Tíminn - 06.04.1986, Page 8

Tíminn - 06.04.1986, Page 8
8 Tíminn Sunnudagur 6. apríl 1986 Wáinö Hamari tv. og Esa Karttunen við myndir af sýfilissjúku fólki og lungnabólgu. VAXMY SYNI ■ ......... ......m 1 uli,illnin kun(ic hii •'pfnj/ n*ri*rlden . "*> *■*'lder,, “ * e ...r- '""«*oSv "•'Vt.l, I; '<d.r ,1: \ 7/ Smd <d o/o , '■"/••1.., 7'lorji , ' u""vm l f.lu,iunin, 1 hMrr,ir v-Tf^r, .1. '■'■'ZZZ!" n'u"n f','l,linifi,l ' n/(rr,. 0, _ , ",l''li'n,, iöSSbsSsss? • rUl ° '*v ••'» m, ' '•W'wir | -"'v »i»/H„ln ' drtr,, „"rZ'ií'z i •"»; v.j ” k!:n«'Z::r;......... ........... „„ > frfn, ■' Ar,............. /!/„„, '"'"f.nf'" •« ;y/*..... .............. “ ....................... '•■'■'■■ ',d A 1,1 . KK'oll ,f. Ssi..................... - ■■■■"Sr..... ,,s «;,.r......'v.ffí'- , ........... ;........' ..... "• ii,,,, ',u' /,'ll!wi,ll' ,v ""'Zií": u"f’« > /•'fll/llw. .. «„ Zz V°"n.nCi" ■:; -í:;7íí"' ■ "'f'f’f/i,.. - '•’ 'fíltd • ..................... Ukl 'w,/‘d /ii!,', >>/,/ , ,7r; i Afskræmdir útlimir, stórslösuð líffæri og vanfærar konur hafa mikið aðdráttarafi á frændur okkar á Norðurlöndum, ef marka má þær vinsældir sem vaxmyndasýningin frá Helsinki í Finnlandi hefur átt að fagna. Á sýningunni má sjá nákvæmar eftírlíkingar af líkamshlutum á hinum ýmsu stigum sárasóttar eða holdsveiki, taugaveiki eða barnsburðar, auk þess sem líkamslýtum eftir pyntingartæki eru gerð góð skil. Forsvars- menn sýningarinnar ferðst nú með hana land úr landi, borg úr borg, og hvarvetna vekur hún mikla athygli, - jafnvel hneykslun, því að vaxmyndirnar sýnast svo raunverulegar að oft hafa menn fallið í öngvit af hryllingi. Fréttamaður Tímans var staddur í Stokkhólmi þegar vax- myndasýningin var sett þar upp og vatt sér inn til að sjá viðburðinn, sem svo mikið hafði verið fjallað um í erlendum blöðum. Alvanur alls konar hryllingi úr sjónvarpi og kvikmynd- um átti hann ekki von á, að þurfa að þiggja heilræðið, sem gefið er í sýningarbæklingnum: „ATH! Ef þér líður illa, fáðu þér þá sæti.“ Maður, þekktu sjálfan þig Vaxmyndirnar eru nær aldargaml- ar. Sýningin var fyrst sett á stofn í Leipzig í Þýskalandi skömmit fyrir síðustu aldamót. Þá voru fyrirmynd- irnar nægar. - sárasótt og aðrir kynsjúkdómar landlægir í öllum stéttum, auk þess sent menn bjuggu við óþrifnað og lélegan húsakost sem var tilvalinn staður fyrir veirur og bakteríur til fjölgunar kyni sfnu. Holdsveiki var einnig mjög algeng og heimsstyrjöldin fyrri varð hátíð vaxmyndagerðarmanna. sem þá gátu gert afsteypur og myndir af sundurskotnum lifrartætlum og lungum. Þannig má lengi telja, því að vaxmyndirnar eru 150 talsins og auk þess eru smærri myndir og skúlptúrar í þúsunda tali. Upp úr áldamótunum var haldið með sýninguna til helstu stórborga Evrópu og brátt hafði hún hlotið heimsfrægð. Yfirskrift sýningarinnar var „Maður, þekktur sjálfan þig“ og tilgangurinn. að menn mættu læra að aðgát skyldi höfð í nærveru sjúkra svo menn tækju ekki pestirnar og að þrifnaður og heilbrigt líferni væri hverjum manni nauðsyn. Kvenfólki var meinaður aðgangur að safninu í fyrstu. en síðar var komið á scrstökum konudegi. Á gömlum, gulnuðum veggspjöldum stendur: „Föstudagar klukkan 3 til 5 eftir hádegi. Aðgangur heimill kon- urn eingöngu.” En á meðan á heimsreisu sýning- arinnar stóð skall á heimsstyrjöld Hitlers og vaxmyndirnar lentu á vergangi, týndust og gleymdust. Það var ekki fyrr en um 1970 sem hafin var leit að þeim, þegar tveir finnskir listamenn, Esa Karttunen og Wáinö Hamari komust á snoðir um að hið verðmæta vaxmyndasafn hefði þrátt fyrir allt varðveist og væri enn þá til einhvers staðar í Evrópu. Leitin að týnda safninu I tíu ár ferðuðust Wáinö og Esa um Evrópu í leit að myndunum. Þeir fylgdu eftir sýningarslóðinni urn álf- una þvera og endilanga, þvældust um borgir og bæi. þar til loks að þeir hittu fyrir gamlan, tékkneskan loft- fimleikamann, sem gat rifjað upp hver hefði verið eigandi að safninu vlð upphaf aldarinnar. Þegar lista- mennirnir loksins höfðu komist á slóðina tók það þá ekki langan tíma, að þefa myndirnar uppi. í byrjun árs

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.