Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Föstudagur 10. janúar 1986 lllllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND 'i'1 'I TV Tíbeskir hirðingjar sem voru innilokaðir í rúman mánuð vegna fannfergis fyrr í vetur. Sri Lanka: Stórflóð á tesvæðum Colombo-Rcutcr ■ Embættismenn í Sri Lanka segja að tugir manna hafi iátist og a.m.k. 20.000 fjölskyldur hafi flúið heimili Bólivía á floti La Paz-Reutcr ■ Stjórnvöld í Bólivíu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna skýjafalls og gífurlegra flóða í fimm fylkjum þar sem a.m.k. 50.000 fjölskyldur hafa neyðst til að flýja heimili sín. Luis Fernando Valle varnarmála-. ráðherra Bólivíu segir að ár hafi flætt út fyrir bakka sína og a.m.k. tugir manna hafi látist í aurskriðum. Flóð- in hafa sópað burtu heimilum þús- unda bænda og sums staðar hefur stór hluti uppskerunnar eyðilagst og búpeningur drukknað. Flóðin eru mest í Cochabamba- fylki sem er mikilvægt kakóræktar- svæði. sín í miklum flóðum á mikilvægum teræktarsvæðum nú í vikunni. Vitáð var um að minnsta kosti 35 dauðsföll vegna flóðanna í gær og talsmaður heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins sagði að óttast væri að fleiri myndu láta lífið ef ekki tækist að bjarga mörg þúsund mönn- um til viðbótarfrá flóðasvæðunum. Tugir þúsunda hafa leitað skjóls í skólum en matvæli eru af skornum skammti og sárlega vantar flutninga- tæki til að flytja mat og hjálpargögn, auk þess flutningar með þeim tækjum, sem til eru, ganga mjög hægt þar sem flestir vegir eru ófærir vegna aurs og bleytu. Flóðin stafa af miklum og stöðug- um rigningum alla þessa viku. Kínverjar á kaf i í snjó Nýja Delhi-Reuter ■ Kínverska fréttastofan Nýja Kína hefur skýrt frá því að miklir kuldar og fannfergi sé nú í norðvest- urhluta ríkisins, a.m.k. 250.000 fer- kílómetrar lands séu þaktir af allt að því metra þykkri snjóbreiðu sem mun einsdæmi á síðari tímum. Talið er að rúmlega milljón kindur og nautgripir hafi farist úr kulda, vosbúð og hungri í snjóbylum sem hafa gengið yfir Tíbet og Qinghai- fylki í Norðvestur-Kína. Um tíma voru um 30.000 tíbeskir hirðingjar einangraðir frá umheiminum vegna fannfergis. Hitastigið hefur farið niður í -47°C á þessu svæði sem cr 17 gráðum undir meðalári. Kuldinn nær einnig til Indlands og Pakistans. Samkvæmt indversku Vélbyssur á Heathrow London-Reuter ■ Lögreglumenn vopnaðir vél- byssum fylgjast nú náið með er- lendum ferðamönnum sem ferðast um Heathrowflugvöll í London. Byssumennirnir, sem eru úr sérsveitum Scotlands Yard, hófu gæslustörf á Heathrow í gær- morgun. Þeir eru sérstaklega áberandi í nágrenni við afgreiðslu ísraelska flugfélagsins E1 A1 sem hryðjuverkamenn réðust á á flug- völlum í Róm og Vín í seinasta mánuði. Petta er í fyrsta skipti í sögu Bretlands að lögreglumenn bera skotvopn í allra augsýn. En að sögn lögregluyfirvalda hafa lög- reglumenn á Heathrow nú um nokkurra ára skeið haft skotvopn falin inni á sér. fréttastofunni PTI eru vetrarhörk- urnar í Norður-Indlandi þær hörð- ustu í tvo áratugi og hafa að minnsta kosti 230 látist í þeim. Piprað lestarrán Nýja Delhi-Reuter ■ Nokkrir indverskir stigamenn réðust á lest á þriðjudagskvöld vopn- aðir sterkum pipar sem þeir hentu framan í farþega sem reyndu að veita viðnám. Ræningjarnir tóku skartgripi og peninga af farþegum og börðu lög- regluþjón sem gerði sig líklegan til að stoppa lestina. Síðan hlupu þeir út í frumskóginn þegar lestin ók inn á brautarstöð. Týndu lífinu við lyklaleit Salzburg-Reuter ■ Lögregluyfirvöld skýrðu frá því í gær að þrír Austurríkismenn hefðu farist í snjóskriðu á skíðaleið í aust- urrísku Ölpunum þar sem þeir voru að leita að ly klakippu sem þeir höfðu týnt. Þetta er í þriðja skiptið á tveimur vikum að mannskaði hefur orðið í snjóskriðu í austurrísku Ölpunum. Oldur í orkuver Moskva-Reuter ■ Sovétmenn hafa nú í undirbún- ingi að smíða orkuver sem notar öld- ur hafsins til að framleiða rafmagn. Samkvæmt Tass-fréttastofunni verður fyrsta ölduvirkjun Sovétríkj- anna reist á Kolaskaga í norðvest- urhluta ríkisins og verður ástimplað afl hennar um 15 þúsund megawött að sögn fréttastofunnar. Hægt verð- ur að aðlaga raforkuframleiðslu virkjunarinnar sveiflum í raf- magnsnotkun þannig að orkufram- leiðslan verður mest á þeim tímum dagsins sem eftirspurn eftir rafmagni er mest. Sovétmenn leggja mikla áherslu á að auka stöðugt orkuframleiðslu Ferðamet í ísrael Jerúsalem-Reuter: ■ Ferðamenn flykktust til ísra- els á seinasta ári þrátt fyrir mikla spennu í Miðausturlöndum og hafa aldrei fleiri erlendir ferða- menn komið til landsins á einu ári. Samkvæmt hagstofu ísraels komu um 1.264 milljónir erlendra ferðamanna til landsins í fyrra sem er um 15% aukning frá árinu 1984. Bandarískir ferðamenn voru flestir en Frakkar, Vestur-Þjóð- verjar og Bretar komu næstir. Um 40% ferðamannanna voru gyðingar, og um 30% voru sagðir kristnir pílagrímar. sína en á undanförnum þremur árum hefur olíuframleiðsla þeirra staðnað sem hefur orðið þeim hvatning til að efla enn frekar aðrar orkulindir. Tass-fréttastofan segir að einnig hafi komið fram hugmyndir um að reisa þrjár ölduvirkjanir við strönd Okhotskhafs í austurhluta Sovét- ríkjanna sem samtals verði með yfir hundrað þúsund MW ástimplað afl. (Til samanburðar má nefna að í lok ársins 1984 var uppsett afl í raforku- kerfi íslands samtals 917 MW) Hauskúpu- kókaín Kairó-Reuter ■ Opinber rannsóknarnefnd, sem m.a. hafði það verkefni að rannsaka efnainnihald kókaíns á eiturlyfja- markaðinum í Egyptalandi, komst að því að sumir kókaínkaupmenn þar í landi mylja hauskúpur úr mönnum og blanda út í kókaínið til að búa til ekta hauskúpukókaín. ÚTLÖND Umsjón: Ragnar Baldursson FÖSTUDAGSKVÖLD 0PIÐ10LLUM DEILDUM TIL KL. 201KV0LD Frá áramótum verður opið: á föstudögum til kl. 20 álaugardögum kl.9-16 Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 10600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.