Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. febrúar 1986
Tíminn 3
Steinullarverksmiðjan:
Framkvæmdastjóri
ekki heimamaður
Stjórn Steinullarverksmiðjunnar á
Sauðárkróki hefur ekki enn ráðið
framkvæmdastjóra til fyrirtækisins,
en þó mun tíðinda að vænta um það
efni áöur en langt um líður. Nokkrir
einstaklingar munu koma til greina í
starfið en þó niun Ijóst að ekki verð-
ur valinn heimamaður.
„Það er ekki búið að ganga frá
ráðningu framkvæmdastjóra en við
erum að vinna í þessu. Það mun lík-
lega liggja fyrir innan fárra daga
hvernig fer. Þarna er um gott
mannaval að ræða án þess að ég geti
upplýst hverjir hafa sótt um stöð-
una," sagði Ólafur Friðriksson kaup-
félagsstjóri, en hann á sæti í stjórn-
inni.
Hvað varðar rekstur verksmiðj-
unnar ahnennt sagðj Ólafur að hann
gengi yfirleitt vel. Um þessar mundir
stæðu yfir prófanir á ofninum sem er
frá Elkem í Noregi sem ekki er enn
lokiö. Nokkrir erfiðleikar hafa verið
með umræddan ofn frá því að
reksturinn hófst, þar sem hann hefur
ekki skilað þeim afköstum sem fram-
leiðandinn ábyrgðist og auk þess hef-
ur hann þruft meiri raforku en upp
var gefið. „Þeirra er leikurinn nú og
við getum ekkert um þetta sagt fyrr
en að prófunum loknum," bætti
Ólafur við.
-SS
Farsíminn aflientur. Böðvar Ásgeirsson formaður Björgunarsveitar Ingólfs
prófar tækið og tekur í hönd Vilhjálms Georgssonar. Til hliðar við hann stend-
ur Ingvar Georgsson. Örlygur Hálfdánarson stcndur við hlið formannsins, en
lengst til hægri er Guðmar Guðmundsson.
Björgunarsveit Ingólfs:
Fengu farsíma
Björgunarsveit Ingólfs í Reykja-
vík tók nýlega við gjöf frá fyrirtæk-
inu Georg Ásmundssyni & Co.
Fyrirtækið afhcnti Ingólfsmönnum
nýjan farsíma, sem var settur í nýjan
snjóbíl sem Ingólfur hefur eignast.
Með talsímanum næst talsamband
við bílinn nánast hvar sem er á land-
inu. Síminn er af gerðinni Ericsson
og hefur Pósturogsími veitt leyfi fyr-
ir því að hann verði tengdur inn á
báta- og bílaþjónustu stofnunarinn-
ar. -ES
Fimmtudagstón-
leikar Sinfóníu-
hliómsveitarinnar
Carmina Burana
Fimmtudaginn 20. febrúar kl.
20.30 í Háskólabíói stjórnar Klaus-
peter Seibel flutningi á Sinfóníu nr. 1
eftir Beethoven og Carmina Burana
eftir Carl Orff. Klauspeter Seibel
hefur verið tíður gestur Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, m.a. er minnis-
stæður flutningur á óperunni „Hol-
lendingurinn fljúgandi“, sem hann
stjórnaði sl. vetur. Einsöngvarar í
Carmina Burana eru Sigríður
Gröndal, sópran, en hún var fulltrúi
íslands á Singer of the World sam-
keppninni í Cardiff 1983 og stundar
nú framhaldsnám í Hollandi, Júlíus
Vífill Ingvarsson, tenór og Kristinn
Sigmundsson, barítón sem báðireru
landskunnir fyrir söng sinn, bæði á
óperusviði og sjálfstæðum tónleik-
um. Kórhlutverkið er flutt af Kór ís-
lensku óperunnar. Kórstjóri er Peter
Locke frá Bretlandi. Einnig tekur
þátt í flutningnum barnakór íslensku
óperunnar.
Þetta er í þriðja skiptið sem verk
og 1. sinfónían
Carl Orffs, Carmina Burana, er flutt
hér á landi. Þar var Dr. Robert A.
Ottósson sem frumflutti verkið með
Söngsveitinni Fílharmóníu í Þjóð-
leikhúsinu árið 1960, og síðan var
það flutt undir stjórn Karsten
Andersen árið 1975.
Nafnið Carmina Burana er heiti á
kvæðasafni sem fanns í klaustrinu
Benediktbeuern í Bæjaralandi og er
handritið talið frá 13. öld, en kvæðin
flest eldri. Þessi skáldskapur er
kenndur við flökkustúdenta - go-
liardi - og er á latínu með þýskum og
frönskum slettum. Kvæðin fjalla
einkum um veraldlega hluti og eru
bæði alvarleg og léttlynd. Verkið
skiptist í þrjá þætti: Vorið, Á kránni
og Amorshirðin. Þó að Venus og
Bakkus virðist ráða ríkjum, þá er
það hin óumflýjanlega örlagagyðja,
Fortuna, sem ræður, því verkið hefst
og endar á söng um hverfulleik ham-
ingjunnar.
íslandsdeild IBBY:
Þrjú hefti komin
af Bðrn og bækur
Á síðastliðnu sumri var stofnuð
hér á landi fslandsdeild innan Al-
þjóðlega barnabókaráðsins IBBY.
IBBY er alþjóðleg samtök sem
starfa í um 40 löndum. Aðalmark-
mið þessara samtaka er að sameina
alla útgáfu og dreifingu bóka og ann-
ars efnis fyrir börn og unglinga.
íslandsdeildin hefur nú gefið út
þrjú hefti af tímaritinu Börn og
bækur. Fyrsta heftið fjallar um sam-
tökin sjálf og markmið þeirra.
Börn og bækur 2 er nokkurs konar
afmælisrit þar sem birtar eru skrár
yfir barna- og unglingabækur fjög-
urra íslenskra rithöfunda sem áttu
merkisafmæli 1985 og hafa skrifað
mikið fyrir börn.
Börn og bækur 3 er tilraun íslands-
deildarinnar að koma á framfæri ný-
útkomnum barna- og unglingabók-
um. íslandsdeild IBBY er öllum
opin sem áhuga hafa á málefnum
sem tengjast barnabókum, og er
áskrift að tímaritunum innifalin í ár-
gjaldinu.
LEIGUBÍLSTJÓRAR
NISSAIM BLUEBIRD
DIESEL SGL
á lækkuðu verði til mánaðamóta
kr. 599.000.-
til atvinnubílstjóra
Fylgihlutir:
Vökvastýri - Veltistýri - 5 gíra
Kasettutæki og útvarp með LM. MW. FM.
4 hátalarar - rafdrifið loftnet o.fl.
Tveggja ára ábyrgð.
Bílar teknir upp í - Góð lánakjör.
TOPP VARAHLUTAPJÓNUSTA
||| INGVAR HELGASON HF.
■ ■■ Sýningarsalurinn/Rauðagerói, simi 33560.