Tíminn - 21.03.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 21.03.1986, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 21. mars 1986 Fjármálaráðherra um rafeindavirkja: GET EKKI RÆTT VID ÞA FYRR EN ÞEIR SNÚA AFTUR eindavirkjar f þjónustu hins opin- bera hefðu boðað verkfall í byrjun þessa árs en samkomulag hefði náðst um að skjóta spurningunni um lög- mæti þess til félagsdóms. Hinn 13. mars s.l. hefði dómurinn svo komist að þeirri niðurstöðu að verkfall þetta væri ólögmætt. Forsendurnar fólust í því að hluti uppsagna næði einungis til ráðningakjara en ekki til starf- anna sjálfra. Þorsteinn sagði að fráhvarf raf- eindavirkja frá störfum sínum væri ólögmætar verkfallsaðgerðir sem stríða gegn lögum og gerðu sam- komulagi og það bæri að harma. Meðan að slíkt ólögmætt verkfall stæði yfir væri enginn grundvöllur til viðræðna. Slíkt kæmi ekki til greina fyrr en rafeindavirkjar hæfu störf á ný. Helgi Seljan sagði að það bæri að vekja athygli á því að ástandið sem væri að myndast í fjarskiptamálum boðaði hreina neyð og því yrði fjármálaráðherra að eiga frumkvæði að einhvers konar lausn deilunnar. Öllum væri Ijóst að fjarskiptaþáttur- inn væri orðinn það mikilvægur í Iífi allra landsmanna að málið þyldi enga bið. Eiður Guðnason tók til niáls í annað sinn og sagði að svör ráðherra hefðu valdið sér verulegum yon- brigðum. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér nákvæmlega dómsorð eða dómsforsendur en hins vegar væri það ljóst að í samkomulagi deilu- aðila frá 3. janúar segði að aðilar litu svo á að frestun á boðuðu verkfalli hefði ekki áhrif á gildi uppsagna- bréfa. Eiður sagði það ekkert einhlítt hvort að um ólögmætar aðgerðir væri að ræða en á meðan deilan stæði stefndi stöðugt í meira óefni hvað varðar mikilvæga öryggishags- muni í landinu og því yrðu að nást sættir. Þorsteinn Pálsson steig aftur í ræðustól og sagði það hafa valdið sér vonbrigðum þegar að Helgi Seljan hefði í ræðustól á Alþingi sagt að finna þyrfti lausn á umræddri deilu hvað sem liði niðurstöðu félags- dóms. Þorsteinn kvaðst vænta þess að hann hefði ekki átt við að draga ætti í efa gildi niðurstöðunnar. Helgi Seljan gerði athugasemd við orð ráðherra og sagðist ekki véfengja úrskurð félagsdóms, hins vegar bæri brýna nauðsyn til þess að fjármálaráðherra hefði forgöngu um að finna lausn þessa máls. Það væri í raun skylda hans og ríkisstjórnar- innar. Karvel Pálmason sagði að í mikið óefni væri komið. Ýmis konar vandamál hrönnuðust upp vegna nefndrar deilu og ykjust stöðugt. Því væri brýnt að vita hvort mætti skilja orð ráðherra svo að hann vildi á engan hátt beita sér fyrir lausn málsins þar til rafeindavirkjar væru komnir aftur til starfa. Slík afstaða benti tíl þess að í enn meira óefni væri komið. Eiður Guðnason gerði stutta at- hugasemd og sagði það sinn skilning að þó að verkfall hefði verið dæmt ólögmætt þá gilti það ekki um upp- sagnirnar. Harma bæri afstöðu fjarmálaráðherra þar sem hann vildi greinilega ekki hlusta á óskir sem fram væru komnar um að hánn beitti sér fyrir lausn málsins. Þorsteinn Pálsson kvaðst enn verða að ítreka að fjármálaráðu- neytið liti svo á að staða rafeinda- virkja sé önnur en annarra opinberra starfsmapna samkvæmt niðurstöðu félagsdóms. Ekki væri unnt að eiga kjarasamningaviðræður við aðila sem ættu í ólögmætu verkfalli. í lok umræðunnar tóku þeir Karvel Pálmason, Ólafur Þ. Þórðar- son og Guðmundur J. Guðmunds- son til máls. _SS Umræður utan dagskrár um deilu rafeindavirkja og ríkisvaldsins fóru fram í sameinuðu Alþingi í gær. Eiður Guðnason steig fyrstur í ræðustól sem málshefjandi. Hann sagðist vilja vekja á því athygli að nú væri nokkuð um liðið síðan að um 120 rafeindavirkjar í þjónustu hins opinbera hættu þar störfum. Frá því að þetta gerðist síðastliðinn föstudag væri svo komið með símakerfi landsmanna aðekki væri lengur hægt að hringja út fyrir höfuðborgarsvæð- ið, nema með handvirkri þjónustu og margra klukkustunda bið og að dagskrá ríkisfjölmiðlanna væri kom- in úr skorðum. Eiður sagði að þetta mál snerist alls ekki um það hvort að nýgerðir kjarasamningar séu brotnir eða ekki, heldur um það hvort að raf- eindavirkjarnir 120 fái að gerast félagar í Sveinafélagi rafeindavirkja. Það væri alvarlegt mál ef ríkisstjórn- in missti svo marga vel þjálfaða starfsmcnn. Þingmaðurinn sagði það augljóst að þessi deila væri komin í einhvers konar sjálfheldu og þar sem fjár- málaráðherra hefði um skeið verið fjarverandi væri tímabært að beina þeirri spurningu til hans hvað hann hygðist gera svo að lausn fyndist. Ef vilji væri fyrir hendi ættu menn að geta talað saman. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra tók næstur til ntáls og kvaðst taka undir það með Eiði Guðnasyni að það væri alvarlegt mál þegar að fjarskipti trufluðust, en það hefði nú átt sér stað vegna þess að stór hópur rafeindavirkja hefði lagt niður störf. Ráðherra sagði það rétt að fram kæmi um hvað málið snerist. Raf- I) NISSAN Nissan Mid 4 M MlD n Sýnum framtíðarbíl Nissan verksmiðjanna laugardag og sunnudag kl. 14—17 og næstu daga. Síðan verður þessi fullkomnasti sportbíll í heimi sendur aftur utan á alþjóð- legar bílasýningar. Allt er þegar fernt er. fjórhjóladrif fjórhjólastýring fjórir yfirliggjandi knastásar fjórir ventlar á hvem strokk, alls 24 ventlaar Notið þetta einstaka tækifæri að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.