Tíminn - 19.02.1986, Side 5

Tíminn - 19.02.1986, Side 5
Tíminn 5 Miövikudagur 19. febrúar 1986 llllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilll Stríð er hluti hins daglega lífs við vígstöðvarnar þar sem ír- anskir og írakskir hermenn murka lífið úr hver öðrum. Á innfelldu myndinni sést botn Persaflóans en þar er barist af hörku um þessar mundir. p \ Abadan Basrn*'". -^Bandar Khomeiny IRAK Kharg KUWAIT ' BAHRAIN SAUDI- ARABIA FORENTE ARABISKE EMIRATER Fréttaskýring: Olían skiptir miklu - í nýjustu hernaðarátökum írana og íraka Stórsókn herja írana í stríði þeirra gegn írökum hefur nú staðið í rúma viku og hafa varnir íraka, sem þeir héldu órjúfanlegar, látið verulega á sjá. Hefur ástandið valdið samherj- um íraka við Persaflóann verulegum áhyggjum. Víglínan við botn Persaflóans hef- ur raskast og hafa herir frana náð þar undir sig olíuhöfninni Taw, sem áður var mikil útflutningshöfn íraka. Árásaraðgerðirnar meðfram strönd íraks hafa valdið því að hersveitir ír- ana eru nú skammt frá landamærum Kuwaits. Þrátt fyrir stórsóknina telja hern- aðarsérfræðingar og stjórnarerind- rekar lítinn möguleika á því að annar hvor hernaðaraðilinn nái einhverri yfirburðar hernaðarstöðu í stríði þessu sem staðið hefur yfir síðustu fimm árin og kostað hundrað þús- undir manna lífið. Talið er að þessar hernaðarað- gerðir af hálfu frana séu svar þeirra við stöðugum árásum síðustu mán- aða af hálfu íraka, sem beint er gegn olíuútflutningsmannvirkjum í íran. frakskar herflugvélar hafa að vísu lengi verið duglegar við að varpa sprengjum á olíuskip sem sigla fra' íran og einnig hafa þær haldið uppi árásum á olíustöðvar írana við Khargeyju. Á síðustu mánuðum hafa árásirnar hins vegar verið skipu- lagðari og árangursríkari. Herma fréttir að írakar hafi mikið notað nýjar Mirage 2000 herþotur frá Frakklandi svo og laserstjórnuð flug- skeyti. í síðasta mánuði sögðust stjórn- völd í íran vera búin að minnka olíuframleiðslu sfna um helming vegna fallandi heimsmarkaðsverðs og hvöttu önnur ríki til að fara að sínu fordæmi. Sérfræðingar segja hins vegar að árásir f raka séu fyrst og fremst ástæðan fyrir minnkandi olíu- útflutningi frana en ekki umhyggja fyrir heimsmarkaðsverði. Einn aðal- tilgangur stórsóknar þeirrar sem nú stendur yfir, sé því að skjóta Kuwait og öðrum nágrannaríkjum skelk í bringu og fá þau til að koma vitinu fyrir fraka og hætta að hrella olíuút- flutning írana. Annað markmið sóknarinnar hjá írönum gæti hreinlega verið að ógna olíuútflutningsleiðum íraka. Þar er helst leiðsla sem liggur frá olíustöðv- unum í Suður-írak og tengist olíu- leiðslu í Saudi-Arabíu sem gengur alla leið til hafnarborgarinnar Yanbu við Rauðahafið. Um þessa leiðslu fer u.þ.b. helmingur þeirrarolíu sem ír- akar flytja út eða um 500.000 tunnur á dag. Áðurnefnd leiðsla og önnur sem nú er í lagningu og mun geta flutt 1,5 milljónir tunna á dag verða fljótlega í skotfæri íranskra herja sæki þeir lengra vestur á bóginn. Hernaðarsérfræðingar eru þó flestir sammála um að íranskur her muni eiga í erfiðleikum sæki hann mikið lengra. Að vísu segja yfirvöld í íran að floti íraka komist sínum mönnum ekki til hjálparen yfirburð- ir fraka í lofti, sem oft hefur skipt sköpum í þessu stríði, gæti þess í stað valdið birgðasveitum írana meiri háttar tjóni. Fáir trúa því í raun að íranskur her ráðist á Kuwait ellegar önnur ríki við Persaflóann þar sem það gæti táknað afskipti Bandaríkjamanna og annarra vestrænna þjóða. Ríkin við Persaflóann hafa einnig eytt veruleg- um fjármunum í styrkingu herja sinna og eru því ekki nein lömb að leika sér við. Þrátt fyrir nokkuð breytta stefnu í utanríkismálum hafa stjórnvöld í ír- an enn ekki fallið frá kröfu sinni um framsal Saddam Husseins forseta íraks, sem sendi hersveitir sínar inní íran árið 1980. Sérfræðingar segja að falli írönsk stjórnvöld frá þessari kröfu sinni og sýni vilja til að setjast við samninga- borð þá sé ekki verra fyrir þau að ráða yfir útflutningshöfninni Faw- sá biti gæti reynst þeim góður til samn- inga. (Byggt á Reuter) Japönsk stjórnvöld láta nú rannsaka hverja Boeing 747 þotuna á fætur annarri eftir harmleikinn í ágúst síðastliðnum. Beygur í Japönum út af Boeing 747 Tokyo-Reuter Að sögn talsmanns umferðamála- ráðuneytisins í Japan leiddi rann- sókn á fimm Boeing 747 þotum þar í landi í ljós að um áttatíu sprungur voru að meðaltali í hverri vél. Nákvæm skoðun á þessum vélum var fyrirskipuð eftir flugslysið mikla í ágúst síðastliðnum þegar 520 manns létu lífið. Þar var um Boeing 747 þotu að ræða sem var á innanlands- flugi en þær fimm vélar sem skoðað- ar voru eru einnig notaðar í innan- landsflugi. Sprungurnar voru á bilinu 73 til 88 á hverri þotu og milli 62 og 75% þeirra fundust á „svæði 41“, sem nær frá flugmannsklefanum fram á nefið. Talsmaðurinn sagði hins vegar sprungurnar það litlar að þær gætu ekki hafa valdið alvarlegum bresti og bætti við að vélarnar hefðu verið settar í umferð aftur eftir að viðgerð á sprungunum lauk. Þær Boeing 747 sem rannsakaðar voru höfðu allar flogið meira en 15.000 ferðir en ráðuneytið hefur nú skipað flugfélögum þar í landi að fara yfir 16 aðrar 747 þotur sem öll- um hefur verið flogið meira en 10.000 ferðir. Bjórsali auðgast á brjóstlíkani Scarborough-Reuter Brjóstlíkan frá J8. öld af Benja- mín Franklín, bandaríska stjórn- málaskörungnum, hefur fundist hjá kráareiganda einum í Scarborough á Englandi. Segja uppboðshaldarar fyrirtækisins Christies að hér sé um mikla sögulega uppgötvun að ræða. Talsmaður fyrirtækisins sagði brjóstmyndina, sem gerð var af flæmska höggmyndaranum Michael Rysbrack, dýrmæta mjög og líklegt væri að hún seldist á sem samsvarar 8,4 milljónum króna, þegar hún ferá uppboð í Lundúnum í apríl næst- komandi. Patrick Crawley, sem rekur krá í þessum fræga baðstrandarbæ í Jór- víkurhéraði, sagðist hafa fengið styttuna að gjöf sem krakki og komið henni síðan fyrir á svölunum á íbúð sinni. Hann sagðist ekki hafa trúað sínum eigin eyrum þegar hann fór til s Utlönd Umsjón: HEIMIR BERGSSON að tryggja styttuna og heyrði þá um verðmætagildi hennar. Brjóstlíkanið er talið vera fyrir- rennari annarra mynda af Franklín og þykir einkar vel unnið. Fer AIDSí kirkju? Detroil-Keuter Helgisiðanefnd á vegum biskupakirkjunnar í Bandaríkj- unum hefur lýst stuðningi við áframhaldandi notkun sameigin- legs drykkjarbikars í guðsþjón- ustum þrátt fyrir hræðslu meðal margra hinna trúhneigðu um að AIDS nokkur kunni að leynast í bikarnum góða. Nefndarmenn gefa ráð varð- andi helgisiði og annað til biskupakirkjunnar sem í eru um þrjár milljónir Bandaríkjamanna og sögðu þeir í tilkynningu að kirkjan ætti að sýna samúð með fórnarlömbum sjúkdómsins hræðilega. Að sögn nefndarmanna hafa sumir prestar hætt að nota hinn sameiginlega drykkjarbikar og þess í stað aðeins dýft oblátunni í hið helga vín. Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjörður Rosa Helgasdöttir LaufasJ 53758 Garðabær Rosa Helgadottir Laufas4 53758 Keflavik Guöriður Waage Austurbraut I 92-2883 Keflavik Ingibjörg Eyjolfsdoflii Suðurgotu 37 92-4390 Sandgerði Snjolaug Sigfusdottir Suöurgotu 18 92-7455 Garður Mona Erla Simonardottu Eyjaholli 11 92-7256 Njarðvik Kristinn Ingnnundarson Hafnargötu 72 92-3826 Mosfellssveit Jonina Armannsdottn Arnartanga 57 666481 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-1261 Borgarnes Jenny Halldórsdóttir Kjartansgótu 25 93-7305 Stykkisholmur Erla Larusdóttir Silfurgotu 24 93-8410 Grundarfjörður Johanna Guslafsdottir Fagurholstum 15 93-8669 Olafsvik Guöný H Arnadóttir Gunnarsbraut 93-6131 Hellissandur Viglundur Höskuldsson Snæfelisási 15 93-6737 Rif Ester Friðþjofsdóttir Háarifi 49 93-6629 Búðardalur Sólveig Ingvadottir Gunnarsbraut 7 93-4142 ísafjörður Ester Hallgri msdóttir Seljalandsvegi 69 94-3510 Bolungarvik Kristrún Beneditkstdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Súðavík Heiðar Guðbrandsson NeörirGrund 94-4954 Flateyri Guðrun Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Suðureyri Sigrún Edda Edvardsdottir Sætuni2 94-6170 Patreksfjörður Laufey Jónsdóttir Bjarkargötu 8 94-1191 Tálknafjörður Orri Snæbjörsson Innstu-Tungu 94-2594 Bildudalur Hrafnhildur Þór Dalbraut 24 94-2164 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hölmavík Guðbjörg Stefándóttir Bröttugötu 4 95-3149 Hvammstangi Baldur Jenssen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduös Snorri Bjarnason 'Jrðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Brynjar Pétursson Hólabraut 16 95-4709 Sauðárkrókur Guttormur Óskarsson Skagfirðingabr. 25 95-5200 Hofsós Steinar Már Björnsson Kirkjugötu 21 95-6389 Siglufjörður Friðfinna Simonardóttir Aðalgötu 21 96-71208 Akureyri HalldórÁsgeirsson Hjarðarlundi4 96-22594 Grenivik ÓmarÞór Júlíusson Túngötu 16 96-33142 Dalvík Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Húsavik Hafliði Jósteinsson Garðarsbiaut53 96-41765 Reykjahlíð Þuriður Snæbjarnardóttir Skutahrauni 13 96-44173 Kópasker Þora Hjördís Pétursdóttir Duqquqerði9 96-52156 Raufarhöfn Ofeigur 1. Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristmn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Jóhanna Aðalsteinsdóttir 97-3251 Egilsstaðir Pall Pétursson Arskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður SvanurSigmarsson Oddagotu 4 97-2360 Borgarfj. eystri Hallgrimur Vigfússon Vinaminm 97-2936 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-4119 Eskifjörður Jónas Bjarnason Strandgötu 73 97-6262 Neskaupstaður Hlif Kjartansdóttir Miðstræti25 97-7229 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Eiriksdóttir Hlíðargötu 8 97-5239 Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839 Breiðdalsvik Jóhanna Guðmundsdóttir Selnesi 36 97-5688 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255 Selfoss Helga Snorradottir Trvqqvaveai 5 99-1658 Hveragerði Sigriður Ósk Einarsdottir Heiðarbrun46 99-4665 Þorlakshöfn Hafdis Harðardóttir Oddabraut3 99-3889 Eyrarbakki Ragnheiður Marteinsdóttir Hvammi 99-3402 Stokkseyri Lúðvik Runar Sigurösson Stjörnusteinuin 99-3261 Hella Hrafnhildur Þórarinsdóttir Geitasandi 3 99-5904 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vik Guðrún Árnadóttir Mánabraut 14 99-7233 Selfoss Ásdís Gisladóttir Baugastaðabraut 7 99-2419

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.