Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 8. apríl 1986 Títnitm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Ritstjóri: NielsÁrniLund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð f lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Flutningur ríkisstofnana Samkvæmt mannfjöldaskýrslum Hagstofunnar bjuggu á íslandi um 242 þúsund manns 1. desember sl. og þar af um 90 þúsund í Reykjavík. Á höfuðborgar- svæðinu öllu búa hins vegar um 132 þúsund manns eða rúmlega helmingur allra landsmanna. Á því svæði hefur mikil fólksfjölgun átt sér stað á sama tíma og fólksfækk- un hefur orðið í flestum öðrum landshlutum. Sem dæmi má nefna að á árinu 1985 fjölgaði fólki á höfuðborgar- svæðinu meira en sem nam heildarfjölgun landsmanna, sem þýðir í raun að fólkstraumur hefur verið frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Þessi þróun er ekki ný af nálinni og ef undan er skilinn áratugurinn milli 1971 til 1980 má segja að byggðarösk- un í þessa átt hafi staðið áratugum saman. Ástæður fyrir þessu eru margar og má m.a. nefna að mikil fjölgun hefur átt sér stað í verslunar- og þjónustu- greinum en samdráttur hefur orðið í hefðbundnum atvinnugreinum. Sá samdráttur hefur ekki hvað síst bitnað á landsbyggðinni. Atvinna þar hefur dregist saman og fólkið hefur leitað til höfuðborgarsvæðisins þar sem það telur að atvinnan sé tryggari og von um betri afkomu. Pá má heldur ekki gleyma að Reykjavík er miðstöð stjórnvalda og þar eru flestar stofnanir ríkisins. Lengi hefur verið um það rætt hvort ekki væri æskilegt að einhverjar þeirra flyttu starfsemi sína út á land. í málefnasamningi vinstri stjórnarinnar sem tók við völdum 1971 var ákvæði um að stuðlað skyldi að flutningi þeirra út á land. Þáverandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, skipaði sérstaka nefnd til að kanna þau mál og skilaði nefndin áliti 1975, en árangur af starfi hennar hefur lítið látið bera á sér. Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga frá Davíð Aðalsteinssyni og fleirum þess efnis að gerð verði áætlun um flutning Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins til Hvanneyrar. í greinargerð með tillögunni er m.a. vitnað til álits þeirrar nefndar sem áður er getið. Þar er „mörkuð stefna um dreifingu ríkisstofnana um landið á þrennan hátt, með heildarflutningi, þ.e. að stofnun yrði í heilu lagi flutt frá höfuðborginni til staðar úti á landi, með deildarflutningi, þ.e. að meira eða minna sjálfstæðar deildir stofnana yrðu fluttar frá borginni og út á land, og með útibúastofnun, þ.e. að sett yrði upp kerfi útibúa ríkisstofnana á ákveðnum stöðum úti á landi.“ Þrátt fyrir mörg rök sem hníga að því að aðsetur ríkisstofnana eigi að vera í Reykjavík er sjálfsagt að huga vel að því hvort einhverjar stofnanir ríkisins gætu ekki eins vel sinnt hlutverki sínu annars staðar. Fullyrða má að stofnanaflutningur sé liður í byggða- þróunaraðgerðum. Hann dr’egur úr miðstýringu og leiðir til aukins lýðræðis. Valdinu yrði dreift meira en nú er og aðstaða þegnanna um allt land yrði jafnari til að njóta þjónustu ríkisins. Ekki síst myndi stofnánaflutn- ingur leiða til dreifingar atvinnutækifæra um landið með því að skapa sérmenntuðu fólki starfsgrundvöll utan Reykjavíkur. Að síðustu má benda á að sú þensla sem átt hefur sér stað í Reykjavík hefur m.a. leitt af sér miklar húsnæðiskröfur í miðbæ borgarinnar sem erfitt hefur verið að uppfylla. Full ástæða virðist vera að ýta við þessum málum og er sú þingsályktunartillaga sem miðar að því að færa starfsemi Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins liður í því. í fljótu bragði virðist margt benda til þess að sá flutningur eigi rétt á sér. lllllllli ORÐ I TÍMA TÖLUÐ lllllllllllll TÖPUDBARÁTTA? í liöinni viku birtist frétt í banda- ríska dagblaöinu Los Angelcs Times, þar scm því var haldiö fram að ríkisstjórnir Frakklands og ítal- íu liefðu gerð leynilegt samkomu- lag við ríkisstjórn Líbýu á áttunda áratugnum þess cfnis að liryðju- verkamcnn fengju að fara unt fyrr- ncfnd lönd óáreittir. í fréttinni var þess getiö að í stað þcssara griða hefði veriö heitið láti á hryöjuvcrk- um af hálfu Líbýu. Óneitanlcga er þessi frétt ótrúleg, en ef einhver fótur rcynist fyrir henni þá er hún orðin í hæsta máta óhugnanleg. Hvort tveggja Frakkar og Italir hafa oröið fyrir barðinu á innlend- um hryðjuverkamönnum. Þessar þjóðir hafa einnig livað cftir annað mátt þola svívirðilegar árásir að- kominna hryðjuverkamanna á er- lenda og cigin borgara. Því er óhætt að fullyrða að ríkisstjórnir Frakklands og Ítalíu þekki alla þætti vandans af eigin raun. Það cr svo höfuðatriði hvernig brugðist er við honum. Er það gert meö staö- festu eða uppgjöf? Los Angeles Times grcindi frá því að umrætt samkomulag væri ekki lengur í gildi. en að frönsk stjórnvöld hcfðu t.d. látið Abu Daoud lausan nteðan svo var árið 1977. Ncfndur Daoud var talinn hafa skipulagt árásina á búðir ísra- elsku íþróttamannanna á Ólympíu- leikunum árið 1974. Þesserskemmra að minnast er Abu Abbas var sleppt af ítölskum stjórnvöldum í kjölfar þess að hann skipulagði ránið á farþcgaskipinu Achille Lauro. Svo aðrir aðilar við Miðj- arðarhaf séu taldir þá má geta þcss að t.d. stjórnvöld í Grikklandi og á Kýpur hafa ckki haldið ýkja fast í arabíska hryðjuverkamenn scm hafa verið gripnir beinlínis við ódæðisverk. Ef sannleiksgildi fréttar Los Angcles Times er ekki dregiö í cfa, þá er Ijós að þessi leynilcgi griða- sáttmáli milli Frakka, ítala og Li- býumannahefur ekki gagnað Evr- ópuríkjunum tveimur hætis hót. Hryðjuverk af erlendum toga hafa vcrið samfclld undanfarin ár í Frakklandi og á Italíu og stuðning- ur crlendra aðila við innlend hryðjuvcrkasamtök í þessum tveimur ríkjum cr staörcynd. Vart þarf að fjölyrða um Grikkland og Kýpur. þarscm óábyrgt umburðar- lyndi stjórnvalda virðist geta af sér æ svæsnari árásir. Staðfestan hefði reynst ódýrari en uppgjöfin. Ef reikningarnir cru gerðir upp eins og mál standa nú. þá er sjálfsagt auðvelt að komast að því hvað eigingjörn linkind ýmissa ríkisstjórna í S-Evrópu hcfur kost- að nágranna í norðri og vestri. Hitt er svo annaö að það er ekki hægt að meta hvaða áhrif fjölmörgdæmi eftirgjafar muni hafa rbaráttunni gegn hryðjuvcrkum í framtíðinni. Ef það er satt og rétt að evrópskar ríkisstjórnir sætti sig við voðaverk geðklofa morðingja, þá er illt í efni. Ef það er að auki sannleikan- um samkvæmt að gcrt hafi veriö samkomulag við velunnara þessara sjúku manna þess efnis að þeir skyldu athafna sig í nágranna- löndunum. þá mætti ætla að þessi barátta væri þegar töpuð. - SS Siðferðileg skylda að styrkja björgunarstarf Týndar rjúpnaskyttur, tjallgungu- menn og vélsleðakappar hafa iðu- lega veriö fréttaefni undanfarin ár. Uiulángsniiklir leitarleiðangrar hafa verið gerðir út til að finna þá týndu og fréttaflutningurinn oft og tíöuni verið eins og þcgar lesnar eru tölur á kosninganótt. Sein hetur fer fínnast þcir, seni lcitaö er að, oftast heilir á húli og þegar þaö er I jóst orðið er fariö að tala uin kostnaðarsaina leiðangra, og jafnvcl að stundum hregðist, hjálparsveitir óþarflega fljótt við því oft ami ekki annað að en geta ekki látiö vita hvar þcir eru niður komnir. En lcitar- og hjálparstarf er lífs- nauðsynlegt. Þaö dugir ekki að horfa i kostnað þegar um er að ræða að hjarga mannslífiiin. Bún- aður og þjálfun björgunarsveita er' ) dýr, en mannslífin eru enn dýrmæt- ari. / Slys gcra ekki boö á undan sér og þegar aðstoðar leitar- og björg- unarsveita er þörf eru skily rði oft- ast nær aflcit, eins og liggur í hlutarins eðli. Flugslysið á Snæfellsnesi er nýj- ústa dæmið um nauðsyn fullkom- inna björgunarsveita. Þar voru leit- arskilyrði og aðstæður allar hinar erfiöustu. En einskis var látið ó- frcistað að fínna flugvélina sem fyrst og koma slösuðum undir læknishendur. Skipulag leitarinnar og tækja- búnaður sem notaður var, var allt eins og best er á kosið. Samræming leitar og hjálparsjarfs var góð. En það er atriði sein áður fyrr var stundum áhótavant og ekki til fyrirmyndar, en nú hefur verið ráðin bót á. Það' er ekki aðalatriðið hvaða leitarflokkur kemur fyrst á slvsstað, eða við hvaða björgunar- sveit hann er kenndur. Það sem máli skiptir er að koma slösuðum og Hröktum sem fyrst til hjálpar og eiga allir þcir sem þátt taka í hjálparstarfinu jafnar þakkir skildar. Af sjö manns, seni i flugvélinni voru, voru þrír enn á lífi þegar björgunarmenn fundu flakið. Einn lést skömniu síðar en tveimur tókst að koma á sjúkrahús þar sem þéir njóta nauösy nlegrar aöhly nningar. Níu klukkustundir liðu frá því vitað var að flugvélin var týnd þar til björgunarmenn komu að flak- inu. Samt var brugöist mjög skjótt við og leit hafin og björgunarsveitir dreif víða að. Fljótlega tókst að staösetja slysstaðinn með nokkurri nákvæmni eií veðurofsi og ófærð töfðu mjög fvrir björgunarsveitum. Samt tókst aö komast að flakinu í niðamyrkri, slydduhríð og var yfir snarbratta svellbunka að fara. ' Góður tækjabúnaður og óaöfinn- anlegt skipulag gerðu þetta kleift, að óglcymdu áræði og ósérhlífni björgunarnjanna. Á meðan á lcit stendur er ekki vitað hvort þeir sem leitað er að eru lífs eða liðnir. Því fyrr sem hægt er aö' komast á slysstað því , meiri eru líkur á að björgun takist. Allar björgunarsveitir eru skipaðar sjáltboðaliðum og leggja ' þær sjálfar til tækjahúnað og er . fjár til hans aflað með ýmsu móti. ' Þjálfun er tímafrgk og tækin dýr í kaupum og rekstri. Þegar slysavarnar- og hjálpaf- svcitir vinna að fjársöfnunmn til að takast á við erfið og lífsnauðsynleg verkefni á sjó og landi. er það siðferðileg skylda allra landsrtiánna) að styðja starf þeirra og styrkja. 1 OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.