Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. janúar 1986 Tíminn 3 Siökkvilið Reykja- víkur: Annasamasta ár í sögunni ■ Sinubrunar einkcnndu síðastlið- ið starfsár hjá Slökkviliði Reykja- víkur. Sökum þess hve margir þeir voru, hafa aldrei verið fleiri útköll hjá Slökkviliði Reykjavíkur á einu ári, frá upphafi vega. Útköllin voru 581 áárinu. Árið 1984voruþau447. Inn í þeim tölum, sem nefndar eru að ofan, er öll aðstoð sem slökkvilið- ið veitti á árinu. Útköll þar sem slökkva þurfti eld voru 377. Þar af voru 30 á gamlársdag. Sá bruni sem hvað mesta tjón hlaust af, var í skemmtistaðnum Ríó daginn fyrir gamlársdag. Þá varð mikið tjón í bruna á barnaheiniilinu Sólbrekku á Seltjarnarnesi. Enginn fórst í eldsvoða árið 1985, fremur en 1984. Sjúkraflutningum fækkaði frá því 1984, um sex hundruð. Þeir voru 10.096. Fjöldi sjúkraflutninga hefur haldist svo til óbreyttur frá því 1973 eða rúmlega tíu þúsund útköll á ári. Borgardómur: Aukning á áskor- unarmálum ■ Gífurleg aukning varð á áskor- unarmálum hjá Borgardómaraem- bættinu í Reykjavík á árinu 1985. AIIs voru afgreidd 13.602 áskorun- armál hjá embættinu. Árið 1984 voru þessu sömu mál 9.423. Áskorunarmál eru vanskilamái hverskonar. Tékkar, víxlar og fjár- skuldbindingar ýmisskonar. Þessum málum hefur fjölgað jafnt og þétt hjá embættinu síðastliðin ár, og náðu há- marki á síðastliðnu ári. Þessi mikla aukning á áskorunar- málum veldur því að heildarmála- fjöldi sem afgreiddur var hjá em- bættinu var talsvert meiri í fyrra, en 1984. Alls voru þingfest mál hjá embættinu 17.089 á liðnu ári. 1984 voru þau 14.178. Aðrir málaflokkar hjá embættinu voru af svipaðri stærð og 1984. ES g & Lansing &Lansing & Lansing & Lansing ^ Lansing & Lansing ansing ^ Lansing &Lansing ng &Lansing ^ Lansing J&Lansing JRLansing ansing & Lansing ing & Lansing Lansing DIESEL OG RAFMAGNSLYFTARAR AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM ÚRVAL AUKAHLUTA HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR BUNADARDE ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Verður tilsýnis laugardag og sunnudag frá 10-17 báða dagana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.