Tíminn - 19.02.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 19. febrúar 1986
„Þetta var stórkostleg upplifun,“ sögðu nemendurnir - allir nema sá með klarinettið en það fór óvart ofan í vatnið
hjá honum!
„Vatnasvítan" eftir Hándel
spiluð í réttu umhverfi
Vatnasvíta Hándels hefur lík-
lega aldrei hljómað eins vel eins og
þegar skólahljómsveit í Gloucester
í Englandi lék hana í sundlauginni á
staðnum! Þetta var hugmynd nem-
endanna sjálfra, en í fyrstu höfðu
þeir hugsað sér að leika verkið úti í
dynjandi rigningu. Það var þó hætt
við það, því þegar farið var að æfa
fyrir útitónleika þótti ekki nógu
góður hljómburður, og eins óttuð-
ust hljóðfæraleikararnir að þeir
fengju enga áheyrendur til að
hlusta á sig úti í slagveðri.
Kennarinn þeirra reyndi hvernig
tónlistin hljómaði í sundhöll stað-
arins og þar var hljómburðurinn al-
veg fyrsta flokks. Það varð því úr
að hljómsveitin óð út í grunnu laug-
ina og lék af innlifun Vatnasvítu
Hándels.
IVIidge l Ire songvarinii i
Uttruvox gekk i |inö lieilngu
iiin jólin, sii lieppun lieitir
Aniiuliel Gilcs en þaii gil'lu sig
3(1. (lesemlier.
■Vlark (> looic (eiiin með-
liniaiiiia iir 1‘rankic (>oes to
Hollywood) og l.aura Cairo
lélu piissa sig sainan þann
l'vrsta juniiar ll>8(i.
Wöngkoiiau lovali sem kom
lagimi. Don't tall in love/l
said, gekk i lijónaliaiid með
eiiihverjiiiii Kolierl l'ripp 43
ára rokknrn.
J.K.T.
(I slaii'skvniiiiigii)
MED Á NÓTUNUM!
Píanó-munstraðir sokkar og sokkabuxur
eru nýjasta tískuæðið núna. Það er
Zandra Rhodes sem kom fyrst
fram með þetta uppátæki, og
koma fram ýmis tilbrigði
af nótna-sokkun-
um í lit og
munstri.
Svo er best að
birta aðvörun til
fingralipra og
músíkalskra
herra, að óvíst er
að því verði vel
tekið að þeir
reyni nokkuð að
spila með sínu
lagi á nóturnar.
lllllllllllllll ÚTLÖND 11 iiiiiiii
FRÉTTAYFIRLIT
Reuter ■
ALEXANDRÍA, Suður-
Afríka - Stjórnvöld í Suður-
Afríku neituðu fréttum kirkju-
leiðtoga sem sagði um 80
manns hafa látið lífið í óeirðum
síðustu fjóra daga í Alexand-
ríu, en það er bær í nágrenni
Jóhannesarborgar sem ætlað-
ur er svörtu fólki til búsetu.
Stjórnvöld sögðu 19 manns
hafa fallið.
MOSKVA —Viktor Grishin,
sem er einn af síðustu „gömlu
vörðunum" í embættismanna-
kerfi Kremlverja, missti sæti sitt
í æðsta stjórnarráði Sovét-
manna.
SÍDON, Líbanon-Ísraelsk-
ar hersveitir er varðar voru af
herþyrlum réðust inní Suður-
_ Líbanon í mikilli leit að tveimur
ísraelum sem rænt var af öfga-
sinnuðum skæruliðahópi mú-
hameðstrúarmanna.
MANILA — Hópur ungra og
baráttusinnaðra Filippseyinga
mótmælti fyrir utan bandaríska
sendiráðið á sama tíma og að-
gerðir þær gegn stjórnarsinn-
uðum fyrirtækjum og fjölmiðl-
um, sem Corazon Aquino leið-
togi stjórnarandstæðinga
knúði á um fóru að hafa áhrif.
N’DJAMENA — Ráðherrar
í ríkissjórn Chad tóku aftur
gleði sína við komu hinna vel
útbúnu frönsku hersveita og
settu sér það mark að losa
landið við skæruliða.
BAHRAIN — Stjórnvöld í
(ran sögðu heri sína enn sækja
norður og vestur á bóginn frá
íröksku útflutningshöfninni
Faw sem þeir hafa á valdi sínu.
(rakskir hershöfðingjar viður-
kenndu að þeim gengi ekki
nógu vel að ráða við sókn (rana
sem nú hefur staðið í tíu daga.
PARIS — Amin Gemayel
forseti Líbanon átti viðræður
við Mitterrand Frakklandsfor-
seta og sagði eftir á að stjórn-
völd beggja landanna myndu
vinna að því að fá lausa fjóra
franska gísla sem rænt var í
Beirút á síðasta ári.
HAAG — Ríkisstjórnin í Hol-
landi neitaði að samþykkja ný
lög er leyfa I íknardráp jorátt fyrir
að meirihluti væri fyrir iögunum
á þingi. Þeir sem stóðu að til-
löguflutningnum segja samt
sem áður að ekki líoi á löngu
þar til Holland verði fyrsta ríkið
þarsem líknardráp verði leyfð.
WELLINGTON - Stjórn
völd á Nýja Sjálandi hófu opin-
bera rannsókn á atburðum
þeim er leiddu til þess að sov-
éska farþegaskipið Mikhail
Lermontov fórst. Sovéska
sendiráðið á Nýja Sjálandi hef-
ur gagnrýnt fréttaflutning þar í
landi af atburðinum.
NÝJA DELHÍ - Forystu-
menn stjórnarandstöðuflokka á
Indlandi hvöttu til eins dags
verkfalls í næstu viku í því
skyni að mótmæla verðhækk-
unum á nauðsynjavörum.
MOSKVA — Háttsettur
embættismaður sagði mögu-
leika Sovétstjórnarinnar til að
varna verðhruni á olíu á heims-
markaði ekki vera mikinn.
Hann lofaði aftur á móti stjórn-
völdum í Austur-Evrópu meira
magni af olíu frá Sovétríkjun-
um.