Tíminn - 11.03.1986, Síða 5

Tíminn - 11.03.1986, Síða 5
Þriðjudagur 11. mars 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND Eitt síðasta embættisverk Palme: Stöðvið kjarn- orkuvopnaleikinn Aþena-Reuter í gær var birt bréf þar sem Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gor- bachev leiðtogi Sovétríkjanna voru hvattir til að stöðva allar tilraunir með kjarnorkuvopn fram yfir næsta leiðtogafund þeirra. Bréf þetta var meðal síðustu stjórnarverka Olofs Palme fyrrum forsætisráðherra Sví- þjóðar en liann ritaði undir það síð- degis föstudaginn 28. febrúar áður en hann yfirgaf ráðuneyti sitt í síð- asta sinn. Ásamt Olof Palme undirrita bréf- ið Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands, Andreas Papandreou for- sætisráðherra Grikklands, Raul Al- fonsín'forseti Argentínu, Miguel de la Madríd forseti Mexíkó oe Júlíus Nyerere fyrrverandi forseti Tanzan- íu. í nærri tvö ár hafa áðurnefndir menn myndað leiðtogahóp sem kenndur hefur verið við Friðarfrum- kvæði úr fimm heimsálfum. Það voru þingmannasamtök sem beita sér sér- staklega fyrir aðgerðum í afvopnun- armálum sem unnu að því að þessi leiðtogahópur var settur á laggirnar. í bréfinu bjóðast leiðtogarnir sex til að koma á fót óháðu eftirliti með kjarnorkubanninu sem myndi fela í sér skoðunarferðir eftirlitsmanna innan Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna og uppsetningu mælingatækja. „Svo lengi sem kjarnorkuvopn eru til er öryggi heimsbyggðarinnar fallvalt. Við lifum öll við þann mögu- leika að verða útrýmt í kjarnorku- Saudi-Arabía: Seglin dregin saman stríði hvort sem það er skipulagt eða brýst út fyrir slysni,“ segir í bréfinu. Þess má geta að forseti fram- kvæmdastjórnar þingmannasanitak- anna er Islendingur, Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálafræðingur. Hér sést leiðtogahópurinn sem undanfarin tvö ár hefur beitt sér af krafti fyrir aðgerðum í afvopnunarmálum ásamt Zail Singh forseta Indlands. F.v. Raul Alfonsín forseti Argentínu, Olof Palme fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, Zail Singh, Julíus Nyerere fyrrum forseti Tanzaníu, Miguel de la Madríd for- seti Mexíkó, Andreas Papandreou forsætisráðherra Grikklands og Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands. Leiðtogarnir fimm sem eftirlifandi eru hafa nú boðið Ingvari Carlsson að taka upp merki Palmes í hópnum. Hosni Mubarak: Óeirðimar óskipulagðar Kariró-Reuter Vikublaðið Mayo hefur eftir Hosni Mubarak forseta Egypta- lands að óeirðir lögreglusveita er hófust í síðasta mánuði hafi ekki verið til komnar vegna trúará- stæðna né undirbúnings af erlend- um aðilum. Mubarak sagði frumrannsókn hvorki benda til þess að erlcndir aðilar hafi staðið að baki óeirðun- um né að um trúarofstæki hafi ver- ið að ræða. Blaðið sagði Mubarak hafa látið þessi orð falla í viðtali en birti þó ekki orðréttan texta þess. Óeirðirnar í Kairó hófust þann 25. febrúar þegar lögreglumenn er gegndu herþjónustu gengu bers- erksgang, eyðulögðu bíl og kveiktu í hótelum og næturklúbbum. Alls létu rúmlega 100 manns lífið í óeirðum þessum og hundruð slösuðust. Raddir voru uppi um að bók- stafsmenn úr hópi múhameðstrú- armanna hefðu staöið að baki ólátunum þar sem hótel og nætur- klúbbar virtust vera helsta skot- mark óeirðarseggjanna. I f býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Viö sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæöi í vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum i veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Hífir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Fífuseli 12 109 Reykjavík sími91-73747 Bílasími 002-2183 KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Félagsfundur í nýja Sóknarhúsinu Skipholti 50a, fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30. Fundarefni: 1. Nýir kjarasamningar 2. Önnur mál Sýnið skírteinin Stjórnin Útboð gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í endurbyggingu Reykjavíkurvegar milli Flatarhrauns og Arnar- hrauns þar með talið rúmlega 2.500 fermetrar mal- bikun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings Strandgötu 6, frá og með 11. mars gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opn- uð á sama stað miðvikudaginn 19. mars kl. 11. Bæjarverkfræðingur t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Þorsteins Magnússonar Höfn Borgarfirði eystra Þórdís Jónsdóttir Magnús Þorsteinsson Bahrcin-Reutcr Verðfall á olíu hefur svo sannar- lega komið sér illa fyrir stjórnvöld í Saudi-Arabíu, heimsins stærsta olíu- útflytjanda, og þar hafa ríkisútgjöld enn verið skert til að mæta ástandinu. Olíuframleiðsla var mest í Saudi- Arabíu árið 1980 en þá voru fram- leiddar nærri 10 milljón tunnur af orkugjafanum mikilvæga á dag. Síð- asta sumar var framleiðslan aftur á móti fallin niður í 2 milljónir tunna á dag. Síðan þá hefur Saudi-Aröbum tekist að auka framleiðsluna á nýjan leik uppí 4 milljónir tunna á dag. Það hefur hinsvegar orðið til þess að olíuverð hefur fallið um nær 50% vegna umframbirgða sem myndast hafa. Kreppuástandið í Saudi-Arabíu hefur leitt til þess að stjórnvöld hafa þurft að hætta við ellegar fresta mörgum, stórverkefnum. Þetta þetta á þó ekki beint við mannvirkja- framkvæmdir, þar hefur þegar verið gert stórt átak og vitað var að þær framkvæmdir myndu verða minni í sniðum fyrir ríkisvaldið. Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hafa á tveimur síðustu árum þurft að taka mikið af erlendum gjaldeyrisvara- sjóði sínum til að mæta tekjuhalla á ríkissjóði. Nú á hinsvegar að draga saman seglin og sníða fjárhagsáætl- uninni stakk eftir vexti. TÖLVUPAPPÍR Á LAGER. NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL OG PRENTVÉLASAMSTÆÐA. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. PRENTSMIDJAN dddcíci H.F. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur, sími 45000

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.