Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. apríl 1986 Tíminn 3 Amfetamíni smyglað í sígarettukartoni tveir menn í gæsluvaröhald Maður um þrítugt var tekinn með 330 grömm af amfetamíni á Kefla- víkurflugvelli á föstudag. Hann hef- ur verið úrskurðaður í fimmtán daga gæsluvarðhald. Annar maður var handtekinn um helgina og tengist hann málinu. Sá hefur einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í allt að þrjátíu daga. Smásöluverðmæti efnisins er i kringum fjörtán hundruð íslenskar krónur, en líkast til hefur efnið verið keypt fyrir brot af þeirri upphæð í Luxemborg. Maðurinn var að koma nteð áætlunartlugi frá Luxemborg þegar upp komst um smyglið. Am- Þrjár leik sýningar í Skagafirði Frá frcttaritara Tímans í Skagafirði, Ö.Þ.: Mikil gróska er nú í leikstarfsemi í Skagafirði. Sýningar á Saumastof- unni eftir Kjartan Ragnarsson standa yfir og æfingar á 2 leikritum öðrum standa sem hæst á Sauðár- króki og verða þau frumsýnd á næstu dögum. Það er Leikfélag Hofsóss sem setur upp Saumastofuna undir leik- stjórn Rósu Þorsteinsdóttur. Leikendur eru frá Hofsósi og ná- grenni. Þeir eru: Þórleif Friðriks- dóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Svandís Ingimundar- dóttir, Elínborg Hilmarsdóttir, Þór- unn Snorradóttir, Jón Ingi Halldórs- son, Karl Bergmann og Björn Guð- brandsson. Sigurgeir Angantýsson annast hljóðfæraleik, en alls taka um 20 manns þátt í sýningunni. Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauð- árkróks verður að þessu sinni gam- anleikurinn Spanskflugan eftir Ar- nold og Back, sem Jón Ormur Ormsson leikstýrir. í fyrra sýndi Leikfélag Sauðár- króks Húrra krakka eftir sömu höf- unda við mjög góðar undirtektir. Þá æfir Leikfélag Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki leikritið Sjö stelp- ur eftir Svíann Erik Thorsteinsson. Hlutverk eru 12. Áætlaðar eru 2 sýningar á Sæluviku, en frumsýnt verður í dag. Leikstjóri er Geirlaug- ur Magnússon. Allmargir eru því að stíga sín fyrstu spor í leiklistinni hér norðan- lands um þessar mundir. En áhorf- endur eiga vonandi góða skemmtun í vændum í Sæluviku Skagfirðinga. Amarflug: HLUTAFJAR AUKNINGU FRESTAD - um viku tíma Enn hefur ekki verið gengið frá samningum um hlutafjáraukningu Arnarflugs, en í gær var afgreiðslu málsins frestað þar til á þriðjudaginn í næstu viku. Er þetta í þriðja sinn sem frestur til hlutafjárkaupa hefur verið framlengdur. „Hópurinn sem verið hefur inni í myndinni hefur lýst sig reiðubúinn til að skrifa sig fyrir stórum hluta af þessari fjárhæð, en það eru ýmis tæknileg atriði sem menn vilja vinna úr á næstu 7-8 dögum," sagði Sig- hvatur Blöndal fréttafulltrúi Arnar- flugs í samtali við Tímann í gær. Um hvaða tæknilegu atriði hér væri að ræða sagðist Sighvatur ekki vilja fjölyrða, að öðru leyti en því að þessir aðilar hefðu ákveðnar hug- myndir um breytingar á rekstrinum, og að ekki væri hægt að ganga endanlega frá málinu fyrr en ljóst væri hvernig þær yrðu útfærðar. Arnarflug hefur heimild fyrir 96,7 milljóna hlutafjáraukningu, en ekki hefur verið upplýst um hve stóran hluta þeirrar heimildar er að ræða í þeim viðræðum um hlutafjáraukn- ingu sem nú standa yfir. Að sögn Sighvatar Blöndal er hér þó um verulegan hluta heimildarinnar að ræða. -BG fetamíninu var komið fyrir í sígar- ettukartoni og því síðan lokað hag- anlega að sögn fíkniefnalögreglunn- ar í Reykjavík. Málið er enn í rannsókn og kemur það í Ijós á næstu vikum hvort fleiri menn eiga efnið. Björgvin Björgvinsson einn af yfirmönnum í fíkniefnadeildinni sagði í samtali við Tímann að þessi smyglleið hefði verið þekkt árum saman og alltaf verið fylgst nteð henni. Þetta er eitthvert mesta amfetam- ín smygl sem komið hefur verið upp um á íslandi. -ES Mývetning- ar með dorgkeppni Dorgveiðikeppni verður haldin á Mývatni næsta laugardag. Keppnin hefst klukkan 11 um morguninn en skráning hefst á Hótcl Reynihlíð klukkutíma fyrr. Keppni þessi er hugsuð fyrir alla fjölskylduna og kostar veiði- leyfi 400 krónur fyrireinn, annað veiðileyfi kostar 300 krónur og hvert leyfi til viðbótar kostar 200 krónur. Þegar er búið að taka vakir á ísinn á vatninu og níerkja leiðir. Verðlaunaafhending verður í Hótel Rcynihlíð kl. 17.00 en keppninni lýkur kl. 16.00. Fjöldi verðlauna er í boði eða fyrir flesta fiska, l'yrir bestu fiskana, fyrsta fiskinn, stærsta fiskinn, flestar tegundir og börn fá einnig sérstök vcrðlaun fyrir flesta fiska. Frá sýningu L.S. á Saumastofunni. Tímamynd Ö.Þ. Framsóknarflokkurinn: USTINN A SAUÐARKROKI Framboðslisti Framsóknarfélags Sauðárkróks við bæjarstjórnar- kosningar 31. maí n.k. samþykktur á fundi stjórnar og trúnaðarráðs 6. apríl samhljóða og með öllum atkvæðum fundarmanna. 1. Jón E. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri. 2. Magnús Sigurjónsson, vöru- hússtjóri 3. Pétur Pétursson, bygginga- meistari 4. Guðlaug Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri 5. Magnús Sigfússon, bygginga- meistari 6. Birgitta Pálsdóttir, hjúkrunar- fræðingur 7. Björn Mikaelsson, yfirlög- regluþjónn 8. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, kennari 9. Einar Gíslason, tæknifræðing- ur 10. Guðrún Sighvatsdóttir, aðal- bókari 11. Bjarki Tryggvason, fram- kvæmdastjóri 12. Auður Steingrímsdóttir, bankastarfsmaður 13. Björgvin Jósafat Sveinsson, húsasmiður 14. Anna Elísabet Sæmundsdóttir, nenti 15. Einar Svansson, framleiðslu- stjóri 16. Rannveig Helgadóttir, hús- móðir 17. Magnús Rögnvaldsson, bygg- ingameistari 18. Sighvatur Torfason, kennari. LISTINN Á AKRANESI Á fundi fulltrúaráðs framsóknar- félaganna á Akranesi 3. apr. var Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfull- trúi. framboðslisti Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningar á Akranesi 1986 samþykktur ein- róma: 1. Ingibjörg Pálmadóttir, bæjar- fulltrúi 2. Steinunn Sigurðardóttir, bæjar- fulltrúi 3. Andrés Ólafsson, skrifstofu- stjóri 4. Magnús H. Ólafsson, arkitekt 5. Stefán Lárus Pálsson, stýrimað- ur 6. Þorleifur Sigurðsson, banka- gjaldkeri 7. Jón Sveinsson, héraðsdómslög- maður 8. Oddný Valgeirsdóttir, húsmóð- ir 9. Jónína Valgarðsdóttir, starfs- stúlka 10. Sigurbjörn Jónsson, húsgaga- smiður 11. Bjarnheiður Hallsdóttir, nemi 12. SteinarGuðmundsson, vélvirki 13. Guðni Tryggvason.verslunar- maður 14. Guðrún Jóhannsdóttir, skrif- stofumaður 15. Adda Maríusdöttir, sjúkraliði 16. Þór Gunnarsson, vélvirki 17. Þorbjörg Kristvinsdóttir, hús- móðir 18. Björgvin Bjarnason, fv. bæjar- fógeti. Steinunn Sigurðardóttir, bæjarfull- trúi. Andrés Ólafsson, skrifstofustjóri. Magnús H. Ólafsson, arkitekt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.