Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 10. janúar 1986 Dr. theol. Jakob Jónsson: Bygging Hall grímskirkju í Reykjavík ■ I. Pét. 2.5 „Látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi stcinar í andlegt hús.“ Húsbygging, sem hófst fyrir 40 árum með því að fáeinum moldar- rekum var ausið úr grunninum, - hún gnæfir nú yfir borg og byggð. Þetta er ævintýrið, sem vér höfum fyrir augum í dag. Með þessum rekustungum hófum vér starfið, sóknarnefnd og prestar Hallgríms- safnaðar, auk biskupsins. En þæreru ekki fáar, moldarrek- urnar, sem síðan hafa verið hreyfð- ar eða ígildi þeirra í öðru efni. Og í hópi þeirra, sem lagt hafa liönd að verki, verður lítið úross, sem stóð- um á auðum grunninum morgun- inn sem vinnan hófst. En þcgar ég lít til baka, fer mér eins og drengnum, sem var boðinn til afa síns og ömmu. Þar átti hann að fá að bragða á jólaköku, scm þúsund manns hafði átt þátt í að gcra. Hann hugsaði til þessa mcð mikilli eftirvæntingu, - en varð meira en lítið undrandi, þegar brauðið var ofur-venjulcgt jóla- brauð, og undrun hans varð ennþá meiri, þegarhonum var sagt fráöll- um þeim fjölda, scm hafði lagt hönd að verki, allt frá því að akur- inn var plægður, hveitinu var sáð og til þess að amma hans tók brauð- ið úr ofninum. Það er allmikill skari fólks, sem á undanförnum fjórum áratugum hcfir átt þátt í að framleiða efni í kirkjuna, ákveða gcrð hennar, smíða húsið sjálft ogeinstaka hluti. Og margir cru þeir sem hafa gef- ið peninga sína - og þcir sem í hljóði hafa beöiö til guðs fyrir kirkjunni, smíði hennar og notkun. Þegar ég lít til baka, rifjast upp fyr- ir mér, hversu oft ég fékk að sjá þakklæti og gleði skína af ásjónum fólksins, - eða las bréf, sem báru vott um ást og aðdáun á mannin- um, sem kirkjan er kennd viö - cða djúpan fögnuð yfir þeirri trúar- vissu, sem fæst við uppeldi kristinn- ar kirkju. Hér blasti við mér reynsla þeirra, sem trúðu, -og vissu, hverj- um það var að þakka. Oft voru gjafirnar tengdar nöfn- um framliðinna velgjörðamanna. Þannig mun þessi þátttaka fjöl- mennisins halda áfram að eiga sér stað, - eins og skóflan gekk frá einni hendi tii annarrar fyrir 4(1 árum. En hver er undirrót þessa rnikla samstarfs karla, kvenna og barna, sem hér hefir átt sér stað? Þetta er ekki hópur, sem afeinhverri tilvilj- un varð til þess að vinna fyrir sama málefni. Auðvitað hafa einhverjir lagt hönd að verki án þess einu sinni að vita til hvers var unnið. Verkamaðurinn í sementsverk- smiðjunni vcit ekki hvert fram- leiðslan lendir. Og málmsteypu- maður úti í heimi hefir ekki hug- mynd um, livert kirkjuklukkan kann að lenda að lokum. En þrátt fyrir þetta er eitt víst, - að þessi sérstaka kirkja hefði aldrei risið, ef ekki væri til söfnuður kristinna bræðra og systra, sent tengd eru cins konar andlegu sálufélagi, - andlega skyld, þrátt fyrir allt sem ólíkt er innbyrðis. Vér segjuni, að söfnuður hafi reist þessa kirkju, - Predikun sd. 15. des. 1985 (Þann dag voru 40 ár liðin frá því að fyrstu rekustungur voru tekn- ar á grunni kirkjunnar og bygg- ing hennar hafin) staklingur heldur sínu þjóðerni og tungu í lofsöng himnanna. Þar er heildin enn byggð upp af einstakl- ingum. Og þess biðjum vér afheil- urn huga, að vér sem hér á jörðinni héldum á rekunni stundarkorn, megum eiga hlutdeild í þeim söfn- uði, er heldur á pálmagreinum sig- urs að afloknu v.erki sínu þessa heims. en það er aðeins önnur hlið málsins. Hin er sú, er snýr að ein- staklingunum, sem allir hafa tekið á rekunni, liver rneð sínum hætti. I kristindómnum ríkir bæði félagshyggja og einstaklings- hyggja. Þetta kernur fram í kenn- ingu Jesú, í bréfum Páls postula og bréfi, scm kcnnt er við postulann Pétur. En arfurinn er frá gyöing- dómnum og cr hinn rauði þráður í frásögn Gamla testamentisins. .lesú sagði dæmisöguna um manninn, sem átti hundrað sauði. En þegar einn glataðist kom það í Ijós, að livcr einstaklingur var svo mikils virði, að heildin mátti ekki án hans vera. Páll postuli ncl'ndi hvern kristinn einstakling lim á lík- ama Krists. En limir nefndust smápartarnir, sem hver líkami er samsettur af. Þar hafði hver cin- staklingur þýðingu fyrir heildina - liinn kristina söfnuð. - Og loks minni ég á samlíkinguna í Pét- ursbréíi, þar sem einstaklingun- urn er líkt viö steina í liúsi. - Kristn- ir menn eru „lifandi" steinar í „andlegu" luisi. Það merkir í raun- inni lifandi fólk í andlegum söfn- uði, - musteri eða kirkju. Af þessu leiðir, að um leið og vér byggjum hina áþreifanlegu kirkju úr sýni- legu efni, - erum vér að byggja upp andlegt hús, - eða réttara sagt er það Guðs andi, sem byggir upp söfnuö, - þar sem vér erum stein- arnir í hleðslunni. Þetta cr hið gamla hús, sem Grundtvig yrkir um. Hin sýnilega kirkja er tákn þess helgidóms, sem byggður er upp af lifandi, ódauðlegum sálum, og nær jafnvel út l'yrir takmörk hins jarðneska. Vér, sem hófum safnaðarstarfið í upphafi, erum orðin gömul eða horfin af þessum heimi - og mikill er orðinn sá fjöldi samverkafólks- ins, scm í samtíð vorri hefir lagt frá sér verkfærin hérna mcgin. En táknmyndirnar í Opinberunarbók Jóhannesar sýna oss söfnuðinn fyr- ir stóli lambsins, þar sem hver ein- Þegar ég minnist liðins tíma get- ur mér ekki dulist, að ekki voru all- ir á eitt sáttir um það verkefni að reisa Hallgrímskirkju. Mér verður hugsað til manna, sem ég mat mik- ils og þótti vænt um, sem kepptu hart gegn mér og mínum samherj- um á leikvellinum. Nú cr ég orðinn gamall maður og viðhorf mitt til meðbræðra minna er líkt því, sem gerist meðal íþróttamanna. Vér höfum tekið þátt í keppni lífsins, og stundum sigraö og stundum tapað. En þegar leiknum er lokið tökumst vér í hendur og förum sátt- ir heim. En sé litið til Hallgrímskirkju. eins og hún er í dag, get ég ekki annað séð en að vér höfum vcrið á réttri leið. Þessi kirkja cr með fcg- urstu kirkjum á að líta, og lang- förulir menn segja, að svipmeiri kirkjuturn sé ekki til í allri Evrópu. Hallgrímskirkja er orðin leiðar- merki skipa sem leita hafnar, um leið og hún vísar veginn til Guðs og himinsins. Hljómur klukknanna berst inn á hvert heimili í landinu og minnir á tímann og eilífðina í senn. Hallgrimskirkja má ekki minna vera, þegar allt kemur til alls, - og er senn orðin veglegasti griðastaður helgra lista á landi hér, - ekki síst eftir að hún hefir fengið orgel við sitt hæfi. Og hún er nógu víð til veggja til að geta boðið heim því fjölmenni. sem oft hefir þurft að standa utan dyra við helgar at- hafnir. Og hún verður oss áminn- ing um, að hin íslenska kirkja í heild sinni á ekki lengur að vera hornreka í þjóðlífi voru, fjársvelt og fyrirlitin. Hér er umbóta þörf. Ég get ekki stillt mig um að segja það hreinskilnislega, að aðstaða margra kirkjunnar þjóna er þjóð vorri til vanvirðu. Skipulag kirkj- unnar, þar sem sóknarprestum er gert að þjóna stórum söfnuðum kirkjulausum árum saman, er tilraun til að brjóta niður andlega og lík- amlega krafta þeirra og annarra, sem að kristilegri menningu starfa. Hér tala ég af reynslu. Ég hefi sagt, að í kristindómnuni sameinaðist heilbrigð félagshyggja og sönn einstaklingshyggja. Hér á Islandi hefir verið öld mikillar félagshyggju. En oft hefir mér • fundist, sem lítið væri um það hugsað, hvað einstaklingurinn gæti gcrt eða ætti að gera fyrir heildina. Einu sinni hlustaði ég á, þegar ein- hver unglingur var yfirheyrður í út- varpi. Hann varspuröur í þaula um það, hvað kaupstaðurinn hans gerði eða gerði ekki fyrir hann. En hann var aldrei spurður að því, - hvað hann eða aðrir unglingar gætu gert fyrir kaupstaðinn. Hvernig væri, að vér spyrjum sjálf oss, hvert fyrir sig. Hvað get ég gert fyrir það samfélag, sem vér nefnum kirkju, - söfnuð, sem nær út yfir gröf og dauða? Söfnuð, sem var stofnaður af honum, sem vér senn förum að fagna sem nýfæddu barni í reifum? Hvað mundir þú segja fyrir þitt leyti? Einu sinni sem oftar var ég að spyrja börn við undirbúning ferm- ingar. Ég spurði: „Hver er þinn hlutur í guðsþjónustunni?" Og einn drengurinn svaraði um hæl: „Að fylla út í sætið mitt!" Ég hugsaði með mér: Guði sé lof, drengsnáðinn veit þá, að hann í sitt sæti í samfélagi guðs barna. Það væri betur, að oss öllum væri það ljóst. Hefir þú, tilheyrandi minn í dag, gert þér ljóst, að þú ert sjálfur steinn, sem hinn hæsti höfuðsmið- ur himins og jarðar vill nota í sitt andlega hús? Kannski hrjúfur steinn og illa lagaður, en væri þó hægt að slípa svo að hann yrði hæf- ur í hleðsluna. Þeir eru margir á vorum dögum, sem krefjast alls konar breytinga á samfélaginu, - en hefir þú nokkurn tíma hugleitt, að þó að vér ráðum ekki miklu um heildina, þá er hverjum og einum lífsnauðsyn að verða sem einstaklingur hæfara efni í hið andlega hús drottins? „Látið sjálfir uppbyggjast" segir hin heilaga ritning, er ég las. Ekki uppbyggið, - heldur látið þann byggingameistar sem stjórnar byggingu musterisins, nota yður sem steina í helgidóminn. Og biðj- um þann húsameistara, sem eitt sinn stundaði iðn sína í Nasaret í Galíleu að vera með oss í verki hér á íslandi - og hvar sem vér tökum skóflu í hönd. Amen 111 11 111 1 MINNING 1 1111» Iflllllill iilllilllllllllil 1111! Illillilllllllliiiliilliiill lllililillllllllillll 1111 ifll II 11 II111 Kveðja frá systkinum Halldóra Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 29. septeinber 1919 Dáin 19. desentber 1985. Hvc indælt að minnast þín æskunnar vor. Hvc indælt að muna hin leikandi spor, er heima í Arnardal áttum vid skjól og ánægð við hlupum um lautir og hól. En hratt liðu árin og hraðfleyg er stund að heiman við fórum og lokuðust sund. En minningin lifir um friðsælan fjörð og fjallanna hringinn og iðgræna jörð. og hvert sem að seinna meir leið . okkar lá, hún lifði samt tryggðin sem bundumst við þá og foreldrahúsin svo björt og svo blfð, þau bregðast ei munu um eilífa tíð. Elskaða systir, þú horfin crt hér. Hjartkærar þákkir nú flytjum við þér. Hún sefaði oggræddi þín hjúkrandi hönd, nú huggarhún okkur þín blessaða önd. íjólanna Ijóma þú líður á braut til Ijósanna heima í alföður skaut. Við kveðjum þig vina með klökkva í lund, þinn kærleika munum að síðustu stund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.