Tíminn - 06.04.1986, Page 4

Tíminn - 06.04.1986, Page 4
4 Tíminn Sunnudagur 6. apríl 1986 UM 1590 VAR TIL NORÐUR í ÓFEIGSFIRÐI ÁSTRÖNDUM FERÐASAGA, SEM MARGAN MUNDI LANGA TIL AÐ LESA, EF HÚN VÆRI ENNÞÁ TIL, EN ÞAÐ ER HÚN SEM SÉ EKKI, - ÞVÍ MIÐUR. ÞETTA VAR FERÐASAGA BJÖRNS NOKKURS EINARSSONAR, SEM FÉKK AUKNEFNIÐ JÓRSALAFARI EFTIR LANGAR OG STRANGAR FERÐIR UM FJÖLDA LANDA, ÞAR Á MEÐAL NORÐURLÖND, ÞÝSKA- LAND, ÍTALÍU, SPÁN, GRÆNLAND, - OG LOKS GYÐINGALAND, EN SÚ FÖR AFLAÐI HONUM JÓRSALA- FARANAFNSINS. ÞESSI FERÐASAGA HEFUR VERIÐ TIL FRAM UNDIR UM 1700, EN ÞEG- AR ÁRNI MAGNÚSSON KEMUR TIL SÖGUNNAR ER HÚN ALVEG GLÖTUÐ. ÞESS VEGNA VERÐUR AÐ BYGGJA Á ÞVÍ SEM VITAÐ ER UM BJÖRN JÓRSALAFARA OG FERÐIR HANS AF ÖÐRUM HEIMILDUM HÉR. NÚ Á DÖGUM þykja þcir vera talsvert sigldir sem farið hafa um öll helstu Evrópulönd eins og Björn og kannski spölkorn út úr kristninni líka, eins og til la'ndanna við botn Miðjarð- arhafs. En hvað er nútíma ferðareynsla á borð við þá menn sem fyrir mörgum öldum fóru þetta allt, - ekki á þotu skýjum ofar, heldur ríðandi hrossum eða ösnum og stundum fótgangandi og börðust áfram yfir sollinn sæ á smáum og varla mjög traustum skipum. Þeir lögðu aðeins fáa tugi kf/ómetra að baki á dag, höfðust við í litlum gistihúsum við vegina eða þá að þeir sváfu í tjöldum á berangri og vissu hætturn- ar bíða við hvert fótmál. Heim kontnir hljóta þeir að hafa haft frá öllu fleiru að segja en við nútímamenn sem oft höfum frá fáu nýstárlegu að greina, þótt við framvísum digrum bunkum af litmyndum eftir reisuna. Sterkir stofnar Björn var af góðum kominn. Afi hans Eiríkur Sveinbjarnarson hafði verið í för- um og sleginn til riddara af Hákoni hálegg 1316, herraður og gerður að hirðstjóra á fslandi. Hann eignaðist Vatnsfjörð með konu sinni Vilborgu, sem var afabarn Snorra Sturlusonar. í Vatnsfirði var svo fæddur faðir Björns, Einar Eiríksson, sem einnig var höfðingi og margsigldur. Hann bjó ýmist í Vatnsfirði eða á Grund í Eyjafirði og það var meðan hann bjó þar að kona hans, Helga Þórðardóttir, vann þáð afrek að drepa hinn illa þokkaða hirðstjóra, Smið Andrésson, og menn hans, er þeir höfðu tekið hús á henni eina sumarnótt 1362. Það var hinn svonefndi Grundarbardagi sem frægur er enn í dag og fékk móðir Björns nafnið Grundar- Helga í munni alþýðu á eftir. Grænlandsförin Björn Jórsalafari, sem af þessu bergi var brotinn, mun hafa verið fæddur um 1350. Því má nærri geta að hann hefur fengið hið besta uppeldi og með höfðingjasniði. Þeg- ar faðir hans drukknaði á ísafirði 1383 tók hann við mannaforráðum eftir hann og miklum auði. Hann kvæntist Sólveigu Þorsteinsdóttur, dóttur Þorsteins Eyjólfs- sonar lögmanns, sem um er sagt að hafi verið „góð kona og göfug, vitur og vel menntuð og kvenskörungur." Hún var með bónda sínum í utanferðum hans og 1401 fór hún utan þótt bóndi hennar færi ekki með. Af því má sjá að nokkuð hefur verið í hana spunníð. Sólveig fór utan á skipi sem Björn hafði látið smíða í helm- ingafélagi við Skálholtskirkju. Fyrstu utanferðina fór Björn 1379 með Oddgeiri Skálholtsbiskupi til Rómaborgar og er sagt að í þeirri ferð hafi móðir hans, Grundar-Helga, verið með honum. Aðra ferðina fór hann 1385 og lá leiðin til Noregs, kona hans var þá með honum. En skipið fékk vond veður og hrakti til Grænlands og er af því mikil saga. Græn- lendingar tóku þeim hjónum með kostum og kynjum, settu Björn yfir Eiríksfjarðar- sýslu og guldu honum slátur í gjaftolla. Sagt er að á Grænlandi hafi Björn bjargað tveimur tröllum (þ.e. eskimóum) úr flæðiskeri og sóru þau „tröllin" honum trúnaðareiða og skorti hann ekki afla þaðan af, því þau veiddu allt ti! matar og klæða sem þurfti. Þótti skessunni hámark alls yndis þegar Sólveig leyfði henni að hampa barni sem hún hafði þá nýlega alið. Hún vildi hafa höfuðfald eins og húsfreyjan og faldaði sér með hvalgörnum. Þau tröllin eru sögð hafa fleygt sér í sjó á eftir skipinu þegar Björn hélt heim og drepið sig þannig sjálf. Slíkar mætur höfðu þau á þeim hjónum. Það var á leiðinni frá Grænlandi að Björn er sagður hafa komið við í Gunn- bjarnarskerjum, sem eru undan ísafjarðar- mynni. Þangað þorði helst enginn maður að fara, en Björn sté á land og taldi þarna 18 bæi. Björn hlaut gistingu hjá einum bændanna og hlaut allan hinn besta aðbún- að. En eitt sinn þegar bóndinn gekk út var stúlka nokkur eftir í stofunni, sem fóstraði barn. Hún kvað þetta: Gisti sá engi hjá Gunnbirni, sem góð hefur klæði og gripu væna. Svelgur hann sína gesti, sem svín eti grísi og dillendó. Björn skildi þetta sem aðvörun og gekk á braut með mönnum sínum og sigldi á ■ braut. Málaferli í Noregi Björn kom frá Grænlandi 1387, en strax árið eftir hóf hann þriðju förina og líleiðin til Noregs. Þegar þangað kom var lögð fram kæra á hendur honum og félögum hans fyrir að hafa siglt til Grænlands og keypt krúnunn- ar góss móti lögum. Var settur 14 manna dómur í Björgvin til þess að dæma í málinu, en Birni tókst að sanna að hann hefði orðið að gera þetta til þess að bjarga lífi sínu og sinna og var sýknaður. Þeir félagar fóru síðan um Danmörku og Þýskaland og suður til Rómaborgar og komu allir aftur heilir á húfi heim 1391 og tóku land í Þerneyjarsundi. Loks var það fjórða og síðasta ferð Björns, ferðin til landsins helga, en í hana lagði Björn 1405. Með honum fór utan Vilchin Skálholtsbiskup. Enn var kona hans með í förinni. Áður en af stað var haldið gerði hann erfðaskrá sína og gaf miklar gjafir kirkjunni í Vatnsfirði, svo hann mætti koma aftur heill heim. Þar á meðal voru rekafjörur og jarðeignir og alls lags dýrir gripir, eins og „12 stikur með bleikt léreft til messuklæða, koparkúla sexhyrnd og kertastika úr kopar.“ Jórsalaförin Til Noregs var komið um haustið og andaðist þ§r Vilcin biskup og sá Björn um útför hans í Björgvin með miklum tilkostn- aði. Áskell erkibiskup var viðstaddur og sjö lýðbiskupar og stóðu veisluhöld í marga daga. Þá lögðu þau hjónin af stað og fóru fyrst til Rómaborgar. Þaðan var haldið til Feneyja. Síðan var farið til Jerúsalem að gröf Krists. Því miður er ferðasagan glötuð, sem áður segir, svo ekkert nánara vitum við um þann leiðangur, en frá landinu helga var aftur siglt til Feneyja. Þar skildu leiðir hjónanna. Sólveig fór beint norður til Noregs, en Björn átti fleiri erindum að sinna. Áður en hann hélt frá íslandi hafði hann lýst yfir að hann væri því heiti bundinn að sækja heim hinn heilga Jakob postula í Compostella á Spáni, og nú lá því leiðin til St. Jago de Compostella. Þar veiktist Björn og lá í hálfan mánuð, en náði sér vel. Hann fór nú til Frakklands og um Flandern til Englands, þar sem hann sótti heim hinn hcilaga Thomas í Kantaraborg. þaðan var farið til Noregs og kom hann þangað 1410, - fimm árum eftir að upp var lagt í förina. Hann ætlaði nú til Íslands, en komst ekki í byrjun lengra en til Hjaltlands og var þar um veturinn. Sumarið eftir kom hann svo heim í Vatnsfjörð og má segja að kirkjan sem hann hlóð á gjöfunum hafi dugað vel til áheita. Höfðingsbragur Björn Jórsalafari lifði í góðum friði við landa sína, enda má segja að fáir hafi orðið til þess að reyna að beita hann ofstopa. Hann hafði hirðstjóraumboð hér á landi í fjarveru Árna biskups Ólafssonar og segir að hann hafi þá sem endranær verið í góðri vináttu við hina helstu menn hér á landi, slíkur höfðingi sem hann var og ágætismaður. 1392 fór hann að heimboðum til hinna voldugustu manna í landinu, fyrst í Skálholt, en síðan um Austurland og Norðurland. Var honum tekiðmeð kostum og kynjum í förinni hvar sem hann kom. Heima fyrir sat hann við hinn mesta höfðingsskap og rausn í hvívetna. Hann hafði um sig hirð að sið útlendra höfðingja og máldrykkjur. Hann hafði og að fornum sið skáld sér við hönd, sem kváðu um ferðir hans og athafnir, svo ekki féllu f gleymsku þegar frá liði. Skáldið átti að skemmta sunnudag hvern, þriðjudag og fimmtudag. Skáld hans var Sigurður fóstri Þórðarson, sem verið hafði með honum á Grænlandi. Hann orti Skíðarímu, sem enn er til og hefur þótt skemmtileg. Því tniður hefur þó minna varðveist af því sem gera átti afrek Björns svo ódauðleg í kveðskap. Björn dó suður í Hvalfirði og var jarðaður í Skálholti. Það hefur þótt skrýtin ráðstöfun, því hann hafði lagt svo fyrir að hann yrði grafinn í fordyri kirkjunnar í Vatnsfirði, sem hann hafði gert svo vel við með gjöfum. En Skálholt var svosem nógu virðulegur legstaður. Björn Jórsalafari var einn síðustu ís- lensku höfðingjanna sem höfðu á sér það stórmennskusnið sem landar hans ortu um rímur og skráðu um sögur á myrkum og horsælum öldum sem yfir gengu hver af annarrí eftir hans daga. Það má meira að segja deila um það hvort enn í dag finnist þeir menn sem telja má hans jafna. Til hans má því enn líta í leif að horfinni frægð. Jórsalafari Hann fór ásamt frú sinni til Feneyja og Jerúsalem, lá í flensu á Spáni og heilsaði upp á heilagan Tómas í Kantaraborg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.