Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.03.1986, Blaðsíða 19
Föstudagur 21. mars 1986 Háskólakórinn flytur nýtt verk eftir Kjartan Ólafsson Háskólakórinn hcldur tvcnna tónleika í Reykjavík um helgina. í síðustu viku söng kórinn fyrir Norðlendinga og hélt tón- lcika á Hvammstanga, Varmahlíð, Dal- vík og Akureyri, auk þess að syngja „á sal“, fyrir nemendur Menntaskólans á Akureyri. Á efnisskrá kórsins að þessu sinni er nt.a. frumflutningur á nýju kórverki eftir Kjartan Ólafsson, Raddir á daghvörfum- tilbrigði við tíu þjóðsögur, en það er sam- ið við kvæði Hannesar Péturssonar. I kvæðinu heyrast raddir tíu sögupersóna úr jafnmörgum íslenskum þjóðsögum segja frá þeim atburðum er urðu tilefni sagn- anna. Kjartan Ólafsson hefur í þessu verki, sem hann skrifaði að beiðni Há- skólakórsins, freistað þess að túlka stemmningu kvæðisins og um leið þeirra þjóðsagna sem það byggir á. Fleiri nýleg verk verða á efnisskrá tón- leikanna. Cantata v eftir Jónas Tómas- son, og Spjótalög eftir Árna Harðarson eru bæði samin við Ijóð Þorsteins frá Hamri, en þessi verk voru frumflutt í Reykjavík á tónleikum kórsins í descmb- er s.l. Einnig verða flutt íslensk þjóðlög í útsctningum Hjálmars H. Ragnarssonar og Jónasar Tómassonar eldri. Tónleikar Háskólakórsins verða í Fé- lagsstofnun Stúdenta laugardag og sunnu- dag, 22. og23. marsoghefjast kl. 17 báða dagana. Stjórnandi kórsinser Árni Harð- arson. Myndlistarsýning í Safnahúsinu á Selfossi Myndlistarfélag Árnessýslu opnar sýn- ingu á verkum félagsmanna sinna í Safna- húsinu á Selfossi laugard. 22. mars, en hún stendur til 31. mars. Sýningin verður opin alla daga kl. 14.00-22.00, en virku dagana 24. og 26. marseropiðkl. 18.00-22.00. Að þessu sinni sýna 18 félagsmenn um 65 verk, margskonarverk. Töluvert af því sem sýnt er er til sölu. Kjartan Guðjónsson listmálari með eitt verka sinna er hann hélt sýningu 1980 á Kjarvalsstöðum. Gallerí Vesturgötu 17: Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar Kjartan Guðjónsson listmálari hefur verið með sýningu í Galleríi Vesturgötu 17 að undanförnu. Sýningin hefur nú ver- ið framlengd um eina viku. Sýningin er opin virka daga kl. 09.00- 17.00 og um helgar kl. 14.00-18.00. Fyriiiestrar í fyrirlestrasal Norræna hússins Norsk bókakynning á laugardag 22. mars kl. 15.00. Norski rithöfundurinn Espen Haavarsdsholm f. 1945 kynnir bækur sínar og Einar Eggen lektor og bókmenntafræðingur heldur fyrilestur um norsku Ijóðskáldin Rolf Jacobsen og Har- ald Sverdrup. Sunnudag 23. mars kl. 17.00 heldur Hallfreður Örn Eiríksson cand.mag. fyrirlestur um þjóðsagnaval Ásgríms Jónssonar og þjóðsögur, sem hafa verið vinsælt myndefni hjá mörgum listmálur- um. Fyrirlesturinn er í tengslum við sýn- inguna á þjóðsagnamyndunt Ásgríms í sýningarsölum. Gunnar Kristinsson sýnir í Ás- mundarsal Gunnar Kristinsson sýnir verk sín í Ásmundarsal frá 22. marstilogmeðtil 31. mars. Sýningin er opin um helgar kl. 14.00-20.00, en virka daga 16.00-20.00. Þctta er sjöunda einkasýning Gunnars, en hann hefursýnt hérá landi í Austurríki og Sviss, og tekið þátt í samsýningum víða. Á þessari sýningu er Gunnar mcð akrýl- og olíuverk. Hann var við nám f Basel í Sviss. Á meðan á sýningu stendur gefst gestum kostur á aö hlusta á tónsmíðar eftir öunnar Kristinsson, en hann hefur llutt tónlist sína í Norræna húsinu og er- iendis. Hann var í tónlistarnámi í Tón- skóla Sigursveins og í Vínarborg. Myndverk eftir konur sýnd í Gerðubergi í Gcröubcrgi stendur yfir sýning á myndvcrkum cftir konur í cigu Rcykja- víkurborgar. Þetta cr þriöji og síöasti hluti sýningarinnar „Listakonur" - verk í eigu Rcykjavíkurborgar, cn cfnt var til þessarar sýningar í tilefni af lokum kvennaáratugar og í tilefni af 200 ára af- mæli Reykjavíkurborgar. Aö þcssu sinni cru á sýningunni 33 vcrk: Málverk, grafík, skúlptúrar, vefn- aöur og Ijósmyndir. Listakonurnar cru: Alda Lóa Lcifsdótt- ir, Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdótt- ir, Erla Þórarinsdóttir, Guöbjörg Ringstcd, Guörún Þorkelsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Hildi- gunnur Gunnarsdóttir, Hulda Hákonar- dóttir, Jóhanna Þóröardóttir, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Jónína Lára Einars- dóttir, Lára Gunnarsdóttir, Lísa K. Guö- jónsdóttir, Lísbet Svcinsdóttir, Nína Gautadóttir, Ragnhildur Stcfánsdóttir, Sigrún Ó. Einarsdóttir, Sólcy Eiríksdótt- ir, Steinunn Þórarinsdóttir, Svala Sigur- leifsdóttir, Telma Bcll, Vala Haraldsdótt- ir Vilborg Einarsdóttir og Þorbjörg Þórö- ardóttir. Sýningin er opin kl. 13.00-22.00 frá mánudegi til fimmtudags og kl. 13.00- 18.00 frá föstudegi til sunnud. Aögangur er ókeypis. Páskaferðir Ferðafélags íslands 27.-30. mars (4 dagar): Snæfellsnes. Gengið á Snæfellsjökul og farnar skoðun- arferðir um Nesið. Gist í svefnpokaplássi í Arnarfelli á Arnarstapa. 27.-31. mars (5 dagar): Þúrsmörk. Gist í Skagfjörðsskála. 27.-31. mars (5 dagar); I.andmanna- laugar - skíðagönguferð. Ekið að Sig- öldu. gengið þaðan á skíðum til Land- mannalauga. Snjóbíll flytur allan farang- ur frá Sigöldu í Laugar og til baka að fcrð lokinni. Gist er í sæluhúsi F.í. í Laugum. Skíðaáhugafólk ætti ekki að láta þessa ferð fram hjá sér fara. Nægur snjór, skemmtilegar gönguleiðir. Ferðafólk sem hugsar sér að gista í Laugum um þænadaga og páska, ætti að hafa samband við skrifstofu F.í. Öldu- götu 3 og kanna hvort unnt reynist að fá gistingu. 37.-31. mars (5 dagar): Öræfi-Suður- sveit. Dagsferðir með snjóbíl á Skálafells- jökul. Athuga að taka skíði með. Gist í svefnpokaplássi á Hrollaugsstöðum. 29.-31. mars (3 dagar): Þórsmörk Gist í Skagfjörðsskála. Áríðandi að panta timanlega í páskaferðirnar. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni. Oldugötu 3. Frumsýnings hjá L.A. Blóðbræður Leikfélag Akureyrar frumsýnir söng- leikinn Blóðbræður eftir Willy Russell í þýðingu Megasar á laugardagskvöldið. Leikstjóri er Páll Baldvin Baldvinsson. leikmyndarhönnuður Gylfi Gíslason. Ijósahönnuður Ingvar Björnsson. hljóm- sveitarstjóri Roar Kvam og búninga- meistari Freygerður Magnúsdóttir. Þessi kraftmikli söngleikur var frum- sýndur í Liverpool og London 1983 og hlaut þá margs konar verðlaun. Hann er nú á fjölum margra leikhúsa Evrópu við miklar vinsældir. Leikurinn fjallar á fjörmikinn hátt um ævi og örlög tvíbura- bræðra. sem aðskildir eru frá fæðingu og alast upp í ólíku umhverfi, annar í fátækt og hinn í allsnæktum. Erla B. Skúladóttir leikur móður drengjanna og sjö annarra barna, Ellert A. Ingimundarson og Barði Guðmunds- son leika tvíburabræðurna, scm sverjast í fóstbræðralag án þess að vita um skyld- leika sinn, Sunna Borg fer með hlutverk fósturmóðurinnar og Theodór Júlfusson leikur fósturföðurinn, Pétur Eggerz leik- ur harðsvíraðan eldri bróður tvíburanna, Vilborg Halldórsdóttir leikur stúlkuna, sem þeirelska báðirog Þráinn Karlssoncr sögumaður. sem bregður sér í margvíslcg gervi. Auk þeirra syngur og leikur fjög- urra manna kór. þau Olöf Sigríður Vals- dóttir. Sigríður Pétursdóttir. Haraldur Hoe Haraldsson og Kristján Hjartarson. Frumsýning er laugardagskvöld kl. 20.30, 2. sýning sunnudagskvöld, 3. sýn- ing miðvikudagskvöld, 4. sýningáskírdag kl. 17 og 5. sýning á annan í páskum kl. 20.30. í söngleiknum Blóðbræður. Barði Guðmundsson, Ellert A. Ingi- mundarson og Sunna Borg í hlut- verkum sínum. Skottuleikur í Breiðholtsskóla Aukasýningar vcgna mikillar aðsóknar á Skottuleik í Breiðholtsskóla verða á laugardaginn kl. 15.00 og á sunnudaginn kl. 16.00. Miðapantanir allan sólarhring- inn í síma 46600. Eggleikhúsið: Ella á sunnudagskvöld Ella verður sýnd í kjallara Hlaðvarpans við Vesturgötu á sunnudagskvöld kl. 21.00. Leikritið er um Ellu sem hefur hafnað í hænsnakró í kjallara systur sinnar á efri árum. Kristín Anna Þórarinsdóttir og Viðar Eggertsson leika og leika eiginlega bæði Ellu. því að sonurinn (Viðar) rekur sögu hennar og tekur smátt og smátt á sig gervi hennar. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma. Alþýðuleikhúsið Kjarvalsstóðum: Tom og Viv Sýning verður á sunnudag að Kjarvals- stöðum kl. 16.00. Fáar sýningar eftir. Tíminn 23 Steinunn á Sjöundá ásamt Eyjólfi ungum (Margrét Helga og Jakob Þór) Leikfélag Reykjavíkur: Svartfugl Sýning á sunnudag - uppselt Ný leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar Svart- fugli. sem fjallar um morðin á Sjöundá snemma á 19. öld, en þá myrtu þau Bjarni Bjarnason og Stcinunn Svcinsdóttir ntaka sína Jón og Guðrúnu til að geta náð saman. Með aðalhlutverk fara Sigurður Karlsson, Jakob Þör Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir og margir fleiri. Lcikstjóri er Bríet Héðinsdóttir, tónlist samdi Jón Þórarins- son, ljós sá David Walters um, en leik- mynd og búninga Steinþór Sigurðsson. Sex í sama rúmi Miðnætursýning í Austurbæjarbíói Á laugardagskvöld kl. 23.30 verður miðnætursýning á Sex í sama rúmi í Aust- urbæjarbíói. I þessum breska farsa leika: Þorsteinn Gunnarsson. Kjartan Ragnars- son. Hanna María Karlsdóttir, Valgeröur Dan, Kjartan Bjargmundsson o.fl. Leik- stjóri er Jón Sigurbjörnsson. leikmynd gerði Jón Þórisson og Daníel Williamsson gerði lýsingu. Land míns föður í Iðnó Stríðsárasöngleikur Kjartans Ragnars- sonar. sem gengið hefur fyrir fullu liúsi í allan vetur er sýndur á föstudags- og laug- ardagskvöld. Uppselt er á báðar sýningar. Þjóðleikhúsið: Upphitun í næst síðasta sinn í kvöld, föstud. 21. mars veröur næst síðasta sýning Þjóðleikhússins á lcikritinu Upphitun eftir Birgi Engilberts, í lcik- stjórn Þórhalls Sigurðssonar. Kristbjörg Kjeld fer með aöalhlutvcrk- ið, en m.a. Icikcnda eru: Þóra Friöriks- dóttir, Helga E. Jónsdóttir, Tinna Gunn- laugsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Guðrún Þ. Stephenscn og Bryndís Pétursdóttir, auk dansara úr íslenska dansflokknum og telpna úr ballettskóla Þjóðleikhússins. Myrkur á Galdraloftinu Leikfélagið „Veit mamma hvað ég vil?" hcfur nú tckið til sýningar leikritið Myrk- ur eftir Frcderick Knott í þýðingu Lofts Guðmundssonar. Leikstjórn og leikmynd eru í höndum Péturs Einarssonar en lýs- ingu annast Vilhjálmur Hjálmarsson. Leikendur eru Þórunn Helgadóttir, Már W. Mixa, Felix Bergsson, Þórir Bergsson, Héðinn Sveinbjörnsson, Sólveig Svcin- björnsdóttir, Árni Eiríkur Bergsteinsson, Guðlaugur Eyjólfsson og Þóröur Þórsson. Leikritið, sem á frummálinu heitir „Wait Until Dark", er sýnt á Galdraloftinu að Hafnarstræti 9 og verður það frumsýnt föstudaginn 21. mars cn 2. og 3. sýning verða laugardaginn 22. mars og sunnudaginn 23. mars. Þær hcfjast kl. 20.30 stundvíslega. Helgi Skúlason í hlutvcrki sínu seni Ríkaröur þriðji (Tímainviid Árni Bjarna) Þjóðleikhúsið: Ríkarður þriðji 5. sýning Á morgun, laugardugskvöld, sýnir Þjóð- leikhúsiö Ríkarö þriðja, cftir William Shakespeare, í þýðingu l lelga Hálfdanar- sonar, en leikstjóri er John Burgess frá breska þjóðleikhúsinu. Eitt af vinsælustu verkum meistaransog spennandi verk um valdarán og blóðugan fcril haröstjóra. Helgi Skúlason fer með titilhlutverkiö, en meðal fjölda annarra leikara eru Róbcrt Arnfinnsson, Ragnheiður Steindórsdótt- ir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmunds- dóttir, Rúrik Haraldsson. Flosi Ólafsson og Sigurður Skúlason. Kardemommubærinn Á sunnud. kl. 14.00 veröur 72. sýning á Kardemommubænum eftir Thorbjörn Egner, en áætlað cr að sýningarnar verði 75. Það fara því að vera síðustu forvöð að sjá þennan vinsæla leik. Með vífið í lúkunum er sýnt á sunnudagskvöld. Sýningum fer fækkandi. Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður Eftirtaldar stööur viö heilsugæslustöðvar eru laus- ar til umsóknar nú þegar: Reykjavík, Miöbær, staöa hjúkrunarfræðings Keflavík, staöa hjúkrunarfræðings Selfoss, staöa hjúkrunarfræöings og staöa Ijósmóður Dalvík, hálf staöa hjúkrunarfræðings Ólafsvík, staöa Ijósmóöur eöa hjúkrunarfræð- ings. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. mars 1986

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.