Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 19. febrúar 1986 Tíminn 11 Hallgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga: Athugasemd vegna skrifa HP Vegna skrifa Helgarpóstsins um Samvinnutryggingar og meint „tryggingarsvik" tveggja ráðherra, tel ég nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir: 1. Frá því ég tók við framkvæmda- stjórn hjá Samvinnutryggingum árið 1974, hef ég einn borið ábyrgð á ákvarðanatöku við endanlegt uppgjör tjóna hjá fé- laginu. Hvorki stjórn félagsins né einstakir stjórnarmenn hafa tekið ákvarðanir né haft afskipti af slík- um málum. 2. Ekki verður hjá því komist að rekja nokkuð þau tjón, sem um er fjallað í greininni. TjónJóns Helgasonar Jón Helgason hefur verið trygg- ingartaki hjá félaginu á ábyrgðar- tryggingum bifreiða frá 22. júní 1953. Kaskó tryggingu fyrir bifreið keypti hann fyrst hjá félaginu 4. júlí 1978. Bifreið Jóns, sem lenti í um- ræddum árekstri var Z-2202, sem keypt var 30. september 1981 og þá þegar sett í ábyrgðartryggingu, en kaskótrygging var keypt fyrir bif- reiðina 2. nóvember 1981. Umrætt tjón varð 11. september 1982 á Grafningsvegi í Þingvallasveit. Þar lenti bifreiðin í árekstri við aðra fólksbifreið á blindhæð. Bifreiðarn- ar voru báðar tryggðar hjá Samvinnu- trygginum. Lögregla var kvödd á staðinn og gaf skýrslu um árekstur- inn. Báðir bílarnir voru óökufærir eftir áreksturinn og voru færðir burt af slysstað af kranabíl. Við mat á sök, var bifreið Jóns talin eiga 'A sök en hin bifreiðin %. Tjón Jóns var því bætt að 2A úr ábyrðartryggingu þess bíls, er á móti kom, en að einum þriðja úreigin kaskótryggingu. Upp- hæðir, sem komu til greiðslu voru kr. 44.500.00 úr ábyrgðartryggingu, en kr 47.620.00 úr kaskótryggingu. Jón Helgason ók bifreið sinni ekki í umræddu tilviki, heldur vörslumað- ur, sem Jón hafði fengið bifreiðina í hendur. Ekki þótti ástæða til að neita bótum úr kaskótryggingunni af þeim sökum. Enda alvanalegt, að eigend- ur bifreiða feli öðrum að aka bifreið- um sínum í ýmis konar tilgangi. Tjón Steingríms Hermannsson- ar Steingrímur keypti fyrst ábyrgðar- tryggingu hjá Samvinnutryggingum 27. maí 1947, en kaskótryggingu, fyrst 10. ágúst 1978- Bifreið Stein- gríms G-11648, sem lenti í umrædd- um árekstri var ábyrgðartryggð frá 10. ágúst 1978 og kaskótryggð frá sama tíma. Tjónið var á gatnamótum Vífils- staðavegar og Brúarflatar 20. maí 1981. Samkvæmt lögregluskýrslu, sem tekin var á slysstað, játaði dóttir Steingríms, að hún hefði tekið bif- reiðina ófrjálsri hendi og við fram- haldsrannsókn hjá lögreglu játaði vinkona hennar að hafa ekið bifreið- inni. Báðar voru -15 ára að aldri. Auk stúlknanna voru tveir piltar farþegar í bifreiðinni umrætt skipti og stað- festu þeir framburð stúlknanna. Áreksturinn varð með þeim hætti, að stúlkan, sem ók bifreið Stein- gríms, virti ekki biðskyldu. Bifreið Steingríms var talin eiga 100% sök á árekstrinum. Kaskótjón á bifreið Steingríms varð kr. 6.254.95 og var það greitt af Samvinnutryggingum. Tjón, sem verður þegar bifreið er tekin ófrjálsri hendi er bótaskylt. Hins vegar kom til álita, hvort endurkrefja bæri ökumann bifreiðarinnar um tjónið. Umferðarlög kveða svo á, að endurkrefja skuli tjón hjá ökumanni Hallgrímur Sigurðsson. ef tjóninu er valdið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Pær aðstæður voru ekki fyrir hendi, auk þess sem aldur stúlkunnar gaf enn síður á- stæðu til endurkröfu. Ég fullyrði, að tjón þessi voru meðhöndluð á nákvæmlega sama hátt og önnur tjón, sem koma til af- greiðslu hjá Samvinnutryggingum, þar skiptir engu máli hvaða stöðu viðskiptavinurinn gegnir. Auk þess leyfi ég mér að benda á, að hafi viðskiptamaður keypt trygg- ingu hjá tryggingarfélagi og sannar- lega orðið fyrir tjóni, þurfa að vera fyrir hendi sérstakar og alvarlegar ástæður fyrir því, að neitað sé um greiðslu. I hvorugu þessara framan- greindu tjóna voru slíkar ástæður fyrir hendi. 3. Ásakanir um hvarf skjala og gagna úr hirslum Samvinnutrygg- inga eru ekki svara verðar. Enda verða fyrirtæki af slíkri stærð ekki rekin með þess konar að- ferðum. 4. I grein Helgarpóstsins kemur fram, að upplýsingar þær, sem greinin byggist á séu komnar frá fjórum einstaklingum, sem sent hafa kæru á Samvinnutryggingar til ríkissaksóknara, m.a. vegna meðhöndlunar framangreindra tveggja tjónamála. Ég tel nauðsynlegt, að það komi fram hverjir þessir einstaklingar eru. Kæruna undirrita: Ragnar Jóhann Jónsson, en hann er sonur Jóns Rafns Guðmundssonar, sem var framkvæmdastjóri Endur- tryggingafélags Samvinnutryginga. Arnar G. Pálsson, Ólafur Örn Ólafs- son ogTryggvi Björnsson. Aðeins einn þessara manna er með smávægilega tryggingu hjá Samvinnutryggingum. Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga g.t. FRÍMERKI Að stof na frímerkjaklúbb Pað er ekki alltaf auðvelt að stofna klúbb, eða félag þeirra sem vilja vinna að sama áhugamáli. Þetta þekkja flestir, sem eitthvað hafa komið nálægt félagsmálum. En tök- um fyrir í stuttu máli hver eru höfuð- atriðin. 1) Það þarf að vera einhver sem vill ríða á vaðið og skipuleggja starfið. Sé um að ræða ungmenna- klúbb, þá eru yfirleitt fyrir hendi æskulýðsráð, eða tómstundaráð og nefndir í öllum bæjarfélögum, sem gjarna hjálpa til með að auka félags- starfsemi yngra fólks. Slíkir aðilar eru því gjarna hjálplegir við svona stofnun. Ékki skaðar ef einhver full- orðinn einstaklingur, sem vit hefir á frímerkjum er fenginn til aðstoðar. Þá er ekki úr vegi að fá skólann til að hjálpa til. Flestir skólar á landinu munu vilja nota sér af því sem kallað er tómstundastarf í skólum við að hjálpa nemendum til að stofna svona klúbb. Nægir þar að nefna að frí- merkin geta verið ágætis hjálpartæki við kennslu. Þá hafa allflestir kenn- arar fengið nokkra nasasjón af því, hvernig á að safna frímerkjum og ætli þeir sjái auk þess ekki allir hversu nota má þau sem hjálpartæki, t.d. í vinnubækur. 2) Þegar svo þarf að búa tit lög eða starfsreglur fyrir klúbbinn má leita til Landssambands íslenskra frímerkja- safnara um fyrirmyndir. Landssam- bandið, eða L.Í.F., fær vissa fjárveit- ingu á ári hverju frá Póstmálastjórn til að vera til hjálpar í slíkum málunt. Þá er að ákveða hversu oft skal halda fundi. 3) Ráðlegt væri að halda ekki fundi of ört ífyrstu a.m.k. þvíaðþað er enginn vandi að verða leiður á ein- hverju sem oft mikið er af. Hálfs- mánaðarlegir fundir yfir vetrartím- ann/skólatímann, er ekki svo frá- leitt. Auk þess geta svo þeir sem mest magn eiga af frímerkjum hist oftar til að skipta á merkjum og/eða skoða merki og söfnunaraðferðir hver hjá öðrum. 4) Fundarefni getur verið margs- konar, en hér er t.d. tillaga: a) Fundarsetning og efni er varðar rekstur klúbbsins. b) Fræðsluefni (Safn skoðað - sér- efni tekið fyrir - ný bók skoðuð - Fyrirlestur^- lesnar upp greinar úr blöðum eða tímaritum, sem borist hafa). c) Lítið uppboð. Frímerkjaskipti, samkvæmt verðlista. d) Önnur mál e) Almenn skipti á frímerkjum, frjálst spjall. 5) Enginn er meistari við fyrsta högg og því ættu menn ekki að vænta neinnar fullkomnunar á fyrstu fundum, en margt má sér gera til gamans. Til er bæklingur sem heitir: „Uppsetning". Stuttur leiðarvísir um það hvernig frímerkjasafn er sett upp, eftir Gunnar Dahlvig. Hann má fá frá L.Í.F. og nota til leiðbeiningar um hvernig söfn eru sett upp, ef ein- hver á orðið svo mikið efni, að ástæða sé til. Þá eru til frímerkja- bækur fyrir öll lönd heims, sem fást í frímerkjaverslunum. Þessar bækur hafa reiti fyrir öll frímerki viðkom- andi lands. Auk þess er hægt að fá blöðin í þessar bækur í ákveðnum hlutum. Svo dæmið ísland sé tekið, þá má kaupa Lýðveldið Island sér og svo þegar það er fyllt má kaupa blöð- in fyrir konungsríkið á eftir. 6) Ekki er gerlegt að safna merkjum án þess að hafa frímerkjaskrá yfir land það sem safna á. Þessar skrár eru í daglegu tali nefndar frímerkja- verðlistar. Hér á landi eru tveir slíkir gefnir út. Er þar annars vegar „ís- Nú er sá árstími, þegar starfsemi áhugaleikfélaganna á landsbyggð- inni stendur sem hæst. Á Norður- landi er mikil gróska í þessum málum. Atvinnuleikhúsið á Akur- eyri æfir söngleikinn Blóðbræður, auk þess sem starfsemi sjö áhuga- leikfélaga er í fullum gangi. Leikfélag Öngulsstaðahrepps frumsýndi leikritið Kviksand í Freyvangi föstudaginn 14. febrúar, undir stjórn Þráins Karlssonar. Höfundur verksins er Micael Vinc- ent Cazzo, og tekur hann til um- fjöllunar líf ungs manns sem ánetj- aður er vímuefnum. Einnig er komið inná viðbrögð aðstandenda mannsins, ástæður neyslunnar og afleiðingar. Leikritið gerist í New York í kringum 1950 en á ekki síð- ur erindi til íslendinga nú, á dögum sívaxandi neyslu vímuefna og hvers kyns óhroða. Hlutverk í sýn- ingunni eru 9, en alls vinna um 20 manns að uppfærslunni. Leikfélag Grenivíkur er að æfa gamanþriller- inn Slettirekuna undir stjórn Erlu lensk frímerki", sem Isafoldarprent- smiðja gefur út árlega og á að fást í öllum bókaverslunum. Hinsvegarer „íslenski frímerkjaverðlistinn," sem Frímerkjahúsið, Lækjargötu 6a, Reykjavík, gefur út og má panta þaðan. Listarnir fyrir Norðurlöndin heita svo „A.F.A.“ og „Facit“, þeir sem hægt er að fá í frímerkjaverslun- um hér á landi. Þá er hægt að kaupa verðlista fyrir t.d. Evrópu, eða allan heiminn. Þarna er orðið um dýrar bækur að ræða. Því er heppilegt að klúbbarnir kaupi slíka lista og láni þá svo meðlimunum til skiptis. Þannig má einnig kaupa ýmsar aðrar bækur um frímerki, sem kunna að fást á hverjum tíma í frímerkja eða bóka- verslunum. 7) Þá skal þess getið að frímerki verða víst ekki ódýrari en á nafn- verði, þegar um ónotuð merki er að ræða. Þau er hægt að kaupa frá frí- merkjasölu Póstmálastjórnar við- komandi lands. Hér á landi er þetta: Frímerkjasalan, Pósthólf 8445, 128-Reykjavík. Þarna má panta ónotuð frímerki, B. Skúladóttur, og stefna Gren- víkingar að frumsýningu 21. febrú- ar. í Skriðuhrcppi er gamanleikur- inn Ingiríður Óskarsdóttir eftir Trausta Jónsson, í fullum gangi undir stjórn Péturs Eggerz. Frum- sýningardagur er óákveðinn. Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri er að hefja starfsemi sýna undir stjórn Theodórs Júlíussonar. Ekki er hægt að gefa nafn leikrits- ins upp ennþá, en menntskælingar stefna að frumsýningu um miðjan apríl. Á Þórshöfn er Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson í uppsiglingu undir stjórn Auðar Jónsdóttur. Saumastofan greinir frá 6 konunt sem vinna á saumastofu. Á afmæli einnar þeirra lyfta konurnar glasi, og þegar andinn úr glasinu hefur liðkað um tunguhöftin rekja þær ævisögur sínar hver fyrir annarri. Auk þess koma við sögu karlmenn þeir er á saumastofunni vinna. Frumsýning er áætluð 1. mars. fyrsta dags stimpluð bréf og svo nátt- úrlega ný merki, stimpluð. Hægt er að gerast áskrifandi og fá fastan við- skiptareikning sem borgað er inn á, Þann sama dag frumsýnir Leikfé- lag Húsavíkur Endasprett eftir Pet- er Ustinof. Verkið segir frá lífs- hlaupi Sams nokkurs, og fá áhorf- endur að kynnast honum og lífsvið- horfum hans á fjórum aldursskeið- um, tvítugum, fertugum, sextugum og áttræðum. Lýst er sambandi hans við foreldra sína og síðar framkomu Sams við son sinn, sem er bein endurspeglun á uppeldi hans sjálfs. Leikstjóri er Oktavía Stefánsdóttir. Á Dalvík stjórnar Margrét Ósk- arsdóttir æfingum á Jóa eftir Kjart- an Ragnarsson. í stuttu máli fjallar Jói um samskipti þroskahefts drengs við foreldra sína. Frumsýn- ing á Jóa er áætluð 7. mars. Hjá Leikfélagi Akureyrar eru sýningar á Silfurtúnglinu eftir Hall- dór Laxness um hverja helgi. Auk þess eru hafnar æfingar á leikritinu Blóðbræður (Blood Brothers) eftir Willy Russel (sá er gerði kvik- myndina Educating Rita). Blóð- bræður er söngleikur, og hefur eða láta senda sér merkin í póst- kröfu. Einnig er hægt að fá áskrift að sérstimplum, meira um það annars- staðar. Sigurður H. Þorsteinsson. Magnús Þór Jónsson, betur þekkt- ur sem Megas, þýtt verkið. Leik- stjóri er Páll Baldvin Baldvinsson, og í helstu hlutverkum eru Þráinn Karlsson, Erla B. Skúladóttir, Sunna Borg, Barði Guðntundss. og Ellert A. Ingimundarson. Blóð- bræður segir frá tvíburabræðrum sem alast upp við ólíkar aðstæður og vita eigi um skyldleika sinn. Ör- lögin haga því þó þannig að þeir kynnast, og sverjast meira að segja í fóstbræðralag, þótt hin raunveru- lega móðir þeirra, svo og fóstur- móðirin, reyni að koma í veg fyrir kunningsskap þeirra. Inní leikritið blandast allskyns hjátrú, þess efnis að ef tvíburabræður sent hafa verið aðskildir, og ókunnugt er um upp- runa sinn komist að hinu sanna, muni báðir deyja. Hvað hér gerist verður bara að koma í ljós, og rétt að benda á að leikritið Blóðbræður verður frumsýnt 21. rnars nk. Það er því úr nógu að moða fyrir Norðlendinga á sviði leiklistar um þcssar mundir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. hía iíómleg íeikiist á Norðuríandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.