Tíminn - 06.04.1986, Side 22

Tíminn - 06.04.1986, Side 22
22 Tíminn Sunnudagur 6. apríl 1986 Ef þú átt leið um Norðurárdalinn í Borg- arfirðinum kemstu ekki hjá því að sjá Samvinnuskóiann Bifröst. Þar á setri er starf- ræktur viðskipta- og félagsmálaskóli á framhaldsskólastigi. Félagslífið er að öllu leyti í höndum nemenda sjálfra og er gífurlegur kraftur í fólki allan veturinn. Til þess að sem best megi takast starfa ýmsir klúbbar innan skóla- félagsins. Sigurvegarinn í „Bifróvision“ árið 1986, Inga Vala Jónsdóttir, frá Akureyri. Hefð er fyrir því að þröngur hópur fyrstu bekkinga láti raka af sé hárið og stofni hið svokallaða skallafélag. Leiklistarklúbbur er einn virkasti klúbbur innan skólans en hann hefur í vetur sett upp tvö leikrit sem bæði hafa hlotið góðar viðtökur og vakið gífurlega kátínu meðal áhorfenda. Einnig hefur klúbburinn séð um hinar stórbrotnu kvöldvökur sem haldnar eru á laugardagskvöldum og er þessum kvöldvökum líkt við kjötkveðjuhátíðina í Brasilíu. Listaklúbbur sér um skreytingar við flestar þær hátíðir sem markvcrðar niega teljast. Þær helstu eru: Fullveldishátíðin en þá er ölium íbúum Norðurárdals boðið til veislu.Og svo er Afmælis- hátíð en þá er fyrra árs nemum boðið. Á þessu ári var haldið upp á 30 ára afmæli skólans hér að Bifröst. Á Þorra er svo Varmalandsmeyjum boðið og stíga þær í léttan dans með 1. bekkjarstrákum. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár var Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands. Sönglagakeppnin „Bifróvision" var haldin um síðustu helgi en hún er árlegur viðburður og var haldin í 25. skiptið. Þar lék skólahljómsveit Samvinnuskólans „Sambandsmafían" og varð hrifning svo mikið er þeir birtust á svæðið að því var líkt við hljómleikaferð Duran-Duran til Bandaríkjanna. Söngvararnir stóðu sig allir mjög vel og sungu allt frá ballöðum í „Whitney Houston- stíl“ og upp í spaghettí-rokkara. Sigurvegarinn var hin listræna og mjög svo fríkaða Inga Vala Jönsdóttir frá Akureyri. Jþróttaklúbbur er fjölmennasti klúbbur skólans og eru þar iðkaðar allflestar íþróttir og hafa Bifrestingar verið nær ósigrandi hér í Borgarfirði á öllum sviðum að undanskildum frjálsum íþrótt- um og sundi. Blaðamannaklúbbur gefur út 2 símaskrár á ári auk þess að gefa út víðþekkt slúðurblað þar sem engu er leynt og öll glappaskot nemenda og önnur „skot“ eru miskunnarlaust dregin fram í dagsljósið mörgum til mikillar grernju. Útvarpsklúbbur sér um útvarpsefni sem berst nemendum til eyrna urn innanhússkerfi og þar boðið upp á ýmislegt eyrnakonfekt, allt frá RÚV til ýmissa þátta sem nemendur sjá sjálfir um. Öflugur Ijósmyndaklúbbur er starfandi og þykja meðlimir hans frekar „myndarlegir". Aðstaða ljósmyndaklúbbs er talin bera af framköllunarstof- um í Norðurárdal (Þær eru ekki fleiri). Margir fleiri klúbbar eru starfandi en við látum þetta gott heita um félagslífið. Næsta haust eru fyrirhugaðar breytingar á inntökuskilyrðum í skólann og er ætlunin að Samvinnuskólinn verði skóli á 3. og 4. ári fram- haldsskólastigsins. Mun þessi breyting vafalaust auka gildi samvinnuskólaprófsins enn frekar. A kvennafrídaginn fóru kvenremburnar til Reykjavíkur en eftir sátu karlrembusvínin og brugðu á leik. S Rocky fimm? Sivar Arni í skoðunarferð hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Ekki er allt sem sýnist. Mannskapurinn er ekki allur farinn að geispa heldur er verið að taka lagið fyrir svefninn. Á-kennarakvöldi bregða lærifeðurnir á leik og gera stórlega grín að nemendum. Forseti íslandsfrú Vigdís Finnbogadóttir gestur skólansáþorra. _________ Karlakór Bifrastar nefnist „Bældir tónar“ I.H./M.R.K./H.J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.