Tíminn - 06.04.1986, Blaðsíða 5
Sunnudagurö. apríl 1986
Tíminn 5
VÍÐAR ER UMFERÐINNIÁBÓTAVANT
EN Á ÍSLANDI
Margt hefur verið ljótt sagt um
umferðarmcnningu Islendinga, en
nú höfum við heyrt að afkomendur
hinna fornu Persa, þ.e. íranir, séu
ekki skárri en afkomendur víking-
anna, nenta síður sé.
Sagt er að sá utlendingur sem
hættir ser á bíl út í umferðina í
Teheran þakki góðum Guði, (hvort
sem það er Allah eða Kristur) ef
hann nær lifandi heint aftur. Pað
eru um sjö manns sem drepnir eru ú
untferðarslysum í, írönsku höl'uð-
borginni daglega og sú tala er talin
furðanlega lág, sé á allar aðstæður
litið. Fólksbílar, vöruvagnar og mót-
orhjól bruna um á ofsahraða og
oftast með aðeins örfáa sentimetra á
milli sín. „Lögreglan stendur varnar-
laus í þessu tryllta brimi,“ segir
umferðarlögregluþjónn íTeheran, í
blaðaviðtali nýlega.
Gegn þessunt ægilega dreka, um-
ferðinni, hefur hann nefnilega engin
vopn nema blokkina og blýantinn og
áminningarmiðana. Jú, hann hefur
líka hnefana.
Sökudólgarnir segja: „Flýttu þér
að skrifa miðann og láttu mig svo
íara," segir Davoud Akbari, varð-
stjóri, sem gætir markalínu í kring-
um miðborgina. Markalína þessi var
sett upp til þess að takmarka umferð
um miðborgina, svo bifreiðir á því
svæði kæmust sæmilega áfram. En
sá galli ey á gjöf Njarðar að í
kringum markalínuna hafa myndast
ógurlegir umferðarhnútar. Algengt
er að lögreglumenn séu slegnir niður
við skyldustörf sín.
„Persaflóastríðið er ekkert á móts
við þetta,“ segir varðstjórinn. „Par
veistu að annað hvort drepa Irakar
þig eða þú drepur þá. En hér er á
engan að treysta.”
A fyrstu sex mánuðum íranska
ársins voru drepnir í umferðarslys-
ununt 1.335 manns, en 8.745 slösuð-
ust meira eöa minna. Talið cr að í
Teheran tapist 3,5 ntilljón vinnu-
stundir árlega vegna tafa manna í
umíerðinni. Það nemur að verðmæti
3,5 milljónum dala á ári.
Asigkomulagi ökutækja borgar-
innar cr líka ábótavant og ófullkom-
in brennsla vélanna veldur ertandi
grábrúnum reyk sem stöðugt liggur
yfir öllu og hefur líka sálræn áhrif.
Fólk verður rifrildisgjarnt, tauga-
veiklað, þreytt og sjálfhverft, segja
géðlæknar.
TOLUVERDAR
upplSar
Prósenta af fjölskyldum í New
York sem hafa $50.000 í árslaun og
eru svartar: 7
Af fjölskyldum í Chicago: 20
Hver margirsegja að svartir menn
„ættu ekki að troða sér þangað sem
þeirra er ekki óskað?": 58%
Prósenta af konum í stjórnunar-
stöðum sem segja að ilmvatn hafi
áhrif á velgengni þeirra: 36
Hve margir einkaþjónaskólar eru
í Bandaríkjunum?: 1
Hve margir fóstruskólar?: 1
Prósenta af feðrum sem voru við-
staddir fæðingu barna sinna árið
1973: 27
Hve margir af þeim sem lifðu af
sprenginguna í Hiroshima og Naga-
saki búa í Bandaríkjunum?: 750
Prósenta af menntaskólanemum
sem halda að forseti Bandaríkjanna
hafi einn löggjafarvald: 49
Sjálfsmorð á hverja 100.000
Bandaríkjamenn á aldrinum 15 til
24: 12,1
Á hverja 100.000 menn á aldrinum
75 til 84: 20,3
Prósenta af Bandaríkjamönnum
sem deyja á heilsuhælum: 80
Prósenta af táningum sem niissa
mey- eða sveindóminn á heimili sfnu
eða félagans: 54
I' bíl: 12
Prósenta af landi í meðalstórri
borg í Bandaríkjunum sem lagt er
undir vegi og bílastæði: 40
Hættan á að Bandaríkjamaður
verði myrtur: 1:133
Hættan á að svartur Bandaríkja-
maður verði myrtur: 1:21
Meðalþýfi bandarískra banka-
ræningja: $3000
Hve margir af 10 stærstu alþjóða-
bönkunum eru japanskir?: 5
Prósenta af öllu því fé sem Banda-
ríkjamenn inntu af hendi í Bretlandi
árið 1984 í verslunum Harrods: 6
Prósenta af öllum Ijósmyndum
teknum í Bandarfkjunum sem voru
teknar í einhverjum Walt Disney
lystigarðinum: 3,6
Hve margir Mikka Mús-hlutir eru
seldir á hverjum degi?: 5.000.000
Hve mikið kostar að taka sér far á
fyrsta farrými á 14 daga siglingu um
S-Kyrrahafið með Carl Sagan til að
skoða Halley halastjörnuna?:
$10.220
Prósenta af Bandaríkjamönnum
sem ekki þekkja George Bush vara-
forseta: 44
Prósenta af fullorðnum Banda-
ríkjamönnum, sem ekki kunna að
synda: 47
Prósenta af bandartsku þjóðinni,
sem aldrei fer í kvikmyndahús: 39
Hve mörg kílógrömm af pasta
borðaði bandaríska þjóðin pr. mann
árið 1975?: 6,8
En árið 1984?: 11
Meðalaldur bandarískra stúlkna
sem fengu blæðingar fyrsta sinni árið
1900: 14,3
Og árið 1984: 12,9
e
Þú finnur allt á þessum sólríku skemmtistöðum; frábærar baðstrendur
• flölbreytta og vandaða hótel- og íbúðargistingu • stóra og litla veitingastaði • aragrúa verslana
• fjölda diskóteka • stórkostlega möguleika á lengri og styttri skoðunarferðum • þrautreynda fararstjóm
• sérstaka bamafararstjóm og bamaklúbb • endalausa möguleika á leikjumog fjöri »vatnsrennibraut og
tennisvelli • bowling- og kappakstursbrautir • hljómleika og leiksýningar • sirkus og sædýrasafn
• innfædda borgarbúa • ítalskaferðamenn • erlendaferðamenn • -allt.
Adriatic Riviera ol
Rimini
Riccione
Cattolica
Cesenatico
Emilia - Romagna (Italy )
Gatteo a Mare Savignano a Mare
San Mauro a Mare Bellaria - Igea Marína
Misano Adriatico Cervia - Milano Marittima
Lidi di Cómacchio Ravenna e le Sue Maríne
Samvinnuferdir-Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727