Tíminn - 06.04.1986, Page 21

Tíminn - 06.04.1986, Page 21
Sunnudagur 6. apríl 1986 Jíminn 21 nn-listatíminn-listatíminn-lista R TIL eitthvað sem gæti kallast íslensk „intelligensía"? Og ef svo er, hvar er hana að finna? En, kannski fyrst af öllu, hvað í ósköpunum er „intelligensía"? Eitthvað á þessa leið hugsaði ég fyrir nokkrum árum þegar ég rakst á grein í blaði sem amerík- anar gefa út í Frakklandi og bar heitið „Hver er hver í frönsku „intelligensíunni““. Á sarna tíma voru öll frönsk blöð full af grein- um eftir meðlimi þessarar áður- nefndu „intelligensíu", þar sem þeir veltu fyrir sér hlutverki sínu og skyldum. Nú hafði mér á þeim tímaekki hlotnast sá heiður að vera gerður að blaðamanni á Tímanum, svo ég gerði lítið annað við þessar hugs- anir en að hlægja að þeim. Mér fannst mikið fyndið að bera sam- an þá sem skrifuðu í frönsk blöð og veltu fyrir sér og lesendum ýmsum þáttum menningarinnar og þá sem fylltu út samskonar dálka á íslandi. Þegar ég hafði þreytt kunn- ingja mína lengi með þessari fyndni minni, benti einn þeirra á að það væru léleg vísindi að heimfæra menningarfyrirbrigði einnar þjóðar yfir á aðra. Þetta sætti ég mig vel við, enda orðinn allt að því jafn leiður á umræðu- efninu og kunningjar mínir. ís- lensk „intelligensía" var líka orð- in uppfull af fáráðlingum og geð- sjúklingum, því fólki sem dag- blöðin leggja hvað mestan metn- að við að koma á framfæri, - og um slíkt fólk hefur enginn nennu til að tala um til lengdar. Síðan liðu fjögur þing. Þá hafði ég komið mér í það klandur að sjá um vikulega opnu í Tímanum, sem eins og nafnið bendir til á að fjalla um menningu og listir. Það lýsir kannski betur menningarumræðu á íslandi en margt annað, að þetta er klandur sem fæstir vilja og ég lenti í fyrir þá eina sök að vera neðstur í goggunarröðinni, þá nýbyrjaður á blaðinu. En með því að eggja mína takmörkuðu samviskusemi hófst ég handa og reyndi að gera mitt besta, talaði fjálglega um hluti sem ég hafði ýmist lítið eða ekkert vit á, og bæði bjóst við og vonaði að upp risu menningarvit- ar og tuktuðu mig til fyrir að flagga fávisku minni undir yfir- skyni þekkingar. En það gerðist ekki og ég verð að viðurkenna að ég er dálítið súr yfir því. Það var ekki einu sinni að ntenn réðust á mig á öldurhúsum og leiðréttu mig, þó hef ég það frá marinisem ég treysti vel að ástæðan fyrir því hversu lítið fer fyrir menningar- umræðu í blöðunum sé sú að ísland sé lítið land og menn geti allt eins lamið menn á börum eins og að rífast í fjölmiðlum. Ekki veit ég hvort skrif mín hafi verið ómerkilegri en gengur og gerist eða hvort menn séu orðnir svo vanir því að blöð séu uppfull af kjaftæði að það taki því ekki að svara neinu sem í þeim birtist. Eða hvort fjölmiðlar eru orðnir einkaeign þeirra sem við þá vinna á sama hátt og stjórnmál eru orðin einkamál atvinnu- pólitíkusa. Allavega geta svokallaðir fjöl- miðlamenn hent nær því hverju sem er í fólk án þess að nokkur kippi sér upp við það. Meira að segja Sjónvarpið getur haldið á lofti skrallmennum og varpað þeim sem einu sinni voru kallaðir listamenn út í kuldann, án þess að nokkrunt þyki umtalsvert. Það var með þessa ömurleika tilfinningu innanbrjósts að ég fór á stúfana til að endurgera grein- ina sem minnst var á í upphafi og reyna að kortleggja íslensku „int- elligensíuna". Mér hefur alltaf fundist það vera ein af skyldum menningar- vitanna að vaka yfir menningunni og beita sjálfstæðum hugsana- gang sínum til að gagnrýna og leiðrétta það sem þeini þykir fara miður. Það kann að vera að þetta sé orðin gamaldags krafa, - þá er það leiðinlegt. Sú aðferð sem ég beitti við að kafa eftir „intelligensíunni" var ekki vísindaleg, enda eru blaða- riienn ekki vísindamenn. Hún var heldur ekki í anda heimspek- innar, því blaðamenn hafa of knappan tíma til að geta Iátið eftir sér að hugsa mikið. Aðferðin var í stuttu máli sú að ganga að fyrsta manninum sem ég hitti og spyrja hann: - Hver er hin íslenska „intelligensía"? Eftir að hann hafði gefið mér hana upp settist ég við símann og hringdi í efsta manninn á blaðinu og spurði hann þess sama. Sá bætti við listann, og svo hélt ég áfram koll af kolii, þar til ég var búinn að tapa áttum í nafnaflóðinu. Þá tók ég listana saman og raðaði þeim upp eftir bestu samvisku. Ég rcyndi að gæta þess, bæði við hringingarnar og við endanlega listann, að sniðganga ekki neinn af hinum ýmsu afkimum menn- ingarinnar þar sem vita væri hugs- anlegt að finna. Ég talaði alls við fimmtán menn, svo af því má sjá að ég tapaði fljótt áttum. Árangur af þessari könnun minni má sjá hér að neðan, þar sem andlitsmyndir af menningar- vitunum raða sér upp. Mönnum er velkomið að skemmta sér eða íhuga yi'ir þeint. Þegar ég var að veiða listann upp úr mönnum snerist spjallið ósjaldan um menningarumræðu á íslandi. Flestum fannst henni ábótavant, aðrir könnuðust ekki við hana. íslensk menning virtist vera eitthvert tabú sem ekki var hreyft nema í reiðiham, og í reiðiham verða öll rök máttvana. Hér væri öll umræða eins og fyrir byrjendur, menn kæmu frá námi og endurtækju kennslustundirnar frá prófessorunum. Sama væri reyndar að segja um pólitíska umræðu, hún væri einnig eins og fyrir byrjendur. Stjórnmálamenn töluðu alltaf til fólks eins og það væri fætt í gær og vitnuðu sjaldan til hugmynda, heldur þrástöguðust á einhverjum vandamálum sem virtust hafa fallið af himnum. íslensk menningarumræða væri nákvæmlega eins og annað hér á landi; máttvana, fátæk í anda, skrallgjörn og tilviljana- kennd. Þegar talið barst að hinni hugs- anlegu íslensku „intelligensíu" brugðust menn misjafnlega við. Sumir höfðu á reiðum höndum lista með tugum nafna sent þeir vildu setja í þann flokk og urðu þeir atkvæðamestir við endanlega gerð listans hér að neðan. Aðrir brugðust allt að því reiðir við, spurðu hvort ég meinti þetta frumsýningarlið sem drekkur Du- bonnet og Asna og passaði sig á , því að segja aldrei neitt af viti Éða fyllibytturnar á börunum. Róuðust síðan og gáfu upp nöfn vegna þess hversu vænt þeim þótti um fyrirbrigðið. Sú kenning sem mér fannst hvað skrítnust í þessum samtöl- um var sú að blaðamenn bæru einir ábyrgð á hvernig komið , væri fyrir íslenskri menningarum- ræðu. Það vildi ég ekki viður- kenna, enda vildi ég ekki játa skömmina uppá sjálfan mig og stéttarbræður mt'na. Þó svo ís- lensk blöð hampi þeim sem síst eiga það skilið, dragi upp skekkta og skrumskælda mynd af íslensku menningarlífi, séu gróðrarstía fyrir delluhugmyndir og kjaftæði og leggi minna pláss undir menn- ingu en íþróttir og teiknimynda- sögur, - þá er það ekki svo að síður þeirra séu ataðar það mikl- um saur að skrif manna utan blaðanna með heila hugsun drukkni í honum. Það er þá ekki nema að við aðhyllumst einhvers- konar elítu-hugmynd að við sætt- um okkur við það. Dagblöð eru einu sinni besti kosturinn þegar menn vilja ná út fyrir sinn vanalega hring. Þau gefa möguleika á untræðu manna úr mismunandi hólfum og það er gott, - allavega er það meira gaman. íslensk menning er á jafn góð- um tímamótum nú og áður, og enn er það vandasamt að átta sig á hvað felst í því að vera íslend- ingur. Að ekki sé minnst á fjöl- miðlabyltinguna og gervihnett- ina. Því segjuin við; brennið þið vitar. -gse Sigurður Líndal Njörður P. Njarðvík Bragi Ásgeirsson Þorsteinn Gylfason Páll Skúlason Árni Bergmann Guðbergur Bergsson Halldór Björn Runólfsson Aðalsteinn Ingolfsson Magnús Pálsson Helgi Þorgils Friðjónsson Matthías Viðar Sæmundsson Sveinn Einarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.