Tíminn - 06.04.1986, Qupperneq 16
16 Tíminn
Þrátt fyrir alla tækni er þefskyniö áreiöanlegast. Bóndi reynir ilminn af víni sínu.
Franska
vínbyltingin
Sunnudagur 6. apríl 1986
Vínguðinn Bakkus, alvaldur um þúsundir ára yfir vínekr-
um Frakklands, hefur verið settur af. Þetta hafa afrekað
guðir vísinda og tækni. Þó að menn hafi skiptar skoðanir
hvað snertir þessi goðkynjuðu stjórnarskipti, þá verður
því ekki í móti mælt að vínrækt og víngerð hefur tekið
róttækum breytingum á liðinni öld.
Flöskur eru nú fylltar veigum af sívaxandi gæðum.
Greinarhöfundur tókst ferð á hendur um helstu víngarða
Borgunda og Bordeaux. Hann hitti að máli tugi víngerðar-
og vínræktarbænda, sem buðu auðvitað að dreypa á
glasi, og fræddu hann um þessa miklu tæknibyltingu
Kyrrlátar vínekrurnar og
litlu þorpin minna á fall-
egar póstkortamyndir.
Þess vegna er ennþá
furðulegra hversu mikill nýtísku-
bragur er orðinn á öllum stigum
vínræktarinnar. Vísindum víngerð-
arinnar hefur jafnvel tekist að breyta
sjálfu bragði vínanna og það á hinn
ákjósanlegasta hátt.
Þarna hcfur verið leitað til efna-
fræðinga, örverufræðinga og líf-
fræðinga. Helstu breytingar á vín-
gerð Frakka verða þá eitthvað á
þessa leið: Vínbændur treysta sér-
staklega á erfðir, þannig að nýju
vínviðirnir séu beinir afkomendur
móðurtrjáa.
Þannig sameinast menn um erfða-
rannsóknir og örverufræði til þess að
finna nýja víngerla. Á þennan hátt
er hægt að stjórna gerð venjulegra
vína og um leið leita að nýjum
gerium sem gætu myndað alveg
nýjar tegundir vína.
Núna eru ekki lengur notuð tré-
'keröldin sem þrúgur voru pressaðar
í, allt frá tímum Biblíunnar. Nú eru
notaðir katlar úr ryðfríu stáli. Þeir
eru útbúnir hita- og kælitækjum,
þannig að hægt er að fylgjast með
öllum breytingum á fcrli víngerðar-
innar.
Þeir menn sent hafa eftirlit ineð
vínrækt Frakka eru fremstu vísinda-
ntcnn á sínu sviöi í heiminum. Svo
að segja allir vínræktarbændur hafa
annað hvort slfka menn í sinni
þjónustu eða þá leita þcir ráða hjá
næstu rannsóknarstöð í vínrækt.
Franska ríkið rekur slíkar stöðvar í
öllum vínræktarhéruðum.
Háskólarnir í Djjon, Montpcllier
og Bordeaux útskrifa stúdenta og
stunda sjálfstæðar rannsóknir í
víngerö. Entile Peynaud, einhver
fremsti vísindamaður Frakka í
vinrækt, segir á þessa leið: Við
gerum vínin sjálfir, nteð því að
rannsaka þau og stjórna gerðinni.
Núna stefnum við að ákveðnu tak-
marki, við búum til það vín sem við
viljum fá.
Þó segir Peyntiud að það sé undir
veðráttunni komið, hvernig rætist úr
uppskcru hvers árs, og allir vita að
öndvegis tíð fyrir vínuppskeru gefst
ekki nema stundum. En svo er
vísindunum fyrir að þakka að núna
er hægt að nota hvaða uppskeru sem
vera skal til þess að framleiða góð
vín.
Einn hinna frægu vínprófessora
ERLEND MALEFNI
Pórarinn Þórarinsson skrifar:
Kommúnistagrýlan ríður
húsum hjá Ronald Reagan
Hindrar hún aö samkomulag náist milli
risaveldanna um afvopnunarmálin?
NÝLEGA hefur birst í bandaríska
vikuritinu U.S. News & Workl Rc-
port ítarlcg frásögn af orsökum þcss.
;tð leiðtogafuhdurinn í París í maí
l%0 fór út um þúfur. Eftir langt
samningaþóf. sem hófst nteð bréfi
Búlganins til leiðtoga Natóríkjanna
í desember 1957, hafði náðst sam-
komulag um, að leiðtogar Banda-
ríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands
og Frakklands hittust í París í maí
1960 til viðræðna um afvopnunar-.
málin. Að honum loknum var fyrir-
hugað, að Eisenhower heimsækti
Sovétríkin.
Ljóst cr af frásögn U.S. News, að
Eisenhower og Krústjev gerðu sér
miklar vonir um þennan fund
Búið var að undirbúa, að fundur-
inn gengi frá samningi um bann við
kjarnorkusprengingum. Eisenhower
hafði ntikinn áhuga át. að slíkur
santningur yrði gcröur og lét m.a.
svo ummælt að þaö yrði ánægjulegt.
ef hann gæti lokið forsetaferli sínunt
með samkomulagi milli austurs og
vcsturs. Eisenhower átti þá eftir níu
mánuöi í forsetasætinu.
Illu heilli rættust þessarvonirhans
ekki. Vegna þrýstings frá CIA hafði
Eisenhower heimilað að US-2 flug-
vél færi í njósnarflug yfir Sovétríkin,
en þó ekki síðar en tveimur vikum
áður en Parísarfundurinn átti að
hefjast I5. maí. Vegna veðurs tafðist
flugið og rcyndist það ekki hagstætt
fyrr en 1. maí eða síðasta daginn,
sem leyfi Eisenhowers var í gildi.
Rússar urðu varir við flugvélina,
skutu hana niöur og náðu llug-
manninum. í fyrstu reyndi CIA að
verjast með því aðgefa ýmsar rangar
upplýsingar, eins og þær að flugvélin
hefði verið í veðurathugun og villst
af leið. Eftir að CIA hafði orðið
margsaga, taldi Eisenhower sérekki
annað fært en að skýra frá því að
hann hefði hcimiíað flugið.
Krústjev hafði í fyrstu vonað, að
flugið hefði vcrið ákveðið, án vit-
undar Eisenhowers, og það þyrfti
þvi ckki að standa í vcgi þess, að
Parísarfundurinn yröi haldinn og
gcngið yrði frá hinum fyrirhugaða
sarriningi. Eftiraö Eisenhower hafði
játað þátt sinn, taldi Krústjcv sér
ckki annað fært cn að mótmæla
öfluglega með því að ganga út af
Parísarfundinum eftir setningu hans
og Ijúka honum þannig á cftirminni-
legan hátt. Talið er að Krústjev
hafi ekki talið sér annað fært því að
hann átti áhrifamikla andstæðinga í
stjórn Kommúnistaflokksins, sem
kröfðust kröftugra mótmæla.
Parísarfundurinn rann þannig út í
sandinn og ekkcrt varð af fyrirhug-
uðunt samningi um bann viö kjarn-
orkusprengingum. Sú von Éisen-
howers rættist ekki, að hann gæti
lokið forsetaferlinum með bættri
sambúð austurs og vesturs.
ÓNEITANLEGA bendir nú
sitthvað til þess að þcssi raunasaga
lrá 1960 geti átt eftir að endurtaka
sig. Eftir fund þeirra Gorbachevs og
Reagans í Genf á síðastliðnu hausti,
glæddust verulega þær vonir, aö
risaveldin gætu náð samkomulagi
um afvopnunarntálin og yrði t.d.
bann við kjarnorkusprengingum
fyrsta sporið í þá átt. Vitað var, að
Reagan hefði áhuga á, Ifkt og Eisen-
hower, að geta lokiö pólitískum ferli
sínum sem friðarforseti. Því marki
myndi hann ekki ná. án einhvers
samkomulags unt takmörkun víg-
búnaðar og þá fyrst og frcmst kjarn-
orkuvopna.
Afturhaldssömum stuðningsmönn-
um Reagans, sem enga samninga
vilja við Sovétríkin, leist hér ekki á
blikuna. Ráð þeirra hefur verið að
magna kommúnistagrýluna. Þeir
vissu vcl, að Reagan hefur alltaf
verið veikur fyrir henni síðan hann
átti í baráttu við kommúnista í
launasamtökum kvikmyndalcikara.
í ráðgjafahópi Reagans er að
finna menn, sem eru mjög andvíg-
ir samningum við Sovétrík-
in, og bendir nú margt til. að þeir
hafi náð undirtökunum. Vopn þeirra
hefur verið kommúnistagrýlan.
Mest af starfsorku Reagans eftir
fund þeirra Gorbchevs virðist hafa
beinst að kommúnistagrýlunni.
Stjórn sandinista í Nicaragúa hefur
sérstaklega vaxið honum í augum.
ásamt stóryrtum gífuryrðum Gadd-
afis einræðisherra Líbýu. Reagan
hcfur eytt í það ntiklum tíma að fá
þingið til að auka fjárveitingar til
skæruliða, sem eru undir stjórn fylg-
ismanna einræðisherrans, sent
hraktist frá Nicaragúa, þegarsandin-
istar náðu völdum. Skæruliðar þessir
hafast við í Hondúras í lítilli þökk
landsmanna þar. en stjórn Hondúras
er það háð Bandaríkjunum. að hún
verður að sætta sig viö veru þeirra.
Skæruliðarnir hafa gert árásir inn í
Nicaragúa frá Hondúras. en ekki
orðið mikið ágengt, og virðast lítið
fylgi eiga í Nicaragúa. Sennilega_
myndu samtök þeirra renna út í
sandinn, ef þau fengju ckki stórauk-
in framlög frá Bandaríkjastjórn.
Ekki er unnt að sjá, að Bandaríkj-
unum stafi hætta af stjórn sandinista,
og þótt stjórn þeirra sé einræðissinn-
uð, er víða að finna meiri einræðis-
stjórnir, sent njóta stuðnings Banda-
ríkjanna. Skæruliðarnir, sent reyna
að stcypa stjórn sandinista, cru ekki
heldur neinir lýðræðissinnar. Þeir
væru líklegastir til að endurreisa
fyrra einræði, ef þeir kæmust til
valda.
Það er heldur ekki að sjá að
Bandaríkjunum stafi hætta af því,
að Gaddafi hafi tileinkað Líbýu
stærra hernaðarlegt hafsvæði en
samrýmist alþjóðalögum. Lítið hef-
ur verið á þetta sem hreina mark-
leysu. Flotaæfingar Bandaríkjanna
á þessu hafsvæði hafa enga aðra
þýðingu haft cn að vekja athygli á
Gaddafi og afla honum samúðar
meðal Araba. Flotaæfingar þessar
mæltust líka svo illa fyrir meðal
Reagan og Gorbachev
ýmissa bandalagsþjóða Bandaríkj-
anna, að þeim var hætt fyrr en
auglýst hafði verið.
Þá hcfur Bandaríkjastjórn krafist
þess, að Sovétríkin fækki starfsliði
sínu hjá Sameinuðu þjóðunum í
New York. Vel má vera, að þetta hafi
við einhver rök að styðjast, en
tíminn til að hefja máls á þessu. gat
ekki talist heppilegur með tilliti til
fyrirhugaðra funda Reagans og Gor-
bachevs. Jafnvel íhaldssöm blöðeins
og Times í London og Aftenposten
í Osló hafa gagnrýnt þetta vegna
tímasetningarinnar.
ALVARLEGAST í þessu sam-
bandi er þó það, að meðan komntún-
istagrýlan magnast í Hvíta húsinu.
er lítið gert af hálfu Bandaríkjanna
og bandalagsríkja þeirra til að mæta
þeitn tillögum. scm Gorbachev liefur
lagt frant unt bann við kjarnorku-
sprengingum og brottflutning með-
aldrægra eldflauga frá Evrópu. Þvert
á móti virðast móttökurnar daufar,
svo að ekki sé meira sagt. Flest
Natóríkin hafa þó hvatt Bandaríkin
til að taka jákvætt í tillöguna um
bann við kjarnorkusprengingunt.
Ef Bandaríkin bregðast ekki við
tillögum Gorbachevs á jákvæðari
hátt, t.d. nteð því að bera fram
gagntillögur, er ástæða til að óttast,
að lítill árangur verði af viðræðum
risaveldanna um afvopnunarmálin
og Rússar gangi með sigur af hólmi
í áróðursstríðinu.