Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 19. febrúar 1986 Fullvirðisréttur utan dagskrár: Sjálfstæðisflokksmenn reyna að firra sig ábyrgð - segja stjórnarandstæðingar Umræður utan dagskrár í sarncin- uðu Alþingi uni fullvirðisrétt mjólk- urframleiðenda fóru fram í gær. Gert var ráð fyrir um hálfrar klukku- stundar umræðum en vegna fjölda á mælendaskrá drógust þær á langinn. enda var mörgum þingmanninum heitt í hamsi. Arni Johnscn tók fyrstur til máls sem málshefjandi og sagðist hafa verið viðstaddur fjölmennan bændafund á Suðurlandi kvöldið áður. Þar hefði verið þungt hljóð í um 600 bændum í Njálsbúð enda við ærinn vanda að etja ef fram héldi sem horfði þar sem mjólkurfram- leiðslan er annars vegar. Ekki væri síst um að kenna hversu seint nauð- synlegar upplýsingar hefðu borist. Árni sagði að bændur á fundinum hefðu talið að nú þyrfti að koma til lækkun útsöluverðs mjólkur, auknar niðurgreiðslur og aðlögunartími ef ekki ætti illa að fara. „Tekjurnar eru teknar af mönnum og þeir eru skild- ir eftir með skuldirnar," sagði þing- maðurinn og bætti því við að hinir ýmsu landshlutar kæmu misjafnlega illa út úr þessu. Hann lýsti fullri ábyrgð á hendur landbúnaðarráð- herra í þessu sambandi og beindi þeirri spurningu til ráðherra hvað liann hygðist fyrir. Jón Helgason sagði að kjarni málsins væri sá að mjólkurfram- leiðsla hefði farið vaxandi síðustu árin og ef enn væri framleitt í sam- ræmi við gömlu Framleiðsluráðslög- in þá væri slíkt fyrirhyggjuleysi sem hefði kallað á bakreikning til bænda fyrr eða síðar. Ráðherra benti á að fullt samráð hefði verið haft við Stéttasamband bænda við lagasetningu og samning reglugerðar og vissulega væru enn til staðar agnúar á reglugerðinni sem tími vannst ekki til að skoða nánar. Því lægi ekki enn fyrir hvert endan- legt búmark verður. Þar að auki gildi hún einungis út þetta verðlagsár og verður notuð til viðmiðunar á því næsta án þess að ákveðið hafi verið hvernig því verður háttað. Helgi Seljan sagði það athyglisvert hvernig að Morgunblaðið hefði undanfarið staðið að átlögu að land- búnaðarráðherra vegna fullvirðis- réttarins. Slíkt væri merki um að snúa ætti ábyrgðinni frá Sjálfstæðis- flokknum í þessu máli. Lögin og reglugerðin væru afkvæmi beggja stjórnarflokka en nú ætluðu Sjálf- stæðisflokksmenn að rjúka upp til handa og fóta og þykjast hissa. Helgi sagði að það hefði verið áberandi kappsmál beggja stjórnar- flokkanna að drífa Framleiðsluráðs- lögin í gegnum þingið á síðustu dög- um þess í fyrra til að hægt væri að „hætta vitleysunni í landbúnaðin- um“ eins og Birgir fsl. Gunnarsson tók þá til orða við umræður. „Nú horfumst við í augu við afleiðingar laganna og stjórnarstefnunnar í heild,“ bætti Helgi við og benti á að kjararýrnun almennings hlyti að koma við kaup á búvörum. Þing- maðurinn hvatti málshefjanda til að snúa sér af þessu tilefni til flokks- bróður síns, fjármálaráðherra. Pálmi Jónsson sagði offrantleiðslu mjólkur stórkostlegt vandamál sem hefði aukist um allan helming upp á síðkastið. Á árabilinu 1980-1983 hefði þessi vandi ekki verið svo mik- ill því þá hefði framleiðslan einungis verið um 5% umfram neyslu. Þá hefði hann verið þess hvetjandi, og væri enn, að komið yrði á héraðabú- marki. „Ég fagna því að reglugerðin mun ekki gilda nema út þetta verð- lagsár", bætti hann við. Pálmi sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn bæri vissulega ábyrgð á Fram- leiðsluráðslögunum en ekki á reglu- gerðinni. „Við berum ábyrgð á þeirri stefnu að framleiðslan nálgist innan- landsneysluna, en spurningin snýst íþróttakennarar og íþrótta- kennaraskóli íslands: Halda hátíðlega aldarminningu íþróttakennarar og íþrótta- kennaraskóli íslands hafa ákveðið að halda upp á aldarminningu Björns Jakobssonar stofnanda fþróttakennaraskólans á Laugar- vatni. Þegar er hafinn undirbúningur fyrir hátíðina, sem haldin verður að Laugarvatni þann þrettánda apríl næstkomandi. Meðal þesssem unnið er að, er að rifja upp æfingar og leik- fimi frá ýmsum tímabilum í sögu skólans. Að sögn Þóris Kjartanssonar íþróttakennara sent situr í undirbún- ingsnefnd, hafa margir lagt hönd á plóginn þegar, en vonast er til að enn fleiri fáist til að leggja lið, svo minningin verði sem veglegust. Formaður undirbúningsncfndar er Ásbjörg Gunnarsdóttir, og gefur hún upplýsingar varðandi þátttöku í undirbúningi. Varðbergsfundur um varnarmálin Varðberg heldur fund á fimmtu- dagskvöldið 20,febrúar í Átthagasal Hótel Sögu og hefst fundurinn kl. 20.30. Gestur fundarins verður Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og mun hann ræða um stefnu íslendinga í öryggis- og varnarmálum og svara fyrirspurnunt. Fundurinn er opinn félagsmönn- um í Varðbergi og SVS svo og gest- um þeirra. um aðferðir," sagði hann. Hjörleifur Guttormsson sagði að í júní hefðu verið sett lög um búvöru- framleiðslu í blóra við viðvaranir bænda og stjórnarandstöðu. Nú í þorrabyrjun birtust svo afleiðingarn- ar í reglugerð. Vinnubrögðin væru dæmalaus og það væri almenn krafa að fallið yrði frá þessu þar sem ekki væri hægt að framfylgja slíkri reglu- gerð á skynsantlegan hátt. „Hvernig hefði mönnum í sjávar- útvegi þótt að lúta slíku?“ spurði Hjörleifur. Hann sagði að svo reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að þvo hendur sínar af þessu á Alþingi og í Morgun- blaðinu meðan að allir vissu að Egill Jónsson og Birgir ísl. Gunnarsson hefðu tekið þátt í að undirbúa lögin. Páll Pctursson sagðist halda að það orkaði ekki tvímælis að reglu- gerðin væri sett í samræmi við lögin. Það sem hún hefði í för með sér þyrfti ekki að koma neinum á óvart því að bændur hefðu vitað að þeir þyrftu að draga saman. Páll sagði að sín samúð væri ekki með þeim sem hafa framleitt alveg ótakmarkað óháð því sem koma átti, heldur mun fremur með þeim sem höfðu dregið saman og voru síðan bundnir í lágu búmarki eftir það. „Búmarkið er eign bóndans og það er verið að svipta hann eign sinni ef á það er gengið. Ef átt er við bú- markið þá er hætt við að héðan í frá reyni allir bændur að framleiða alveg upp í sitt búmark,“ sagði Páll. Steingrímur J. Sigfússon sagði að það væri ekki einungis Sjálfstæðis- flokksmenn sem þvægju hendur sín- ar af lögum og reglugerðum því að síðan fylgdi formaður þingflokks Framsóknarflokksins í kjölfarið og færi að dæmi Pílatusar. „Landbún- aðarráðherra hlýtur að vera orðinn einmana", bætti hann við. Steingrímur gagnrýndi harðlega hversu seint umrædd reglugerð hefði komið fram og sagði að andstætt því sem gerðist með kvótakerfi í sjávar- útvegi þá væri ekki hægt að slökkva á kúm eins og vélum. Þá væri það „billegt" af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins að reyna að komast hjá ábyrgð í þessu máli. Friðjón Þórðarson minnti á að síð- astliðið vor hefðu samtök bænda kvartað undan því að heldur mikil ýtni fylgdi setningu Framleiðsluráðs- laganna. Menn yrðu að athuga það að hversu vel sem reglur væru úr garði gerðar þá næðu þær sjaldnast nægilega vel yfir öll tilvik. Egill Jónsson sagði að Sjálfstæðis- flokksmenn þyrftu ekki að sverja neitt af sér því að þeir hefðu haft for- ystu í þessum málum frá upphafi. Það væri hins vegar athyglisvert að fá að heyra eitthvað um það hvernig að gagnrýnendur laga og reglugerðar ætluðu sér að samræma fulla nýtingu framleiðsluréttar en lækkun fram- leiðslu samtímis því. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að fyrirverða sig fyrir það sem nú gerist,“ sagði Egill og bætti því við að það væri ekkert launungarmál að slík skipting sem rætt væri um kæmist ekki á vandalaust. Stefán Valgeirsson kvaðst vera undrandi á því hvernig að sumir þingmenn hefðu talað í ljósi þess hvernig að staðan hefði verið. Utlit hefði verið fyrir að bændur fram- leiddu um 120 milljónir lítra af mjólk án þess að fá nokkra greiðslu fyrir stóran hluta hennar. Stefán sagði að það væri vissulega ýmis ákvæði í Framleiðsluráðslögun- um sem hann hefði viljað hafa allt öðru vísi, en það væri hvort tveggja erfitt að ná málantiðlun um slíka lög- gjöf og ekki síður að skipta niður því sem nota á. Ólafur Þ. Þórðarson sagði það skoðun sína að það seni helst bjátaði á um þessar ntundir væri að lögin hefðu verið sett um þremur árum of seint. Ólíkt auðveldara hefði verið að taka á vandanum ef það Hefði ver- ið gert þá. Nú gerðu sér flestir grein fyrir því að það yrði að vera samræmi í framleiðslu og sölu búvöru. „Tveir af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins virðast hafa tekið stefnu sem ég fagna, nefnilega að auka niðurgreiðslur, og ég vona að þeir hafi áhrif á aðra samflokksmenn sfna í því sambandi," sagði Ólafur. Eggert Haukdal sagðist að sumu leyti geta tekið undir gagnrýni á vinnubrögðin við setningu laga og reglugerðar, en á hinn bóginn hefðu margir hlutar laganna tekist vel í framkvæmd t.d. varðandi stað- greiðslur. Eggert sagði það ljóst að ekki væri hægt að taka í einu höggi það sem hefði misfarist í stjórn land- búnaðarmála á undanförnum árum. Nú þyrfti að auka niðurgreiðslursem væru allt of litlar Fleiri þingmenn tóku til máls og fyrrnefndir stigu í ræðustól oftar en einu sinni. Síðastur á mælendaskrá var Jón Helgason sem sagði það augljóst að ekki væri hægt að efna til málefnalegrar umræðu um þetta mál- efni í því formi sem raun bar vitni og að enn hefði ekki verið bent á-aðra vænlegri kosti en þá sem umræðan snerist um. _ ec Samuel Reshevski er elsti þátttakandi á Reykjavíkurskákmótinu en hann hefur enn í fullu tré við þá yngri. Hér sést hann tefla við Davíð Ólafsson sem varð áður en yfir lauk að leggja niður vopnin. Tímamynd Árni Bjarna. Reykjavíkurskákmótið: Jafntefli við stórmeistara Hinn 13 ára skáksnillingur Hannes H. Stefánsson náöi jafntefli viö bandaríska stórmeistarann Boris Kogan í 7. umferö Reykjavíkur- skákmótsins í gær. Efstur meö 51/2 og biöskák er Kurt Hansen. Meö 5!/2 eru Bent Larsen og Gheorghiu og meö 5 vinninga Tal og Geller. Margir hafa 4l/i vinning m.a. Jóhann Hjartarson, Guömundur Sigurjónsson og Margeir Pétursson. Áttunda umferö er tefld á morgun, fimmtudag. 7. umferð. Hvítt Svart Anthony J. Miles-Curt Hansen bið Jóhann Hjartarson-Bent Larsen 0-1 Predrag Nikolic-Valery Salov bið Florin Gheorghiu-Robert Byme 1-0 Mikhail Tal-Utut Adianto 1-0 Helgi Óiafsson-Lev Alburt biö Miguel A Quinteros-Anatoly Lein bið Jón L. Ámason-Efim Geller 0-1 Guðmundur Sigurjónss-Margeir Péturss Vi-Vi Sergey Kudrin-Nick De Fimiian Vi-Vi Karl Þorsteins-Yasser Seirawan bið Tbomas Welin-Joel Benjamin bið Jens Kristiansen-John P. Fedorowicz Vi-Vi Vitaly Zaltsman-Samuel Reshevsky bið Paul van der Sterren-Karl Dehmelt 0-1 Ásgeir Þór Ámason-Larry Christiansen 0-1 John W. Donaldson-Maxim Dlugy Vi-Vi Ölafur Kristjánsson-Walter Browne bið Gert Ligtemik-Carsten Hoi 1-0 Þröstur Þórhallsson-Harry Schussler 0-1 Michael Wilder-Bragi Halldórsson 1-0 Boris Kogan-Hannes H. Stefánsson l/i-Vz Jouni Yrjola-Juerg Herzog 1-0 Benedikt Jónasson-Larry A. Remlinger bið Davið Ólafsson-Björgvin Jónsson 1-0 Róbert Harðars.-Guðmundur Halldórss. bið Jón G. Viðarsson-Hans Jung 0-1 Karl Burger-Þorsteinn Þorsteinsson bið Sævar Bjarnason-Eric Schiller 0-1 Antti Pyhala-Leifur Jósteinsson 1-0 Haukur Angantýss.-Guðmundur Gíslas. Vi-Vi Andrcw Karklins-Þröstur Árnason 1-0 Hilmar Karlsson-Láms Jóhanncsson 0-1 Haraldur Haraldsson-Dan Hanson 0-1 Tómas Björnsson-Kristján Guðmundsson bið Jóhannes Ágústsson-Áskell Örn Kárason 1-0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.