Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 8. apríl 1986 Frumvarp til bjargar kartöfluverksmiðjunum? Þyki einhverjum innfluttir garö- ávcxtir, gnenmcti eöa kartöflur vera scrsttikt lostæti þá er vissara fyrir þann hinn sama að kaupa vel af slíkri vöru hiö fyrsta. I’ess mun skammt aö bíöa aö lagt veröi 200% gjald á tollverð hinnar innfluttu vöru. Þctta er alla vega efni stjörnar- frumvarps um breytingu á lögum um framleiöslu, verölagningu og sölu á búvörum sem lagt var fram í efri ileild Alþingis í gær. Frum- varpið kom til l'yrstu umræöu samdægurs og þá geröu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar athugasemdir við cfni þess og tengdu þaö bágri stööu svokallaöra kartöfluvcrksmiöja hérlendis. í grcinargcrö með frumvarpinu segir m.a.: „Vegna náttúrufars og legu landsins er ekki unnt að tryggja nægilegt vöruframboö allt áriö á vissum tegundum búvara, t.d. garöávöxtum, grænmcti og oft kartöflum. Vcröur því aö flytja þessar vörur inn en í ýmsum tilvik- um eru hinar erlcndu vörur greidd- ar verulega niöur af þarlendum st jórnvöldum. Þegar innlend fram- leiðsla cr á markaðnum raskar innflutningur þessara vara því ntjög samkeppnisaöstööu innlendu framleiðslunnar og skeröir mögu- lcika innlendra framleiðenda til aö tryggja nægilegt vöruframboö í framtíöinni. Þessar aöstæöur hafa m.a. gert þeim innlendu fyrirtækj- um sem vinna úr kartöflum erfitt l'yrir í samkeppni viö niðurgreidda framleiöslu erlendis frá". -SS Sambandiö í Evrópu: FJARMALAVID SKIPTIN ÓLL TIL LUNDÚNA Frá frcttaritara Tímans í London, David Keys. Fyrirhugað er að gera London aö aðal fjármálamiðstöð Sambandsins í Evrópu. Rekstri skrifstofu Sam- bandsins í Hamborg verður hætt í sinni núverandi mynd og þau við- skipti sem þar liafa farið fram flutt til skrifstofunnar í London. Áætlað er að þessi breyting geti sparað Sambandinu nokkur hundr- Kona í fyrsta skipti á seðli Jóliunnes Nordal seðlabankasljóri ineð stærsta seðilinn í íslenska scðlasafn- inu, |nísiind króna seðilinn. í júní kcniiir nýr llniinþiisiind króna seðill lilár að lit. (T ímainynd Svcrrir) SAWKVÆMTlikSUM Ntt.tO 29 MAHð vj.il SEÐLABANKI ÍSLANDS Nú léttist brátt í pyngjunni án þess aö verðmætiö skerðist. Nýr 5000 króna seðill veröur settur í umferð í kotnandf júnímánuöi. Auglýsingastofa Kristínar hf. hef- ur hannað seöilinn eins og aöra seöla í núgildandi seðlaröð. Aöallitur seöilsins er blár og stærð hans 7x 15,5 sm cöa '/: sm lengri cn 1000 króna seöillinn. Á framhlið seðilsins er andlitsmynd af Ragnheiöi Jóns- dóttur (1646-1715) biskupsfrú á Hól- um og er þetta í fyrsta skipti, scm konumynd birtist á íslenskum pen- ingascðli. Er allt myndefni seöilsins tengt Ragnheiöi, hannyröum hennar og kcnnslu. Andlitsmyndin svo og minni mynd af manni Ragnheiðar, Gísla Þorlákssyni Hólabiskupi og tveimur fyrri ciginkonum hans er unnin cftir málverki í Þjóðminja- safni. Verögildi í bókstöfum er unn- iö eftir útsaumslctri úr sjönabók Ragnhciðar og bakgrunnsmynstriö er þaö sama og hún notaöi í altaris- klæöi fyrir Laufáskirkju í Eyjafirði. sem nú er geymt í Þjóðminjasafninu. Á bakhliö er mynd af Ragnhciði ásamt tveimur nemendum sínum aö skoða altarisklæöiö. Stóll Ragnheið- ar og sjónabók er teiknuö eftir frummyndum úr Þjóðminjasafni og grunnmynstur er hiö sama og á framhlið. Útsaumað fangamark Ragnheiðar cr á spássíu. Fyrsta prentun á hinum nýja seöli mun telja alls um 3 milljónir stykkja. Ef allur kostnaöur er talinn mun hver seöill kosta Seðlabankann kr. 3,42 fyrst í stað en síðar kr. 2.83. Þá hefur Seölabankinn látið slá sérstakan 500 króna minnispening í tilcfni af 100 ára afmæli seðlaútgáfu í landinu og hefst sala hans miöviku- daginn 9. apfíl n.k. Á framhliö peningsins er mynd fjallkonunnar, en fjallkonumynd var á bakhlið 50 króna seöils 1886 og oft síðar á íslenskum seölum. Á bakhlið er mynd af áraskipi undir seglum. en slík skip voru algcng fyrir um 100 árum, ogcr útgáfa peningsins þtmnig tcngd aðalatvinnuvegi þjóöarinnar. Minnispeninginn teiknaði Þröstur Magnússon, teiknari FÍT. Hámarks- upplag peningsins er takmarkaö viö 20.000 eintök. Þar af eru 5000 pen- ingar sérunnir úr 925/1000 silfri og 15000 stk. í venjulegri sláttu úr 500/1000 silfri. uö þúsund sterlingspund. Umsvif skrifstofunnar í London munu aukast um a.m.k. 20% þegar hún hefur tekið við þeim rekstri sem áður var í Hamborg. Þessi breyting á hlutverki Lund- únaskrifstofunnar sem á að koma til framkvæmda í ágúst, kemur í kjölfar aukningar á mikilvægi fjármálaum- svifa hennar, en þau hafa þrefaldast á síðastliðnum fimm árum. Framkvæmdastjóri Lundúnaskrif- stofu Sambandsins, Sigurður Á. Sig- urðsson sagði að flutningur reksturs Hamborgarskrifstofunnar til London muni stuðla aö því enn frekar en orðið cr að gera London aö miðstöð fjármálaviðskipta ís- lensku Samvinnuhreyfingarinnar í Evrópu. „Við. teljum heppilegast að ein- beita okkur að London," sagði Sig- uröur viö Tímann, „því hér er pen- ingamarkaöurinn fyrir hendi og hér er fjármagnskostnaður ntinni en víðast annars staðar." Sambandið hefur fengið lánafyrir- greiðslu í London á mun betri kjörum, en kostur er á í Þýskalandi, og lánsféð er ekki einungis notað til að fjármagna innflutning til íslands hcldur einnig til að fjármagna út- flutning frosinna fiskafurða frá Is- landi til Bretlands og annarra landa Evrópu. „Lánstraust okkar og viðskipta- vild hjá bönkum í London hefur verið að aukast," sagði Sigurður enn fremur. Sú starfsemi sem flutt veröur frá Hamborg til London er m.a. fjár- mögnun inn- og útflutnings og mark- aðssetning á íslensku kjöti, ullar- og æðardúnsvörum. Hamborgarskrifstofan mun þó halda áfram að vera til sem umboðs- skrifstofa lceland Seafood Ltd. Söluaukning upp á250 miíljónir - hjá lceland Seafood Ltd.fyrstu þrjá mánuöi ársins Á fyrstu þrem mánuðum ársins 1986 scldi Iceland Seafood Ltd. 4.200 lestiraf frystum sjávarafurðum fyrir 6,4 milljónir sterlingspunda eða um 390 milljónir króna. Þetta var tvisvar sinnum meira að verömæti en á satna tímabili fvrra árs. Þá voru seldar tæplega 2,200 lestir fyrir 2.3 milljónir stcrlingspunda. Miðaö viö Búfjáreign ríkisbúa og búvöruframleiösla: UM 364 TONN AF MJ0LK og 75 tonn af kjöti Búvöruframleiðsla á vegum ríkisins á síðasta ári var fyrst og fremst um 364 tonn af mjólk (0,3% af 115.878 tonna landsfram- leiðslu), rúm 48 tonn af kindakjöti (0,4% af 12.200 tonna landsfram- leiðslu) og rúmlega 27 tonn af nautakjöti (um 1% af 2.720 tonna landsframlciðslu). Upplýsingar þessar komu frant í svari við fyrir- spurn Ólafs Þ. Þórðarsonar á Al- þingi um vetrarfóðraðan bústofn á ríkisbúum í vetur, afurðir hans á síðastaári, markmiðmeðbúskapn- um og áformaðan bústofn næsta vetur. Hvað hefðbundinn bústofn snertir kom fram að sauðfjárcignin er 2.320 (um 0,33% af tæplega 713 þús. fjár í landinu), 535 nautgripir, eða um 0,7% af nautgripacign í landinu og 162 hross, sent cr um 0,3% af hrossafjölda landsmanna. Mjólkurkýr eru um 100, þar af 40 á Hvanneyri, en þaðan voru seld rúmlega 194 tonn af nijólk, vel yfir helmingur þeirra 264 tonna sem lögð voru inn eftir þessar 100 kýr. Ef allar kýr í landinu mjólk- uðu eitthvað í líkingu við kýrnar á Hvanneyri (4.755 I að meðaltali) er ljóst að offramleiðsluvandinn væri mörgum sinnum hrikalegri en hann þó er. Hin kúabúin eru á Hólum og Möðruvöllum. Markmiðið með búskapnum er: kennsla, kynbætur, rannsóknir og tilraunir. Lang stærsta sauðfjárbúið er á Hesti 755 fjár. Búið er rekið sem alhliða tilraunabú í sauðfjárrækt og m.a. sagt að cinkum afurðar- rannsóknirnar krefjist mun meiri ásetnings lamba og hrúta en al- mennt tíðkist hjá bændum. Næst stærsta búið er á Skriðuklaustri - 580 fjár, en þar er einnig rekin alhliða tilraunastöð í jarð- og bú- fjárrækt, þar sem mikil áhersla sé nú m.a. lögð á tilraunir með nýt- ingu innlends fóðurs. Á bænda- skólunum er um 300 fjár á hvorum stað og um 240 á Reykhólum, en þar eru m.a. rannsakaðir ýmsir gæðaþættir í ull. Ekki verður af svörunum ráðið að hugmyndir séu uppi um fækkun á „ríkisbústofni" á næstunni. Nema hvað Hvanneyrarskóli reiknar með að losa sig við um 40 gripa holda- nautastofn, sem upphaflega var fluttur frá Bessastöðum til varð- veislu á Hvanneyri, en skólinn hefur nú verið leystur undan þeirri varðveisluskyldu. -HEI gengi sterlingspundsins í dag ncmur söluaukningin því um 250 millj. króna. Iccland Seafood Ltd. er ekki með framleiðslu á eigin vegum í Bretlandi og því eru allar afuröir. sem fyrirtæk- ið selur. fullpakkaöar í íslenskum fiskvinnslustöðvum. Benedikt Sveinsson. fram- kvæmdastjóri lceland Seafood Ltd.. hefur þetta að segja um cinstaka þætti sölunnar: „Salan í marsmánuði nú nam 2.1 milljón sterlingspunda. Var það rúmlega þrisvar sinnum meira en í marsmánuði 1984. Á fyrstu þrem mánuðttm ársins 1986 seldi fyrirtækið frysta rækju fyrir 1.5 milljónir sterlingspunda. Var það rúmlega tvisvar sinnum meira að magni til og rúmlcga þrisvar sinnum meira aö verömæti en á sama tímabili fyrra árs. Aö öðru leyti er þessi mikla sölu- aukning einkum borin uppi af mikilli aukningu á sölu frystra þorskflaka. Markaðurinn virðist ævinlega vera fvrir hendi. Meiri þorskafli heima á íslandi og sterk- ari staða sterlingspundsins hafa leitt til þess að niiklum mun meira var framleitt fyrir Bretlandsmark- að fyrstu mánuöi þessa árs en á sama tímabili í fyrra." Birgðir af frystum sjávarafurðum. fyrir Bretland sem og aðra markaði, munu ekki í annan tíma hafa verið minni en þær eru nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.