Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. febrúar 1986 Bogdan velur 16 menn til þátttöku á HM: Þorbergur og Alfred - þeir koma til móts við landsliðið í Sviss um helgina - Fjölmennt fylgilið Bjarni Gudmundsson hornamaður er einn íslensku strákanna sem þurfa að standa undir miklum væntingum á HM. Hann hefur verið í lægð að undan- förnu en hressist vonandi. Tímamynd: Svcrrir Bogdan Kowalczyk, landsliðs- þjálfari í handknattleik hefur valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í HM í handknattleik í Sviss. Eins og kunn- ugt er þá verður fyrsti leikurinn á þriðjudaginn kemur og verður þá leikið gegn S-Kóreu. Landsliðshóp- ur Bogdans kemur ekkert á óvart. Þorbergur Aðalsteinsson og Alfreð Gíslason eru báðir tilbúnir í slaginn og munu koma til liðs við íslenska landsliðið í Sviss á laugardaginn kemur. Með tilkomu þessara manna verður ekki pláss fyrir Júlíus Jónas- son enda mikið af skyttum í liðinu. Annars lítur Hópurinn þannig út: Einar Þorvarðarson, Tres de Mayo Kristjan Sigmundsson, Víkingi Ellert Vigfússon, Val Þorgils Ottar Mathiesen, FH Atli Hilmarsson, Gunzburg Bjarni Guðmundsson, Wanne Steinar Birgisson, Víkingi Sigurdur Gunnarsson, Tres de Mayo Alfreð Gíslason, Essen Páll Ólafsson, Dankersen Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Kristján Arason, Hameln Þorbjörn Jensson, Val Jakob Sigurðsson, Val Geir Sveinsson, Val Þorbergur Aðalsteinsson, Saab Þeir landsliðsmenn sem æft hafa með liðinu og tekið þátt í undirbún- ingnum og ekki eru í 16 manna hóp eru Júlíus Jónasson, Val, Jón Árni Rúnarsson Fram, Egill Jóhannesson Fram, Valdimar Grímsson, Val, Guðmundur Albertsson, Víkingi,og Brynjar Kvaran.Stjörnunni. Það kemur nánast ekkert á óvarr í þessu vali Bogdans. Slagurinn var sennilega jafnastur um þriðja mark- vörðinn cn Ellert hafði vinninginn í vali Bogdans. Auk þessara 16 leikmanna þá fara Bogdan landsliðsþjálfari og hans að- stoðarmenn þeir Guðjón Guð- mundsson liðsstjóri, Gunnar Þór Jónsson Iæknir og Andrés Kristjáns- son sjúkraþjálfi. Þá eru í fararstjórn íslenska liðsins þeir Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ sem verð- ur aðalfararstjóri og honum til að- stoðar verða Ingvar Viktorsson, Þórður Sigurðsson og Davíð B. Sig- urðsson. Þá er áætlað að þjálfarar kvenna- og yngri landsliða okkar fari á HM og verði Bogdan innan handar með njósnir um önnur lið og sitthvað fleira. Þá eru tveir dómarar með í förinni til að fylgjast með fram- kvæmd og dómgæslu þessa stórmóts. Félagsskipti í knattspyrnu: Ámundi í Val Valsmönnum hefur bæst liðsstyrk- ur í knattspyrnunni. Árnundi Sig- mundsson, miðvallar- og sóknar- leikmaður, hefur tilkynnt fclaga- skipti úr Víking yfir í Val. Hann verður löglegur með félaginu eftir mánaðartíma þannig að hann ætti að geta spilað með í Rcykjavíkurmót- inu. Hann á reyndar enn við dálítil meiðsl að stríða á læri eftir síðasta keppnistímabil en sagði í viðtali við Tímann að hann vonaðist til að fara að ná sér góðum. Ámundi er ekki eini liðsstyrkurinn sem Valsmenn fá fyrir næsta keppnistímabil því bæði Ársæll Kristjánsson og Sigurjón Kristjánsson hafa tilkynnt félaga- skipti yl'ir í Val. Gráðumót í júdó: Fjölmennt og fjörugt Körfuknattleikur, bikarkeppnin: Ósigurinn áhrifalaus - Valur sigraði Njarðvík 76-71 - Suðurnesjamennirnir eru samt komnir í Um síðustu helgi fór fram svokall- að Gráðumót í júdó. Á þessu móti kepptu eingöngu kyu-gráðaðir júdó- menn. Þessar kyu-gráður fá menn fyrir júdóæfingar og keppni en byrj- að er með 6 kyu og síðan unnið sig upp í 1 kyu. Þá tekur við 1 dan og þaðan liggur leiðin uppí 10 dan. All- ar þessar gráður eru táknaðar á keppanda með mismunandi lit á beitum. Á þessu gráðumóti kepptu 30 keppendur frá fimnt félögum m.a. Grindavík, UMFSvarfdæla, Dalvík. Urslit urðu sem hér segir: úrslitin - Mæta Haukum Njarðvíkingar eru komnir í úrslit bikarkeppninnar í körfu þrátt fyrir 76-71 tap gegn Val í Seljaskóla í gær- kvöldi. Njarðvík vann nefnilegafyrri leikinn með 19 stiga mun og tapinu Almennartryggja Almcnnar Tryggingar hafa gef- ið íslcnska landsliðinu í hand- knattleik nauðsynlegar trygging- ar vegna þátttökunnar á HM í handknattlcik. Hér er um að ræða farangurstryggingu og víð- tæka slysatryggingu sem gildir fyrir leikmenn jafnt utan vallar sem innan. Það þarf ekki að hugsa mikið til að sjá h versu góð gjöf þetta er fy r- ir HSÍ sem er að leggja í jafn erf- iða keppni sem HM. eða Keflavík tóku því Suðurnesjamennirnir frek- ar létt. Staðan í hálfleik var 36-26 fyrir Val. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og Sturla Örlygsson og Krist- ján Ágústsson voru báðir iðnir við körfuskorunina í byrjun. En er líða tók á jafnaðist viðureignin og fimm þriggja stiga körfur Vals Ingimund- arsonar í síðari hálfleik sáu til þess að Njarðvíkingar héldu sig í kristi- legri nálægð við Hlíðarendapiltana. Valur skoraði langmest fyrir Njarðvík eða 31 stig en eyddi samt sem áður mörgum skotum í vitleysu. Tómas Holton (14 stig) og Torfi Magnússon (13 stig) voru atkvæða- mestir í liði Vals. Með Arnarflugi á HM Uruguay marði jafntefli Uruguay og Pólland gerðu jafn- tefli í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Uruguay í fyrradag. Leikurinn endaði 2-2 en Pólverjar voru fyrr til að skora. Baran náði for- ystu fyrir þá á 7. mín.en Bossio jafn- aði. Baran skoraði aftur en rétt fyrir leikslok jafnaði Zalazar fyrir heima- menn. Það voru 50 þúsund manns sem fylgdust með Ieiknum á Centen- ario-leikvanginum í Montevideo. Liverpool áfram Liverpool er komið áfram í bikarkeppninni ensku og mætir annað hvort Watford ellegar Buryíátta liða úrslit- um keppninnar. Liverpool lék gegn York í gærkvöldi á Anfield leikvell- inum í Liverpool og bjuggust flestir við auðveldum sigri heimamanna. Annað var þó upp á teningnum. Jórvíkurbú- arnir sýndu mikla mótstöðu og var jafnt 1-1 eftir venjuleg- an leiktíma. í framlenging- unni hafði Liverpool hins vegar betur og sigraði 3-1. Þá sigraði Stoke lið Fulham 1-0 í 2. deildarleik sem háður var í gærkvöldi á Victoría Ground. -r 60 kg n. 1. Eiríkur Ingi Kristinsson 1. kyu Ármanni 2. Helgi Júlíusson 1. kyu Ármanni 3. Magnús Kristinsson 2. kyu Ármanni 3. Þór Kjartansson 4. kyu Ármanni -f 65 kg. fl. 1. Gunnar Jónasson 1. kyu Gerplu 2. Þorsteinn L. Jóhannesson 3. kyu Ármanni 3. Ólafur V. Sigurvinsson 6. kyu UMFG 3. Gudmundur Haraldsson 5. kyu UMFSv. -í- 71 kg fl. 1. Brynjar Adalsteinsson 2. kyu UMFSv. 2. Karel Halldórsson 3. kyu Ármanni 3. Baldvin Á. Þórisson 4. kyu Ármanni 3. Jón Geir Stefánsson 4. kyu UMFSv. -£- 78 kg. fl. 1. Páll M. Jónsson 1. kyu Ármanni 2. Halldór Hafsteinsson 1. kyu Ármanni 3. Egill Sigurgeirsson 3. kyu Ármanni - 86 kg fl. 1. Arnar Marteinsson 1. kyu Ármanni 2. Gísli Wíum 1. kyu Ármanni 3. Sigurdur Sverrisson 4. kyu Ármanni 3. Jón Atli Eðvarðsson 4. kyu Ármanni Getraunir1x2 Getraunir1x2 Getraunir1x2 Getraunir1x2 Getraunir 1x2 Það verður að viðurkennast að árangur okkar hér á Tímanum í síð- ustu viku var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við höfum að vísu þá af- sökun að flestir lcikirnir voru á- kveðnir með vitlausum tcningi og röðinn varð alveg fráleit. Það var að vísu vitað inál að flcstum leikjanna yrði frestað um síðustu helgi þannig að öll spádómsviðleitni fauk út í veðrið eins og leikirnir. Nú, spámað- ur okkar í síðustu viku var betri veðurfræðingur en við. Karl Gauti var með fjóra rétta sem ekki dugði honum samt til vinnings í getraunun- um. Enginn var með 12 rétta í síðustu viku en þrjár raðir komu fram með 11 rétta og gaf hver röð rúmar 310 þúsund krónur í báðar hendur. Fyrir^ tíu rétta voru veittar rúmar 7 þúsund krónur úr pottinum sem var 3 millj- ónir rúmar. Seöillinn framundan er jafn erfið- ur og sá síðasti þar sem veðrið virðist ekki ætla að slota þarna á eyjaklas- anum sem kallast Stóra-Bretland. Hér kemur þó veðurspá helgarinnar: Aston Villa-Ipswich............. 1 Norðan hvellur með tilheyrandi markaregni og hálum ís sem Ipswich gengur illa að fóta sig á. Heimasigur. Coventry-Southampton.............X Hér er eingöngu stílað uppá það að teningurinn komi rétt niður. Jafn- tefli eru þó líka afar líkleg úrslit. Leicester-Birmingham .......... 1 Birmingham er á uppleið enda varla hægt annað. Leicesterþarf hins vegar á öllum stigunum að halda til að komast úr botnströgli. Liverpool-Everton............X Stór leikur dagsins. Sjónvarpað ef að líkum lætur én einnig er nokkuð víst að honum verði frestað vegna snjókomu. Hvað sem gerist þá er um jafntefli að ræða. Oxford-Newcastle............. 1 Oxford getur spilað góða knatt- spyrnu þegar svo liggur á þeim. Newcastle er miðlungslið á útivelli. QPR-Luton................... . 2 Luton er gott lið og á gerfigrasinu í Lundúnum eru þeir eins og á heima- velli. Með Hill og Stein sem bestu menn vinnst auðveldur sigur. Sheff.Wed-Tottenham ......... 1 Því miður þá er Tottenham alveg heillum horfið lið sem bara mun ein- beita sér að bikarnum (ef sigur vinnst á Everton). Heimasigur þó okkur sé illa við að spá því. Watford-Nott.Forest ........... 2 Lykilleikur á seðlinum. Tryggir tólf ef rétt er spáð. Vonandi kemur tveir uppá teningnum. West Ham-Man.City ............. 1 Hér á ekki að vera spurning um úrslit. Fulham-Blackburn............... 1 Fulham kemur á óvart og vinnur sér inn stig í botnslag 2. deildar - ekki veitir af. Grimsby-Barnsley............... 1 Þetta er lúmskur heimasigur. Barnsley gengur vel með Sigurð Jónsson í fararbroddi en nú falla þeir. Stoke-Charlton..................X Jafntefli er mjög algeng niður- staða í síðasta leik hvers seðils. Við treystum á það. ívar Ásgrímsson. Spámaður vikunnar Spámaður vikunnar að þessu sinni er einn af okkar efnilegustu körfu- knattleiksspilurum. Sá heitir ívar Ásgrímsson og spilar með Haukum í Hafnarfirði. ívar er ekki gamall að árum en hcfur sýnt í leikjum sínum með Haukunum að mikils má af honum vænta. Hvort hann er eins góður spámaður og hann er körfu- karl verður að koma í ljós en hér er spá hans: Aston Villa-Ipswich........... 1 Coventry-Southampton...........2 Leicester-Birmingham ......... 1 Liverpool-Everton............. 1 Oxford-Newcastle ..............X QPR-Luton .................... 1 Sheff. Wed-Tottenham ......... 1 Watford-Nott.Forest ...........2 West Ham-Man.City ............ 1 Fulham-Blackburn...............X Grimsby-Barnsley...............2 Stoke-Charlton................ 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.