Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Stjórnmálaskóli SUFog LFK Stjórnmálaskólinn veröur starfandi á eftirtöldum dögum: Utanríkismál Fimmtudag 10. apríl kl. 20.30. Fyrirlesari er Þóröur Ægir Óskarsson. Opinber þjónusta Laugardag 12. apríl kl. 10.Ó0. Fyrirlesarar eru Jóhann Einvarösson og Guömundur Bjarnason. Sveitarstjórnarmál Mánudag 14. apríl k!. 20.30. Fyrirlesari er Alexander Stefánsson. Kennt er að Rauðarárstíg 18. Allir velkomnir. Konur Árnessýslu Kvöldvaka verður haldin fimmtudaginn 10. apríl að Eyrarvegi 15, Selfossi. Skemmtiatriði og kaffi á könnunni. Hittumst sem flestar og verum hressar í vetur. Nýir félagar velkomnir. Félag framsóknarkvenna Árnessýslu Myndakvöld Ferðafélagsins Miðvikudaginn 9. apríl verður haldið , myndakvöld í Risinu, Hvcrfisgötu 105 og hefst stundvíslega kl. 20.30. Efni: Þorsteinn Bjarnar sýnir myndir úr Lónsöræfum og Isafirði og nágrenni. Jón Gunnarsson sýnir myndir frá Gríms- vötnum og víðar. Salbjörg Óskarsdóttir sýnir myndir úr skíðagönguferð F.í. í Landmannalaugar um páska og frá vetrarfagnaði F.í. Nú er sumarið framundan og ferðum fjölgar hjá F.í. Á myndakvöldiu gefst gott tækifæri til að kynnast ferðum Ferða- félagsins í máli og myndum. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir, félagar og aðrir. Ferðafélag Islands. Kvennadeild Rangæingafélagsins Kvennadeild Rangæingafélagsins verð- ur með kökusölu og flóamarkað að Hall- veigarstöðum laugardaginn 12. apríl næstkomandi kl. 14. Háskólatónleikar í hádeginu í Norræna húsinu Sjöundu og næstsíðustu Háskólatón- leikarnir á vormisseri 1986 verða haldnir í Norræna húsinu á morgun miðvikudag- inn 9. apríl. Kjartan Óskarsson klarínett- leikari og Hrefna Eggertsdóttir píanóleik- ari flytja verk eftir Dario Castello, Jenö Takács og Bohuslav Martinu. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. Fyrirlestur um hugmyndir og markmið félagslegrar þjónustu Félagsmálaráðuneytið og Landssam- tökin Þroskahjálp hafa boðið hingað til lands, Alfred Dam, sem er framkvæmda- stjóri félags- og heilbrigðisþjónustu í Stórstraumsamti í Danmörku. Hann mun dvelja hér á landi dagana 2.-9. apríl n.k. í dag þriðjudaginn 8. apríl mun Alfreð Dam fíytja fyrirlestur í Norræna húsinu um hugmyndir og markmið félagslegrar þjónustu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30. Alfred Dam hefur um langt árabil starfað að skipulagningu á þjónustu við fatlaða í heimalandi sínu. Auk þess hefur Dam tekið virkan þátt í norrænu samstarfi í málefnum fatlaðra. Má í því sambandi nefna Nordiska För- bundet Psykisk Utvecklingshámning, sem eru norræn samtök um málefni þroska- heftra. Alfred Dam hefur átt sæti í stjórn þeirra samtaka um langt skeið. Tilgangur- inn með heimsókn Alfreds Dam hingað til lands, er að stuðla að frekari umræðu um skipulag, uppbyggingu og þróun þjón- ustu við fatlaða hér á landi. jafnframt því að kynnast hvernig þessum málum er háttað í Danmörku. Alfred Dam mun heimsækja heimili og stofnanir fyrir fatl- aða og kynna sér starfsemi þeirra, og halda hér erindi um málefni fatlaðra. Kvennaráðgjöfin Kvennahúsið við Hallærisplan Opið á þriðjudagskvöldum kl. 20.00- 22.00. Sími 21500. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ..........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 irrterRent Ný barnabók: Kóngar í ríki sínu Kóngar í ríki sínu heitir nýútkomin barnabók eftir Hrafnhildi Valgarðsdótt- ur. Þetta er fyrsta bók Hrafnhildar en áður hefur hún birt smásögur og greinar í blöðum og tímaritum. Sagan segir frá tveim strákum í íslensku sjávarþorpi og ýmsu sem þeir taka sér fyrir hendur í sumarfríinu sínu. Þeir eru bestu vinir í heimi og báðir níu ára en þó eru þeir ólíkir eins og dagur og nótt. Lalli er alltaf hreinn og strokinn, en Jói er óttalegur drullusokkur eins og hann segir sjálfur. Samt er það Jói sem fær allar bestu hugmyndirnar, hann má líka oftast gera það sem hann langar til. Lalli getur ekki hugsað sér neitt skemmtilegra en en vera með Jóa allan daginn, hugsa um villikettlinga, veiða fisk, byggja kofa og slást við stóru strákana. Þetta er ævintýra- legt sumar. Kóngar í ríki sínu kemur út hjá Máli og menningu. Þar var einnig gerð tilraun í fyrra til að gefa barnabækur út að vori og gafst prýðilega. Margir foreldrar rifjuðu upp þann gamla sið að gefa börnum sumargjafir og notuðu nýju bækurnar til þess. Kóngar í ríki sínu er 104 bls., mynd- skreytt af Brian Pilkington sem einnig teiknaði kápumynd. Prentstofa G. Bene- diktssonar prentaði bókina en Bókfell sá um kiljuband. Frá Garðyrkjufélagi íslands Laukarnir tilbúnir til afhendingar. Opið verður mánudaginn 7. apríl til föstudagsins 11. apríl frá kl. 14 til 18. Kartöfiu- og grænmetis- ráðstefna í Bænda- höllinni 22. apríl 1986 Á vegum Búnaðarfélags íslands, Stétt- arsambands bænda og Yfirmatsgarðávax- ta er ákveðið að efna til ráðstefnu 22. apríl n.k. Þar verða teknir fyrir flestir þættir cr varða meðferð og drcifingu grænmetis. Upphaflega haföi veriögert ráð fyrirað ráðstefnan yrði haldin föstudaginn 13. mars, af því gat ekki orðið. Lagt verði fram á ráðstefnunni drög að nýrri reglugcrð, við 43. gr. laga nr. 46/ 1985 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Þá er þess vænst að hægt verði. að leggja fram tillögur að nýjum flokkunarreglum fyrir kartöflur. Mcö því að boða til ráöstefnu um þctta efni, þá gefst framleiöendum og þcim sem annast drcifingu þessara vara, tækifæri til að koma með tillögur og láta álit sitt í Ijós á reglugerðinni áður en hún veröur stað- fest af landbúnaðarráðherra. Það rná skipta efni ráðstefnunnar í eftirfarandi flokka: 1. Drög að reglugerð og flokkunarregl- um. 2. Meðferð. dreifing og gæði kartatlna og grænmetis. 3. Innheimta lögboðinna gjalda af frani- leiðslunni. 4. Innflutningur kartaflna og grænmetis. Ráðstefnan veröursett kl. 9:30 og slitið kl. 17:00. Þátttökugjald er kr. 500.00. Þcssi ráðstefna er opin öllum þeim sem áhuga hafa á að sækja hana. Frummælcndur verða úr röðum fram- leiðanda, neytenda, heildsala og kaup- manna. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna veitir Yfirmatsmaður garðávaxta Agnar Guðnason í síma 19200. Minningarkort Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavik: Reykjavfkur apótek, Austur- stræti 16. Garðsapótek, Sogavegi 108, Vesturbæjar apótek, Melhaga 20-22. 1 Bókabúðin Álfheimum 6. Bókabúð Fossvogs, Grfmsbæ v/Bústaðaveg. Bóka- búðin Embla. Drafnarfelli 10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58-60. Bóka- búð Úlfarsfell, Hagamel 67. Hafnarfjörður: Bókabúð Ólivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Mosfellssvcit: Bókabúðin Snerra, Þver- holti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Þriðjudagur 8. apríl 1986 Húsfreyjan Jan.-mars-hefti Húsfreyjunnar á þessu ári er nýkomið út. Útgefandi er Kvenfé- lagasamband Islands. Ritið kemur út fjórum sinnum á ári. Efni blaðsins er margbreytilegt. Nor- ræna bréfið 1986 kemur frá Noregi og er skrifað af Astrid Gjertsen. Hún var formaður norsku sendinefndarinnar á Na- irobiráðstefnunni og tók einnig þátt í ráðstefnunni í Mexíkó 1975. Á forsíðu er mynd af batikverki eftir Hrefnu Magnús- dóttur og heitir það Mardansinn og er gerð í tilefni kvennaárs 1975. Fyrirmynd- in er sótt í gamla tyrkneska sögu um drekkingu hóps kvenna í Bospórus-sundi. Björg Einarsdóttir skrifar greinina Kveikja að kvennafríi. Sigríður Thorlac- ius skrifar viðtal við Kristján Sigurðsson yfirlækni á Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands um leghálskrabbamein. Fram- haldsnám á fullorðinsárum eftir Önnu Maríu Þórisdóttur, en hún hefur viðtal við Eddu Kristjánsdóttur kennara. Félagsmál er í miðju blaði á gulum síðum, þar er líka handavinnuþáttur o.fl. Uppeldi sem miðar að jafnrétti heitir viðtal Kristínar Guðmundsdóttur við Ást- hildi Ólafsdóttur. Matreiðsluþáttur er í blaðinu, ráð við streitu, fótanudd. þýddar sögur og greinar o.fl. Blaðið er fyrir 60 bls. Prentað í Prentsmiðjunni ODDl HF. Tímaritið Þroskahjálp Fyrsta blaðið á þessu ári af tímaritinu Þróskahjálp er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. I ritinu er að finna ýmsar greinar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatl- aðra. Leiðarinn ber heitið: Sönn saga frá árinu 1986 og er um brunann á Kópavogs- hælinu í janúar síðastliðnum. Viðtöl eru við þrjá bræður og foreldra þeirra. Tveir bræðranna eru þroskaheftir. Rætt er við foreldra fatlaðra barna um nauðsyn á hjálp! við heimilin, s.s. stuðningsfjöl- skyldur, skammtímaheimilum o.fl. í samantekt sem nefnist Erum við á réttri lcið? Þar er einnig sagt frá tveimur skammtímaheimilum og rætt við fólk sem hefur notfært sér það sem þannig heimili bjóða upp á. Þá er ritað um Fram- kvæmdasjóð fatlaðra í grcin sem nefnist Þingmenn brugðust og skrifað er um leiðir til fjáröflunar í grein sem heitir Getraunir - Þroskahjálp ekki með. Fjall- að er um fatlaða barnið í almenna skólanum o.fl. Tímaritið Þroskahjálp er til sölu í bókabúðum og á skrifstofu Þroskahjálpar, Nóatúni 17. Áskriftarsími er 91-29901. Ámað heilla í dag þriöjudag 8. apríl er Davíð Kr. Jensson byggingaeftirlitsmaður hjá Pósti og síma, sextugur. Hann er til heimilis að Langagerði 60, Reykjavík. Davíð dvelur nú ásamt konu sinni og tveimur yngstu dætrum á Kanaríeyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.