Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Það er skiljanlegt að Liv Ullmann kunni ekki alveg að meta lcikhús- siði sumra í Bandaríkjunum. Liv Ullmann og bandarískir leikhúsgestir Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að vera leik- stjarna. Scrstaklega ku það geta reynt á þolrifin í Bandaríkjunum, þar sem leikhúsgestir eru ekki alltaf að einbeita sér að því að sýna á sér sína bestu hlið. Liv Ullmann hefur reynslu af erfiðum leikhúsgestum þar í landi og hefur eftirfarandi að segja: „Sennilega eru crfiðustu leikhús- gestirnir þeir sem haldnir eru „baseball“ æði. Þeir koma í leikhúsið með ferðaútvarps- og sjónvarpstæki og sitja og hlusta og horfa á leikina á meðan á leiksýn- ingu stendur. Aðeins öðru hverju líta þeir á það sem er að gerast á sviðinu. Sjálfsagt eiga leikararnir að sýna þeim umburðarlyndi, en ég verð að viðurkenna að ég kann ekki að meta þessa samkeppni,“ „Lofaðu okkur aðsjá kjólinn þinn!“ hrópuðu aðdáendur Diahann Carroll Þegar Dynasty-stjarnan Diah- ann Carroll kom til hátíðarinnar sent haldin var í sambandi við úthlutun sjónvarpsverðlaunanna „Goldan Globe Awards“ í Holly- wood var mannfjöldi samansafnað- ur á strætinu fyrir utan til að sjá leikarana augliti til auglitis. Hin fagra, þeldökka Diahann Carroll hefur um tíma komið fram í sjónvarpsþáttunum Dynasty og áunnið sér mikla frægð og vinsældir hjá áhorfendum. Hún birtist þarna í silkifóðraðri loðkápu, hin glæsi- legasta. En áhorfendur á götunni voru ekki ánægðir með það, heldur hrcípuðu: „Lofaðu okkur að sjá kjólinn þinn!" Og það stóð ekki á því hiá leikkonunni, - hún svipti frá sér pelsinum og æpti: „Hvernig líst ykkur á? Er hann ekki algjört æði!“ Henni var klappað lof í lófa og aðdáunarhróp heyrðust frá áhorfendum. Elton John á tveggja ára brúökaupsafmælinu: „Ég er svo hamingjusamur í göngutúr í hversdagsfötunum, brosandi og leiðast eins og ást- fangnir unglingar. Hamingjan vex sífellt, þetta er dá- samlcgt, segir söngvarinn lukku- legur. Það er aðeins eitt sem vantar, - harnið. Er ekki kjóllinn minn algjört æði?! Við Renata erum lukkulegri meö hverjum deginum sem líður!“ Kcnata og Elton John giltu sig í Sldney í Ástralíu á St. Valentine-dag fyrir 2 árum. Brúðguminn er mað stráhatt með hleikum borða í stíl við þverslaufuna, en lianii sést sjaldan berhöfðaður. Elton John hefur samið lög og texta og sungið sjálfur um árabil. Lögin hans hafa vcrið urn allt mögulegt sem kemur fyrir í lífi ungs manns, - allt frá því hann var feiminn unglingur, lög um einmana- leikann, þegar liann varð lyrst ástfanginn ogörvæntingu hans þeg- ;ir allt fóru út um þúfur í ástamál- unum. En þeir scm best þekkja til segja aðþaðsé stóreyða í tilfinningaann- álinn hjá tónskáldinu: Hann hcfur aldrci sungið um það, að vera l'aðir, aldrci vögguvísu cða sungið um lítil börn. Þrátt t'yrir velgengni, auðæfi, stórhýsi víða um heintinn, lúxus- bíla og ferðalög urn hciminn, þá sé Elton enn að bíöa cltir því sem myndi gera lífið fullkomlcga ham- ingjuríkt, - barni. - Ég vona að sú ósk rætist bráðlega, segir Elton. l-yrir tveimur árum gift ust Elton John og Renata Blauel. Þau gil'tu sig á St. Valentine-daginn og rom- antíkinn var allsráðandi. Sumir spáðu nú að glansinn færi fljótt al þessu poppara-hjónabandi en þaðer nú eitthvað annað. Þau eru alltal' saman, ástangin upp yfir haus og glöð og ánægð. Þau bíða enn eftir að óskin um barn -eða börn rætist. „Ég vil fara að hægja á mér, og ég þrái aö eignast fjölskyldu. Ég er 'svo mikill fjölskyldumaður í mér, það er alvcg satl," sagði Elton nýlega í blaðaviötali í Englandi. Elton Joltn hafði orð á sér áður l'yrir skrautlcgt ástalíf með ástvin- um af báðum kynjum, og hann var oröinn .16 ára þegaf hann hitti Renötu og varð ástlanginn af henni. - Ég hafði áður engan áltuga á að gifta mig, ég Itafði aldrei orðið svona ástfanginn áður, svo einfalt er þaö, ságöi hann. Það var stórkostleg veisla og vinir og popp-músíkantar komu víðs vegar að til að óska til ham- ingju. en aðrir sendu gjafir cða skeyti, svo sem Miehael Jaekson og Yoko Ono o.fl. Elton John hefur frá unglingsár- um veriö aðdáandi Watford fót- boltalélagsins, og hann hefur lagt mikla peninga í að styðja l'élagið. I lann hefur mikið lagt sig Iram við að vinna aö líknarmálum. svo sem Live Aid með Bob Gcldof. Elton er í uppáhaldi hjá brcsku konungs- fjölskyldunni, einkum Margaret prinsessu. Hann hefurkynnst mörgu merkisfólki, t.d. í Póllandi er hann var þar á tónleikaferð, reyndi hann að hal'a uppi á Lech Walesa leið- toga í Irjálsu vcrkalýðshreyfing- unni og óska honum góðs gengis og það var alvarlegur Elton John sem kom til hádegisveröar hjá l'orsætis- ráðherranum Margaret Thatcher, en hvað þau ræddu lylgir ekki sögunni. Þriöjudagur 8. apríl 1986 llillllli ÚTLÖND llllilll FRETTAYFIRLIT TEL AVIV — Talsmaður ísraelshers sagði flugsveitir hafa gert árás á tvær flótta- mannabúðir í Suður-Líbanon þar sem skæruliðar Palestínu- araba leyndust. Hann sagði allar ísraelsku flugvélarnar hafa komið heilar útúr árásar- ferðinni og flugmennirnir sögð- ust hafa hitt skotmörkin. PANAMABORG - Utan- ríkisráðherrar ríkja Rómönsku Ameríku héldu friðarviðræðum sínum áfram í allan gærdag. Viðræðurnar snérust um átök- in í Mið-Ameríku en i gær var varað við að færu viðræðurnar út um þúfur væri vonlaust að finna friðsama lausn á deilun- um í Mið-Ameríku. LUNDÚNIR - Verð á Norðursjávarolíu hækkaði enn í gær á Evrópumörkuðum eða um dollar hver tunna. Hækkun- in fylgir í kjölfar spár sérfræð- inga sem sögðu deilur þær, sem valdið hafa stöðvun á olíuframleiðslu Norómanna, geta átt eftir að standa yfir næstu vikurnar. DHAHRAN, Saudi-Ar- abía — George Bush vara- forseti Bandaríkjanna lýsti yfir við lok heimsóknar sinnar til þessa mesta olíuútflutnings- ríkis heims að stöðugt olíuverð væri Bandaríkjunum í hag. MANILA — Salvador Laurel varaforseti Filippseyja sagði það vel mögulegt að Ferdinand Marcos fengi að snúa aftur til landsins þegar meiri festa væri komin í stjórnmálaástandið í landinu. JERÚSALEM — Háttsettur ísraelskur leyniþjónustumaður sagði stjórnvöld sín gruna líb- ýska aðila um að hafa staðið á bak við sprengingu þá sem gerði gat á bandarísku flugvél- ina yfir Grikklandi. Hann sagði sýrlensk stjórnvöld einnig hafa vitað um málið. ISTAMABAD — Afganskir skæruliðar hófu í gær gagn- sókn á hendur herjum kom- múnista sem ráðist höfðu á aðalbækistöð skæruliðanna, hina svokölluðu Zhawarstöð. Mannfall í liði skæruliðanna var þó mikið. VESTUR-BERLÍN -Hel- mut Kohl kanslari V-Þýska- lands og hinn kristilegi demó- krataflokkur hans urðu fyrir enn einu áfallinu þegar tveir ráð- herrar í stjórn Vestur-Berlínar sögðu af sér vegna tveggja aðskilinna mútumála. AÞENA — Vinna lagðist nið- ur í Grikklandi í gær en þá mótmæltu tugir þúsunda manna hinum nýju efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.