Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.02.1986, Blaðsíða 9
URSLIT Guðni Guðnason besti maður vallarins í leik KR og ÍBK gerir hér heiðarlega tilraun til að ná kuettinum þó á hnjánum sé. Hann virðist þó utan seilingar. Tímamynd Sverrir Úrvalsdeildin í körfuknattleik: KR-ingar eiga möguleika eftir sigur á Keflvíkingum - Guðni spilaði mjög vel Þrælgóður scinni hálfleikur hjá KR-ing- um færði þeim sigur á Keflvíkingum í úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina. Þessi sigur gerir það líka að verkum að KR-ingar eiga nú möguleika á að komast í hóp hinna fjögurra efstu á kostnað ÍBK. Til þess þá þurfa þeir að vinna Haukana í Firðinum á Fimmtudaginn og ÍBK verður að tapa daginn eftir gegn erkifjendunum UMFN. Þess má geta að Haukar verða að vinna KR til að eiga möguleika á fyrsta sætinu í deildinni og UMFN verður að vinna ÍBK til að tapa ekki fyrsta sætinu. Það eru því spcnnandi leikir framundan. Nú fyrri hálfleikurinn í leik KR og ÍBK var jafn og er flautað var til hlés þá höfðu KR- ingar fimm stig yfir 38-33. Upphafið á síðari hálfleik gerði hinsvegar út um leikinn. Þá spiluðu KR-ingar af öryggi og hittu vel á meðan allt fór í handaskolum hjá ÍBK. Lokatölur urðu síðan 81-68 fyrir KR. Guðni Guðnason hefur alveg bjargað leik KR. Hann var mjög góður í leiknum og klikkaði ekki í færum auk þess sem hann hirti fjölda frákasta. Páll Kolbeinsson var ekkert með í fyrri hálfleik er kom sterkur inná í seinni hálfleik. Þá áttu bæði Birgir og Garðar ágætan leik. Hjá Keflavík var fátt um fína drætti. Guðjón Skúlason byrjaði vel en dalaði og Sigurður Ingimundarson spilaði þokkalega. Aðrir voru slakir og þá átti Larry Bird var í ntiklu stuði er Boston sigr- uðu Lakers í NBA-körfuknattleiknum í Bandaríkjunum í gær með 105 stigum gegn 99 . Bird skoraði að vísu ekki nema 20 stig en hann hirti nálægt því annað eins af fráköst- um ogdreif sína menn áfram. Þessi lið eru nú langefst ísínum riðlum. Boston hefuráttaog hálfan leik á 76ers og Lakers eru 12 leikjum á undan Trail Blazers. Þess má geta að Boston er með langbesta skorið. Hafa unnið 41 leik en tapað 9. Lakers hafa unnið 39 en tapað 13. Rockets og Bucks standa best að vígi í hinum riðlunum, eru 4-5 leikjum á undan \ Hreinn þjálfari einn af sínum slöku dögum. Guðni skoraði mest fyrir KR eða 21 stig. Garðar gerði 17 og Birgir 16. Hjá ÍBK skoraði Sigurður25 en Guðjón 16. Jón Kr. Gíslason spilaði ekki með IBK vegna slæmsku og munaði það gífurlega miklu fyrir liðið. næsta liði. Annars urðu úrslit í boltanum um helgina þessi: Pistons-Mavericks....................... 119-110 Pacers-Bulls ............................104- 88 Suns-Nuggets.............................112-95 Celtics-Trail Balzcrs ......•........... 120-119 Lakers-Hawks............................ 141-117 Pistons-76-ers........................... 134-133 Pacers-Cavaliers ........................105- 99 Jazz-Knicks .............................104- 97 Nuggets-Warriors ....................... 113-100 Clippers-Rockets ........................ 108-101 Supersonics-Bullets...................... 112-106 Celtics-Lakers...........................105- 99 Mavericks-Bulls......................... 120-114 Spurs-Kings ...............................113-94 Hawks-Trail Blazers .................... 110-101 NBA KÖRFUKNATTLEIKURINN: Kristján Arason veður hér inn uin vörn Norðmanna og skorar að sjálfsögðu. Á innfelldu myndinni á hann eina af sín- 11111 góðu línusendingum á Þorgils. Vonandi að þær verði margar í Sviss. Tímamynd Sverrir Enska knattspyrnan: Vetur konungurvann - Flestum leikjum í landinu frestað - Engin úrslit í bikarkeppninni Frá Kafni Rafnssyni frvttaritara Tímans í Englandi: Vetur konungur setti mikið strik í reikninginn í ensku knattspyrnunni um helgina. Þrátt fyrir að fjórir lcikir af átta hafi verið leiknir í bikar- keppninni þá hafa engin tirslit fengist. Öll liðin sem spiluðu verða að eigast við á ný. Einhverjir leikir eru áætlaðir í kvöld en veðurfar á Bretlandi er ekki uppá hið besta svo ómögulegt er að segja hvort eitthvað al' þessum leikjum verði spilaðir á næstunni. Sá leikur sem hvað mesta athygli vakti var viðureign York og Liver- pool á heimavclli York. Þessi lið léku saman í bikarkeppninni í fyrra Cowans í stað Hateley Bobby Robson hefur valið 22 leik- menn til undirbúnings fyrir upphit- unarlandsleik gegn ísrael í næstu viku. Mark Hateley sem var inní þessum hóp kemst ekki þar sem hann verður að láta taka úr sér háls- kirtlana á sama tíma. Gordon Cow- ans frá Bari á Ítalíu kemur í hans stað. Annars eru það eftirtaldir leik- menn sem skipa þennan hóp. Shilton, Bailey og Woods eru markverðir. Varnarmcnn eru Anderson, Stevens, Sansom, Butcher, Martin, Wright, Fenwick. Miðvallarspilarar: Bryan Robson, Reid, Steven, Wilkins, Hoddle, Cowans. Framherjar: Lineker, Dixon, Woodcock, Waddle og Barnes. Beardsley, Enska bikarkeppnin: Liverpool slapp vel Nú er búið að draga í átta liða úr- slit ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Að vísu er engum leik lokið í 16 liða úrslitunum en eigi að síður þá lítur drátturinn þannig út: Derby/Sheíf. Wed-West Ham/Man. Utd. Peterborough/Brighton-Southampton/ Millwall York/Liverpool-Watford/Bury Luton/Arsenal-Tottenham/Everton Leikirnir eru fyrirhugaðir þann 8.mars. og þá endaði leikurinn í York 1-1. Sama var uppá teningnum núna. Þeir í York höfðu tekið hálminn af vellinum nokkru áður en æskilcgt hefði verið svo hann var helfrosinn og grjótharður. Það voru York-arar sem náðu for- ystu með ntarki frá Ford en Mölby jafnaði úr umdeildri vítaspyrnu og þar við sat. Sjónvarpsáhorfendur hér á íslandi séu leik Luton og Arsenal sem var hinn fjörugasti. Ricky Hill, besti maður vallarins skoraði fyrir Luton snentma í leiknum en ntörk frá Allin- son og Racastle komu Arsenal yfir áður en Hartford jafnaði með sínu 17. marki á tímabilinu. Peterborough var nálægt því að slá Brighton út er liðin mættust á heima- velli þeirra fyrrnefndu. Staðan var2- 1 þegar sjö mínútur voru til leiksloka en þá jafnaði Jacobs fyrir Brighton á snjóalögðum vellinum. Áður hafði Shepherd og Kelly skorað fyrir heimamenn en Saunders fyrir Brighton. Southampton og Millwall gerðu 0- 0 jafntefli. Öðrum leikjum í bikarkeppninni var frestað. í 2. deild voru aðeins leiknir tveir leikir. Sigurður Jónsson hjálpaði Barnsley f 2-0 sigri á Leeds í Leeds. Þar var Walls sem gerði bæði mörk Barnsley. Sigurður átti ágætan leik. Þá sigraði Palace Blackburn 2-1 á útivelli. Webster síblokkandi 8 Tíminn Handknattleikur-Ísland-Noregur 30-19: Allt annað og betra - íslenska liðið spilaði mun betur en á föstudag og vann léttan sigur á Norðmönnum- Þorgils jafn „slæmur“ Þriðjudagur 18. febrúar 1986 Þriðjudagur 18. febrúar 1986 Tíminn 9 er Haukar lögðu Valsara að velli í Seljaskóla Norðmanna illa og í sókninni tókst íslendingunum að klippa vel á línu- spil þeirra sem var aðallinn í fyrri leiknunt. Það voru Norðmenn sem gerðu fyrsta markið en tvö víti frá Kristjáni og mörk frá Páli og Atla komu landanum í 4-1. Eftir það var ekki snúið aftur og bilið jókst allan fyrri hálfleik. Staðan 18-11 íhléi. í síðari hálfleik komu Norðmenn muninum niður í fimm mörk 19-14 en Jakob og Atli skoruðu 21-14. Þá var Geir vísað af velli í tvær mínútur og íslendingar skoruðu þrjú mörk gegn einu á þeim tíma. Geir kom inná en Jakob var vísað af velli og Sigurður Gunnarsson skoraði 25-15. Siggi gerði síðan þrjú mörk til við- bótar á stuttum tíma og Guðmundur gerði eitt og staðan varð 29-17. Síð- ustu mínútur leiksins voru síðan lík- astar góðum farsa með sláarskotum og klúðruðum hraðaupphlaupum á víxl. Lokatölur urðu síðan 30-19 og var sigurinn sanngjarn. Erfitt er að dæma íslenska liðið eftir þennan leik. Þó er víst að á þokkalegum degi getur liðið spilað góðan handknattleik. Það er senni- lega tvennt sem veldur dálitlum áhyggjum. í fyrsta lagi þá er Þorgils ekki nema hálfur maður með spelk- urnar og línuspilið því ekki eins gott og verið hefur og í öðru lagi þá ntá bæta varnarleikinn nokkuð. Þessir hlutir eru þó alls ekki alslæmir. Einar var í markinu í fyrri hálfleik og varði sjö skot og Kristján gerði slíkt hið santa í seinni hálfleik. Atli skoraði mest íslendinganna eða 8 mörk. Kristján skoraði 7/2 og Sigurður Gunnarsson 5/1. Páll gerði 3 en þeir Guðmundur, Steinar og Jakob 2 hverog Þorgils 1. HjáNorð- mönnum skoruðu Wangen og Hel- land fjögur mörk hvor. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: íslendingar áttu ekki í vandræðum með slakt norskt landslið í seinni leik þjóðanna íhandknattleik. Leikurinn fór fram í Seljaskóla og endaði 30-19 fyrir Island. Staðan í leikhléi var 18 11. „Þetta var betri leikur hjá okkur heldur en á föstudaginn en Norð- mennirnir voru líka í slakara lagi í kvö!d,“ sagði Þorgils Óttar cftir lcik- inn. Það vakti víst athygli margra áhorfenda og þeirra sem horfðu á í sjónvarpi að Þorgils Óttar haltraði útaf eftir leikinn. „Ég fékk einhvern smá snúning á hnéð þrátt fyrir að vera í spelkunum. Hversu alvarlegt þetta er verður að koma í Ijós á morgun (sunnudag).“ Þess má geta að meiðsl Þorgils eru ekki verri en svo að hann er nánast eins í hnénu og hann var fyrir leikinn. Að vísu er það ekki nógu gott því spelkurnar há Þorgils nokkuð. „Ég hef ekki þá sömu snerpu og áður og maður treystir sér ekki eins vel, það er dálít- ið„ sálrænt" sagði Þorgils eftir leik- inn. Um leikinn sjálfan er það að segja að mótstaða Norsaranna var ekki mikil og leyfði það Bogdan að reyna ýmsar útgáfur af varnarleik. Hann lét Sigurð Gunnarsson spila í vörn- inni í seinni hálfleik og skilaði Sigurður sínu hlutverki þar með prýði. Þá var Steinar, sem er eins- konar „allrahandamaður" liðsins, látinn spila fyrir framan vörnina í stað Páls og gekk ágætlega. í sókn- inni fór Atli á kostum og Kristján var ógnandi í fyrri hálfleik en var tekinn úr umferð í þeim seinni. Páll og Sigurður skiluðu sínum hlutverkum í sókninni af stakri snilld og í heild lék fslenska liðið ágætlega. Norðmennirnir voru lélegir á löngum köflum í leiknum í Selja- skóla og höfðu ekkert í íslensku strákana að gera. Þegar íbyrjun fyrri hálfleiks voru íslendingar komnir í 11-5 og höfðu þá gert fimm mörk úr hraðaupphlaupum. Þá opnaðist vörn Haukar sigruðu Valsmenn í úr- valsdcildinni í körfuknattleik á sunnudaginn með 80 stigum gegn 78. Sigurinn varð þó öruggari en tölurn- ar gefa til kynna þrátt fyrir að Vals- menn hafi aldrei verið mjög langt á eftir í stigaskoruninni. Staðan í hléi var 46-38 fyrir Hauka og í seinni hálf- leik höfðu þeir ávallt undirtökin. Um tíma var 17 stiga munur á liðun- um en Valsmenn náðu að saxa á for- skotið í lokin þrátt fyrir að hafa misst Torfa og Kristján útaf með fimm vill- ur er nóg var eftir. Leikurinn var ákaflega jafn í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa yfir. Kristján Ágústsson skoraði grimmt fyrir Val og hélt vel í við Haukana alla. Kristján skoraði 17 stig í fyrri hálfleik. Það var síðan góður varnarleikur með Webster sem síblokkandi turn sent kom Haukunum átta stigyfir fyrir leikhlé. í seinni hálfleik hélst þessi munur til að byrja með en þegar 12 mínútur voru eftir þá varð Torfi að fara af velli með fimm villur og þá náðu Haukarnir afgerandi forystu sem Völsurum tókst ekki að vinna upp þrátt fyrir góða viðleitni. Lokatölur 80-78 fyrir Hauka. Torfi spilaði vel hjá Val þar til hann varð að víkja en Kristján var Molar... Geir Karlstad frá Noregi setti nýtt heimsmet í skauta- hlaupi um helgina. Hcims- metið setti hann í lO.OOOm hlaupi og fór hann skeiðið á 14:12,14 mín. Fyrra heims- metið átti Igo Malkov frá Sovétríkjunum og var það rúmum 9 sekúndum lakara. Franz Bcckcnbaucr, lands- liðsþjálfari Þjóðvcrja í knatt- spyrnu, hefur orðið að fresta undirbúningsbúðum fyrir landsliðsmenn sína sem fyrir- hugaðar voru um næstu helgi. Ástæðan er sú að nú er búið að fresta svo mörgum leikjum að spila verður þá á þessum tíma og því fást landsliðs- mennirnir ekki lausir. Tékkar hafa ekki valiö Ivan Lendl, besta tennislcikara í heimi, í Davis Cup lið sitt í tennis. Ástæðan ersögð sú að hann sé ekki nógu góður en vitað er að hann hefur átt í útistöðum við tékkneska tennissambandið síðan hann flutti til Bandaríkjanna. V-Þjóðverjinn Carlo Thráenhardt komst hættu- lega nærri heimsmetinu í há- stökki innanhúss um helgina er hann fór yfir 2,36 á móti í V-Berlín. Hann reyndi síðan við 3,40 sem er sentimetra betra en heimsmet landa hans Dietmar Mögenburg. Hon- um tókst ekki að komast yfir þá hæð þrátt fyrir góðar til- Frakkinn Vincent Rouss- eau sigraði í víðavangshlaupi í París um helgina. Hann háði harða keppni við Portúgalann Fernando Mamede og varð rúmri sekúndu á undan hon- um í mark. Síðustu tvö árin höfðu Portúgalar unnið þetta hlaup en nú kom Frakkinn í veg fyrir sigur þeirra. Corey Pavin frá Bandaríkj- unum sigraði á miklu golf- móti sem fram fór á Hawaii- eyjum um helgina. Pavin fórá 16 undir pari ogskaust framúr Tom Watson á síðustu holun- unt. Watson varð svo mikið um að hann varð í þriðja sæti ásamt Bernard Langer frá V- Þýskalandi en Paul Azinger i annar. samt bestur og klikkaði ekki í horn- inu sínu. Hjá Haukum var Webster góður og virðist í miklu stuði um þessar mundir. Þá áttu Pálmar og Henning ágætan leik. Pálmar skor- aði 22 stig en Ólafur Rafnsson gerði 18 og Webster 14. Hjá Val skoraði Kristján 28 en Sturla 14 og Torfi 12. V>Þýskaland - knattspyrna: Bremen rétt slapp - Voru tveimur mörkum yfir en gerðu jafntefli Fró Gudmundi Karlssyni í V-Þýskalandi: Veðurguðirnir voru knattspyrnu- mönnum ekki hliðhollir um helgina. Fresta varð nokkrum leikjum vegna veðurs þar á meðal leikjum Stuttgart og Uerdingen. Þeir leikir sem leiknir voru fóru fram við erfið skilyrði. Leikur dagsins var viðureign Hamborg og Bayern Munchen sem þó varð ekkert til að tala um eftir 0-0 jafntefli á frosnum vellinum. Werder Bremen er enn efst þrátt fyrir að missa niður tveggja marka forystu í jafntefli 2-2 gegn Nuremberg. Wolt- er skoraði bæði mörk Bremen en Geyer og Eckstein jöfnuðu. Þá má geta þess að Klaus Fischer skoraði eitt marka Bochum í 3-2 sigri í Keis- erslautern. Þetta var 500.1eikur Fisc- hers í deildinni og hans 263. mark. Aðeins Gerd Muller hefur skorað fleiri mörk í deildarkeppninni en hann er löngu hættur. Úrslit leikja á laugardag: Bochum-Kaiserslautorn .... Dusseldorí-Leverkusen .... Hamborg-Bayern Munchen Nuremberg-Werder Bremen Stada efstu liða: 3-2 2-1 0-0 2-2 Werder Bremen . Bayern Múnchen „Gladbach"..... Leverkusen .... Hamborg........ Stuttgart...... Uerdingen...... NM í frjálsum íþróttum innanhúss: Fjögur íslandsmet íslenskt frjálsíþróttafólk var í stuði á Norðurlandamótinu í frjáls- um íþróttum innanhúss sem fram fór í Stokkhólmi um helgina. íþrótta- fólkið setti fjögur íslandsmet sem þó dugði ekki til verðlauna. Svanhildur Kristjónsdóttir setti mct í 60 metra hlaupi er hún fékk tímann 7,69 í undanrásum hluups- ins. í úrslitunum varð hún síðan fimmta á 6,74 sek. Hjörtur Gíslason sctti met í 60 m grindahlaupi á 8,29 sek.og setti síðan einnig niet í 60 m hlaupi með tímann 7,12 sek. Aðalsteinn Bernharðsson setti ís- landsmet í 200 m hlaupi á tímanum 22,49 en í þessu hlaupi setti Finni Norðurlandamet á 21,33 Þá komst Egill Eiðsson í úrslit í 400 m hlaupi og varð í sjötta sæti á tímanum 49,60. Þórdís Noregsmeistari - í alpatvíkeppni á skíðum Þórdís Jónsdóttir frá Isafirði varð um helgina norskur meistari í alpa- tvíkeppni á skíðum. Hún endaði í 4. sæti í svigi og í því 7. í stórsvigi sem dugði henni til sigurs. Keppnin fór fram í Voss í Noregi. Þórdís er systir Sigurðar Jónssonar skíðakappa og á því ckki langt að sækja hæfileikana. Zico skoraði þrennu Brassinn Zico var á skotskónum er Ríó-deildin hófst í Brasilíu. Þessi knattspyrnusnillingur skoraði þrennu í sigri Flamengo á Fluminen- se 4-1 fyrir faman 85 þúsund áhorf- endur á Maracana-leikvangnum í Ríó.Zico skoraði úr aukaspyrnu, úr víti og skalla. Bebeto skoraði fjórða markið. Heimsmet Maritu Koch Marita Koch bætti heimsmet sitt í 200 m hlaupi innanhúss á a-þýska meistaramótinu um helgina. Koch fékk tímann 22,23 sek. sem er 0,06 sek. betri tími en hún átti bestan áður. Þá bætti landa hennar Heike Drechsler met Koch í 100 m hlaupi um 0,01 sek. Hún hljóp á 10,24 sem er heimsmet. Bogdan heiðraður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálf- ari í handknattleik var heiðraður sérstaklega af Iþróttasambandi ís- lands áður en fyrri leikur íslands og Noregs hófst. Það var Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ sem veitti Bogdan gullnterki sambandsins fyrir störf hans að handknattleiksmálum á íslandi. Óhætt er að segja að síðan Bogdan kom til starfa hér á landi hef- ur hann náð frábærum árangri og áhrif hans á íslenskan handknattleik dylst engum. Til hamingju Bogdan. „Hvíld framundan“ „Nú er aöeins hvíld framundan. Við erum búnir að æfa níu sinnum og spila tvo leiki í þessari viku og þó að það hafi ef til vill ekki komið fram í þessum leik þá eru menn eðlilega þreyttir“ sagði Atli Hilmarsson eftir leikinn gegn Norðmönnum á laugar- dag. „Þetta er meira til að ■nenn verði léttari og frískari er slagurinn hefst fyrir alvöru. Leikurinn í kvöld var þokka- legur. Norðmennirnir voru slakari en í gær (föstudag) og við betri“ sagði Atli ennfrem- ur. „Það eru enn gloppur í vörninni" sagði Einar Þor- varðarson markvörður eftir leikinn í Seljaskóla. Einar hefur spilað sjálfur með vaf- inn ökkla eftir meiðslin sem hann hlaut fyrir leik gegn Spánverjum fyrir jól. „Eg fínn ekkert til í þessu og ökkl- inn háir mér ekkert svo heitið getur“ sagði Einar. Bikarkeppnin: Luton-Arsenal .................. 2-2 Peterborough-Brighton........... 2-2 Southampton-Millwall ........... 0-0 York-Liverpool.................. 1-1 1. deild: Coventry-Birmingham ............ 4-4 2. deild: Blackburn-Crystal Palace........ 1-2 Leeds-Barnsley.................. 0-2 3. deild: Plymouth-Doncaster............. 0-1 Rotherham-Walsall .............. 3-0 Wigan-Gillingham................ 3-3 Newport-Swansea................. 2-0 4. deild: Chester-Rochdale................ 1-1 Orient-Mansfield................ 0-1 Tranmere-Wrexham ............... 1-3 Skotland: Bikarkeppnin: Arbroath-Aberdeen............... 0-1 Celtic-Queen’s Park............. 2-1 Dundee United-Kilmarnock........ 1-1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.