Tíminn - 06.04.1986, Síða 23

Tíminn - 06.04.1986, Síða 23
Sunnudagur6. apríl 1986 Tíminn 23 KLAMIÐ GEKK AF BYLT- INGARANDANUM DAUÐUM Varaborgarstjórinn í hafnarborg- inni Dalian í suöuraustur Kína hefur misst embætti sitt, þar sem á hann hefur verið sannað að hann hefur veikleika fyrir klámmyndum. Helsta dagblaðið í Dalian greindi frá málinu og sagði að ntargir embættismenn flokksins þar í borg hefðu ratað inn á sömu villigötur. Blaðið kvað varaborgarstjórann. Hong Yuandong, hafa brotið lands- lög og flokkslög með iðju sinni og segir að hann hafi notað vald sitt til að koma í veg fyrir að hald yrði lagt á myndbandsspólur með efni þessar- ar tegundar. í ritstjórnargrein ræðir blaðið um að klám sé álíka skaðlegt og ópíum var í hinu gamla Kína. Það hefði þau áhrif að margir embættismenn hefðu gjörsamlcga tapað niður byltingar- andanum. „Sumir flokksembættismenn, ýmsir með áratuga reynslu. hafa ánetjast klámkvikmyndunum á sama hátt og fólk ánetjast tóbaki, segir blaðið. Þegar þeir heyra að klámsýn- ing standi fyrir dyrum, beita þeir öllum afsökunum og brögðum til þess að komast að sjá hana. Þá er varað við því að innflytjend- ur klámmynda hafi margir hverjir orðið voldugir menn, því þeir hafi notað sér sambönd við hátt setta flokksmenn, til þess að koma ár sinni vel fyrir borð. Fyrir skemmstu var kínverskur rithöfundur, Zhou Erfu, rckinn úr flokknum, þar sem til hans sást sækja klámmyndasýningu. þegar hann var staddur í Tokyo. KRISItAN siggeirsson Tölvuborð sem uppfylla þínar þarfir. Verð kr. Vinsamlegast athugið breytt heimitisfang að Hest- hálsi 2—4 og nýtt símanúmer 91-672110. SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Hesthálsi2-4-sftni6721lC KLAM I KIRKJU íí Kólumbískir laganna verðir höfðu hendur í hári argentísks ljósmynd- ara, sent hafði verið við myndatöku á naktri kvenfyrirsætu í dómkirkju í smábæ skammt frá Bogota, höfuð- borg Kólumbíu. nú nýverið. „Ljósmyndarinn, Angel Becass- ino, og fyrirsætan hans, Flor Alba Devia. eiga nú yfir höfði sér eins árs fangelsisdóm fyrir helgispjöll", er haft eftir bæjarstjóra Zipaquira, Hernando Garcia, en kirkjan er innan bæjarmarka hans. Rúben Buitrago, sem er róm- versk-kaþólskur biskup í Zipaquira, sagði, að andstyggilegra athæfi væri vart hægt að hugsa sér. Dómkirkjan er sérstök. fyrir þeirra hluta sakir að hún er neðan- jarðar. Hún var grafin inn í miklar | saltnámur árið 1954 og dregur fjölda ferðamanna að á hverju ári. Ljósmyndarinn sjálfur fullyrðir að fyrirsætan, sem er innfædd, hafi verið í minkapels, - að vísu einum klæða, en að myndirnar hafi verið teknar í auglýsingaskyni. Vitni segj- ast reyndar hafa misst af þessum minki og ekki séð hann, þegar fyrirsætan sat klofvega á altarinu. Og nú bíða prestar og dómarar í Kólumbíu eftir að filman komi úr I framköllun. ^GERFIHNATTARSJONVARP^ Ekkert mál hvaða daga vikunnar sem er. * + Móttökuskermur 1,5m í þvermál ásamt tilheyrandi búnaði. r L Tíðnimóttakari Venjulegt sjónvarpstæki Það er ekki nemá tveggja tíma verk að setja upp og stilla bún- aðinn sem gefur pér allt að 24ra tíma sjónvarp hvaða daga vikunnar sem er. Búnaðurinn gef- ur þér.ótakmarkaða möguleíka til að ná hvers kyns sjónvarpsefni t.d. kvikmyndir, tónlistar- þætti, fréttaþætti og fl. NEC Búnaðurinn er til sýnis í verslun vorri og eru allir velkomnir til þess að skoða búnað- inn og horfa á það sem í boði er. Við aðstoðum við öflun tilskylinna ___leyfa. SEC búnaðurinn erjapönsk hátækni- gæðavara og kostar 150.000 kr. Opið virka daga 09:00-18:00 Laugardaga 10:00-12:00 OQCCiNn l\H/ Cll IU ÁRMÚLA 7 108 REYKJAVÍK S/M1687870

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.