Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Miðvikudagur 19. febrúar 1986 VETTVANGUR illllll Bjarni Hannesson: „Skjól og skjöldur frelsisins!“ wui-eytxxr Dorgarar sem falliO hafa vegna aðgerða dauðasveita og hers K1 Salvador frá 1978 til 1984 Mánaöarlegt mannfall mnnm J FMAMJ J AS'O Dánir frá 1978 til oktobor 1984 Bœndur 14.629. Iðnaðar verkamenn 2.255. Studentar 1.783. Aðrir 25.789. er hann kom til landsins úr útlegð. Nú berst ekkja hans Corazon gegn Marcosi helsta „vini“ USA á þessu svæði. Kosningar eru nýafstaðnar með gífurlcgu kosningasvindli ríkj- andi valdhafa og framtíðin getur vart orðið önnur en borgarastyrj- öld, nema USA læri loks að betra er að styðja alþýðuna og fulltrúa hennar en þann þorparalýð sem þeir virðast helst hafa stutt til valda víða um heim, hingað til. Afstaða USSR USA hefir nú þegar komið málstað sínum það illa hér á þess- um hnetti að þeir eiga það einungis undir stefnu USSR hvort þeir lialda áhrifum sínum í fjölda ríkja. Al- þýðu vfðá um heim vantar ckki „Skjól og skjöldur frelsisins!“ Mat manna á frelsi er ærið mis- jafnt og lengi hægt að deila um for- sendur o.fl. Það ríki sem helst hefir talið sig vera til fyrirmyndar í „frelsisást" er USA. í verki hefir „frelsisást" Bandaríkjamanna snú- ist upp í andhverfu sína og verið framkvæmd á ýmsan heldur ógeðs- legan hátt og ætla ég að greina það í a.m.k. 5 svæðisbundna megin- þætti. 1. Innanlandsmál. 2. Viðhorf USA gagnvart Evrópu. 3. Viðhorf gagnvart Afríku og Austurlöndum nær og fjær. 4. Viðhorf gagnvart USSR og vinaþjóðum þeirra. Um þessa þætti hef ég áður fjallað og ætla ekki að gera það hér, en taka fyrir 5. þáttinn en það eru viðhorf USA gagnvart Mið og Suður Am- eríku ásamt Filippseyjum. Hin algera tvöfeldni Annáll afskipta USA af Róm- önsku Ameríku og Filippseyjum er ærið langur og næsta ljótur miðað við stjórnarskrá USA og eigin „annálaða frelsisást". Hin raun- verulega afskipti USA af stjórnum og mannlífi í flestum þessara ríkja hafa verið þau að styðja auðstéttir til valda og berjast gegn stjórnum sem hafa reynt að bæta kjör alþýð- unnar, oft með hinum svívirðileg- ustu „fimmtu herdeildar" aðgerð- um. Afleiöing er sú að misskifting auðs og áhrifa er gífurleg og þegar alþýðan og alþýðuforingjar reyna að berjast fyrir bættri stöðu, oftast í byrjun með friösamlegum aðgerð- um, þá hefur því oftast verið svarað með ógnum, opinberum morðum, en þó aðallega með launmorðum og má segja að pyntingar af sví- virðilegasta tagi, ásamt kerfis- bundnum launniorðum sé liluti af „opinberri þjónustu" í fjöldamörg- um ríkjum á þessum svæðum og má áætla að allt að 120 til 180 þús. manns hafi látið lífið á þann hátt hin síðari ár. Þessa „opinberu og leynilegu þjónustu“ þykjast stjórnvöld í USA fordæma, en styðja í reynd með beinum og/eða óbeinum hætti þær stjórnir er veita þessa sér- kennilegu þjónustu. Frelsisást í framkvæmd Vil ég benda á meðfylgjandi skýringarmynd sem sýnir mannfall hjá óbreyttum borgurum, flestir hafa þeir verið myrtir á laun í E1 Salvador, en þar hefir USA bak- tryggt ógnarstjórn með hergögnum og miklum fjárframlögum. Einnig hefir verið stutt við fyrrverandi liðsmenn Somosa í Nicaragua (20- 30.000 þús. féllu er honum var steypt) til að stunda morð og skemmdarverk innan landamæra þess ríkis. Því má fullyrða með tals- vert gildum rökum að USA sýnir af sér lítið eða ekkert betri ásýnd en Hitler á sínum tíma. Þetta mat byggist á hernaðarafskiptum í Víet Nam o.fl. st. og nú hin síðari ár staðfest á fjárlögum USA og gífur- lega aukinni hergagnaframleiðslu, ásamt pólitískum þrýstingi alls- staðarþarsem þeirgeta viö komið. Ennfremur er ein af aðferðum þeirra, að reyna að beita hinni svokölluðu „frjálsu fjölmiðlun“ til að réttlæta geröir sínar, eru þar ýmsar aðferðir notaðar þó lítt sé hægt að sanna þær. Morð sem stjórnunarþáttur Þó að viðhorf og gerðir USA ættu að vera fullreynd í Mið og Suður Ameríku með ömurlegum afleiðingum, eru þau enn einu sinni að lenda í þeirri aðstööu að verða að velja á milli gjörspilltrar „eigin" leppstjórnar og baráttu alþýðunn- ar, en það er á Filippseyjum, þar ætlaði B.S. Aquino að berjast með lýðræðislegum aðferöum gegn ríkj- andi valdhafa, en var myrtur strax baráttukjark cða tilefni til að berjast, en vopnin vantar aö mestu og hvort þau fást í nægjanlegu rnagni er að mestu á valdi USSR. Stjórn þess ríkis virðist hafa tekið þá afstöðu að takmarka aðstoð viö fá ríki, cn styðja þau því betur, enda tekur það að öðru jöfnu ára- tugi að brcyta þjóðfélögum í viðun- andi horf eftir áþján auðvaldssinna og „slátrarastjórna" er of oft hcfir ERLENT YFIRLIT kostað meðfylgjandi borgarastyrj- aldir til að losna við, getur tekið einn til tvo áratugi að bæta fyrir efnislegt tjón af slíkum átökum. Stjórn USSR virðist hafa reynt að teygj a sig eins langt og hægt var í síðustu afvopnunartillögum til USA, en það ríki virðist ekki ætla að láta af hervæðingarstefnu sinni og aðstoð við „slátrarastjórnir1* og að óbreyttri þeirri stefnu hlýtur það að verða andsvar USSR að láta af hinni gætnu utanríkismálastefnu og fara að efla andstöðuöfl sem fyr- ir eru gegn „leppuin“ USA. Þar eru Filippseyjar „kjörsvæði“ og sama „siðfræðileg, pólitísk og hernaðarleg dauðagildra" og Víet Nam var á sínum tíma, aðstoð ættu þeir raunar að veita hvað sem heildartillögum um afvopnunarmál líður því að um þessa hluti ætti aldrei að „versla“. Slíkt gera ein- ungis kapitalistar. ífótspor......? Ef Gorbachev ætlar sér ekki að verða einskonar rússneskur Chamberlain hljóta stjórnvöld 'USSR og/eða vinaríki, nú þegar, að fara að breyta stefnu sinni og hefja og/eða auka aðstoð við bar- áttu alþýðunnar og aðra andstæð- inga „fjarstýrðra leppa" USA til dæmis í El Salvador og á Filipps- eyjum og víðar, þarerum réttlætis- mál að ræða og einnig gagnkvæma hagsmuni, allt annað væri skelfileg mistök. Hvort þetta gcngur eftir í reynd mun koma í ljós, en morðið á B.S. Aquino ásamt aflciðingum þess, gæti orðiö USA „jafndýrt cða dýrara" en Víet Nam varð á sínum tíma, því þar voru „lepparnir,. og „herraþjóðin" sigraðir, keimlíkt og nasistar voru sigraðir við Stalingr- ad. Aö síöustu tel ég vera inál til komið að R.R. og aörir USA-búar fari að lesa stjórnarskrá eigin ríkis og breyta innan lands og utan eftir því er þar er boðað heldur cn að vera að baktryggja „slátrarastjórn- ir“ vítt og breitt um heiminn. Ritað 12/2 1986 Iljarni Hannesson Þórarinn Þórarinsson skrifar: Hægri menn taka ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um Nató Það gerir úrslit þjóðar-atkvæðagreiðslunnar á Spáni óvissa HINN 12. mars næstkomandi fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla á Spáni um aðild Spánar að Atlants- hafsbandalaginu. Þessi atkvæða- greiðsla er á margan hátt ærið sér- kennileg, og þó mest vegna þess, að helstu ieiðtogar hægri flokkanna hafa hvatt kjósendur til að taka ekki þátt íhenni. Þarferfremsturí flokki Manuel Fraga, formaður stærsta hægri flokksins. Ástæðan fyrir þessari afstöðu hægri manna er í fyrsta lagi sú, að þeir hafa verið frá upphafi andvígir þcssari þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún væri óþörf að þeirra dómi. í öðru lagi hvetja þcir til hjásetu vegna þess, að atkvæðagreiðslan snýst óbeint um framtíð ríkis- stjórnarinnar. Gangi þjóðarat- kvæðagreiðslan gegn Nató, muni Felipe Gonzales neyðast til að segja af sér og efna til þingkosninga fyrr en ella, en reglulegar þing- kosningar eigi hvort eð er að fara fram í haust. Sennilega muni Gonzales flýta þeim um nokkra mánuði, ef atkvæðagreiðslan geng- ur á móti honum. Gonzales hefur lýst yfir því. að þótt þjóðaratkvæðagreiðsian sé ekki bindandi, muni hann faraeftir henni og leggja fyrir þingið að Spánn segi sig úr Nató, ef úrslit at- kvæðagreiðslunnar verða á þann veg. Hægri menn telja, að Gonza- les muni vart gera þetta fyrir kosn- ingarnar, heldur láti úrslit þeirra ráða. Niðurstaða þingkosninganna verði sú, að mcirihluti þingmanna verði mótfallinn úrsögninni. Flokkur Gonzales, Sósíalista- flokkurinn, hefur meirihluta á þingi. Gonzalcs getur því ráðið því, hvað þingið gerir fyrir kosn- inítarnar. VERÐI útkoman sú, að kjós- endur hægri flokkanna taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni verður hún barátta milli Sósíalistaflokks- ins annars vegar og kommúnista og græningja hins vegar, sem jafn- framt munu njóta stuðnings ýmissa samtaka sem eru á móti aðildinni. í þeim hópi er m.a. að finna verka- lýðræðissamtök, sem hafa fylgt sósíal- istum að málum. Fljótt á litið er afstaða Sósíalista- flokksins nokkuð erfið. Hann barðist á sínum tíma gegn aðildinni að Nató og fór Gonzales þar fremstur. Andstaða Sósíalista- flokksins átti sinn þátt í því, að ákveðið var, að Spánn tæki ekki þátt í hernaðarnefnd Nató og fylgdi þar fordæmi Frakka og Grikkja. Fyrir þingkosningarnar síðustu breytti Gonzales nokkuö um stefnu. Hann lýsti sig að vísu and- stæðan aðildinni, en myndi þó ekki gera úrsögn að kosningamáli. í staðinn myndi hann bera málið undir þjóðina í allsherjaratkvæða- greiðslu. Þetta hefur hann efnt. Gonzales varð forsætisráðherra eftir kosningarnar og hcfur það haft áhrif á afstöðu hans. Hann berst nú ákveðið fyrir aðildinni. Rök hans fyrir skoðanaskiptunum eru einkum þau, að Spánn sé orð- inn aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu og þátttakan í því geri að- ild að Nató eðlilega. Það sé líka Spáni hagstæðast að tengjast Evr- ópuþjóðunum sem traustustum böndum. Þetta virðist falla í býsna góðan jarðveg, því að verulegrar andúðar gætir á Spáni gegn Bandaríkjunum og stafar það ekki síst af afskiptum Bandaríkjanna af málum róm- önsku Ameríku, en Spánverjar hafa af sögulegum og þjóðernisleg- um ástæðum nána samstöðu með þjóðunum þar. í BARÁTTUNNI fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslunni hefur þessi andúð gegn Bandaríkjunum komið bæði óbeint og beint í ljós. Eitt dæmið um það er að skammstöfun- in Nató, scm cr Otán á spönsku, er nær aldrei nefnd af fylgismönnum aðildarinnar, því að þeim finnst að hún minni á tengslin við Bandarík- in. I stað þess er bandalagið alltaf nefnt fullu nafni. Þá lýsa talsmenn aðildarinnar yfir því, að Spánn muni áfram hafna þátttöku í hernaðarnefnd bandalagsins, að hafnað veröi stað- setningu kjarnavopna á Spáni og fækkað verði Bandaríkjamönnum í herstöðvunum, sem Bandaríkj- unum hafa verið leyfðar á Spáni. Gonzales leggur ckki minnsta áherslu á þetta atriði. Bandaríkja- stjórn er talin hafa fallist á þetta mcð nauðung og þá gegn því, að Spánverjar leysi þá Bandaríkja- menn af hólmi, sem kvaddir verða heim. Bandaríkin hafa samt vfir- stjórn herstöðvanna áfram. Ann- ars virðast þau óttast, að þetta geti orðið upphaf þess, að Spánverjar krefðust síðar, að þeir taki rekstur herstöðvanna alveg í sínar hendur. Sumir fréttaskýrendur telja, að eins og nú sé komið, snúist atkvæðagreiðslan öll meira um Gonzales en Nató. Það verði talinn mikill sigur fyrir hann, ef úrslitin verða jákvæð. Skoðanakannanir hafa verið nokkuð á reiki um þetta atriði, en hér eftir verða ekki úrslit í þeim birt fyrr en eftir alkvæða- greiðsluna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.