- urnir Selfoss og Hveragerði og unnu Selfyssingar sigur 18-17 í hörkuleik. Selfyssingar komust vel yfir í seinni hálfleik en harka Hvergerðinga hafði nærri fært þeim stig. Nú, loks léku IH og Njarðvíkingar og var sá leikur alltaf í höndum ÍH. Lokatöiur 29-19. Týrarar eru efstir í 3. deild með 24 stig en ÍBK hefur 22. Þá koma Skagamenn í þriðja sæti með 21 stig. SH/þb EM í knattspyrnu U>21 árs: Danir mæta Englendingum ■ Samhliða drættinum í átta liða úrslit Evrópukeppnanna í knattspyrnu í gær var dregið um hvaða lið mætast í úrslitakeppni U21-Iandsliða. Þar eiga Norðurlandahúar tvö lið af átta. Svíar mæta ítölum og eiga heimaleikinn á undan oe Danir keppa við Engiendinga og fá einnig heimaleik sinn fyrst. Hin fjögur liðin sem mætast í átta liða úrslitum þessarar keppni eru Aust- antjaldsliðin Pólland og Ungverjaland og nágrannarnir Spánverjar og Frakkar. Ekki er möguleiki á að Norðurlandaliðin tvö komist alla leið í úrslitaleik keppninnar því vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitaviðureignum. ... £xx-:- '• 4- ■ ■ Knattspyrnusnillingurinn Zico hefur lengi verið helsti boltamaður þeirra Brasilíumanna. Hann er að ná sér eftir meiðsli en á meðan nálagst keppnin í Mexíkó óðum. Eru Brassar að missa af lestinni? Mary Decker Slaney: Barnið ekki í veginum ■ Mary Decker Slaney er ákveðin kona. Þessi áttfaldi heimsmethafi í millivega- lengdarhlaupum sagði við fréttamenn í gær að hún vonaðist eftir að geta hafið keppni á fullu næsta sumar, en hún er barnshafandi um þessar mundir. Decker, sem á sjö heimsmeta sinna innanhúss og eitt utanhúss í míluhlaupi, sagðist hlaupa þetta 60-70 kílómetra viku- lega meðan hún biði eftir fæðingu krakka- ormsins, en bjóst þó við að minnka aðeins við sig hlaupin þegar fæðingin sjálf nálgast. „Ég vonast eftir að geta hafið æfingar á fullu skömmu eftir barnsburðinn og ætti að geta hafið keppni í ágúst," sagði Deckereft- ir að hún, ásamt íranum Eamonn Coghlan sem á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss, hafði verið útnefnd handhafi Vitalis verð- launanna 1985. Þessi verðlaun, sem afhent voru í Nýju Jórvík nú í vikunni, fara til íþróttamanna sem náð hafa hátindi í sinni íþrótt. Helsta takmark Mary Decker á hlaupa- brautinni verður að komast undir 3 mín.og 50 sekúnda múrinn í 1500m hlaupi. Takist henni það verður hún fyrsta konan sem slíkt gjörir. Einnig hefur hún hug á að ná metinu í 3000m hlaupi, en bæði þessi met á um þess- ar mundir Tatyana Kazankia frá Sovétríkj- unum. Er þetta ekki nóg af markmiðum? Nei, Decker sagðist einnig stefna á tvöfald- an sigur í þessum greinum á heimsmeistara- mótinu í Róm á næsta ári og guliverðlaun á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. „Ég vil halda áfram að hlaupa, bæði vegna þess að ég hef ennþá mikla ánægju af því og einnig vegna þess að ég á mér mörg markmið á hlaupabrautinni," sagði Decker. Frjálsíþróttaaðdáendur geta því búist við að sjá þessa frábæru hlaupakonu margoft á brautinni næstu árin. Dregið í Evrópukeppnunum í knattspyrnu: Juve mætir El Barca í stórleik Evrópukeppni meistaraliða - Anderlecht fær Bayern í meistarakeppninni ■ Vonin um „draumaúrslitaleik" í Evrópukeppni meistaraliða varð að engu í gær þegar dregið var í átta liða úrslitin í Zurich í Sviss. Juventus, nú- verandi Evrópumeistarar og ný- krýndir heimsmeistarar félagsliða, leika gegn stórveldinu spánska Barcelóna. Viðureignirnar tvær milli þessara stórliða fara fram þann fimmta og nítjánda mars næstkomandi og víst er að bæði Nou Camp, heimavöllur Barcelónumanna, og Stadio Com- munale í Túrin á Ítalíu verða þétt- setnir fólki þegar leikirnir fara fram. Skoska liðið Aberdeen mætir Gautaborg í þessari sömu keppni og hitt liðið frá Norðurlöndunum, finnska félagið Lahti leikur gegn Steaua frá Búkarest. Fjórða viðureignin er stórleikur en þar mætast Bayern Múnchen og Anderlecht, lið Arnórs Guðjónsens. Anderlecht á útileikinn fyrst og gæti átt eftir að setja mark sitt á þessa keppni. I Evrópukeppni bikarhafa mæta Frambanarnir Rapid frá Vínarborg sovéska liðinu Dynamó Kiev og gætu Austurríkismennirnir þar mætt of- jörlum sínum. Lárus Guðmundsson, Atli Eðvaldsson og félagar þeirra í Uerdingen þurfa stutt að fara, þeir leika gegn austur-þýska liðinu Dyna- mó Dresden. Benfica frá Portúgal er álitið sigurstranglegasta liðið í keppni bikarhafa. Það mætir Dukla frá Prag í átta liða úrslitunum. ...Fresta þurfti vináttuleik milli B-landsliða ítala og Hollendinga i knattspyrnu nú í vikunni. Leikn- um, sem fram átti að fara í Genoa á Ítalíu, var frestað vegna gífur- legrar bleytu á vellinum... ...Pétur Pétursson og félagar hans í Herculesarliðinu spánska töpuðu fyrir Huelva með tveimur mörkum gegn engu í spánsku bikarkeppninni síðastliðið þriðjudagskvöld... ...Knattspyrnufélagið AEK frá Aþenu hefur ákveðið að stefna þarlendum dómara og krefjast skaðabóta sem hljóða uppá 16,5 milljónir króna. Forráðamönn- um liðsins þótti nefnilega dómari sá er um ræðir vera liðinu afar óhollur í 2-1 tapi þeirra gegn erkióvinunum Panathinaikos síð- asta sunnudag... ...Evrópumeistarinn í horötcnnis karla Ulf Bengtsson frá Svíþjóð hyggst hætta kcppni og er ástæð- an skortur á keppnislöngun. Bengtsson, sem vann Evrópu- meistaratitilinn í Moskvu fyrir tveimur árum, hefur átt við þrálát meiðsli að stríða síðasta árið og hefur dottið niður í 18. sætið yfir sterkustu borðtennismenn Evr- ópu... Real Madrid datt í lukkupottinn í UEFA-keppninni, en liðið dróst gegn svissneska félaginu Neuchatel Xamax og ætti að komast í undan- úrslitin án teljandi erfiðleika. Vals- banarnir Nantes frá Frakklandi mæta hins vegar ítalska stórliðinu Inter Milan og gæti þar orðið um hörkuviðureign að ræða. Eftirfarandi lið mætast í átta iiða úrslitum Evrópukeppnanna - það lið sem á undan er ritað fær heimaleik- inn fyrst: Evrópukeppni mcistaraliða: Bayern Miinchen, V-Þý«kal.-Anderlecht, Belgíu Steaua Búkarest, Rúmeníu-Lahti, Finnl. Aberdeen, Skotl.-Gautaborg, Sviþjód Barcelona, Spáni-Juventus, Ítalíu Evrópukeppni bikarhafa: Rapid Vín, Austurr.-Dynamó Kiev, Sovót. Dukla Prag, Tókkósl.-Benfica, Portúgal Dynamo Dresden, A-Þýskal.-Uerdingen, V-Þýskal. Rauða stjaman, Júgósl.-Atletico Madríd, Spáni UEFA-keppnin: Sporting Lisbon, Portúg.-Köln, V-Þýskal. Real Madrid, Spáni-Neucbatel Xamax, Sviss Hajduk Split, Júgósl.-Waregem, Belgiu Inter Milan, Ítalíu-Nantes, Frakklandi. Varaforseti Barcelona: „Knattspyrnusýning<( ■ Varaforseti Barcelóna Nicolau Casaus sagði við fréttamenn í gær þegar Ijóst var að lið hans mætir Ju- ventus í átta liða úrslitunum í Evr- ópukcppni meistaraliða að framund- an væri „mesta knattspyrnusýning heims“.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað mæta léttari andstæðingum en ég er viss um að forráðamenn og leikmenn Juventus hugsa eins,“ sagði Casaus og var hvergi smeykur. 1 Múnchen í V-Þýskalandi voru menn aftur á móti langt í frá að vera hoppandi kátir. Bayern mætir belg- íska liðinu Anderlecht, en með því leikur einmitt Arnór Guðjónsen. „Guð minn góður,“ sagði hinn belg- íski markvörður Bayern Jean-Marie Pfaff og bætti síðan við eftir að hafa ákallað herra sinn. „í liöi þeirra eru tíu landsliðsmenn og sóknarleikur liðsins er geysilegur en samt ávailt skipulagður. Anderlecht er sannar- lega eitt af sterkustu liðum Evrópu". - Er nánast öruggt með sigur í 2. deild handboltans Breiðablik í 1. deild? ■ í fyrrakvöld voru nokkrir leikir í 2. deiid ísiandsmótsins í handknatt- leik. Breiðablik tryggði sér svo gott sem 1. deildarsæti er liðið sigraði Ármenninga sannfærandi 32-25. Fyrri hálfleikur var jafn en síðan skildu leiðir. Þá náðu Þórarar í Eyj- um sér í dýrmæt stig mcð sigri á ÍR 28-26. Þar klikkaði Guðmundur Þórðarson á víti fyrir ÍR er staðan var 27-26 og Þórarar brunuðu upp og tryggðu sér sigur. Haukar kræktu sér í stig með sigri á HK 22-17 og loks vann Afturelding öruggan sigur á Gróttu 29-19. Staðan í 2. deild er þá þessi: 10 9 11 7 12 6 12 6 12 6 . 10 3 . 11 3 12 0 Breiðablik Ármann . . HK ....... ÍR........ Haukar... Afturelding Þór Ve . . . . Grótta . . .. 1 235-214 18 3 273-259 15 3 285-269 15 5 290-267 15 6 271-268 12 4 253-238 9 7 239-268 7 11 234-324 1 ■ Sigurvegarinn á Nýárssundmóti fatlaðra Sigrún H. Hrafnsdóttir sést hér ásamt Davíð Oddssyni borgarstjóra. árssundmót fatlaðra 3. Kristin R. Hákonard. Í.F.R. 1:00,41 min (367 stig) ■ Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga var haldið í þriðja sinn sunnudaginn 5. janúar sl. 23 börn og unglingar frá fjórum aðildarfélögum Í.F. tóku þátt í mótinu. Keppt var í flokkum hreyfihamlaðra, blindra- og sjónskertra og þroskaheftra. Besta afrek mótsins samkv. stiga- og forgjafaútreikningi vann Sigrún H. Hrafnsdóttir, íþróttafélaginu Ösp. Hlauthún418stigfyrirárangur sinn í 50 m baksundi sem hún synti á 50,47 sek. í öðru sæti varð Oddný Óttarsdóttir, Í.F.R. Hlaut hún 385 stig fyrir árangur sinn í 50 m bak- sundi sem hún synti á 1:30 mín. í þriðja sæti varð Kristín R. Hákonar- dóttir Í.F.R. en hún synti 50 m bak- sund á 54,56 sek og hlaut fyrir það 372 stig. í mótslok afhenti heiðursgestur mótsins, Davíð Oddsson borgar- stjóri, Sigrúnu Sjómannabikarinn sem veittur er fyrir bestan árangur mótsins. Ennfremur fengu allir þatt- takendur veifu og viðurkenning- arskjal til minningar um þátttökuna. Úrslit 50 m flugsund drengja 1. ólafur Eiríksson Í.F.R. 46.89 sek. (147 stig) 2. Halldór Guðbergss. Í.F.R. 58.45 sek. (248 stig) 50 m flugsund stúlkna 1. Sigrún H. Hrafnsd. ösp 47.85 sek. (310 stig) 2. Guðrún Ólafsdóttir ösp 57.77 sek. (225 stig) 3. Kristín R. Hákonard. Í.F.R. 59.31 sek. (334 stig) 50 m bringusund drengja 1. Guðni Jónsson Í.F.R. 44.72 sek (275 stig) 2. Halldór Guðbergss. Í.F.R. 49.06 sek. (204 stig) 3. Gunnar Gunnarsson H.S.K. 50.51 sek. (187 stig) 50 m bringusund stúlkna 1. Sigrún H. Hrafnsdóttir ösp 48.26 sek. 401 stig) 2. Guðrún Ólafsdóttir ösp 54.60 sek. (309 stig) 50 m baksund drengja 1. ólafur Eiríksson Í.F.R. 45.81 sek. (192 stig) 2. Gunnar Gunnarsson H.S.K. 49.53 sek. (245 stig) 3. Halldór Guðbergss. Í.F.R. 50.97 sek. (233 stig) 50 m baksund stúlkna 1. Sigrún H. Hrafnsdóttir ösp 50.47 sek (418 stig) 2. Guðrún Ólafsdóttir ösp 52.43 sek. (367 stig) 3. Kristín R. Hákonard 54.56 sek. (372 stig) 50 m skriðsund drengja 1. Guðni Jónsson Í.F.R. 37.87 sek. (247 stig) 2. ólafur Eiríksson Í.F.R. 38.78 sek. (233 stig) 3. Gunnar Gunnarsson H.S.K. 38.90 sek. (194 stig) 50 m skriðsund stúlkna 1. Sigrún H. Hrafnsdóttir ösp 42.06 sek. (411 stig) 2. Guðrún Ólafsdóttir ösp 55.12 sek. (285 stig) 3. Kristín R. Hákonard. Í.F.R. 1:06.63 mín (223 stig)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.