Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. janúar 1986 Tíminn 9 Listahátíðin í sumar: Picasso- sýningin mesti við- burðurinn ■ Nú þegarerákveðiðaösett verði upp rnikil málverkasýning á verkum eftir Pablo Picasso að Kjarvalsstöð- um á Listahátíð í Reykjavík sem haldin verður dagana 31. maí til 17. júní. Einnig er ákveðið að píanóleikar- inn heimsþekkti. Claudio Arrau komi og haldi hér einleikstónleika. Að auki mun rithöfundurinn Doris Lessing sækja okkur hcini og koma frani á sérstakri dagskrá auk þess sem hún mun afhcnda verðlaun í smásagnasamkeppni sem efnt hefur verið til. Salvör Nordal framkvæmdastjóri Listahátíðar sagði í samtali við Tím- ann að fyrirhugað væri að bjóða fjöl- mörgum öðrum listamönnum til há- tíðarinnar og væri verið að ganga frá ýmsum efnisatriðum þessa dagana og eftir að dagskráin hefur verið lögð fyrir fulltrúaráð hátíðarinnar muni hún kynnt en það verður væntanlega í næsta mánuði. Hvað smásagnasamkeppnina snertir þá eru vegleg verðlaun í boði en fyrstu verðlaun eru að upphæð 250 þúsund krónur og skilafrestur er til 10. apríl. Að öðrum atriðum ólöstuðum þá verður sýningin á verkum Picasso væntanlega mesti listaviðburðursýn- ingarinnar og er það afrek út af fyrir sig að fá slíkan fjársjóð sendan hing- að til lands. Salvör sagði að það væri fyrst og fremst fyrir tilstuðlan Errós að vilyrði hefði fengist fyrir því að myndirnar kæmu hingað en þær koma úr einkasafni málarans sem er í eigu Jacqueline, ekkju hans. ■ Halldór Haraldsson píanólcikari. Tímamynd-Svcrrir HalldórHaraldsson píanóleikari: Tónleikar í til- efni 20 ára ferils - í Austurbæjarbíói á laugardag ■ Halldór Haraldsson píanóleik- ari heldur tónleika á vegum Tón- listarfélagsins laugardaginn 11. janúarkl. 14.30 í Austurbæjarbíói. Þegar Halldór lauk námi viö Royal Academy of Music í London árið 1965 hélt hann sína fyrstu op- inberu tónleika í Reykjavík á vcg- um félagsins, þannig að um þessar mundir eru liðin rétt 20 ár frá því hann hóf feril sinn. Síðan þá hefur Halldór haldið fjölda tónleika bæði hcrlendis og erlendis og oft komið fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hann hel'ur frumflutt mörg verk íslenskra sam- tíðartónskálda ogsíðustu árin hafa þeir Gísli Magnússon píanóleikari leikið talsvert saman á tvö píanó og m.a. gefið út hljómplötu með Vorblóti Stravinskys. Síðan 1966 hefur Halldór vcrið kennari í Tón- listarskólanum í Reykjavík. A efnisskránni er Sónata í f-molL Appassionata eftir Beethoven, tvö Scherzi, nr. 1 og 3 eftirChopin. Funeralis, Konsertet- ýða nr. 2 og tvær Etude d'Execut- iontranscendante,nr. lOog 11 eftir Liszt og Sónata eftir Bartók. Miðasala er hafin í Bókabúðum Sigfúsar Eymundssonarog Lárusar Blöndal og í ístóni. Norræna húsið: Svava Bernharðsdóttir heldur víólutónleika ■ Svava Bernharðsdóttir heldur víólutónleika í Norræna húsinu föstudagskvöldið 10. janúar kl. 20.30. A efnisskránni eru verk eftir Bach, Paganini og Shostakovitch. David Knowles annast undirleik á píanó og sembal. Svava lauk Bachelorprófi frá Julllard-tónlistarskólanum í New York í fyrra og stefnir að meistara- prófi frá sama skóla í vor. Áður var hún við nám við Tónlistarskólann í Haag hjá Nubuko Imai, en burtfarar- prófi í víóluleik og fiðlukennara- prófi lauk hún Irá Tónlistarskólan- um í Reykjavík vorið 1983. Svava hóf fiðlunám 8 ára að aldri í Tónlistarskóla Selfoss og fyrstu kennarar hennar voru sr. Sigurður Sigurðarson og Sigurður Rúnar Jónsson. Síðan var hún nemandi Gígju Jóhannsdóttur í Tónmennta- skóla Reykjavíkur. Á unglingsárun- um dvaldist hún erlendis með fjöl- skyldu sinni og var þá hjá ýmsum kennurum í Eþíópíu og Bandaríkj- unum m.a. dr. John Kendall sem er einn helsti frumkvöðull Suzuki að- ferðarinnar í fiðlukennslu. Hann kom hingað til lands með hóp ungra fiðluleikara sem vöktu mikla athygli. Rut Ingólfsdóttir var kennari Svövu íTónlistarskólanum í Reykja- vík. Að loknu stúdentsprófi frá HM 1980 sneri Svava sér að víóluleik undir leiðsögn Stephen King og einnig naut hún handleiðslu Mark Reed- man innan strengjasveitar tónlistar- skólans. Svava Bernharðsdóttir er styrk- þegi Thor Thors sjóðsins, Julliard- skólans og Sumarskólans í Aspen í Colorado, þarsem hún varsl. sumar. Miðar á tónleikana fást við inn- ganginn. ■ Svava Bernharðsdóttir víóluleikari Nýr yf irmaður þýskrar f erða- málaskrifstofu ■ Þann 1. janúar sl. var Knut Haenschke skipaður yfirmaður þýskrar ferðamálaskrifstofu í Kaup- mannahöfn, Deutsche Zentrale fur Tourismus, en hann hefur starfað að ferðamálum um 25 ára skeið. Skrif- stofan þar er svæðismiðstöð fyrir öll Norðurlöndin þ.á.m. ísland. Einn þátturínn í milligöngu Haenschke felst í samskiptum við erlend flug- félög, eins og t.d. Flugleiðir. Garðbæingar ^ - lóðarhafar Að beiðni bæjarstjórnar Garðabæjar hefur bæjarfógeti dómkvatt tvo menn til að endurmeta fjárhæð lóðarleigu í Garðabæ fyrir árin 1985-1989. Að báðum árum með- töldum. Til að gæta hagsmuna lóðarhafa vegna matsins hefur bæjarfógeti að beiðni bæjarstjórnar tilnefnt Brynj ólf Kjartansson hæstarréttarlögmann. Miðvikudaginn 15. janúar nk. kl. 17.00 munu hinir dómkvöddu mats- menn halda matsfund á bæjarskrifstofu Garðabæjar og geta lóðarhafar sem sjálfir vilja koma fram með athuga- semdirmættáfundinn. Bæjarstjórinn í Garðabæ Til sölu b/v Sigurfari II. SH-105 Skipið er talið vera 431 brúttórúmlest að stærð, smíðað árið 1981. Aðalvél skipsins er af gerðinni Alco 2230 hö. frá 1980. Skipið er nú í Reykjavíkurhöfn og verður selt í því ástandi, sem það nú er í, án veiðarfæra. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fiskveiða- sjóðs í síma 28055 og hjá eftirlitsmanni sjóðsins, Valdimar Einarssyni, í síma33954. Tilboðseyðublöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs og óskast tilboð send í lokuðum umslögum merkt „Sigurfari II.“ og skulu hafa borist á skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 21. janúar nk. kl. 16.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands. Til Sölu b/v Sölvi Bjarnason BA-65 Skipið er talið vera 404 brúttórúmlestir að stærð, smíðað árið 1980. Aðalvél skipsins er af gerðinni Wichmann 2100 hö. frá 1980. Skipið er nú í Reykjavíkurhöfn og verður selt í því ástandi, sem það nú er í án veiðarfæra. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs í síma 2-80-55 og hjá eftirlitsmanni sjóðsins Valdimar Einarssyni, í síma 3-39-54. Tilboðseyðublöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs og óskast tilboð send í lokuðum umslögum merkt „Sölvi Bjarna- son“ og skulu hafa borist á skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 21. janúar n.k. kl. 16.00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands. Hryssur í óskilum í Marteinstungu í Holtahreppi eru í óskilum 3 hryssur. 1. Brún 7-9 vetra ómörkuð með trippi. 2. Dökkrauð Ijósari á fax 6-8 vetra ómörkuð með fol- aldi. 3. Dökkjörp 4-5 vetra ómörkuð með folandi. Hryssurn- ar verða seldar á opinberu uppboði laugardaginn 18. janúar 1986 kl. 14.00 hafi hugsanlegir eigendur ekki vitj- að þeirra og sannað sinn eignarrétt. Hreppstjóri Holtshrepps Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar erlendis á árinu 1987 fyrir fólk sem starfar á ýmsum sviðum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félagsmála- ráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. Félagsmálaráðuneytið, 8. janúar 1985.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.