Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 16
NJARÐVIKINGAR eru komnir í úrslit bikarkeppninnar í körfuknattleik þrátt fyrir aö hafa tapað fyrir baráttuglöðum Valsmönnum 76-71 í Seljaskóla í gærkvöldi. Fyrri viðureign liðanna lauk nefnilega með öruggum sigri Suðurnesja- mannanna og höfðu þeir 19 stiga forskot er þeir mættu til leiks í gær- kvöldi. Það forskot létu þeir ekki af hendi. Valur Ingimundarson skoraði 31 stig fyrir Njarðvík, þar af fimm þriggja stiga körfur. Tómas Holton skoraði mest fyrir Val eða 14 stig. Njarðvíkingar mæta annaðhvort Haukum eða Keflvíkingum í úr- slitunum. Um 600 manns á yfir 5 tíma fundi kúabænda: Bændur algerlega óvið- búnir 10 -18% skerðingu - hafa reiknað með 4% síðan í haust „Meðal bænda kom fram gíf- urlegur áhugi um að þrýsta á stjórnvöld að auka niður- greiðslur á mjólkurafurðum á ný. Það ætti bæði að leiða til aukinnar mjólkursölu en jafn- framt að geta liðkað til fyrir kjarasamningum og hjálpað til að halda vísitölunni í skefjum og þar með stuðla að lækkandi verðbólgu," sagði Bergur Pálsson, stjórnarmaður í Fé- lagi kúabænda á Suðurlandi. En hann var spurður um helstu málin sem til umræðu voru á geysifjölmennum fundi sem fé- lagið boðaði til um mjólkur- málin. Sækjavarð kirkjubekkina Af fundarsókninni má ljóst vera að samdráttur í mjólkur- framleiðslunni brennur á bændum. Sunnlenskir rnjólk- urframleiðendur _eru um 700 talsins. Á fundinn í Njálsbúð komu um 600 manns. Eftir að búið var að smala saman öllum tiltækum stólum úr næstu hús- um vantaði enn sæti fyrir stóran hóp, og var þá brugðið á það ráð að flytja bekkina úr kirkju þar í nágrenninu og koma fyrir í anddyri Njálsbúðar. Þrátt fyr- ir 15 mín. hámarksræðutíma stóð fundurinn fram undir kl. hálf þrjú um nóttina, eða á 6. klukkutíma. Allir þingmenn mættu Auk framleiðenda komu á fundinn margir af forystu- mönnum bændasamtakanna í Reykjavík og allir þingmenn og þar með ráðherrar kjördæmis- ins. Heldurfannst mönnum lít- ið á ræðum þingmannanna að græða. Að sögn Bergs lýsti Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra að vísu yfir að hann hcfði fullan hug á að niðurgreiðslur yrðu auknar. Fjármálaráð- herra Þorsteinn Pálsson hefði hins vegar lýst yfir að það væri ekki hægt, útgjöld ríkisins væru þanin til hins ítrasta. Það sem mest var gagnrýnt á fundinum, og menn eru ósátt- astir yfir er það hve þeim var seint tilkynnt um leyfilega framleiðslu fyrir fullt verð, eða ekki fyrr en síðari hluta jan- úarmánaðar, þegar um 5 mán- uðir voru þegar liðnir af verð- lagsárinu. Bjuggust við 4% - Það var búið að tala um að heildarskerðingin yrði um 4% miðað við framleiðslu síðasta verðlagsárs - þ.e. úr um 111 millj. lítrum niður í 107 millj. lítra sem tryggt yrði fullt verð fyrir. Þegar bréfin svo loksins berast er skerðingin frá 10-18% hjá öllum fjöldanum. Þessu voru menn algerlega óviðbún- ir, eru ósáttir við það og hefur gengið illa að skilja, að sögn Magnúsar Finnbogasonar á Lágafelli, sem Tíminn ræddi við eftir fundinn. Ein ástæða þessa er sú að tekin séu 5% ofan af svæðabúmarkinu sem síðan eigi að nota í „mix“, sem menn séu töluvert ósáttir við líka. Erfitt að skrúfa fyrir kýrnar Að sögn Magnúsar kom fram að þegar er búið að fram- leiða um 47% af fullvirðis- marki svæðis Mjólkurbús Flóamanna, þ.e. áður en verð- lagsárið er hálfnað og stóri framleiðslutoppurinn - sumar- ið - framundan. Það þýði að margir bændur verði búnir með sinn kvóta fyrir mitt sumar og fái því lítið sem ekkert fyrir sína mjólk í júlí og ágúst. „Það er engu líkara en að stjórn- málamenn haldi að hægt sé að skrúfa fyrir kýrnar eins og bjór- líkiskranana þarna fyrir sunnan," sagði kona ein í hópi ræðumanna um þetta atriði. Refur, refur Auk þess að skerðingin er meiri en menn óraði fyrir er nú góðærissveifla á Suðurlandi, að sögn Magnúsar, sem ýtir undir aukna framleiðslu. Þá sagði hann svo oft, mikið og lengi búið að tala um að stjórna framleiðslunni án þess að það hafi raunverulega verið gert, að ýmsir hafi heldur ekki trúað á það nú, fyrr en þeir sáu það svart á hvítu. En sú til- kynning barst bara nær hálfu ári of seint, sem fyrr segir. Þreföldun á beljudrápi Þótt aðeins sé innan við mán- uður síðan bændur sáu skerð- inguna svart á hvítu telur Berg- ur viðbrögðin til að draga úr framleiðslunni þegar veruleg. „Ég verð var við að menn hafa dregið alveg gífurlega úr kjarn- fóðurkaupum. Sömuleiðis er nú stanslaust beljudráp í sláturhúsunum, t.d. 147 hjá SS á Selfossi fyrstu tvær vikurnar í febrúar nú samanborið við 48 á sama tíma í fyrra. Þetta heyrir maður víðar, þ.e. um þreföldun á slátrun. Þar sem ég trúi ekki að menn séu að skera kýr sem komnar eru að burði hljóta þetta að vera haustbærurnar sem þeir eru að drepa núna í stórum stíl, en það eru einmitt þær sem mönnum hefur verið sagt á undanfjörnum árum að fjölga, til þess að jafna mjólk- urframleiðsluna milli sumars og vetrar. Ég er því ekki svo mjög hræddur um að margir þurfi að hella niður mikilli mjólk í haust, en hræddari við að mjólkurleysis gæti hér sunnan- lands þegar líða tekur á haust- ið,“ sagði Bergur. Margirfaraáhausinn „Vegna þessa mikla sam- dráttar held ég líka að alveg sé ljóst að þó nokkur stór hópur bænda, sérstaklega þeir sem verið hafa að byggja upp á verðtryggðum lánum á undan- förnum árum, mun hreinlega fara á hausinn, þar sem þeir geta þá ekki lengur staðið við skuldbindingar sínar. Það alvarlegasta við þetta er, að þegar komið er svona full- virðismark á jarðirnar geta þessir menn ekki einu sinni losnað með því að selja þær - því það kaupir þær enginn. í reynd virkar þessi reglugerð því sem hrein eignaupptaka - menn verða bara að ganga frá jörðum sínum sem síðan fara í eyði. Stór hluti vandans er auðvit- að sá að stjórnvöld hafa aldrei haft stjórn á landbúnaðarmál- um eða nokkra stefnu - fyrr en þá núna allt í einu. Tilfellið er, að það er búið að hleypa allt of mörgum út í mjólkurfram- leiðslu. Höfuðmeinsemdin er sú, að vegna þess að vantað hefur ákveðnar reglur til að fara eftir hefur búmarkið ein- hvern veginn lekið út. Búmark í mjólk er nú komið í um 143 millj. lítra á sama tíma og neyslan í landinu er um eða innan við 100 millj. lítrar. Þetta gengur auðvitað ekki upp.“ Níu kúabúfærðí aðra landshluta Bergur sagði Sunnlendinga einnig óskaplega sára yfir því að hlutdeild þeirra í heildar- framleiðslunni hafi minnkað úr 36,5% að meðaltali s.l. 3 ár (þar af tvö óþurrkaár) niður í 35,7% nú. Þetta hálfa prósent þýði hálfa milljón lítra - eða með öðrum orðum að 9 meðal kúabú á Suðurlandi séu tekin og færð í aðra landshluta - öf- ugt við það sem mönnum fynd- ist með tilliti til þess að nær % markaðarins sé suð-vestan- lands. Loka bændastéttinni strax En hvað er helst til ráða úr því sem komið er? - Bara að loka bændastétt- inni strax í dag. Hætta að lána mönnum út á fjósbyggingar í einhvern ákveðinn tíma og taka algerlega fyrir aukabú- mark á jarðir við ábúenda- skipti. Auðvitað er leiðinlegt að segj a nei við unga menn sem vilja bætast í stéttina - en þó enn verra að leyfa þeim að byrja og hengja þá svo. Lán- veitingar Stofnlánadeildar á síðustu árum hafa greinilega ekki verið til neins annars en að rétta mönnum snöruna," sagði Bergur. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann um borð í togarann Viðey í gærdag. Skipið var að veiðum á Reykjaneshrygg þegar slysið varð. Það var klukkan 13:49 sem þyrlan fór í loftið, og var hún yfir skipinu fimmtíu mínútum síðar. Greiðlega gekk að ná manninum um borð í þyrluna. Þegar meiðsli mannsins voru könnuð kom í Ijós að hann var lærbrotinn og hafði hlotið einhver frekari meiðsli. Þessi mynd var tekin þegar þyrlan lenti við Borgarspítal- ann um ki. 15.00 með sjó- manninn. Tímamynd Árni Bjarna Páll Pétursson alþingismaður: Reikni- reglan stór- gölluð „Reglugerðin er í sam- ræmi við lögin en hins veg- ar er hvorugt gallalaust," sagði Páll Pétursson, al- þingismaður í umræðum á Alþingi í gær. „Það er nauðsynlegt að takmarka mjólkurframleiðsluna og það áttu allir bændur að vita. Það er ekki gild afsök- un að það komi flatt upp á bændur að þeir þurfi að draga saman framleiðsl- una, sérstaklega eftir laga- setninguna í fyrravor sem fól í sér 30% skerðingu út- flutningsbóta á þessu ári. Héraðakvótinn var sjálf- sagður og eðlilegur en það hefur tekist óhönduglega til í framkvæmd hans sér- staklega í skiptingu milli einstakra bænda. Það er gróflega hallað rétti þeirra svæða og þó sérstaklega þeirra bænda sem urðu við tilmælum stjórnvalda um að draga saman. Þeirra hlutur er skertur á kostnað þeirra sem ekki tóku mark á stjórnvöldum og fram- leiddu eins og ekkert hefði í skorist og juku jafnvel við framleiðslu sína. Ég tel að reiknireglan sem notuð var til að skipta framleiðslunni milli einstakra bænda sé stórgölluð. Búmarkið er eign bóndans. Það ákveður lífsbjargarmöguleika af hefðbundinni framleiðslu á viðkomandi jörð og eðli- legra hefði verið að hlutfall af búmarkinu hefði vegið þyngra í skiptingunni á framleiðsluréttinum á milli bænda. Ákvörðun um að enginn fái að framleiða meiri mjólk en hann gerði í fyrra hversu langt sem hann var undir búmarki er ekkert annað en að svipta menn réttmætri eign sinni. Með þeirri aðferð sem nú er upptekin þorir enginn bóndi annað en að fram- leiða að fullu upp í fram- leiðslurétt sinn hvort sem hann ætlaði sér það eða ekki. Því annars á hann það á hættu að glata honum. Bændur geta í mörgum til- fellum hagað sinni fram- leiðslu þannig að samdrátt- urinn þurfi ekki að vera samdráttur í nettótekjum. Héraðakvótann varð að setja en skipting milli ein- stakra framleiðenda er ófullkomin frumsmíð. Sú stefna má ekki verða ofaná sem örlað hefur á í þessum umræðum að stækka beri stóru búin en að gera minni bændunum ókleift að búa. Og þeirri stórbændastefnu er ég andvígur.11 Nánar er sagt frá um- ræðu á Alþingi um þetta mál á bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.