Tíminn - 11.03.1986, Qupperneq 4
Shari Belafonte Harper með manninum sínum í ferðalagi á Englandi,
; ■ ■ :- :
Cindy Sullivan
kemur bráðum í
Hótel.
I Anne Baxter í síðasta atriðinu sem hún lék í HÓTEL-þáttunum
I og var hann sýndur 29. jan. í Bandaríkjunum. Hún er þarna sem
rVictoria Cabot að dansa við leikarann Robert Lansing. Nokkr-
r um dögum eftir að þessi mynd var tekin var Anne Baxter látin.
Ein fyrrverandi
ein núverandi
Lana Clarkson
er líka væntan-
leg í Hótel og
kannski tekur
hún lagið, því
hún er í
kvennahljóm -
sveit.
HOTEL - LEIKKONUR
Fyrrv. HÓTEL-leikkonan er
Anne Baxter. Hún tók við hlut-
verki sem eigandi Hótels St.
Gregory af Bette Davis, þegar hún
forfallaðist vegna veikinda. Þá var
látið líta svo út í sjónvarpsþáttun-
um, að eigandinn (Bette Davis)
væri í Brasilíu, þar sem hún hafi
stofnsett nýtt hótel, en hún hafi
beðið mágkonu sína (Anne
Baxter) að taka við stjórn St. Gre-
gory-
Anne Baxter varð bráðkvödd ný-
lega, svo að hún er því „fyrrv.
HÓTEL-leikkonan“ í þessum
pistli.
Hún var mjög ung þegar hún fór
í leikskóla hjá Maria Ouspenskaya
og 13 ára kom hún fyrst fram í
leiksýningu á Broadway í „Seen
But Not Heard“. Hún lék á sviði í
New York, en var svo uppgötvuð
fyrir kvikmyndir og lék í mörgum
myndum. 1946 fékk Anne Baxter
Oscars-verðlaun fyrir leik sinn í
myndinni „The Razor’s Edge“ þar
sem hún lék á móti Tyrone Power.
1960 yfirgaf hún Hollywood og
fluttist til Astralíu með þáverandi
eiginmanni sínum, Randolph Galt.
Hún bjó þar í nokkur ár og hefur
skrifað bók um dvöl sína þar.
Anna Baxter átti síðast heima f
Connecticut og hún átti þrjár upp-
komnar dætur.
Núverandi HÓTEL-leikkona er
svo hin fagra Shari Belafonte
Harper, dóttir söngvarans Harry
Belafonte. Hún leikur afgreiðslu-
dömu á hótelinu St. Gregory. Shari
hefur verið gift í átta ár. Maður
hennar heitir Bob Harper. Þau
hafa þekkst síðan þau voru í skóla
og trúlofuðust þar. Bob vinnur fyr-
ir stórt auglýsingafyrirtæki.
Þá eru það tvær tilvonandi leikkon-
ur í HÓTEL-þáttunum: Cindy
Sullivan og Lana Clarkson. Báðar
Kaliforníu-stúlkur í húð og hár;
ljóshærðar og vel vaxnar. Cindy er
rnikil íþróttastúlka og unir sér vel á
ströndinni og einnig er hún í hesta-
mennsku og stundar skíðaíþróttina
þegar hún kemst til þess. Hún hef-
ur áður komið fram í sjónvarps-
þáttunum „Hardcastle &
McCormick" og „The Love Boat“,
og á næstunni leikur hún í
HÓTEL.
Lana Clarkson hefur leikið í
mörgum bandarískum sjónvarps-
þáttum, svo sem „Knight Rider“
o.fl. en hún kemurfram í HÓTEL-
þætti bráðlega þar sem hún leikur
rússneskan njósnara!
Þegar Lana er ekki fyrir framan
myndavélarnar er hún á kafi í að
syngja með kvennahljómsveit, sem
er mjög vinsæl.
Þriðjudágur 11. mars 1986
Illlllllllllllll ÚTLÖND llllll iiiiiiiiiiii
FRÉTTAYFIRLIT
f íeutei r
BEIRÚT — Sérstök sendi-
nefnd hóf í gær kapphlaup við
tímann um að reyna fá lausa
átta franska gísla sem haldið
er í Líbanon, Gíslatakan hefur
varpað skugga á kosninga-
baráttuna fyrir þingkosningarn-
ar næsta sunnudag. Blöð
hægrimanna hafa gagnrýnt
mjög ríkisstjórn sósíalista
vegna gíslatökunnar.
JÓHANNESARBORG -
Lögreglan í Suður-Afríku sagði
níu menn hafa látið lífið í ætt-
flokkabardaga og tvo aðra hafa
látist í mótmælum gegn stjórn-
völdum. Ofbeldisaðgerðirnar
virðast ekki vera í samræmi við
tilkynningu P.W. Botha forseta
landsins í síðustu viku þar sem
sagt var að vegna lítillar
ókyrrðar í landinu yrði neyðar-
lögum aflétt.
STOKKHÓLMUR — Sví-
ar minntust Ólofs Palme fyrrum
forsætisráðherra með mínútu-
þögn í landinu öllu. Morðinginn
er enn ófundinn og hafa lög-
regluyfirvöld undirbúið mikla
öryggisvörslu vegna komu
helstu þjóðarleiðtoga heims til
jarðarfarar Palmes næstkom-
andi laugardag.
VÍN — Kurt Waldheim fyrrum
aðalritari SÞ snéri sér aftur að
kosningabaráttu sinni fyrir
austurrísku forsetakosning-
arnar sem fram fara í maí
næstkomandi. Vinsældir hans
virðast hafa aukist þrátt fyrir að
honum hafi verið borið á brýn
að hafa starfað í nasistasam-
tökum á stríðsárunum. Hann
hefur harðlega neitað þeim
ásökunum.
PARIS - Franska fjármála-
ráðuneytið staðfesti fréttir um
að pólsk stjórnvöld hefðu sam-
ið við vestræna lánardrottna
sína um að fresta afborgunum
af erlendum lánum er greiðast
áttu á þessu ári.
MADRID — Felipe Gonzalez
forsætisráðherra og leiðtogi
spánskra sósíalista hefur reynt
allt til að fá landsmenn sína til
að krossa við áframhaldandi
aðild að NATO í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni sem fram
fer á morgun. Síðustu skoð-
anakannanir sýndu samt að
meirihluti kjósenda var andvíg-
ur aðildinni að NATO en barátt-
an um atkvæði kjósenda hefur
valdið miklum ruglingi á Spáni
og virðist atkvæðagreiðslan
snúast minnst um aðildina
sjálfa. Stjórnvöld annarra að-
ildarríkja NATO eru uggandi
yfir ákvörðun Spánverja sem
gæti leitt til að þrýstingi yrði
beitt á önnur ríki um að láta
fara fram þjóðaratkvæðagreið-
slu um sama mál.
MANILLA — Stuðnings-
menn Ferdinands Marcosar
fyrrum forseta töluðu opinber-
lega gegn ríkisstjórn Corazon
Aquino í gær. Þeir sögðu
stjórnvöld einræðisleg í gerð-
um sínum og að Marcos væri
enn forseti landsins.
CANAVERALHÖFÐI,
Flórída — Kafarar byrjuðu í
gær á því vandasama verkefni
að bjarga áhafnarklefa geim-
ferjunnar Challengers frá hafs-
botni. Áhafnarklefinn fannst
síðastliðinn föstudag og eru
leifar hinna sjö áhafnarmeð-
lima þar inni.
BONN - Samningaviðræður
vestur-þýskra og bandarískra
stjórnvalda um að V-Þýska-
land gerist aðili að „stjörnu-
stríðs“ rannsóknum Reagans
Bandaríkjaforseta hafa siglt í
strand í bili og ekki er búist við
að samkomulag verði undirrit-
að í þessum mánuði.