Tíminn - 06.04.1986, Síða 15
Sunnudagur 6. apríl 1986 Tíminn 15
leyti útúr rúminu, sveitt, hallar aftur,
gengur að rúminu og sest, leggur
plastpokann við fæturna og tínir
pilsner og lifrarpylsuna upp úr,
ógleðiviprur um andlitið þegar hcit
gufan stígur upp, teygir sig í upptak-
ara af gólfinu og opnar pilsnerinn,
teygar, tekur til við að rista upp
lifrarpylsuna og étur hana með fingr-
unum, sleikir, borðar svipbrigða-
laust. lætur sig síðan falla á rúmið,
alklæddur, og sofnar með opinn
munn.
VERFISGATA.
Óstyrkum skrefum í
slabbinu, ruðningur
uppá hálfa gangstétt,
einstigi, hvít birta sem sker augun,
tár spretta fram, slabbið finnur sér
leið í skóna, garrinn kemst óhindr-
aður upp stígana, opnir í norður,
bílar sem aka viðstöðulaust hver frarn
úr öðrum, einn gargandi mávur
og ekkert meir, bara hús, bílar,
stöðumælar, ruðningar, auð gata og
vindhviður. Niður Frakkastíginn,
móti rokinu, kaldur og hokinn,
vindsveipur niður hálsmálið, hend-
urnar krepptar í vösunum og treysta
sér ekki til að renna upp, trefill
týndur síðan einhverntímann, geng-
ur niður í portið hjá Sláturfélaginu,
inní miðaldaþorpið, húsin hanga
hvert utan í öðru, hornskökk og
bílar fyrir utan, menn sem bera kjöt,
hross og kýr, kona sent dregur á eftir
sér ker fullt af saltkjöti og önnur
með bakka með lifrarpylsu, rýkur úr
í frostinu, bílarnir flauta þegar þeir
bakka, og mennirnir með grisjur um
hálsinn, í lopavettlingum, sloppum
og hvítum stígvélum.
„Hvern djöfulinn meinar þú með
því að koma hér í sparifötunum á
fimmtudegi og hefur ekki látið sjá
þig alla vikuna, hefur ekki einu sinni
haft samband, hefðir getað vcríð
dauður þess vegna.“
Það var þá fimmtudagur.
„Ég fór heim til þín til að athuga
hvort þú værir veikur, eða hver
andskotinn var að þér, þá liggur þú
þar dauðadrukkinn í eigin skít.“
Mennirnir hætta að vinna og fyigj-
ast með Dóra hella sér yfir Hafþór.
sem stendur hokinn og varast að líta
upp.
„Hvernig í ósköpunum heldur þú
að hægt sé að hafa svona menn í
vinnu, mætir stundum ekki heilu og
hálfu vikurnar og svo loks þegar þú
mætir ertu ófær til vinnu, timbraður
og orðinn fárvcikur af drykkju."
Dóri lítur í kringum sig og segir
mönnunum að fara að vinna, þetla
sé ekkert fyrir þa, tekur um höndina
á Hafþóri og teymir hann inn til sín.
Lítið afdrep með stórum gluggum
svo sér yfir vinnusvæðið, reiknivél
og sími. tveir stólar, annar skrif-
borðsstóll. hinn kollur, almanak og
skrifborð.
Þú verður að gera eitthvað í
þessu, ég get ekki réttlætt það fyrir
mönnunum sem mæta hér uppá
hvern dag að þú komist upp mcð
þetta."
„Nei.“
„Og hvað ætlar þú að gera?“
„Ég veit það ekki.“
„Nei, þú veist það ekki, en ég skal
segja þér það að þú verður að fara
að komast að því, ég hef ekki
endalausa þolinmæði, en ég skal
gefa þér einn sjens í viðbót, en síðan
ekki söguna meir, þú bara mætir hér
í fyrramálið og stundar síðan þína
vinnu eins og maður, mér er and-
skotans sama þó þú sért fullur allar
helgar, en þegar þú mætir hér á
mánudögum þá ætlast ég til þess að
þú sért ódrukkinn og ótimbraður, ef
þú treystir þér ekki til þess þá getur
þú farið til fjandans mín vegna,
skilur þú það?“
„Já.“
„Og til hvers kemur þú hér illa
útleikinn og auðsjáanlega ófær til
vinnu?“
„Ég er blankur.“
„Og?“
„Ég er að sækja kaupið mitt.“
Til þess að geta haldið áfram að
drekka?"
„Nei, ég er svangur.“
„Hvernig get ég verið viss um það,
ég gerði sjálfsagt réttast með því að
halda kaupinu þínu eftir þar til það
rennur almennilega af þér, þú gerir
þér vonandi grein fyrir því að þú
færð ekki mikið borgað á næsta
fimmtudegi, á hverju ætlar þú að lifa
þá vikuna, það er merkilegt hvernig
þú hefur þrek til að standa í þessu,
þú ert enginn unglingur lengur.“
„Ég er svangur, veit ekki hvað
það er langt síðan ég át eitthvað."
„Djöfullinn er þetta, taktu þá
þessa helvítis peninga, en þú skalt
vita það að ef þú kernur ekki til
vinnu á morgun þá ríf ég stimpilkort-
ið þitt og geng í skrokk á þér ef þú
lætur sjá þig hér framar. og þú skalt
ekki halda að ég standi ekki við
það.“
„Takk."
Portið aftur, einhver hlær...
„Djöfull ertu tussulegur."
U PP og burt, stefnir í
banka, heldur fast um
launaumslagið í vasan-
um, hárið fýkur fyrir
andlitið, svíður ískeggstæðið, horfir
niður fyrir fæturna og gengur citt
skref í einu uppá Laugaveg þar sem
fólk kýlir höfðunum niður í axlir, í
bankanum ös, skjálfandi ciginhand-
ar undirskrift og minni peningar en
hann bjóst við, síðan kjötbúð og
lifrarpylsa, minnist lyktarinnar úr
portinu, og fjórir pilsner, Camel og
eldspýtur, leiðin heim, sífellt þrek-
minni og óstyrkari. þráir að leggj-
ast, fá að vera í friði. draga fyrir
gluggann, reyna að borða, sofna.
Þungt loft. innibyrgt, af svita og
áfengi, mannalykt, blettir á gólfinu
sem er hulið af rusli, sængin að hálfu
RU menn steindauðir,
eða hvað?
Óskýr rödd, síðan
þokur.
„Djöfull er að sjá þig, þú ert eins
og draugur, þetta tekur á, menn
komast ekki ósárir úr svona ævintýr-
um.“
Þokunni léttir, slæður, Geir.
Ungur maður. langleitur, með
skegghýjung, gular tennur og
vatnsblá augu, klæddur frakka með
trefil, brosandi og strýkur fingrum í
gegnum hárið, lætur eins og hann sé
skáld.
„Ég leit bara við til að athuga
hvort ég gæti fært sjúklingnum cin-
hvern glaðning, vantar þig ekki
sígarettur eða Malt, eða Vikuna, en
ég ætla ekki að taka til í herberginu,
þú getur verið fullviss um það, ekki
vegna þess að ég nenni því ekki,
heldur er það stefna mín í samskipt-
um við drykkjumenn að þrífa ekki
upp eftir þá fylleríin, hins vegar er
ég alltaf reiðubúinn að hjálpa þeint
við að ná sæmilegri heilsu svo þeir
eigi auðveldara með að átta sig á
eigin eymd, það hef ég heyrt að sé
fyrsta skrefið í átt til fagurrar endur-
skoðunar og nýs lífs.“
Andskotans kjaftæði, ráðast á
mann í rúminu með helvítis skraut-
mælgi, klýfur á manni hausinn með
talandanum, djöfull getur verið sárt
að hósta, hvað ætli klukkan sé orðin,
hef ábyggilega legið hér í fleiri tíma,
hvern andskotann vill þessi Gcir inn
til mín í þessu ástandi, horfir glott-
andi á ntig, verð að rísa upp og koma
einhverju iagi á mig.
„Hvað cr klukkan?"
„Mars."
Andskotinn.
„Annars koin ég í sérstökum er-
indagjörðum, kom til að færa þér
skilaboð sem ég var beðinn fyrir, frá
undurfagurri stúlku sem hefur lent í
þeirri ógæfu að eiga föður sem sefur
í heimsóknartímunum og rúmlega
það, líkir eftir líkum, hún bað mig
að segja þér að hafa samband við sig
þegar þú værir kominn aftur í þcnn-
an heim. láta sig vita ef þú hefðir afl
og löngun til, ég hef reyndar grun
um að bakvið liggi sitthvað flcira en
ásl á föðurómyndinni, hún virtist
févana."
„Var það eitthvað fleira sem þú
ætlaðir að láta út rr þér?“
„Ekki nema það áð mér þætti
vænt um ef þú tækir þig til og þrlfir
klósettið, ég er orðinn æði þreyttur
á því að þurfa að fara í önnur hús til
að gera þarfir mínar. þó það sé
forvitnilegt að búa í sama húsi og
þið, þessir einbúar í risinu, þáer mér
ekki það annt um ykkur að ég vilji
velkjast um í saurnum úr ykkur, né
sofna við helvítis vælið í ykkur."
„Góði láttu mig í friði."
Líður manni ekki nógu illa, þarf
maður að hlusta á unglingsræfil hella
sér yfir mann, hvern djöfulinn held-
ur hann að hann sé, geti gengið inn
í herbergið og lesið yfir manni,
vinnur ekki einu sinni, þetta helvítis
kvikindi, sefur alla daga og gengur
um eins og merkikerti, þykist vera
yfir aðra hafinn, það hefði nú eitt-
hvað verið gert ef maður hefði látið
svona á hans aldri, hefði ekki komist
upp með svona uppsteyt, og hvern
andskotann er hann að blanda Þóru
í þetta, getur hann ekki látið hana í
friði...
„Láttu mig í friði, drengur, og
farðu inn í þitt herbergi, geturðu
ekki séð mann í friði?"
„Fyrirgefið, yðar hátign, ég ætlaði
ekki að misbjóða yður, ég hélt að
þér væruð þegar búnir að því...“
Hafþór stendur upp og stjakar við
Geir sem réttir upp hendur og bakk-
ar út úr herberginu með uppglennt
augu, hægt.
„Hann lifir, lofið Guð. hann lifir."
HURÐARSKELLUR.
„Djöfulsins, djöfuls-
ins, djöfull, þú ert geð-
veikur, það er það sem
er að þér, þú ert snarvitlaus, klikkað-
ur.“
Vona að hann hafi logið þessu
með Þóru, þó hún ætti að vera orðin
vön þessu, hefur horft upp á mig
svona í mörg ár, kippir sér varla upp
við þetta lengur, eða Júlli, þó hann
sé yngri er hann líka hættur að horfa
á mig eins og hann gerði, er hættur
að konta til annars en að fá peninga,
og kcmur aldrei með neinn með sér,
er hættur að biðja mig að koma í
bíó, getur sjálfsagt lifað án mín,
hefur ekkert við mig að gera lengur.
mamma þeirra er víst fullfær um
þau, iiill heldur ekkert með mig
hafa, er ábyggilega ekki spör á
sögurnar, hefur frá ntörgu að segja,
Júlli grét einu sinni þegar hann sagði
mér frá því, það er langt síðan, hann
grét og ég gat ekki huggað hann,
horfði bara á hann gráta þar til hann
hætti, hann var svo þögull á cftir, sat
bara eins og slytti í stólnum, öllum
lokið, helvítis kjaftæðið í henni
mömmu hans, getur ekki séð mann
í friði, fannst ekki nóg að hafa
krakkana, nöldraði ef ég fór með þá
í bíó, kvartaði alltaf yfir því sem ég
gaf þeim, sagði að ég hefði ékki
hugmynd um hvað börnin þyrftu óg
hefði aldrei vitað það, kannski vissi
ég það ekki, en þetta voru þó mínir
krakkar eins og hennar, þó svo þau
kæri sig ekki um mig núna þá höfðu
þau ekkert á rnóti mér þegar þau
voru yngri, það varbara þegarégvar
fullur og vildi tala við þau og hún
hleypti mér ekki inn. hræddi krakk-
ana með þessu svo þeir fóru að
garga, og hún stóð bara þarna í
anddyrinu og öskraði, sagði að ég
væri helvítis aumingi og hefði alltaf
verið, fyrir framan krakkana, gat
ekki einu sinni hlíft þeim við helvít-
is móðursýkinni, öskraði þar til ná-
grannarnir vöknuðu og hótuðu að
senda á mig lögregluna, Baldi djöfull
sem einu sinni var ekkert nema
kurteisin stóð meðhenni. hefurtalið
sig cinhverja hetju aö standa þarna
á náttfötunum og hóta öliu illu, luin
gat alltaf látið alla vorkenna sér,
fékk alltaf það sem hún vildi, á
meðan ég fékk ekkert nema skítkast
fyrir að þræla mér út fyrir hana og
krakkana, mátti ekki einu sinni taía
við þá þegar ég var búinn að fá mér
í glas, æsti krakkana upp á móti mér,
gat ekki liðið að ég fengi að sjá ntína
eigin krakka, vildi taka þá frá mér
líka, dugði ekki íbúðin, varð að ýta
piér í svaðið, hætti ckki fyrr, gifti sig
svo strax aftur og hælir þessum
helvítis Stefáni upp í hástert yfir
börnunum, get ekki séð annað en
að þctta sé venjulegur maður, hef-
ur ábyggilega hitt hann áður en við
skildum, hefur aldrei getað staðið á
eigin fótum, þarf alltaf að hafa
einhvcrn til að passa sig, og nöldra
í, er of góð fyrir alla, nema þennan
Stefán sem hún ætlar að láta éta
krakkana, lætur hann ausa í þá
peningum, veit alltaf hvað þau
vantar, er svo góður við þau, alveg
eins og þetta séu hans eigin börn,
djöfullinn, dekrar þau svo að þau
slefa á eftir þessu gerpi og níðir mig
svo upp í opið geðið á manns eigin
börnum, ég held hún geti þá bara
haft þau fyrir sig, ekki þarf ég á þcim
að halda fyrst þau kæra sig ekki um
það, maður getur ekki verið að
keppa við hana ef hún lætur svona,
ég veit þá ekki til hvers þau eru yfir
höfuð að koma hingað, sjálfsagt til
þess að bera sögur í móður sína, eða
fá pcninga hjá ntér líka, fá sem mest
það er það sem þau hugsa unt, eins
og ég eigi ekki nóg með sjálfan mig,
skattana og meðlagið, maður hefur
verið látinn borga það öll þessi ár,
svo á að taka meira af manni, svo fær
maður ekkert nema vanþóknunina,
hnýsast í manns einkalíf, ég veit
ekki til þess að þeim komi við
hvernig ég lifi mínu ltfi, ekki hlusta
þau á þegar ég er að segja þeim
eitthvað, er víst ekki til annars en að
vera slæmt fordæmi, svo þau verði
ekki eins og ég, það er sjálfsagt það
sem mamma þeirra segir þeim, að
þau megi ekki verða sömu landeyð-
urnar og ég, hún scm sagðist ekki
geta þolað mig lengur, leyfði mér
ekki einu sinni að sýna hvað ég gæti,
sendi ntig bara út á götu, segir þeim
sjálfsagt að hlusta á Stefán, og hlýða
honum, hann hafi farið vel mcð sitt
líf, ekkert nema uppskafningurinn
og sjálfsánægjan, þykist vera heilag-
ur, get ekki séð að hann sé neitt betri
en aðrir, fær bara allt upp í hendurn-
ar, hefur ekki lent í sama og ég, eða
Tolli, hann mátti líka þola það,
kellingin fór aftur heim til mömmu,
bara einn daginn, með krakkana og
allt, hefur bannað honum að sjá þá,
get sjálfsagt verið glaður yfir að hafa
ekki lent svo illa í því, það er víst
nógu slæmt eins og þetta er, búa í
þessu helvítis herbergi innan um
skítinn af sjálfum sér, er það furða
þó ntaður kíki annað slagið í glas,
það er víst ekki svo mikið annað sem
maður getur gert, ekki situr maöur
og les blöðin öll kvöld, maður verður
að hafa einhverja tilbreytingu í líf-
inu, hitta vini sína, Tolli hefur reynst
mér bctur en cnginn öll þessi ár, þó
hann sé helvítis fyllibytta, getur
verið alveg svakalcgur þegar hann
tekur sig til, eins og þegar kellingin
bannaði honum að clda inni í her-
berginu, vildi ekki að hann hcfði
ncin rafmagnstæki, en hann suðaöi
út að la að hafa straujárn, þurfti að
pressa buxur, og kcrlingarhróið gat
ekki neitað honum um að hafa sig
til, skárra væri það nú. svo bauð
hann manni bara í kjötsúpu, sneri
straujárninu á hvolí, stillti því á milli
tvcggja múrsteina og eldaði á því
kjötsúpu, og kellingin fattaði ckkert.
svo átum við súpuna áður en við
fórum út. hvað við hlógum að þessu,
hann getur verið alveg óborganleg-
ur, dettur allur fjandinn í hug, er
ábyggilega e-nnþá á fylleríi, þolir
ennþá svo helvíti rnikið, ekki sami
auminginn og ég er orðinn, drepast
í öllum líkamanum eftir nokkra
daga, læt helvítið hann Dóra vaða
yfir mig, eins og hann hafi eitthvað
mcö það, lætur ntann enginn í friði,
veit ekki til þess að neinn eigi neitt
inni hjá mér, geta farið til fjandans
fyrir mér, þessi Geir og krakkarnir
líka, halda að ég sé einhver pcninga-
maskína, blóta ntanni svo um leið
og þau hitta mann næst, djöfull
varstu ógeðslegur pabbi, gelurðu
aldrei verið almennilegur, hvernig
geturðu búið í þessari skítakompu,
halda áfram þar til maður er ak'eg
að verða vitlaus, langar til þess að
segja þeim að fara til fjandans, getur
það ekki. þetta eru nú einu sinni
krakkarnir manns, djöfulsins, djöf-
ulsins, djöfull.
(Pó svo þcssi tcxli sc ekki í hcfö-
bundnum viðtalsstíl. cr hann bygitð-
urá viðtali sem cgátti við hálf-fimm-
tugan mann scm býr í Reykjavík. Sá
maður vildi ckki láta nafns síns gctið
svo hcr hcfur verið notast við nafnið
Hafþór. Öðrum nöfnum hefur einn-
ig vcrið brcytt. svo og staðarhcit-
um). gse